Vísir - 15.10.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 15. október 1952
VÍSIB
S THOMASB. COSTAIfl:
1 Ei má sköpum renna
13
„Hann hefur unniS furðulegt afrek," sagði hún, „og er verð
að segja yður frá því. Eg játa hreinskilningslega, að eg iða
í skinninu af löngun til þess. En það er svo kalt hérna. Við
skulum koma inn í lesstofuna."
Hún gekk á undan og fór nú furðu hratt og örugglega og not-
aðist lítið við stafinn. Þau fóru eftir löngum, dimmum og köld-
um göngum, unz þau komu inn í fremur skuggalegt herbergi,
þar sem allir veggir voru þaktir bókahillum frá gólfi til lofts.
Þarna logaði eldur á arni, en umhverfis hann voru marmai'a-
hellur lagðar í veginn. Lafði Wilson settist í stól fyrir framan
arininn og benti Frank að setjast.
„Russland hefur sagt okkur stríð á hendur. Ráðherrar keis-
arans — það hefir ekki getað verið keisárinn, sem er hinn mesti
heiðursmaður, er mælti svo fyrir — gerðu enga ráðstöfun til
þess að láta sendiherra okkar vita um þetta, fyrr en mörgum
dögum eftir að hraðboðar stjórnarinnar voru lagðir af stað með
fréttirnar. Maðurinn minn segir, að þetta hafi verið gert til
þess, að rússnesk skip í höfnum okkar yrðu ekki kyrrsett. Sendi-
herra okkar í Moskvu bað Sir Robert að fara heim í skyndi með
fréttirnar og vitanlega tók hann það að sér. Fannkoma var mik-
il í Moskvu, er þeir ræddust við þar, Gower lávarður og
maðurinn minn, snjórinn náði upp að gluggunum, og frostharka
var mikil. En maðurinn minn lagði af stað tafarlaust."
„Eg get gert mér í hugarlund hvernig það hefur verið," sagði
Frank. „Eg var einu sinni vetrartíma í Pétursborg."
„Eg er viss um, að hann hefur haldið áfram, án þess að unna
sér nokkurrar hvíldar að heitið geti. Hann fór ríðandi frá
Moskvu til Eystrasalts, og þar leigði hann sér bát, til þess að
komast yfir til Svíþjóðar. Hreppti hann storm og báturinn varð
hvað eftir annað að leita í lægi við smáeyjar. Áhöfnin vildi ekki
halda áfram, og Wilson varð áð beita hörku til þess að fá
þá til þess að halda áfram. Hann komst til Stokkhólms á undan
sendimönnum zarsins, þótt þeir færu þrem dögum á undan
honum."
„Hann ber sannarlega nafn með réttu, því að vitanlega er
yður kunnugt, að hermennirnir kölluðu hann „Bobby á sprett-
inum"."
„Já," sagði lafði Wilson brosandi, „í þetta skipti var hann
vissulega Bobby á sprettinum. Svíar eru okkur enn vinsamlegir
og hann gat komið því til leiðar, að sænska stjórnin lagði bann
við því, að skip létu úr höfn, og rússnesku skipin þar komust
því ekki undan. En þeir leyfðu honum, að láta úr höfn á ensku
skipi. Lent var í Neweastle til þess að hann kæmist fyrr hingað
og fór hann hingað ríðandi dagfari og náttfari. Hann vissi, að
hver stundin var dýrmæt. St-jórnarfundur var haldinn klukkan
fimm í morgun."
Hún bætti við og kenndi metnaðar í rödd hennar:
„Það mætti segja mér, að sendimenn þeirra í Moskvu væru
enn á ferðinni á meginlandinu — og sækist seint."
Frank var að hugleiða hve stórfenglegt fréttaefni þetta væri
og hvernig hann gæti notað sér það fyrstur manna.
