Vísir - 06.08.1952, Side 5
Miðvikudaginn 6. ágúst 1952
V f S I B
'5.
t Luxemborgarinn Joseph Barthel koma fyrstur í mark í 1500 m. hlaupi -Ól-
annar varð McMiiIan frá Bandaríkjunum (til vinstri) og Þjóðverjinn Lueg,
l hœgri).
Zatopek þótti mesti afreksmaður
Olympíuleikanna í Helsingfors.
Mathias sýndi mikSa yfirburði
i tugþrautarkeppninni.
Helsingfors, 26.—27. júlí.
Bob Mathias tugþrautar-
meistari sýndi ennþá einu sinni
fjölhæfni sína og keppnihörku
xneð því að ná betri árangri
í tveim greinum en hann hefur
nokkru sinni afrekað, og setti
nýtt heimsmet í tugþrautinni.
Verður sagt frá þessu síðar í
greininni.
Spennandi1500
xnetra hlaup.
Úrslit þessa hlaups komu
mönnum mjög á óvart. Þeir
voru ekki margir, sem fylgdust
með litla Luxemborgaranum
Joseph Barthel. Þeir voru líka
margir, sem urðu að grípa til
keppendaskrárinnar til þess að
vita, hver hann væri, litli mað-
urinn nr. 406, sem hljóp fram
úr öllum stórstjörnunum ó
endasprettinum og varð greini-
lega sigurvegari, enda þótt
Bandaríkjamaðurinn MeMillan
jiæði sama tíma. Þjóðvei’jarnir
Lammers og Lueg sáu fyrir því,
að mikill hraði varð í hlaupinu
frá byrjun, og olli það vafa-
laust því, að bæði þeir og Norð-
urlandabúarnir áttu lítið eítir
í endasprett þeirra Barthcis og
McMillans. Luxemborg, eitt
minnsta ríkið, sem þátt.tók í
leikunum, hlaut hér sigurveg-
arann í vinsælustu hlaupa-
greininni, og fagnaði allur
manngrúinn ákaflega sigri
Bartliels. Er lúðrasveitin iék
þjóðsöng Luxemborgar, brast
Barthel í grát, og hreif þetta
fjöldann mjög, svo innileg sem
gleði hans var.
Tugþrautin.
í 110 m. grjndahlaupi tug-
þrautarinnar náði blökkumað-
urinn Cambell (U.S.A.), 14,5
<en næstur varð Mathias á 14,7
sek. í kringlukastinu gekk
Mathias einnig mjög vei, og
sigraði á 46,89 m. Nú gat hann
farið að láta sig dreyma um að
bæta heimsmet sitt frá í sumar.
Náði hann persónulegu met.i í
stangarstökki, 4,00 m., og jók
þetta mjög á vonir hans. Rúss-
in Volkov komst aftur í fjóiða
sætið, fram fyrir Þjóðverjann
Hipp, og hélt því sæti síðan.
Spjótkastið vann Mathias með
59,21 m., og nú þurfti hann að-
eins að hlaupa 1500 metrana á
4,53 mín. til þess að setja met.
Þetta tókst, og reyndist tíminn
4,50,8 mín., og annað skiptið
á ævinni varð þessi ungi Kali-
forníumaður Ólympíumeisturi í
tugþraut, 21 árs að aldri. Harin
sigraði einnig með mestum yf-
irburðum allra Ólympíumeist-
aranna hafði rúm 900 stig um-
fram næsta mann, sem var
Cambell, 18 ára gamall og virð-
ist hann eiga mikla framtíð
fyrir sér í tugpraut. Simmons,
Bandaríkjunmaður, varð þriðji.
Hann er fjölhæfur íþróttagarp-
ur, sem ekki hefur eins mikla
hæfileika eins og hinir, hvað
burði og atgervi snertir, en
hefur náð mikilli kunnáttu og
tækni. Rússinn Volkov er mis-
jafn og hefur litla möguleika
á móti hinurn stjörnunum. Hipp
varð svo fjórði, á undan Sví-
unum Widenfeldt og Tánnand-
er.
íslenzka boðhlaups-
sveitin dæmd
úr leik.
í 4X100 metra boðhlaupi
fóru fram undanrásir í 4 riðl-
um. Fyrsta riðilinn vann sveit
Bandaríkjanna á 40,3 sek. en
Frakkar ui’ðu aðrir á 40,8 sek.
þriðju Pólverjar, 41,8. Úr
hverjum riðli komust þrjár
sveitir í undanúrslit. Úr öðrum
riðli komust Bretar, 41,2 sek.
