Vísir - 10.06.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 10.06.1952, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 10. júní 1952 V I S I R Ætias er twímmiaíamst best wmxmi madur í heimi. Þó var hann einu sinni mesti væsk- ill óg 97 pund. Grein úr „New Yorker“, eftir Robert Lewis Taylor. Charles Atlas, seni hefir fundið beztu aðferðina til að auka mönnum krafía í köggl- ium, er eini niaðurinn, sem hef- lr verið mældur „hátt og lágt“, svo að framtíðin geti íengið að vúta, hvernig líkamsbygging hans hafi verið. Arangur mælinganna er geymdur í hinu opinbera bóka- ■ safni New Yorkborgar. Atlas 'telur þetta réttilega að þakka iiinum merkilega líkama sín- nm. „Þetta er „sniðugt“ uppá- tæki,“ segir hann. „Þegar fólk fer að velta því fyrir sér, eftir tvö eða þrjú þúsund ár, hvers konar fuglar hafi búið á jörð- inni á tuttugustu öld, þá fer það bara til bókasafnsins, og hverju kynnist það þá? — Atlas!“ Einu sinni þegar hann var staddur í Paris, var hann boð- inn til kvöldverðar hjú frú Elsu Schiaparelli, sem þekkt- ust er fyrir kjóla sína. Skömmu eftir að gestirnir eru seztir að borðum, segir frú Schiaparelli: „Er það satt, að þér hafið eins dásamlegan líkama og sagt er?“ Það er ekki hægt að villast um svar Atlas. Hann reis úr sæti sínu og fór úr öllu niður að mitti. Frú Schiaparelli og hinir gestirnir gátu ekki annað en fallist á það, að hann væri manna bezt vaxinn. Likamsæfingar eru „lóðið“. Þegar Atlas gerir annað eins og þetta, þá er það ekki til ann- ars en að útbreiða þá kenn- ingu sína, að menn geti orðið glaðir og ánægðir með, því að stunda líkamsæfingar. Hann hefir svo mikla trú á líkams- æfingum sínum, að feann er stöðugt að þjálfa vöðva sína. Hann kemur oft fram í íþrótta- félögum, drengjafélögum og herbúðum, þar sem hann sýn- ir krafta sina ókeypis og heldur stutta fyrirlestra um heilsu- vernd. Til að sanna, að hann hafi farið vel með líkama sinn og til að auglýsa nýja tegund af kúlulegum, dró hann einu sinni 145.000 punda járnbraut- arvagn, sem sex menn höfðu reynt að færa úr stað en ekki tekist. Öðru sinni synti hann um höfnina í New York og dró á eftir sér bát, sem var fullur af vinum hans, og kallaði til þeii'ra, þegar þeir komu að einhverjum stað, sem vert var að veita sérstaka athygli. Þetta gerði hann til að leysa deilumál. Fyrir eigi löngu síðan fór hann til Sing Sing og skemmti föngunum með því að brjóta járnrimla með höndunum ein- ura. Nokkrir fanganna óskuðu eftir að gerast þátttakendur í bréflegu kraftaaukningarnám- - skeiði hjá honum. en hann.vildi ekki Jeyía þeim .það. „Þaðhefði getað haft í föf mteS áér meiri- háttar ,,útbrot“ úr fangelsinu,“ segir hann. Endur fyrir löngu ...... Fyrir tuttgugu og átta árum lýsti tímaritið „Physical Cul- ture“ yfir því, að Charles Atlas væri bezt vaxni maðurinn í heimi“. Flann er nú orðinn 56 ára gamall, en þrátt fyrir það eru þeir, sem kunna skil á vöðvum og byggingu þeirra, fullir aðdáunar á honum. Hann hefir gætt þess vandlega að efla ekki vöðva sína úr hófi, svo að hvergi sjást á þeim hnút- ar. Hann er ekki stór maður, 178 sentimetra á hæð og vegur 180 pund. Brjóstmál hans er hinsvegar 137,5 cm. og upp- handleggur hans er 42,5 cm. Brjóstmál Joe Louis fyrrv. heimsmeistara í hnefaleik, er hinsvegar aðeins 102,5 cm. og upphandleggur hans ekki nema 35 cm. í ummál. Mitti Atlas er 80 cm. Atlas fæddist í Suður-Ítalíu og heitir réttu nafni Angelo Siciliano. Hann ólst upp í Brooklyn og var lengi hin mesta hryggðarmynd. Mynd. sem var tekin af honum litlu eftir ferm- ingu sýnir renglulegan dreng, fjörlausan ’og úrræðalausan. Fólk sem átti heima í nágrenni við hann, man vel eftir því að hann var undarlega veikbyggð- ur. Það er því ekkert rang- hermi hjá Atlas, þegar hann segir í tímaritsauglýsingum sínum: „Eg var einu sinni vesa- lingur, sem óg aðeins 97 pund“. Þegar Angelo var 16 ára gam- all, vildi einu sinni svo til að hann kom