„Þetta var mikið afrek, lafði Wilson," sagði hann. „Sir Robert
verður enn meiri hetja í augum ensku þjóðarinnar, er henni
verður um þetta kunnugt. Eg vona, að hann fáist til þess að
segja mér frá þessu sem greinilegast, og leyfa mér að segja alla
söguna í Tablet."
„Eg vona það," sagði hún af nokkrum ákafa. „Hann á það
sannarlega skilið, að þessu sé á loft haldið. Maðurinn minn er
einhver mesti hermaðurvsem uppi er, en æðstu menn hersins
virðast hafa horn í síðu hans. Hvernig skyldi standa á því?"
„Eg veit, að hann gaf út bækling, þar sem herstjórnin var
gagnrýnd — og gagnrýninni var ekki vel tekið."
Það brá fyrir glettni í augum hennar.
„Þeir fengu einu sinni að heyra sannleikann — og þeir höfðu
gott af því. Nei, þeim mislíkaði stórum, hann sætti miklum að-
finnslum og honum var ráðlagt að selja stöðu sína í hernum.
Eftir þetta vorum við lítils virt. Bobby fór ekki að ráðum þeirra
— skapferli hans er ekki þannig, að hann gæti það. Hann lét
móðganirnar ekki á sig fá og lét sem hánn veítti kuldalegri
framkomu enga athygli — en lét ekki hrekjá sig burt. Þetta
var fyrir 9 árum — og þeir háfa engu gleymt."
„í þetta skipti verða þeir að viðurkenna hvað hanh hefir gert
fyrir okkur."
. Hún var þögul um stund, en loks hristi hún höfuð sitt og
mælti:
„Eg efast um það. Stundum finnst mér, að engin breyting
muni á verða. Hann á volduga vini lika og við höfum ástæðu
til að ætla, að hann fái að lokum stöðu, sem honum er samboðin.
Til þess hefur allt af eitthvað komið fyrir, sem orðið hefur því
til hindrunar. Og hann er sendur eitthvað til þess eins að losna
við hann. En í hvert skipti, sem þeir gera það kemur eitthvert
gullið tækifæri — eins og núna —- sem hann grípur styrkri
hendi. Þeir geta ekki haldið honum niðri til lengdar, herra
Ellery."
„Mér hefur verið sagt, að herra Canning, sé vel til hans."
Hún hristi höfuðið með nokkurri ákefð.
„Já, hann heí'ur reynst Bobby góður vinur. Hann barði það í
gegn, að hann væri sendur til Rússlands, til þess að beita áhrif-
um sínum við zarinn. Þetta kann að hljóma sem gort, en mað-
urinn minn er góður vinur keisarans. Þeir kynntust þegar
Napoleon hafði lumbrað eftirminnilega á Prússum, og það kom
fljótt í ljós, hve vel zarnum geðjaðist að Bobby. Þeir snæddu
miðdegisverð saman iðulega og Alexander talaði við hann sem
væru þeir jafningjar. Bobby segir, að hann sé mikill maður, sem
þrái frið framar öðru, en hann varð fyrir áhrifum frá Napoleon,
og ríkisstjórn okkar kom heimskulega fram og af venjulegum
stirðbusahætti. Og þess vegna er allt svona."
„Þér hafið verið mjög vinsamlegar," sagði Frank og reis á
fætur. „Eg endurtek það, sem eg lofaði, að eg mun ekki nota
mér á nokkurn hátt án leyfis þá vitneskju, sem þér hafið
látið mér í té. Þjónn minn verður viðbúinn að færa mér boðin.
Eg mun verða yður ævinlega þakklátur, ef þér beitið áhrifum
yðar til þess, að boð verði gerð eftir mér undir eins og Sir Ro-
bert er viðbúinn að veita mér viðtöku."
