Vísir - 10.06.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 10.06.1952, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 10. júní 1952 VlSIB Sheila Kaye-Smith 25 KATRÍIM „Þeir — drápu föður xninn.“ „Ó.... ó ....“ Þær stóðu kyrrar í sömu sporum, í faðmlögum, og grétu, og loks kom einhver og mælti: „Komdu, Agnes! Af hverju komstu hingað, Katrín?“ Það var Mathew Tuktone, elzti sonui'inn. Hann var svartur af sóti í framan. Augu hans leiftruðu. „Af hverju eg kom,“ sagði Katrín hikandi. „Eg kom af því, að eg ætlaði mér að koma — og á leiðinni sagði Harman mér hvað gerst hafði. Hví skyldi eg aftur snúa! Eg sá engan á leið- inni.“ „Sástu engan? Það var gott.“ Rödd hans var dálítið hlýlegri. „Þá getum við kannske borið Jane til Colespore nú þegar,“ sagði einhver. Katrín var komin inn í hópinn, sem safnast hafði saman í skjóli eikitrjánna í jaðri Rockers Wood. Þarna var aðeins Tuk- tone-fj ölskyldan og vinnufólkið. Jane lá á ábreiðu, sem breidd hafði verið á jörðina, og Susanna kraup á kné hjá henni og hélt á einhverju, sem vafið var í sjal. Það var nýfætt barn. Mary Tuktone sat á trjástofni, föl sem nár, og starði fram stórum augum. Katrínu fannst, að hún væri í hópi steingervinga, en ekki lifandi manna. „Eg — eg kom til þess að hlýða messu,“ byrjaði hún. Svo kom gráturinn upp hjá henni. Grátur hennar minnti á kvak fugls, sem hefir verið ræntur hreiðri sínu. „Gráttu ekki, Kata mín,“ sagði Agnes Tuktone. „Enginn sakar þig um neitt.“ „En eg vildi, að guð gæfi, að við hefðum ekki farið að hennar ráðum varðandi Thomas Harman,“ sagði Hathew. „Eg þori að vinna eið að því, að hann hefir ekki svikið okkur.“ „Nei, en eg þori að fullyrða, að það sé þessi djöfuls njósnari, Robert Douce, og hann hefir frétt það frá dóttur sinni.“ „Hún veit ekkert. Hvernig ætti hún að vita það?“ „Thomas kann að haía sagt eitthvað í ógáti, svo að henni hefir skilist hvað til stóð. Reynslan ætti að hafa kennt okkur, að engum er að treysta.“ „Já,“ sagði Giles bróðir hans, „við höfum treyst of mörgum.“ Katrín fann kuldann í þessum orðum — fann, að fjölskyldan hafði snúist gegn henni, nema Agnes, sem var eini vinur hennar þar, þar sem Richard var fallinn frá. Það fór ekki fram hjá henni, að ekki kom orð yfir varir Mary Tuktone, — hún bara sat þarna og starði fram hálfbrostnum augum í brennandi rúst- irnar. Katrínu langaði til að mæla til hennar húghreystingar- orðum, en áræddi það ekki. Þess í stað mælti hún til Agnesar: „Agnes mín, — hvernig vildi það til, að faðir þinn —?“ „Hann reyndi að verja sig og það, sem honum og okkur öll- um er heilagt — hluti, sem þeir fundu og svívirtu. Það var hermaður, sem .... nei, eg get ekki sagt það ....“ Hún fekk grátkast. „Og faðir Edwards?“ „Þeir tóku hann höndum og fóru með hann til Chichester.“ í þessum svifum kom þungt andvarp frá Jane Tuktone og þegar söfnuðust menn í kringum hana. „Vissulega getum við flutt hana til Colespore nú,“ sagði einhver. „Kata segir, að hermennirnir séu farnir,“ sagði annar. „Sástu nokkurn í grennd við Colespore, Kata?“ „Ekki sál.“ „Of hræddir til þess að láta á sér bæra, geri eg ráð fyrir. Jæja, Sinden ætti að geta farið á kreik nú.“ „Við verðum að koma henni þangað nú, eða hún deyr í hönd- unum á okkur.“ „Eg fer á undan og vek upp Sinden og konu hans. Bezt að bíða þar til eg kem aftur.“ „Þarna er einhver hreyfing hjá húsunum. Kannske það sé Sinden." „Það er hann — og Nick og Ned. Þeir stefna hingað.“ „Bíðum þá.“ Brátt kom Sinden bóndi í Colespore og synir hans og nú voru vörur sóttar og Jane lögð á þær. Katrín stóð og horfði á, hrelld — einmana. Allir voru eins og önnum kafnir. Á hennar hjálp þurfti enginn að halda. Þau hefðu þó getað tekið henni hlýlegar, þar sem hún hafði hætt til lífi sínu til að komast til þeirra •— en þeim fannst víst, að hún hefði farið ógætilega og bæri að einhverju leyti sök á því, sem gerst hafði. Þau bitu sig í það, að ef uppástungan um Thomas Harman hefði aldrei komið fram, rríundi þetta ekki hafa komið fyrir. En hún gat ekki trúað því, að hann hefði svikið þau, hvorki vitandi vits né í ógáti. Robert Douce hlaut að hafa komist á snoðir um, að messa yrði sungin í Fuggesbroke á einhvern annan hátt. Það mundi hann hafa gert hvernig sem reynt hefði verið að leyna því. Hann var Hugenotta-njósnari og öllum brögðum vanur. Bölvaður veri hann! — Svo hjaðnaði reiðin, sem hafði blossað upp, og hún hvíslaði svo lágt, áð enginn heyrði: „Faðir, fyrirgefðu þeim —“ Eitthvað hafði brostið í sál hennar og lá sem liðinn nár við hliðina á Richard Tuktone. Hún sá Súsönnu og Margréti reyna að reisa upp móður sína. „Komdu, mamma, við skulum fara af stað. Þér hlýnar á göngunni.