Vísir - 10.06.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 10.06.1952, Blaðsíða 2
Þriðjudaginn 10. júní 1952 12 ’ummrnmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmm* Hitt og þetta Árið 1944 þann 6. júlí, kvikn- aði í hringleikahúsi í Hartford 5 Connecticut, og þótti það -furðu sæta að enginn virtist þiekkja litla telpu, sem þar fórst. Alls fórust þarna 168 manns og þekktu menn ekki sex af líkun- um. Eitt af þeim var þessi litla stúlka, um það bil sex ára að aldri. Andlit hennar var ó- skaddað með öllu, og voru því anyndir teknar af telpunni, sem fiendar voru víðsvegar og aug- lýstar margsinnis í þeirri von að einhver kynni að þekkja hana, annað hvort kennari, skyldmenni eða leiksystkin. En svo virðist, sem enginn minntist þess að hafa nokkuru sinni séð hana. Allar lögreglu- stöðvar voru spurðar, en hvergi *var neinnar telpu saknað, sem ■væri henni lík. • Á síðari árum hefir það oft Jíomið fyrir víða á Asíu að stórir fuglar hafa ráðist á flug- vélar. Venjulegast hafa það þó verið ernir. Og brezkir flug- menn fengu þegar árið 1934 leiðbeiningar um það, hvernig þeir ætti að komast undan þess- ari hættu. Ein árás af þessu tagi átti sér stað nálægt Allaha- bad á Indlandi, en þá reyndu 2 crnir að „drepa“ þriggja hreyfla flugvél, sem flaug lágt. Annar <irninn flaug beint inn í mið- skrúfuna, en hinn renndi sér úr tíu þúsund feta hæð og ofan á annan væng flugvélarinnar og jreif stórt gat á hann. Cíhu Áimi Jðatmm Þann 10 júní 1927 var eftir- farandi frétt frá Stykkishólmi birt í Vísi. Stykkisliólmur, 9. júní. F.B. Tíðarfar er ágætt, kyrrviðri •og blíður, en allsvart seinustu daga, ef nokkuð andar. Skepnu- höld eru ekki góð, yfirleitt mis- jöfn, sums staðar mjög slæm. Hefir borið talsvert á lamba-, <iauða á sumum bæjum. Sömu- leiðis hefir orðið vart við crmaveiki í fé. Þá var þessi auglýsing. Á sunnudaginn 12 júní 1927, sem er fánadagurinn, verður opnaður nýr sundskáli að Ála- fossi í Mosfellssveit. Við það tækifæri verða margar sund- þrautir háðar. Um 20 beztu sundmenn landsins hafa lofað aðstoð sinni t. d. Erlingur Páls- son, sundkongur íslands, Jón og Ólafur Pálssynir, Ágúst Jó- hannesson, Tryggvi Magnús- son o. fl. Þar verður sýnt kaf- sund, björgun, skriðsund, lífg- unartilraunir. Knattleikur í vatn sýndur í fyrsta sinn á ís- landi. Stúlkur sýna björgun og ýms sund. — Herra læknir Þórður Sveinsson talar, og fleiri xæðumenn verða. — Vígsluat- höfnin hefst kl. 3 stundvíslega. — Hr. kaupm. Einar Pétursson aðstoðar. Ymsar veitingar verða á staðnum, svo sem kaffi, mjólk, súkkulaði, sítrón, skyr o. fl. Tryggið ykkur sæti í bílunum í tíma. Aðgangur kr. 1 fyrir full- orðna og 0.50 aur. fyrir börn. V t S I R BÆJAR / réttir Þriðjudagurinn, 10. júní, — 161. dagur ársins. Loftleiðir h.f.: Hekla er í Stavanger, fer væntanlega í fyrramálið um Kaupmannahöfn og Prestvík .til Reykjavíkur og New York. N áttúr uf r æðingurinn, tímarit Hins íslenzka náttúru- fræðifélags, er nýkominn út. Er þetta 1. hefti 22. árgangs. Ritið er óvenju seint á ferðinni í þetta sinn, en sá dráttur staf- aði af nokkrum breytingum, sem gerðar voru á útgáfu þess. Á aðalfundi Náttúrufræðifé- lagsins í febrúar sl. var ákveð- ið að Náttúrufræðingurinn skyldi gerður að félagsriti. All- ir meðlimir félagsins fá því nú ritið upp í árstillag sitt, sem með tilliti til þess hefir verið hækkað upp í 40 kr. Hið íslenzka náttúrufræðifélag eða Náttúrufræðifélagið, eins og það er kallað í daglegu tali, stendur opið öllum þeim, sem áhuga hafa á náttúrufræði. — Fyrir 40 kr. árstillag