------------Hann lét sér nægja kaldan miðdegisverð, 'sem hann
neytti í skrifstofu sinni. Hvorttveggja var, að hann hafði enga
löngun til frekari viðræðna við móður sína í bili, og að hann
vildi vera reiðubúinn, er Topp kæmi. Hann losaði- sig skjót-
lega við Clayhorn gamla, sem ætlaði að þylja yfir honum út af
öllu, sem honum fannst, að hefði gengið á tréfótum undangengna
tvo daga, og hann var jafnvel stuttur í spuna við Cope, er hann
kom inn til hans, til þess að ræða fréttir dagsins.
„Beittu þinni eigin dómgreind, Copey," sagði. Frank, „Eg hefi
öðru að sinna í kvöld".
„Þú ert óvanalega íbygginn í kvöld," sagði aðstoðarritstjór-
inn. „Það er eitthvað óvanalegt að gerast, það þori eg að bölva
mér upp á."
„Það má vera, að eg hafi fréttir, sem allir landsmenn lesi
með hinni mestu áfergju. Meira get eg ekki sagt sem stendur.
Eg er bundinn þágnarskyldu, eins og sakir standa."
„Hvað svo sem það er," sagði Copey i nöldrunartón, „þá get
eg sagt þér annað, sem er mikilvægara. König kom hingað
aftur."
„Eg hefi ekki neinn tíma til þess að sinna neinu, er hann
varðar."
„Þú ert alveg starblindur, maður, þegar um þéssi mál er að
ræða. Hann er sannfærður um, að hann hafifundið upp nýja
aaffiawgsaassaaaaæ^
jDuIræeiat!
jfrásagnir
Síðasti fundurinn.
yestur . í Kaliförníu .'.og> þóttist
ég finna tvo gullmola allvæna.
Og sjáðu nú til, það kemur
bráðum önnur heimsókn." En
'rétt þegar hann hafði lokið við
að segja þetta, kom dóttir hans
inn úr dyrunum. En þegar eg
fór, kvaddi Jón rhig með þess-
ari vísu:
Þegar lífsins dagur dvín,
dregur úr heimsins gaman, !
er það víst, við Eva mín, '
aftur kveðum saman.
Hann hafði sagt mér það a.
þessum síðasta fundi, að hann
ætti skammt eftir ólifað, og
reyndist sú spá rétt, því að
nokkru seinna frétti eg látið
hans.
Guð blessi austfirzka öldung-
inn með heilbrigðu sálarsjón-
ina.
Eva Hjálmarsdóttir.
Þröttur.
Veturinn 1947 var eg sér-
staklega lasin, en svo er kom
fram á einmánuð, dreymir mig,
að eg er stödd á deild 3 og er
að vökva blóm. Þykir mér þá
Hans Kjartansson og Guðrún
kona hans koma inn á deildina.
Gengu þau til mín glaðleg og
broshýr að vanda, og rétti
Hans mér kúluf lösku með
rauðu víni í og mælti: „Eva
mín, þetta átt þú að drekka".
Svo kvöddu þau og fóru, en eg
stóð eftir með flöskuna í hönd-
unum. Fletti eg þá utan af
henni og sá, að á hana var letr-
að þétta eina orð: „Þróttur".
Sagði eg hjúkrunarkonunni
draum þennan, og er ekki að
orðlengja það, að upp frá þessu
fór mér dagbatnandi, og hafði
eg sérstaklega góða heilsu sum-
arið eftir (sumarið 1947). —
(Eva Hjálmarsdóttir).
EGGERT CLAESSEN
GÚSTAF A. SVEINSSON
hœstaréttarlögmenn
Templarasundi 5,
(Þórshamar)
Allskonair lögfræðistörf.
Fasteigjiasala.
I Tarzan beið nú ekki boðamia við
hin brennandi hús hlébarðanna,
heldur lagði af stað.
Á meðan ræddu systkinin um vel-
gerðarmann sinn, og vonuðu, að hann
kæmi'áftur'.' '" -'"
Þau áttu sér einskis ills von, held-
ur héldu rólega áfram niður fljótið.
En skamrnt undan voru skugga-
legir menn úr hópi hlébarðaflokks-
ins. . . i