Ítalía 41,5 og Kúba 41,9. Þriðji
riðill varð mjög hraður. Ung-
verjar sigruðu á 41 sek, en
næstir voru Tékkar, 41,5, þá
Argentína á sama tíma, en
Svisslendingar og Þjóðverjar
„slegnir út“ á 41,6. Við ís-
lendingar hrósuðum því happi
að lenda í fjórða riðli, með
Rússum, Nígeríu og Pakistan.
Héldu menn, að sveitin gæti
orðið önnur, eða að minnsta-
kosti þriðja. Á Evrópumeistara-
mótinu í Brússel kepptu ís-
lendingar og Rússar í milliriðli
og skildu jafnir á 41,7 sek. Nú
höfðu íslendingar aðra braut,
svo allt var eins gott og hugs-
azt gat. Ingi hljóp fyrsta
sprettinn. Hversvegna? Hann
er lélegur í „starti“ og hleypur
ekki vel á beygju, enda tapaði
hann talsverðu. Pétur hljóp
beinu brautina vel, en Hörður
fór allt of fljótt af stað og varð
síðan að hægja á sér til þess
að Pétur næði honum. Skipt-
ingin varð ógild. Hörður hljóp
vel eftir að hann komst af
stað, en Ásmundi tókst ekki
að vinna upp „forskotið“ og
’rarð sveitin síðust á 43,1 sek.
4X4G0 metra
boðhlaup.
í úrslit í þessu hlaupi kom-
ust Jamaica, Frakkland,
Bandaríkin, Bretland, Þýzka-
land og Kanada.
Það voru fjórir blökkumenn,
sem gátu fagnað verðskulduð-
um sigri í hlaupinu, sveit
Jamaica. Wint hljóp fyrsta
sprettinn fyrir Jamaica og
Matson fyrir Bandaríkin. Wint
var á yztu braut, og þótt hann
ynni, komst Laing ekki framar
en í þriðja sæti er brautin var
sameiginleg. Bandaríkjamaður-
inn Cole skilaði keflinu um 17
metrum á undan til Moore, 400
m. grindahlauparans. En það
var einn maður, sem var á-
kveðinn í að ná í gullverðlaun.
Það var vinur okkar McKenley.
Hann vann smá saman upp
þessa 17 metra og skilaði um
það bil 4 metrum á undan til
Rhodens. Millitíminn á McKen-
ley var 44,8 eða 44,9, heilli
sekúndu betra en heimsmetið.
Rhoden mátti , hafa sig allan
við að halda Whitfield á eftir
sér og vann með tæpum metra.
Tíminn varð auðvitað heims-
met, 3,03,9, eða betra en 46
sekúndur á mann. Á eftir hlupu
hinir vinsælu Jamaica-menn
heiðurshring við nærri eins
mikil fagnaðarlæti og Zatopek.
Ekkert óhapp eða tilviljun
skeði í 4X100 m. boðhlaupinu.
Röðin varð eins og búizt hafði
verið við, Bandaríkin, Rúss-
land .og Ungverjaland fyrst.
Ekki tókst þó að hnekkja
heimsmetinu frá 1936, en tím-
inn varð þó mjög góður, 40,1
sek.
Maraþonlilaupið.
Það var stór skari bjartsýnna
manna, sem lagði upp í mara-
þonhlaupið frá Ólympíuvellin-
um klukkan tæplega hálffjög-
ur. Eftir tvo og hálfan hring á
vellinum hlupu þeir út af, og
mundi líða um 2y2 klst. þar til
þeirra væri von til baka. Fyrst-
ur út af vellinum hljóp ber-
fættur Pakistanmaður, Havild-
ar Aslam, og varð hann 38. í
mark.
Inni á vellinum hafði verið
komið fyrir töflu, þar sem
fylgjast mátti með röð kepp-
enda. Eftir 5 km. voru Bret-
arnir Peters og Cox fyrstir, en
strax á eftir þeim Svíinn Jans-
son. Eftir 10 km. var Peters enn
fyrstur. Jansson annar, en
Zatopek var orðinn þriðji.
Næstu 5 km. hélzt röðin ó-
breytt, en eftir 20 km. var
Zatopek kominn í fyrsta sæti,
Jansson var stöðugt annar. Nú
voru Argentínumenn líka
komnir í leikinn Corno var
fjórði og Ólympíumeistarinn
1948, Cabrera, fimmti. Næstu
fimm km. var röðin óbreytt,
en við 35 km. voru Argentínu-
mennirnir komnir í þriðja og
fjórða sæti. -Nú jókst spenn-
ingurinn. Hafði eitthvað óvænt
skeð síðustu 7 km,? Nú til-
kynnti þulurinn að von væri
á fyrsta manni inn á völlinn.
