Vísir - 19.05.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 19.05.1952, Blaðsíða 7
Mánudaginn 19. maí 1952. V ÍSIS wwuvwvvvwwvuwA«vvwvvwwvvwvw\dwyvwwyvvw Sheila Kaye-Smitfi 8 MvwwwwwvvvuvvwwvvvwwwmwwvyvMnMW og henni leið stundum sem væri hún í hópi útskúfaðra, en í öðru lagi þráði hún ást og að verða aðnjótandi þess líkamlega og sálarlega þroska, að ala barn. Nú þegar — aðeins tuttugu og átta ára — stálhraust sem ungur kappi — fannst henni hún vera að komast á hrörnunarstig, einkum. er hún ieit aug- um ungar konur, kannske innan við tvítugt, er nutu þess að hafa börn sín á brjósti, og það var eins og kreppti að hjart- anu, er hún sá ungar konur horfa á börn sín í leik eða leika sér með þeim. Tvívegis höfðu menn, er hún vissi lítil deili á, biðlað til hennar, en það var fyrir mörgum árum, en þrá henn- ar til að njóta lífsins var ekki orðin eins sterk og síðar varð. Svo hafði hún hafnað bónorði manns, af því að hann var mót- mælandatrúar, og nú mundi enginn mótmælendatrúarmaður vilja við henni líta. Hin seinustu ár hafði enginn lagt leið sína til hennar, þrátt fyrir auðinn, sem í boði var. Og hún vissi, að Oxenbrigge var „seinasta von“ foreldra hennar. „Ó, guð minn,“ bað hún, „stöðvaðu hönd hans, svo að þessir hljómar þagni.“ En þeir þögnuðu ekki strax, heldur skömmu síðar. Og í kyrrð næturinnar varð breyting á. Við áhrif þagnar og kyrrðar var sem græðandi smyrsl hefðu verið borin á hverja und. Slíkt var hið undursamlega balsam næturinnar. Hjarta hennar fann það í angan daggarinnar og henni var það svipuð nautn og ástvin- um er nautn að þeirri angan, sem þeir finna í návist hvors annars. Dimm var nóttin kringum Conster, er hún umvafði hin háu skógartré, en í ám dalsins var vatnsmagn þverrandi og þær næstum hurfu sjónum skýldrar huliðshandar nætur- innar, — aðeins er hún lyfti augum var bjart. Hú.n sá stjörnur blika yfir Starvencrow-hæð, eins og hún var nefnd, og í henni þekkti hún hverja rák, hverja línu, eins vel og síns eigin lík- ama......Mörgum sinnum höfðu þau setið þarna við gluggann hún og Simon, og horft á blikandi stjörnur' himinsins, þau nefndu þær með nafni, reyndu að telja þær. Er hún minntist Simonar kom jafnan yfir hana þrá til að biðjast fyrir. Þá bað hún ekki um, að hljómar mættu þagna, henni til hugarléttis Þá talaði hún rödd hennar við guð, eins og Hann væri henni nálægur: „Ó, guð minn, verndari minn, þitt ríki er orðið himin- hvelfing sálar minnar — himinhvelfing Þegar allt kom til alls, — ef það átti fyrir henni að liggja að verða útskúfuð, fyrirlitin í sínu eigin landi, þá varð hlut- skipti hennar hið sama og bróður hennar. Simon hlaut ávallt að vera sem hundeltur flóttamaður, ókunnur öllum í sínu eigin föðurlandi, og hvers virði var það þá henni, að eiga föðurland. Hún og Simon voru hin týndu börn Alard-ættarinnar .