“ „Eg sit við eld, sem hlýjar meira en nóg.“ „Komdu, rnamma, við háttum þig ofan í rúm?“ ,Gerði faðir minn boð eftir mér.“ „Ne-ei.“ „Eg fer að hátta þegar hann kemur.“ „Mamma, mamma.“ Katrín varð að snúa sér undan. Agnes stóð við hlið hennar. „Ó, Katrín,“ sagði hún grátandi. „það er eins og hjarta mitt sé að springa.“ „Elsku Agnes —“ „Pabbi og mamma — eg veit ekki hvort veldur mér meiri sorgar, það sem kom fyrir pabba — eða mömmu. Kannske mömmu — og þó kann hún að ná sér og verða eins og hún á að sér — en pabbi kemur aldrei.“ „Hans verður hefnt?“ „Hver ætti að hefna hans? Okkur er engin stoð í lögum. Ef bræður mínir reyndu það mundu þeir glata lífi sínu. En ósk- um ekki hefndar — hann mundi ekki hafa óskað hennar. Hann var — er — góður. Ó, Kata, eg veit að hann biður fyrir okkur.“ Á þessari stundu gat Katrín engu trúað, ekki vonað neitt. Sál hennai' var þungfleygari en svo, að hún gæti flogið á eftir Richard til himna. Henni var allt í einu ljóst, að hún varð að komast burt frá þessu fólki. Sorg hennar olli henni svo mikl- um sviða, að hún gat ekki verið í nálægð þess. „Agnes, eg verð að fara heim.“ „Vertu okkur samferða til Colespore.“ „Nei, eg verð að fara. Eg get ekki beðið.“ „Þú ert heppin að eiga heimili, Kata, sem þú getur leitað til. En þú getur ekki verið örugg — að fara ein ferða þinna. Enn er nóít.“ „Það er komið undir morgun. Eg verð að komast heim.“ Hún kyssti í skyndi kalda kinn vinstúíku sinnar og hraðaði sér á braut, — hljóp á braut, eins og hundelt dýr. 25. Áður en hún var komin heim fann hún þá angan í lofti, sem boðaði að dagur var að renna. Og er hún leit til austurs yfir Tillinghamána sá hún, að þess var skammt að bíða, að dagur Dulrænarl frásagnir Verksmiöjuskjölin. fram aftur með kveðju hans og þá skýringu, að skjölin væru í brúnu umslagi í eikarskrif- borðinu. En nú farið að leita og finnast skjölin ekki í stof- unni, en við athugun kemur í Ijós, að þar eru spónlögð borð, en ekkert eikarskrifborð. En í einu horni stofunnar stendur lítið fornfálegt eikarborð, var það ekki lengur í daglegri venjulega nefnt „púltið“, og notkun, og eftir allmikla leit í ýmsum skjólum, er þar voru, fannst brúna umslagið. (Frá- sögn J. E.). IViynfin. Árið 1882 átti eg heima í Gröf í Ytrihrepp, Árnessýslu. Þar bjó bóndi sá, sem Magnús hét Þórðarson, og kona hans María. Þau áttu 3 böm„ að mestu upp komin, son er Þórð- ur hét, rúmlega tvítugan að aldri, og tvær dætur, Valgerði og Kristínu. Þetta var fámennt heimili. Baðstofan fremur lítil, . aðeins tvö stafgólf. Var hjóna- rúmið inni við gluggann, hægra megin, er inn var gengið, og rúm Þórðar þar utar af, en gegnt hjónarúminu rúm systr- anna, en mitt rúm þar fram ,a£ og skall innri dyrahurðin á fótagafl minn, þegar upp var lokið, en þaðan lágu löng og dimm bæjargöng fram til úti- dyra. Það var á nýársnótt, sem það bar fyrir mig, er nú skal greina. Við höfðum öll verið að spila púkk með allmiklu fjöri, eins og vanalega fylgir því spili. Þegar gamla strengja- klukkan sýndi lágnætti stendur Magnús upp og segir, að nú sé mál að ganga til hvílu, þótt talsvert kapp væri enn í spila- mennskunni. Var þessu strax hlýtt, því að á þeim tíma mikl- uðust börn og hjú ekki yfir að virða að vettugi skipanir for- eldra og húsbænda. — Þegar eg var háttaður tók eg bók og fór að lesa, eins og vandi minn var á kvöldin. Það logaði enn á stóra lýsislampanum á sperr- unni gegnt mér. Hann baí ///rí/M'v'\<:?^ Di&tx. by Unlted Feature Syndlcate, Ine. £ & SumuqkAs //53 Nú þóttust Arabarnir haía öll ráð Tarzans og félaga hans í hendi sér. Hassan kallaði: „Tarzan. Þú ert um- kringdur.“ „Þegar við honun nandtékið og drepið alla innfædda menn, komum við og sækjum þig. Þú getur ekki sloppið undan.“ Muviro var lma skeifdur. Hann sagði við Tarzan. „Húsið er umkringt og við getum hvergi flúið. Arabar eru allsstaðar.“ „Það er farið að dimma,“ sagði Tarzan. „Eg fer út um þenna glugga og skal ná í Hassan. Hann fer þá samningaleiðina.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.