Lúðrasveitin tók að leika sig-
urtóna. Allir stóðu með öndina
í hálsinum. — Rólegur, með
sama jafnaðargeði, og án
verulegra þreytumerkja, hljóp
Zatopek inn á völlinn, og vann
þriðja Ólympíusigur sinn á
þessum leikum, og setti þriðja
Ólympíumetið um leið. Hefir
hann því unnið mesta afrek,
sem nokkurhlauparihefurunn-
ið á Ólympíuleikum. Annarvarð
Corno, sem kom mjög á óvart
með getu sinni. Svíinn Jansson
varð þriðji, Kóreubúinn Choi
fjórði, Finninn Karvonen
fimmti og Cabrera sjötti.
Zatopek var hylltur gífurlega
og varð að hlaupa heiðurshring.
Tími hans var 2,23,07.
Gaman hefði verið að segja
frá fleiri greinum, sem margar
voru tvísýnar og spennandi,
t.d. 4X100 m. boðhlaup kvenna,
sem Ástralíustúlkurnar „áttu“,
en töpuðu óvænt. Þá var há-
stökk kvenna mjög skemmti-
leg keppni, og sigraði Suður-
Afríkustúlkan Esther Brand á
1,67 m., á undan Lerwill, Bret-
landi og Chudina frá Rússlandi.
Þá má geta þess, að Svíinn
Mikaelsson vann 10 km. kapp-
göngu með töluverðum yfir-
burðum.
R. B.
Nýr tannlæknir. V
Heilbrigðismálaráðuneytið
hefir nýlega gefið út leyfisbréf
handa Inga Val Egilssyni til
þess að mega stunda tannlækn-
ingar hér á landi.
KVÖLÐjiaHkat.
Á myndinni l
ympiuleikanna, en
setn varð þriðji "
Hin siðari ár hefir vei’zlun-
armannahelgin í ágústbyrjun
færzt í það horf að verða ein
mesta hátíð sumarsins, og reyn-
ir þá hver sem betur getur að
komast úr bænum eða skemmta
sér á annan hátt. Skrifstofu-
fólk og verzlunarmenn streyma
út um sveitir landsins, en hér
í höfuðstaðnum er tjaldað því;
sem til er, komið saman til
dansleikja eða útivistar. Plá-
tíðahöld verzlunarmannasam-
takanna eru með glæsibrag, og
er það ekki þeim að kenna, þótt
eitthvað kunni að hafa mistek-
izt hér, en misjafn sauður í
mörgu fé, eins og kunnugt er.
♦ Veðrið var óvenjuhag-
stætt um þessa verzlun-
armannahelgi, og hér á suð-
vesturlandi má víst segja, að
þetta hafi verið fegurstu dagar
þessa sumars, það sem af er. En
í kjölfar þeirra, sem vilja njóta
verzlunarmannahelginnar við
holla útivist og græskulaust
gaman, siglir nú fjöldi ung-
linga,, sem því miður virðist
eiga sér fá hugðarefni, önnur
en þau, að vekja á sér athygli
fyrir drykkjulæti og hreina
skrílmennsku. Allfjölmennur
hópur unglinga héðan úr bæn-
!um lagði leið sína um Borgar-
um þessa helgi, og þá
. að Hreðavatni. Við-
______■ þesara Reykvíkinga
við þann stað var þessu sinni
með þeim hætti, að sumum
hefur dottið í hug að nefna
hánn Hroðavatn, eftir að öskur
hinna drykkjuðu eru hljóðnuð
við friðsælt vatnið.
♦ Við Hreðavatn er unaðs-
legt að dvelja og ánægju-
legt að dansa og skemmta sér
á fögrum sumardegi. En kyrrð
vatnsins og fagurra skógar-
lunda var nú rofin öskrum og
óhljóðum, glamri í rúðubrotum
og skarkala þeim, sem jafnan
er samfara áflogum og því,
þegar húsmunir og borðbúnað-
ur er molaður. Þessi unglinga-
fjöldi, sem streymir úr bænum
við slík tækifæri, er vissulega
ekki eftirsóknarverð fyrir veit-
ingamenn í slíkum stöðum, og
auðvitað ekki æskileg í nábýli
við þá, sem vilja skemmta sér
með öðrum hætti.
♦ Það liggur í augum uppi,
að grípa verður til alvar-
legra ráðstafana til þess að af-
stýra slíkum ófögnuði, og ligg-
ur þá beinast við, að lögreglu-
menn, nægilega margir, séu til
taks, þegar von er á slíkum
„gestum“. Allur þorri manna
hefur andstyggð á þess konar
framferði, að maður tali ekki
um tjón, sem af skrílsmennsku
þþessari hlýzt. Þessi „Hreða-
vatnsvals“, sem stiginn var sL
laugardagskvöld, má ekki end-
urtaka sig. ,
ThS
....