— sem höfðu villzt í skóginum, og það eina sem máli skipti fyrir þau, var að þau áttu trú, sem var þeim eins helg og lífið sjálft, og yfir höfðum þeirra var stjörnubjartur himininn — himinhvelfing, þar sem ljós leiftruðu frá eilífðarinnar mikla ríki. í nálægð Simonar kenndi hún aldrei ótta. í skóginum var hann litli bróðir, sem talaði í hana kjark, eins og telpuna í ævintýrinu — og enginn illur og svartur mótmælandi gat gert henni mein, hrifsað hana úr furðuskóginum eða meinað henni að njóta dá- semdar himinhvelfingárinnar. Miklu betra var að ganga þá stigu með Simoni, þótt þau vissu ekki, hvert spor þeirra lægju, og þar sem þau gátu litið stjörnurnar eins og augu stöðugra og trygglyndra vina. Og kannske myndi henni einhverntíma auðnast að heyra söng stjarnanna í stað þess að vera jarðbundin og heyra aðeins óma gígjunnar. Enn minntist hún orða gamla mannsins um, að hún mundi ríða til móts við bróður sinn, sem fór í einskonar krossferð gegn hinni sönnu. trú. F.urðuleg voru þessi orð, en auðvitað mundi hún ríða á móti honum, ef hún vissi hvenær hann mundi koma. „Þau munu hittast undir krossinum,“ — það gat ekki stað- izt, því að krossinn hafði verið rifinn niður. Það voru engir krossar uppistandandi í öllu landinu — þeir höfðu allir verið rifnir niður, — malaðir mjölinu smærra. — Karlinn hlaut að vera ruglaður — og kannske var þetta allt hjátrú og hindur- vitnL 10. Þegar hún vaknaði næsta morgun glóði sólin á Starvencrow- hæð. Það var eins og lögð hefði verið á hana gullin kóróna, og yfir henni var bláhimin hins norðlæga lands. Og enn var hann þeirrar áttar, sem hrakti skip Filips norður á bóginn. Og.Katrín reyndi þennan morgun sem svo oft fyrrum og ávallt með glöðiim hug, að meðan hún hvíldi í örmum svefnsins, höfðu allar daprar hugsanir lagt á flótta. Hún stökk út úr rúminu og smeygði sér í gömlu fötin, sem hún móðþ' hennar hafði megnustu óbeit á, af því að þau voru ekki gerð samkvæmt hinni nýju tízkú, en Katrín kunni þyí vel, að vera klædd fremur stuttu, víðu pilsi, sem.ekki flæktist fyrir henni, er hún reið klofvega. Móðir hennar var ekki komin á fætur og er hún loks risi úr rekkju mundi hún vera klukkustund að klæða sig. En faðir hennar var kominn á fætur og var þegar farinn til hunda sinna og hauka, en Katrín vildi forðast að hitta hann, því að hún ætlaði til Fuggesbroke, og hún vissi, að honum mundi ekki um að hún færi þangað. Aðstaða hennar, þar sem hún aðhylltist ekki hina nýju trú og var dóttir áhrifa og valdamanns, var nógu erfið, þótt hún opinskátt heimsækti ekki þá, sem andvígir voru trúnni, og fór hún því með eins mikilli leynd og auðið var. En Agnes Tuktone, þótt hún væri yngri. en hún og hefði vanizt mikilli inniveru í uppvextinum, hafði verið vinkona hennar um mörg ár — allt frá því er Simon lagði. leið sína til Rómar, en áður en það gerðist hafði hún ekki verið vinar þurfi. Nú var þetta breytt, og ekki var í rauninni um aðra að ræða en Agnesi Tuktone og Nichols Pecksall, sem hún þó varlá gat litið sem vin, að henni fannst, þar sem hann hafði afneitað trú sinni, en til hans varð hún samt að fara, því að hann hafði verið kennari Simonar og hún gat talað um hann við hann. Og hún varð að hitta Agnesi við og við, þegar hún laumaðist til Fuggesbroke, því að Tuktone herramaður lagði áherzlu á, að dætur hans væru sem mest heima, og væru ekki að ríða út sér til skemmtunar og’heilsubóta, eins og herramenn leyfðu þó dætrum sínum. En nú var áríðandi fj'rir hana að fara, því að hún þurfti að segja Agnesi og foreldrum hennar frá óskum Thomasar Har- mans. Hún lagði leið sína til hesthúsanna og var svo heppin, að faðir