í listasafnið í Brooklyn. Þar kom hann auga á styttu af Herkules. Hann varð alveg frá sér numinn. Viku síðar byrjaði hann æfingar í leikfimihúsi sem K.F.U.M. átti og æfði sig af vígamóð. Hann reyndi allar venjulegar æfingar,- en varð ekki fyllilega ánægður. „Það vantaði eitthvað á,“ segir ha\m nú. Lærði af ljóninu. Hann komst að því dag einn, þegar hann var á gangi x dýra- garðinum í Bronx. „Já,“ teegir hann, „eg stóð fyrir franian ljónabúrið, þegar sá „gamli“ stendur allt í einu á fætur og fer að teygja sig. Það kom svo mikil hreyfing á vöðvana að það var eins og kanína væri á harðaspretti undir gólfábreiðu. Þá sagði eg við sjálfan mig: Hefir þessi ,,karl“ nokkra leik- fimikennara? Nei, herra minn. Hann beitir bara einum vöðva gegn öðrum“. Þannig varð Atlas-aðferðin til. Siciliano hinn ungi fór að beita vöðvum sínum hverjum gegn öðrum á allan hugsanlegan hátt. Þegar Atlas hafði lokið menntaskólanámi fékk hann vinnu í skemmtistaðnum Coney Island. Var hann jöfnum hönd- um dyravörður og aflrauna- maður, en vikulaunin námu fimm dollurum. Einn daginn var ungur maður meðal áhorf- enda. Hann horfði með aðdáun á það, hvernig vöðvar Atlas íéku undir hörundinu, þegar hann lyfti manni með hvorri hendi, reif fáeinar símaskrár í tvennt og rétti upp nokkrar skeifui'. Hann spui'ði Atlas, hvört hann mundi hafa hug á að vei'ða fyrirmynd listamanna, og kynnti hann síðar fyrir möi'gum myndhöggvurum. Atlas var fljótlega einn af eft- irsóttustu fyrirmyndum meðal kai-lmanna og vann sér inn 100 dollara á viku í nokkur ár. Nú er svo komið, að hann sér sjálf- an sig allan, eða að einhverju leyti, hvar sem hann fer. — Ferðalangur einn segir meira að segja frá því, að hann hafi séð mynd af Atlas í þorpi einu í Indlandi og eru logandi kerti látin standa fyrir framan hana öllum stundum. Atlas leggur mönnum einnig lífsreglur um mataræði. Hann er andvígur sætum kökum, kaffi, te og á- fengi. Hann vill að menn leggi sér til munns vatn eða mjólk. Allra manna friðsamastur. Þegar Atlas er á gangi á götu, virðist hann ekki neinn kraftajötunn, enda lætur hann lítið yfir sér. Hann reynir að leiða hjá sér allar deilur og ill- indi. Einu sinni reyndi geð- stii'ður maður að æsa hann til handalögmáls, en Atlas sagði þá: „Eg er friðsamur maður, herra minn, viljið þér gjöra svo vel að láta mig í friði.“ En fyi'ir skemmstu var hann á ferð í neðanjai'ðarbraut. Fjöldi farþega var með henni og Atlas sagði manni nokkrum að láta konu eina fá sæti það sem hann sat í. Maðurinn brást reiður við, svo að Atlas gerði sér lítið fyrir, lyfti honum úr sætinu og hristi hann duglega, áður en hann lét hann niður aftui’. Rétt áður en þeir fóru út úr lestinni, kannaðist maðui'inn við Atlas og bað hann afsök- unar á fi’amferði sínu. „Hann kvaðst ekki vera almennilega með sjálfum sér, því hann væri ekki alveg hraustur til heils- unnar,“ segir segir Atlas. „Eg hélt yfir honum langa ræðu um það, hversu hreyfing og líkamsæfingar séu mikilsverð- ar — og hann afréð að taka þátt í námskeiði hjá mér.“ ... I Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur viða um land. V estmannaey j ar. í Vestmannaeyjum hófust há tíðahöldin á Sjómannadaginn með skrúðgöngu fi'á samkomu- húsinu og var gengið þaðan að minnismerki drukknaðra sjó- manna og þar setti Páll Þor- bjarnarson hátíðina. Síðan var lagður blómsveigur að minnis- varðanum og lúðrasveitin lék nokkur lög. Guðsþjónusta fór fram í Landakirkju. Á Stakka- gerðistúni flutti sr. Sigurður Einarson í Holti ræðu, en síðan fór fram keppni í handbolta, reiptogi og fl. Þátttaka var all- góð enda veður sæmilega gott. Stakkasund fór fram í Friðar- höfninni svo nefndu og síðan kappróður milli skipshafna. — Inniskemmtanir voru fjölsóttar og fói'u vel fram. Isafjörður. Á ísafirði var slæmt veður á sunnud. Varð að aflýsa kapp- róðrinum sökum suðvestan- storms. Klukkan 17 var knatt- spyrnukeppni milli ísfirðinga og Hnífsdælinga