fá með- limir félagsins: 1) Tímaritið Náttúrufræð- inginn, 12 arkir (ca. 200 síður) á ári. 2) Aðgang að samkomum fé- lagsins, sem haldnar eru mán- aðarlega, mánuðina október til maí, en þar eru flutt fræðandi erindi um náttúrufræðileg efni. 3) Aðgang að fræðsluferðum félagsins, sem farnar eru á sumrin, undir leiðsögn náttúru- fræðinga. Þeim, sem gerast vilja félag- ar, er bent á að láta skrá sig hjá Stefáni Stefánssyni, verzlunar- manni í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík, en hann hefir með höndum af- greiðslu Náttúrufræðingsins. — Til trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins úti á HwAAcjáta m. /63 7 Lárétt: 2 Skelfisks, 6 tón, 8 endir, 9 rándýr, 11 skammstöf- un, 12 árstími, 13 mánuð, 14 1. pers. eint. í nút., 15 mishæð, 16 herbergi, 17 ítar. Lóðrétt: 1 í höfnum, 3 ker í goðafræði, 4 blaðamaður, 5 aragrúi, 7 mikils vísir, 10 úr (fornt), 11 ljósgjafi, 13 væla, 15 mann, 16 samlag. Lausn á krossgátu nr. 1636. Lárétt: 2 Kairo, 6 ýg, 8 gr. 9 lóan, 11 öl, 12 ull, 13 fræ, 14 na, 15 sýnt, 16 síl, 17 aftar. Lóðrétt: 1 Fýlunga, 3 agn, 4 ír, 5 oílæti, 7 .góla, 10 al, 11 Örn, 13 fýla, 15 sir, 16 st. landi: Vinsamlegast sendið skrifstofunni strax upplýsing- ar um kjósendur, sem ekki verða heima á kjördegi. Háskólafyrirlestur. Prófessor H. A. Miiller frá Columbia háskólanum flutti sl. föstudag háskólafyrirlestur um svartlist. Þrátt fyrir fagurt veður og fjölbreyttar skemmt- anir í bænum var erindið vel sótt. Áður en prófessorinn tók til máls kynníi háskólarektor hann fyrir áheyrendum. Sagði hann m. a., að Handíða- og myndlistaskólinn hefði boðið próf. Muller hingað til kennslu í svartlist í trausti þess, að koma hans mætti verða til þess að auðga myndlistir vorar, glæða áhuga á listrænu og hagnýtu gildi svartlistar, m. a. í bókagerð vorri. Fór rektor lofsamlegum orðum um starf Handíðaskólans á liðnum ár- um og kvaðst fagna því, að svo frægur og ágætur listamaður sem próf. Múller er, skuli nú flytja erindi við Háskólann. Allir stuðningsmenn og kjósendur sr. Bjarna eru minntir á að kjósa áður en þeir fara úr bænum. Fyrirframkosn- ing er hafin. Fyrirgreiðslu ann- ast kosningaskrifstofa Sjálf- stæðisflokksins, sími 7104, opið frá kl. 10 að morgni til kl. 10 að kvöldi. Útvarpið í kvöld: 20.30 Erindi: Á þjóðflutn- ingaleiðum (Guðm. Þorláksson cand. mag.). 21.55 Undir Ijáf- um lögum: Carl Billich o. fl. flytja létt klassísk lög. 21.25 Frá útlöndum (Benedikt Grön- dal ritstj.). 21.40 Tónleikar (plötur). 22.00 Fréttir og veð- urfr. 22.10 Frá iðnsýningunni (Sveinn Valfells forstjóri). — 22.20 Kammertónleikar (plöt- ur). Framlög til Árnasafns. Fjársöfnun sú, sem efnt var til fyrir skömmu í því skyni að reisa hús yíir íslenzku hand- ritin, sem nú eru í Danmörku, hefur gengið vel. Þegar hafa safnast um 29 þús. krónur, en auk þess hafa verið tilkynnt framlög frá ýmsum aðilum. — Framlög til handritasafnsbygg- ingarinnar: Ónafngreindur stofnandi kr. 100, Stúdentafél. Reykjavíkur 1000, Á.B. 20, F.P.B. 100, P.Á. 50, Þórdís 100, E.Ó.D. 50, Fá- tækur stúdent 40, N.N. 50, Fél. ísl. stórkaupm. 10.000, Fjöl- skylda í Borgarf. 