Vísir - 20.09.1952, Page 2

Vísir - 20.09.1952, Page 2
2 VlSIR Laugardaginn 20. september: 295?. Hitt og þetta Þetta skeði í járnbrautarlest. Skoti og Bandaríkjamaður sátu í sama klefa, og Skotinn spurði: „Frá hvaða landi ert þú?“ • „Eg er frá stærsta og bezta landi í heimi,“ svaraði Banda- ríkjamaðurinn. - „Það er eg líka,“ sagði Skot- rnn, „en það er hreint ekki hægt að heyra á mæli þínu, að þú sért Skoti." • Það eru til sannanir fyrir því, að verzlunarviðskipti áttu sér stað milli Egyptalands og Krít- ar fyrir meira en 6000 árum. • Marlene Dietrich á sem kunnugt er dóttur, sem að nú jrýlega hefur leikið fyrsta hlút- ■verk sitt í kvikmynd. Nú í sumar voru þær saman ,á franskri baðströnd, og mqrg- ■un einn kom dóttirin niður í ■fjöruna, klædd í Bikini-bað- föt, og auðséð var að hún skyggði alveg á móðir sína. „Svona getur þú ekki verið klædd,“ sagði Marlene. „Já, en mamma, allar ungar stúlkur nú á tímum nota svona baðföt.“ „Það getur vel verið,“ sagði Marlene, „en það get eg sagt þér, barnið mitt, að ef eg hefði verið svona klædd, þegar eg var yngri, þá værir þú nú nokkrum árum eldri.“ ® f ár var haldið upp á 100 ára afmæli pylsugerðar í Frank- furt í Þýzkalandi, en þar var hún fundin upp. Samlvvæmt ' fullyrðingu þýzku ferðaskrif- stofunnar, eru pylsurnar enn búnar til á sama háít, og fyrir 100 árum. • Vísindamenn álíta að meðal- .stór vatnsdropi innihaldi ca. 2.000.000.000.000.000.000.000 mólekúl. BÆJAR Laugardagur, 20. september, — 264. dagur ársins. Helgidagslæknir á morgun, sunnudaginn 21. september, er Óskar Þ. Þórðar- son, Marargötu 3. Sími 3622. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Tónleikar (plötur). — 20.45 Leikrit: „U 39“ eftir Rudolf Várnlund, í þýðingu Jóns Magnússonar fréttastjóra. Leikstjóri: Lárus Pálsson. — 21.35 Tónleikar (plötur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Danslög (plötur) til kl. 24. Útvarpið á morgun: 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (sr. Björn O. Björnsson á Hálsi í Fnjóskadal). 12.15—13.15 Há- degisútvarp. 14.00 Messa í Fossvogskirkju (Magnús Guð- jónsson cand. theol. prédikar; síra Þorsteinn Björnsson þjón- ;ár fyrir altari). 15.15 Miðdegis- tónleikar (plötur). — 16.15 Fréttaútvarp til fslendinga er- lendis. 17.00 Messa í Fossvogs- kirkju (sr. Magnús Guðmunds- son prestur í Ögurþingum). — 13.30 Barnatími (Baldur Pálma- son). 20.20 Tónleikar: Fjórir strokhljómsveitarþættir eftir Haydn (Hljóðfæraleikarar úr Symfóníuhljómsveitinni leika: Paul Pampichler stjórnar). — I 20.35 Erindi: Hróðólfur biskup í Bæ (sr. Óskar J. Þorláksson). 21.00 Tónleikar (plötur). 21.15 Upplestur: Steingerður Guð- mundsdóttir leikkona les kvæði eftir Hannes Hafstein. 