Vísir - 10.06.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 10.06.1952, Blaðsíða 4
4 V f S I R Þriðjudaginn 10. júní 1952 DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. títgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (finun línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Kosnmg í ísafirðl. Hinn 15. þ.m. fer fram aukakosning í ísafjarðarkaupstað, en þar verður fulltrúi kjörinn á Alþing í stað Finns heitins Jónssonar. Svo sem menn rekur minni til urðu úrslit þau síðast er Finnur var kosinn á þing, að hann hlaut færri atkvæði en frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, en náði kosningu samt, sökum þess að svo mörg atkvæði féllu á landslista, að það nægði. Stafaði þetta af því, að flokksbræður Finns, þó einkum Hanni- bal Valdimarsson, unnu ekki af fullum heilindum að kosningu hans, enda mun Hannibal mjög hafa ágirnzt kjördæmiðð' þótt ekki nyti hann til þess trausts flokksstjórnarinnar né kjósenda á ísafirði. Aðstaðan í ísafirði hefur verið einkennileg að ýmsu leyti undanfarin ár, enda oltið þar á ýmsu. í bæjarstjórn hafa Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokkurinn haft jafna fulltrúatölu, en kommúnistar hafa fengið einn mann kjörinn, sem þannig hefur verið oddamaður. Tókst um skeið samvinna með Sjálfstæðis- mönnum og kommúnistunum, og var þá unnið kappsamlega að ýmsum umbótamálum, þótt aðkoman væri erfið, eftir margra ára óstjórn Alþýðuflokksins í bæjarmálum. Sem dæmi mætti nefna, að Alþýðuflokks fulltrúarnir í bæjarstjórn höfðu beitt sér fyrir sölu botnvörpungsins Skutuls og annarra skipa úr bænum, á styrjaldarárunum og eftir styrjaldarlokin, er helzt voru líkur til að slíkur rekstur gæti reynzt ábatavænlegur. Raf- veitan í kaupstaðnum var algjörlega ófullnægjandi og vatns- veitan einnig, sjúkrahúsið í niðurníðslu, skólahús af vanefnum gerð og þannig mætti lengi telja. Sjálfstæðismenn unnu að endurbótum á öllu þessu, og leituðust við að reisa við atvinnu- lífið eftir mætti, þótt fjárskortur stæði mjög fyrir þrifum. Vegna aðgerða Sjálfstæðisflokksins í ísafjarðarkaupstað má atvinnulíf þar kallast viðunandi, en einkum hefur mikil at- vinnubót orðið að báta og togarakaupum, sem Sjálfstæðismenn hafa beitt sér fyrir, enda hafa þeir jafnframt annast rekstur- inn. Sjálfstæðismenn vildu koma upp fullkomnu fiskiðjuveri á staðnum, er nýtt gæti allan sjávarafla, en Alþýðuflokkurinn hefur beitt sér því í gegn, en fest í stað þess kaup á gömlu frystihúsi, sem lítt eða ekki hafði verið starfrækt um skeið. Kaupverðið mun vera í hærra lagi,.en jafnframt allsendis óvíst um afkomuna, nema því aðeins að reksturinn verði ekki fyrir áföllum og verkefnin reynist nóg mestan hluta ársins. Valda slík kaup nokkrum ugg meðal bæjarbúa, sem til þekkja, þótt vera megi að Alþýðuflokkinum áskotnist atkvæði einhverra þeirra sem við frystihúsið vinna og kunni það að ráða úrslitum. Alþýðuflokkurinn gerði sér vonir um að kommúnistar myndu tilleiðanlegir til að styðja frambjóðanda hans, enda skylt skeggið hökunni, þar sem Hannibal kennari Valdimars- son á í hlut. Af þessu varð þó ekki. Miðstjórn kommúnista- flokksÍBs ákvað að hafa mann í kjöri, sem er Haukur Helgason, ættaður að vestan, en starfsmaður í Útvegsbankanum hér syðra um margra ára skeið. Má búast við að Haukur haldi öllum kommúnistaatkvæðum til haga, þannig að lítill stuðn- ing'ur berist Alþýðuflokkinum úr þeirri átt. Framsókn hefur einnig teflt fram fulltrúa sínum, en óvíst er, hvort honum fekst að halda fylginu saman, enda hefur flokkurinn aldrei átt veruleg ítök í kaupstaðnum og Alþýðuflokkurinn mun ávallt hafa fengið einhvern slæðing af afkvæðum úr þeirri átt. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins er Kjartan Jóhannsson læknir, vel látinn athafnamaður, sem stöðugt hefur verið að auka fylgi sitt, en hefur verið tvisvar áður í kjöri. Kunnugir telja líklegt að Kjartan haldi ekki aðeins fylginu frá síðustu kosningum, heldur auki það svo, að Hannibal sé með öllu vonlaus upi að ná kosningu. Þykir margt benda til þess að Hannibal örvænti um sinn hag, en þó einkum það, að hann tregðaðist við að segja af sér þingmennsku, sem hann náði sem uppbótarmaður, með tiltölulega litlu atkvæðamagni. Hannibal nýtur ekki sömu vinsælda vestra og Finnur heitinn Jónsson, en þar þer e'inkum til að hann þykir í hvatvísara lagi og ekki friðsemdarmaður, þótt velja megi milli friðar og ófriðar. Kosningin í ísafirði veldur ekki stórbreytingum, hver sem úrslitin reynast. í stað Hannibal tekur Guðmundur I. Guð- mundsson, bæjarfógeti í Hafnarfirði sæti á Alþingi, það sem eftir er kjörtímabilsins, en í því fer nú að styttast. Verði Kjartan læknir kosinn benda líkur til, að hann muni halda sætinu í næstu kosningum og áfram, enda fer vegur Alþýðuflokksins þverrandi þar, sem annarsstaðar. íiai Sýáiísiœ&ififlatiSiuristst veriö hlutSaws ? Þegar minnsti flokkurinn í landinu býður fram mann til forsetakjörs, er vonlaust að hann nái kosningu nema með aðstoð kjósenda úr hinum flokkunum, sem hann berst við harðri pólitískri baráttu. En til þess að hann nái fylgi þessara kjósenda er honum lífsnauðsyn að fá þá til að trúa því, að þetta sé ekki flokksmál og ekki póli- tískt mál — og því þeirra eigin flokki óviðkomandi hvern þeír kjósi fyrir forseta. ★ Meðan stjórn og 'flokksráð Sjálfstæðisflokksins vann að því eftir megni, að mynda þjóð- areiningu um kjör forsetans, var róið að því öllum árum af AB-liðinu — Alþýðuflokknum og þeim sjálfstæðismönnum, sem gengið hafa undir merki þeirra, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði hlutlaus í kosningunum, ef hann reyndist ófáanlegur til að styðja Ásg. Ásg. Hann reyndist ófáanlegur til þess þrátt fyrir það, að sumir forvígismenn hans voru mjög viðmælanlegir um stuðning við Á. Á., ef flokk- urinn væri fáanlegur til þess. Hins vegar tóku þeir skýrt fram, að þeir mundu hiklaust fylgja ákvörðun flokks síns í málinu. Flokkurinn viður- kenndi hæfileika og mannkosti Ásg. Ásg., en óskaði ekki eftir honum sem forseta, enda var þá lýðum ljóst, að ekkert sam- komulag gat náðst um framboð hans. ★ Með því að fá Sjálfstæðis- flokkinn til að vera hlutlausan, hlaut aðstaða Alþýðuflokksins til að fá sinn frambjóðanda kos- inn, að batna stórkostlega. Var því eðlilegt að einkis væri látið ófreistað að ná því marki. En gat Sjálfstæðisflokkurinn verið hlutlaus? Gat hann verið hlut- laus og dregið sig út úr málinu og aðeins verið áhorfandi að leik hinna flokkanna til þess að koma að pólitískum framþjóð- .endum sínum? Þá var ljóst orð- ið, að Alþýðuflokkurinn ætlaði að bjóða fram Ásg. Ásg. ef sam- komulag næðist ekki um hann. Og ef Sjálfstæðisflokkurinn sæti hjá, var Framsóknarflokk- uritan staðrá'ðinn í því að bjóða fram sinn mann. Líklega hefðu þá kommúnistar boðið fram líka, bótt ekki væri nema til að safna á einn stað sinu póli- tiska liði. Undir slíkum atvik- um hefði hlutlaus og aðgerðar- laus Sjálfstæðisflokkur valdið hinum.mestu vonbrigðum hjá meginhluta kjósenda sinna enda hefði slík afstaða litið út sem hrein uppgjöf af flokksins hálfu. ★ Það var skylda flokksstjórn- arinnar að afstýra því að flokk- urinn kæmist í svo auðmýkj- andi aðstöðu. Aðeins nokkrir menn úr öllu forustuliðinu gátu hugsað sér það, en þó munu þeir hafa séð fljótlega að það mundi geta haft óþægilegar af- leiðingar síðar. En þetta féll svo alveg úr sögunni þegar lík- ur voru fyrir því að samkomu- lag næðist milli tveggja stærstu flokkanna um séra Bjarna Jónsson. ★ AB-málgagnið og málalið