hennar kom þarna ekki meðan hún beið eftir hesti sín- um. — Nokkrum mínútum síðar var hún lögð af stað ríðandi upp hæðina og raulaði fyrir munni sér á leið yfir heiðina og fór svo með útjaðri akranna í Holly Crouch, sem umgirtir voru limgirðingum, með heiðarlandi allt í kring. Hún reið framhjá býlinu og meðfram útjaðri Dodyland Shaw, unz hún kom að vegamótunum, og það brá eins og skugga á andlit hennar, er hún leit staðinn þar sem krossinn hafði stað- ið, en hún varð enn þungbrýnni, er hún sá þarna marga menn að verki við steinahrúguna, eins og þeir vær.u að búa sig undir að flytja burt steinana. „Hvað ætlið þið að gera við steinana?“ „Það á að nota þá í nýja húsið hans Harmans.“ „En :— þetta eru helgispjöll. Krossinn var heilagur.“ „Hann sagði okkur að gera þetta.“ Katrín hafði ekki fleiri orð um. Vitanlega átti Thomas Harman steinana.........Réttast væri að hún gerði ekki neitt fyrir hann í Fuggesbroke.....Andar- tak fannst henni hann engu betri en þeir, sem rifu niður kross iywwwwvwywwwwwvy MWWWWWWWVWtfWWW Dulrænar IndÉánahjónin. svo að það var á að gizka eitt fet frá dyrunum að mínu rúmi. Eftir fáeinar mínútur var hann steinsofnaður og farinn að hrjóta, en mér var ómögulegt að sofa fyrir þrautum í höfð- inu og öllum skrokknum. Nú var orðið alldimmt og eg lá glaðvakandi og var að hugsa um að nóttin yrði ömurlega löng ef eg gæti ekki sofið, en rétt þegar eg er að hugsa um þetta verður allt í einu bjart í tjaldinu og eg álít, að það hljóti að vera einhver á ferð úti með lugt, svo að eg leit út en sá engan og birtan var horfin, svo að eg lagðist úfaf aftur, en eftir fáar mínútur birtir aft- ur nokkuð svipað gulleitri birtu og sá eg þá, að þetta var ekki einleikið, en lá kyrr og skimaði í allar áttir um tjaldið. Þá bar fyrir mig sjón og atburður, er eg held að eg gleymi aldrei. Fast við rúmið mitt stendur stór og tignarlegur Indíáni, teinréttur og hreyfingarlaus eins og steinstöpull, haldandi hægri hendi um byssuhólkinn um 4 þumlunga frá endanum og lét byssuskeftið. standa á jörð rétt við fótinn á sér og hallaði henni fram að ofan með því að halda handleggnum beint fram. Hann sýndist gul- bjartur í framan, frekar togin- leitur með skarpa höku en ekki mjög kinnfiskasoginn, mjög skörp og snarleg augu og dökkt hár er náði ofan að herðum, er sýndust nokkuð stórar og vel lagaðar. Höfuðfatið sýndist vera gjörð, um sex þumlunga breið, með gylltum borða að neðanverðu, á að gizka tveggja þumlunga breiðum. Upp af þessu stóðu margar fjaðrir, alla vega litar. Hann horfir beint framundan sér, eins og hann væri að horfa á eitthvað er þar værj. Eg leit þangað og sá, að þar var að myndast kvenpersóna er eftir fá augnablik var orðin sjón minni vel skýr, þó að hún hefði öðru vísi útlit og vaxtarlag en hann. Hún var um 4 fet og 6 þumlungar á hæð, en hún var c & SuHwfki, — TARZAIM Flóttafólkið reyndi að láta bygg- ingarnar skýla sér fyrir eldbjarman- um af bálinu, sem var í miðju þorp- inu. Muviro og Khvu fóru á undan og vísuðu hinum frelsuðu mönnum veg- inn þangað sem haldið skyldi fyrst. Á meðan fylgdi Musa Tarfcan að húsi og sagði: „Þarna er húsmóðirin IB6 mín höfð í haldi,u og benti á kofa einn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.