21.30 Tónleikar (plötur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög (plötur) til kl. 23.30. ■»»•■*••••«> Cíhu Mmi HaK... Nýja-bíó birti eftirfarandi auglýsingu í Vísi hinn 20. sept- ember 1922 Grænlandsmyndin mikla. Kvikmynd í 5 þáttum, tekin af Snedler-Sörensen með að- stoð Knud Rasmussen heim- skautafara og Peter Freuchen. Mynd þessi lýsir á frábæran hátt hinni mikilfenglegu græn- | Tenzku náttúrufegurð, lifnað ■arháttum Eskimóa og atvinnu' .vegum, bjarndýra-, sel-, .hvala- og rostungaveiðum og •ennfremur móttökum Eski- ■móa, er konungshjónin komu til Grænlands, fimmta leið- angrinum til Norður-Cræn- lands o. fl. Hér er um óvenjulega mynd að ræða, sem hvorki lýsir ást- j arævintýrum eða' stórborgar- Jífi. Hún er tekin í skauti þeirr- j .ar náttúru, sem fæstir þekkja, | og segir satt frá daglegu lífij þjóðar, sem býr á fornum slóð- | -um íslenzkra landnámsmanna. — Myndin hefir hlotið einróma lof víðsvegar um heim, og hvarvetna verið afar vel tekið. Þetta er fyrsta grænlezka kvikmyndin í heiminum. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: Frá B: S. kr. 50, frá f. M. J. kr. 100. Áheit á Slysavarnafél. íslands frá K. B. kr. 50. KwAtyáta hk 1722 Lárétt: 1 bjargfara, 6 umbrot, 7 mælitæki, 9 ósamstæðir, 10 vísað brott, 12 að utan, 14 ein- kennisstafir, 16 banki, 17 hress, 19 bitar. Lóðrétt: 1 daprar, 2 þyngdar- eining, 3 deigla, 4 nafn, fús til að gera, 8 fer á sjó, 11 kvilli, 13 endir, 15 reitt, 18 frumefni. Lausn á krossgátu nr. 1721. Lárétt: 1 Þurrkví, 6 ræl, 7 Rp, 9 sú, 10 sár, 12 tak, 14 ös, 16 Ni, 17 sýp, 19 rotnun. Lóðrétt: 1 Þyrstur, 2 RR, 3 ræs, 4 klút, 5 ítökin. 8 pá, 11 röst, 13 an. J5 ?ýr, 18 PU. Messur á morgun: Dómkirkjan; Messað kl. 11 f. h. Síra Óskar J. Þorláksson. Hallgrímskirkja: Messað kL 11 f. h. Síra Björn O. Björnsson, einn umsækjenda um Háteigs- prestakall, prédikar. Fríkirkjan: Messað kl. 5. — Síra Þorsfeinn Björnsson. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn: Messa í Aðventkirkjunni kl. 2 e. h. Síra Emil Björnsson. Laugameskirkja: Messa kl. 11 f. h. Sr. Garðar Svavarsson. Hjúskapur. í dag, laugardag, verða gefin saman í hjónaband af síra Þor- steini Björnssyni, Ásta Jóns- dóttir og Daníel Guðmundsson, Seljavegi 17. Hjúskapur. Brúðhjónin Ingibjörg Kol- beinsdóttir og Sigursteinn Har- aldur Hersveinsson, útvarps- virki, verða gefin saman í hjónaband í dag. Fer athöfnin fram í Vatnaskógi. Síra Magn- Ús Runólfsson gefur þau sam- an. Heimili ungu hjónanna verður að Hömrum við Suður- landsbraut. Litla golfið við Rauðarárstíg er opið kl. 2—9 e. h. alla virka daga og kl. 10 f. h. til 9 e. h. helgidaga. Bygging liandritasafns ætti að vera metnaðarmál ís- lndinga, og með því móti væri bezt fylgt eftir kröfunni um endurheimt íslenzkra handrita. Framlög tilkynnist eða sendist skrifstofu stúdentaráðs Háskól- ans, sími 5959, opið kl. 5—7. Freyr, búnaðarblað, 18. hefti 48. árgangs, hefir Vísi borizt. Á kápusíðu er mynd af Kaup- angi í Eyjafirði. Af efni blaðs- ins að þessu sinni má nefna grein eftir Guðmund Þorláks- son, er nefnist Hópferðir Mjólkurfélags Reykjavíkur 1951. Þá er þar hugleiðing um gervisæðingu, eftir dr. Briick- ner á Hellu, og er það svar til Ólafs E. Stefánssonar ráðu- nauts. Margt fleira er í heftinu, sem er myndum prýtt, og ætla má, að þeim, er landbúnað stunda, sé fróðleikur að. Stjörnubíó