þess hrópar nú hástöfum að þjó'ðin eigi að kjósa forsctann. Auðvitað á hún að gera það. Enginn annar getur gert það. En hvað er þjóðin í þessu efni — er hún ekki sama og kjós- endurnir? Og hvað hafa kjós- endurnir gert — hafa þeir ekki skipað sér í flokka um lands- málin? En nú segir AB-mál- gagnið að flokkar þessara kjós- enda megi ekki koma nálægt forsetakjörinu, það sé þeim ó- viðkomandi. En hvernig' á þá þjóðin að kjósa ef kjósendurnir mega hvergi koma nærri? ★ Þeir sem ekki hafa komist lengra í stafrofinu en A-B — eiga skiljanlega erfitt með að svara slíku á skynsamlegan hátt. lega í síðasta ssnn annað kvöld. • ** ® Tilgangurinn með þessum fáu línum er sá að reyna að vekja athygli Reykvíkinga á því að hér er á ferðinni söngvari sem ekki er neinn hversdagsmaður á sínu sviði. Hann syngur ein- mitt eins og við viljum að sung- ið sé. Hátindur hvers lags um sig nýtur sín alltaf bezt í með- förum hans, og þannig á það að vera. — Signore Bellon er nú senn á förum héðan, en á morg- un gefst þó enn eitt, og senni- lega síðasta tækifæri til að hlýða á þenna glæsilega söngv- ara. Það er, trú mín og von að ! þeir sem tilkomumiklum og fögrum söng unna, setji sig ekki úr þessu síðasta færi til þess að hlusta á einn mesta afburða- söngvara sem hér hefir látið til sín heyra. Leonida, ti ringraziamo per i raggi di sole che il tuo chanto ha portato in nostra fredda ma amata terra. Kristján Kristjánsson. BERGMAL Nú nálgast óðum þjóðhátíðar- dagurinn okkar, 17. júní, en þá munu fara fram hin árlegu há- tíðahöld hér í bænum og víða um land. Ekki er mér kunnugt um hvernig hátíðahöldunum er háttað að þessu sinni, en hér er komin fram ein tillaga um hvar aðal hátíðahöldin ættu að fara fram: „Bergmál er vinsamlega beðið um að koma eftirfarandi tillögu til þjóðhátíðarnefndar: Þjóðhátíð á Klambratúni. Eg legg til að þjóðhátíðin verði að þessu sinni haldin á Klambratúni. Hvergi í bænum er eins gott svigrúm fyrir úti- skemmtun. Þar mætti slá upp danspöllum, veitingatjöldum, og auk þess mætti leyfa þeim, sem langt eiga að, að tjalda í útjöðrum svæðisins. Með þessu fyrirkomulagi fengi þjóðhátiðin í Reykjavík svip af þjóöhátíð Vestmannaeyinga, sem haldin hefir verið i Herjólfsdal árlega í 3 aldarfjórðunga, og alkunna er að er vinsæl um allt land. Vestmannaeyingur'1. Tillagan er athugunarvei ð og er henni hér með vísað til réttra hlut- aðeigenda. Varist vírana. Bergmáli hefir borizt ofur- lítið bréf frá „Vegfarenda“, en hann segir: ,,Eg var um daginn á gangi og brá mér þá illilega í brún. Eg. sá vörubíl, þar sem maður stóð á palli, koma akandi um fjölfarna götu, rétt ofan- vert við miðbæinn. Þetta hefði ekki verið í frásögur færandi, ef slys hefði ekki legið við. Þannig stóð á að loftnet úr ná- lægu húsi hafði slitnað og lá það þvert yfir götuna. Maður- inn á palli vörubílsins uggði ekki að sér fyrr en vírinn nam rétt við háls hans, en þá beygði hann sig snarlega, því kallað var til hans. Nú vil eg spyrja: Hver hefði átt sökina, ef slys hefði orðið?“ Geviö við bilanir strax. . ■.... Bergmál getur ekki svarað þessu ákvéðið, en ekki er ótrú- legt að loftnetseigandi skapaði sér ábyrgð með því að láta loftnet sitt liggja þannig yfir götu a. m. k., ef svo langt var síðan að það bilaði, að tök hefðu verið á að láta fara fram á því viðgerð. Það er því ekki ástæðu- laust að brýna það fyrir þeim mönnum, sem loftnet eiga yfir fjölfarnar götur, að þeir fylgist vel með hvort þau bila, og láti tafarlaust fara fram á þeirn viðgerð, þegar það kernur fyrir. kr. Gáta dagsins. Nr. 161: Hver er sú maer, á vindum vóð, vafin æsku blómi, en í valstrandar starfi stóð, strákur í aldurdómi? Svar við gátu nr. 160: Sólarhringwiun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.