100, S.S.S., Keflavík 100, S—16 100, N.N. 20, N.N. 15, Ónefnd kona 100, Þrír sjómenn 200, Ónefnd kona 1000, Stúdentafél Siglufjarðar 1000, Áheit 100. — (Frh.). Skipáfráítiri Skipaútgerð ríkisins: Hekla verður væn.tanlega í Færeyjum í dag á leið tii Norð- urlanda. Esja var væntanleg til Akureyrar í gærkvöld á aust- urleið. Skjaldb eið var á Djúpavogi síðdegis í gær á suð - urleið. Þyrill var t Eyjafi rði í. gær á vesturleið. Skipadeild SÍS: Hvassafell fór frá Álaborg 7. þ. m. áleiðis til Kópaskers. — Arnarfell átti að fara frá Stett- in í dag, áleiðis til íslands. — Jökulfell er í New York. Islenzk kona í Kanada. Lárus Salomonsson hefir beð- ið Vísi fyrir eftirfarandi: Ný- leg fékk eg bréf frá Kristínu Kristjánsson, sem seinast átti heima á Hverfisgötu 61 hér í bæ. Hún fór til Kanada. Krist- ín á hér börn, frændfólk og marga vini. Hún biður að heilsa öllu frænd- og vinafólki og einkum sr. Jóni Auðuns. Krist- ín segir yfirleitt allt gott af högum sínum, en þykir hún fá of fá bréf að heiman. í lok bréfsins segir hún: „Eg fæ fá bréf að heiman og er farin að halda, að þau komi ekki til skila. Eg bið að heilsa vinum mínum og kunningjum úr þinni stétt og öðrum stéttum og óska þeim góðs gengis.“ Heimilis- fang hennar er: „Mrs. Kristín Kristjánsson, Gimle, Manitoba, Canada. Skrúðgarðavinna. Skrúðgarðavinna er nú fyrir nokkru hafin hér sunnanlands, og þykir okkur ástæða til að gefa fólki, sem þarf á aðstoð garðyrkjumanna að halda, nokkrar upplýsingar. Er rétt að benda fólki á það, að þegar það ræður til sín menn er rétt að leita til skrifstofu Félags garðyrkjumanna og fá þar upp- lýsingar um hvaða menn það eru, sem skrúðgarðavinnu stunda. Skákþraut. Sú villa varð í skákþraut blaðisns í gær, að hvítt peð var á C3, sem átti þar ekki að vera né yfirleitt á borðinu. Eimskip. Brúarfoss fór frá Gauta- borg 6. júní til íslands. Detti- foss kom til New York 5. júní; fer þaðan ca. 14. júní til Rvk. Goðafoss fór frá Húsavík í gærkvöldi til Ólafsfjarðar, Skagastrandar og Rvk. Gullfoss fór frá Rvk. 7. júní til Leith og K.hafnar. Lagarfoss fór frá Húsavík í morgun til Akureyr- ar og Rvk. Reykjafoss kom til Rvk. 6. júní frá Reyðarfirði. Selfoss fór frá Lysekil 6. júní til Reyðarfjarðar. Tröllafoss kom til Rvk. 5. júní frá New York. Vatnajökull fór frá Rvk. í gær, 9. júní til Antwerpen. Katla fer væntanlega í dag, 11. júní, frá Antwerpen áleiðis til Álaborgar. VÍSIR. Nýir kaupendur blaðsins fá það ókeypis til mánaðamóta. Vísir er ódýrasta dagblaðið, sem hér er gefið út. — Gerist áskrifendur. — Hringið í síma 1660. Veðurhorfur. Á Grænlandshafi er lægð, sem dýpkar en hreyfist lítið. Suðvesturland og miðin: SA' stinningskaldi í dag, en S átt í nótt, rigning. Faxaflói og mið in: A og S kaldi en stinnings- kaldi á miðunum, rigning. Veðrið kl. 9 í morgun: Rvík A 2, +9, Sandur A 4, -]-5, Stykkishólmur A 4, -)-4, Hval- látur SA 1, Galtarviti A 3, Horn bjargsviti A 2, -j-3, Kjörvogur NA 2, -)-4, Blönduós NA 3, -j-5, Hraun á Skaga NA 3, -|-4, Siglu nes ANA 2, -j-3, Akureyri NNV 2, -|-4, Vestmannaeyjar SA 6, Þingvellir logn, -j-8, Keflavík- urvöllur SSA 4, -j-9. Skattborgarar gera uppreist Mex. City (UP). — Herlið hefir verið sent til borgar- innar Oaxaca, sunnan til í landinu, til að koma þar á reglu og bæla niður óeirðir. Uppþot varð í borginni vegna nýrra skattalag, sem gengið höfðu í gildi, og borgararnir vildu ekki una. Kom til alls- herjarverkfalls, sem snerist upp í götubardaga við lög- regluna. Biðu tveir menn bana, en tugir særðust. MARGT Á SAMA STAÐ LAUGAVEG 10 - SlMl 3367 Faðir minn, dísli Þórðarsoit andaðisÉ á sjúkrahúsi Akureyrar 8. júní. Fyrir könd aðstandenda. Sigurlína Gísladóttir. Alúðar jþakkir lyrir auðsýnda samúð við andlát og jaroaríör, Jéfcékaiisi G. FrímabhbsíIéttiss* Vandamenn. Þökkum samúð og hluttekningu er látin var í Ijós við andSát og bálíör, Marie Figvetl frá Eskifirði. Böm, tengdaböm og bamaböm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.