Sýnir nú myndina Örlaga- daga, en það er vel leikin mynd og athygli verð. Hjálparbeiðni hefir Vísi borizt vegna fjöl- skyldu Ólafs Jóhannessonar, Hlíðarvegi 23, Kópavogi. — Börnin eru fjögur, elzt sex ára, og mjög erfiðar aðstæður. Fleira en þeningar er þakksam- lega þegið. Upplýsingar í sím- um 80478, 6990 og 1455, en auk þess tekur skrifstofa Vísis Við framlögum. -- Vísir vill fyrir sitt leyti h-vtjá fólk til þess að styrkja þessa bágstöddu fjöl-' skyldu, en skiifstofa blaðsins er opin kl. 9—12 og 1—6 alla virka daga; r.ema láugardaga kl, 9—12 f: h. Hvar erii skipin? Brúarfoss fór frá Rvk. 16. ;sept. til Gehoa, Neapel og Bar- celona. Dettifoss fer frá Ham- borg í dag til Antwerpen, Rott- erdam og Hull. Goðafoss fer frá Hafnarfirði í dag til New York. Gullfoss fer frá K.höfn á hádegi í dag til Leith ög Rvk. Lagarfoss fór frá Rvk. í fyrra- dag til Vestm.eyja og Vest- fjarða. Reykjafoss fór frá Siglufirði 17. sept. til Lysekil, Gautaborgar, Álaborgar og Finnlands. Selfoss er í Sarps- borg. Fer þaðan til Kristian- sand. Tröllafoss fer frá New York ca. 23. sept. til Rvk. Skip S.Í.S.: Hvassafell átti að fara frá Ábo í gærkveldi til Álaborgar. Arnarfell hefir væntanlega farið frá Malaga í gærkvöldi áleiðis til Rvk. Jök- ulfell lestar freðfisk fyrir Norðurlandi. SkipaútgerS ’.ákisins: Hekla fer frá Pasajes í dag áleiðis til Reykjavíkur. Esja er væntanleg til Reykjavíkur ár- degis í dag að vestan úr hring- ferð. Herðubreið er í Reykjavík og fer þaðan á mánudaginn. austur um land til Raufarhafn- ar. Skjaldbreið er á Vestfjörð- um. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmanna- eyja. M ámsí lokkar IleYkjavíkur Innritun kl. 5—7 og 8—9 síðdegis í Miðbæjarbarna- skólanum. (Gengið inn um norðurdyr). Ekki innritað í síma. Innritunargjald greið- ist við innritun. Ekkert ann- að kennslugjald. Rafmagnstakmörkun Álagstakmörkun dagana 21. til 28. sept. frá kl. 10,45 til 12,15. Sunnudag 21. sept. Mánudag 22. sept. Þriðjudag 23. sept. Miðvikudag 24. sept. Fimmtudag 25. sept. Föstudag 26. sept Laugardag 27. sept. 2. hluti. 3. hluti. 4. hluti. 5. hlutL 1. hluti. 2. hluti. 3. hluti. Straumurinn verður rofinn skv. þessu, þegar og að svo miklu leyti sein þörf gerist. SOGSVIRKJUNIN. IÐNSYNImN 1952 Opin í dag kl. 14—23. Barnagæzla kl. 14—19. Aðgöngumiðar á 10 kr. fyrir fullorðna og 5 kr. Aðgangskort, sem gilda allan mánuðinn á 25 kr. Alltaf eitthvað nýít! Jklliaf eúitEtvað tatgii! Allskonar OSTAR Siálti'g’féiag StiHiariasifis Heildsala Skúlagötu 20. — Símil249. SKiIFSIÖíUSIMF Karl eða kona, sem hefur góða enskukunnáttu og getur annast þýðingar úr enskn á íslenzku og af is- lenzku á ensku, óskast. Þarf einnig að aðstoða við störf á bókasafni og við kvikmyndasýningar. Góð vélritun- arkunnátta nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist til Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanná, Laugaveg 24, Reykjavík. ^VVVVVVW\Art^WWWVWVWV".\f.r'»%‘-.','l,'',>,.,'t'AVWVW'^VV

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.