og unnu ís- firðingar með 5 gegn 0. Um kvöldið voru innihátíða- höld með ávörpum, ræðum,söng og dans. Þingeyri. Á Þingeyri var gott veður og mikil þátttaka í hátíðahöldun- um. Togarinn Guðm.undur Júní var nýkominn heim frá Es- bjerg, en þar seldi hann 140 tonn af saltfiski fyrir um það bil hálfa milljón króna. Skip- vei-jar á Guðmundi Júní fóru í reiptog við áhafnir bátanna á Þingeyri og unnu togarasjó- mennirnir. Guðmundur Júní fer nú á ísfiskveiðar fyrir fi'ystihús ið á Þingeyri. Klukkan 20.30 hófst inni- skemmtun. Sungu þar 6 stúlk- ur með gítarundirleik, en Þor- geir Jónsson læknir hélt ræðu. Síðan voru sungnar heimagerð- ar gamanvísur og loks var dans stiginn til 4 í morgun. Siglufjörður. Á Siglufirði var suðvestan. stormur á sunnudaginn, svo að útihátíðahöld fórust að mestu fyrir. Klukkan 10.45 safnaðist fólk saman á bryggjunni og fór þaðan í skrúðgögu undir ís- lenzka fánanum til kirkju og hlýddri góðri messu hjá Kristj- áni Róbertssyni. Klukkan 14 kom fólk aftur saman og þá á íþróttasvæðinu. Þar söng karla kórinn Vísir en kappróði'i varð að sleppa. í gærkveldi voru skemmtanir innanhúss. Húsavík. Á Húsavík var ágætt veður á Sjómannadaginn, 10 stiga hiti um morguninn og hlýnaði þeg- Framhald á 8. síðu. KVOLnjtMkar. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR leggja nú mikið kapp á að auka menntun og menningu frum- stæðra þjóða, og er sú viðleitni þegar farin að bera árangur. Einn alvarlegur agnúi hefir þó komið í ljós í þessu sambandi, og hann er sá, að fólkinu fjölg- ar alltof ört — fólksfjölgun og aukin lífsafkomuskilyrði hald- ast ekki í hendur. ♦ Norðmenn hafa á al- þjóðavettvangi vakið máls á því, að þýðingarlaust væri að auka fræðslu frumstæðra þjóða nema þeim væru kenndar tak- markanir barneigna um leið. Bentu Norðmenn á, að í því væi'i hvorki menning né mann- úð fólgin, að hlaða niður fjölda barna í algeru ábyrgðarleysi og jafnvel þannig, að vitað væri fyrirfram að mikill hluti þeirra myndi farast úr hungri eða hungursjúkdómum. Noi'ðmenn hafa einnig bent á, að ef tryggja skuli friðinn í fi'amtíðinni, verði að koma í veg fyrir offjölgun fólksins, svo að ekki verði að gripa til jafn viðbjóðslegi'a fólksfækkunaraðferða og ó- friður er. ♦ Þótt þessar tillögur Norð- manna séu skynsamlegar og sjálfsagðar í augum Norð- urlandabúa, er allt annað upp á teningnum, þegar til kasta múhameðstrúarmanna og ka- þólsku kirkjunnar kemur. Þess- ir aðilai' mega ekki heyra ann- að neí'nt en láta náttúi'una „njóta sín“, eins og það er orð- að, alveg án tillits til hinna al- varlegu afleiðinga, sem nátt- úrulögmálin hafa í för með sér hvað þetta snertir. ♦ í sambandi við þessar um- ræður hefir það komið á daginn, að akurlendi er nú þeg- ar of lítið í heiminum, til þess að fullnægja fæðuþörf mann- kynsins, og engin tök eru á að auka það að svo miklum mun, að það hrökki til fæðu og fata handa öllum. Við íslendingar eigum enn mikið óræktað land- rými og a. m. k. fjórar milljón- ir hestafla vatnsoi'ku, sem enn er lítt notuð. Þar eð vatnsskort- ur verður eitt af vandamálum framtíðarinnar megum við vel una okkar hag, því við eigum meiri ónotaða möguleika í landi okkar, en flestar aðrar þjóðir, og má því gera ráð fyrir að við getum um langan aldur búið við batnandi hag, ef við gönum ekki út í einhver sjálfskapar- víti. ♦ í sambandi við þá ábyrgð- ar-tilfinningu og mannúð, sem lýsir sér í tillögum Norð- manna, verður manni ósjálfrátt hugsað til þess, að 27 prósent íslenzkra barna fæðast utan hjónabands. Skyldi nokkur hafa athugað, hvernig kjör þessara barna verða yfirleitt? Verða þau sómasamlegs upp- eldis aðnjótandi eða er sumum þeirra svo þröngur og óhentug- ur stakkur skoi’inn, að æski- legra hefði verið, að þau hefðu aldrei litið ljós heimsins? Þetta er ein þeirra mannúðarspurn- inga, sem ekki verður látið ó- svarað iun aldur og ævi. j ' I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.