Vísir


Vísir - 11.11.1952, Qupperneq 2

Vísir - 11.11.1952, Qupperneq 2
s VlSIR Þriðjudaginn 11. nóvember 1952 Hitt og þetta Prófessorinn, utan við sig: Er kominn innheimíamaður? Sögðuð iþér honum ekki að eg væri úti? BÆJAR jhéttir Gústaf VI. Adolf Svíakon- ungur sjötugur í dag. Þernan: Jú, húsbóndi góður, en hann trúði mér ekki. Prófessorinn: Þá verð eg að fara fram og segja honum það sjálfur. Heyrðu, hafa ekki vinstúlkur þínar dáðst að demantshringn- um, sem æg gaf þér þegar við opinberuðum trúlofun okkar? Jú, meir en það. Tvær af þeim þekktu hann aftur. • „Eg held bara að þú ættir nú að bregða þér ofan í bæ og líta á búðirnar,“ sagði maður í Aberdeen við konu sína. „En þær eru lokaðar í dag,“ sagði konan. • Dóttir mín er að læra á hljóð- færi og það hefur orðið mér hreinasta auðsuppspretta. Hvernig er það mögulegt? Sambýlismennimir hafa selt mér íbúðirnar sínar fyrir hálf- virði. • Stærsti geimmælir, sem menn hafa ennþá gert, kallast „megaparsec“ og mælir fjar- lægðir stjarna í geimnum. Get- ur hann spannað 3.258.000 ljósár og er það 80,4 billjón sinnum rúm það, sem er milli mána og jarðar. • "'S Fyrir 100 árum lét Sören Kierkegaard tízkuvörukaup- mann ræða um sjálfan sig og þó að það sé orðið svona langt um liðið má vel heimfæra það upp á hina frægu Parísartízku- kónga í dag- MtlSg'réÍPÍP hljpð- ar svo: „í samkvæmum hátt- settra manna er nafn mitt hið fyrsta og síðasta. Og í borgór^- legum samkvcémitm vekur nafn mit^ gvo mikla lotningu, það er eins og verið væri að lala um konunginn sjálfan. Þegar flík úr minni verzlun sést í samkvæmissal er pískr- að og hvíslað um hana, þó að hún sé fráleit og blátt áfram brjálæðisleg að sjá.“ eae»a«saic>. úhu áihhi Haá... í Vísi fyrir 30 árum voru meðal annars þessar fréttir: Samskotin til Rússa. Konur þær, sem gangast fyr- ir samskotum til Rússa,. hafa í byggju að verja því fé, sem fæst til þess að kaupa íslenzkar vörur, t. d. meðalalýsi o. f 1., og senda til Rússlands. Mun það þykja góð og hagfeld ráð- stöfun eins og sakir standa nú. ísfisksala. Snorri Sturluson seldi afla sinn í Englandi í fyrradag fyrir 1700 stpd. og Menja íyrir 1304 stpd. Banir, Norðmenn og Grænland. Norðmenn hafa ekki enn viljað viðurkenna umráðarétt Dana yfir Grænlandi, en nýlega skýrði Cold utanríkisráðherra frá því i danska þinginu, að góðar horfur væru á því, að samkomulag næðst við Norð- menn um þetta. Þriðjudagur, 11. nóv. — 316. dagurs ársins. Rafmagnstakmörkun verður á morgun, miðvikudag- inn 12. nóv., IV. hluti. Orðabók Sigfúsar Blöndals, mun koma út fyrri hluta desembermánað- ar. Enn eiga menn því kost á að fá bókina með því hag- kvæma verði, sem áskrifendur njóta, með því að gefa sig fram í skrifstofu Háskólans eða hringja í síma 3372 eða 3794. Handíðaskólinn. Innan skamms hefst í skólan- um námskeið í tréskurði fyrir 12—13 ára drengi. Aðeins lag- tækir og listfengir drengir koma til greina, og eiga um- sóknunum að fylgja umsögn smíðakennara. Dansskóli Rigmor Hanson. Næstkom- andi sunnudag hefst nýtt nám- skeið í samkvæmisdönsum fyrir fullorðna og byrjendur. Skírteinin afgreidd á föstudag í Góðtemplarahúsinu kl. 7—8. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Hull 10. þ. m. til Hamborgar. Dettifoss kom til Reykjavíkur 8. þ. m. frá London. Goðafoss fór frá Reykjavík 4. þ. m. til New York. Gullfoss kom til Leith 10. þ. m„ fer þaðan í dag til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Vestmannaeyjum 6. þ. m. til Gdynia. Reykjafoss fór frá Seyðisfirði 6. þ. m. til Gaut^- borgar. Selfóss fór frá Bergen Ö. þ. m. til Seyðisfjarðar og Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá New York 6. þ. m. til Reykja- víkur. Ríkisskip: Esja fór frá Akur- eyri í gær á austurleið. Herðu- breið er á leið frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Skjaldbreið var á Akureyri síðd. í gær. Þyr- ill kom til Vestmannaeyja í HnMyáta Hr. 1766 Lárétt: 1 frv. konungur, 5 út- lim, 7 einkennisstafir, 9 útálát, 11 fleins, 13 forföður, 14 nafn, 16 kallmerki, 17 litaraft, 19 meindýrið. Lóðrétt: 1 fornkonungar, 2 sólguð, 3 amboð, 4 tauta, 6 stauta, 8 stafur, 10 tíðum, 12 vökvi, Í5 ílát, 18 tónn. Lausn á krossgátu nr. 1765. Lárétt: 1 Goggar, 5 árs, 7 um, 9 ónáð, 11 gor, 13 ÍSÍ, 14 grön, 16 an, 17 mát, 19 rimman. Lóðrétt: 1 Gluggar, 2 gá, 3 gró, 4 asni, 6 Óðinn, 8 mor, 10 ása, 12 römm, 15 nám, 18 tá. gærkvöld. Skaftfellingur á að fara frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Gils- fjarðarhafna. Skipadeild SÍS: Hvassafell lestar timbur í Finnlandi. Am- arfell fer væntanlega frá Pira- eus í kvöld til Spánar. Jökulfell fór frá Rvík 3. þ. m. áleiðis til New York. H.f. Jöklar: Vatnajökull fór frá Neskaupstað áleiðis til Bou- logne . þ. m. Drangajökull fór frá New York áleiðis til Reykjavíkur 7. þ. m. M.s. Katla fór í gærkvöldi frá Ibiza áleiðis til Hafnarfjarðar. Happdrætti háskólans. Dregið var í 11. flokki happ- drættis H. í. í gær og kom hæsti vinningurinn 40 þúsund krón- ur, á miða nr. 17857, fjórðungs- miðar seldir á Akureyri, ísa- firði, Höfn í Hornafirði og hjá Marenu Pétursdóttir í Rvík. 10 þús. krónur koma á miða nr. 25245, sem var heilmiði, seldur í umboði á Siglufirði. 5 þús. kr. komu á nr. 5663, hálfmiða selda í umboði á Akureyri og í Keflavík. Tímarit Verkfræðingafélags fslands, 3. og 4. hefti 1952 hefur blaðinu borist. í heftunum báðum er grein eftir Glúm Björnsson er nefnist Islands kraftfor- görjning. Útvarpið í kvöld: 20.30 Ei’indi: Um keltnesk örnefni á íslandi; fyrra erindi (Hermann Pálsson lektor). — 20.50 Undir ljúfum lögum: Carl Billich o. fl. flytja létt klassísk lög. 21.20 Upplestur: „Maðurinn, sem aldrei tapaði“, smásaga eftir Jean Barrett, í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar (Höskuldur Skagfjörð leikari). 21.50 Tónleikar (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: Magnús Jónsson póstmaður og Valgeir Sigurðs- son kennari lesa frumort kvæði. 22.30 Kammertónleikar (plöt- ur). Hann er fæddur í Stokkhólmi hinn 11. nóvember árið 1882, sónur Gústafs V. konungs. — Eins og að líkum lætur varð uppeldi hans eins og bezt verð- ur á kosið og sæmir ríkiserf- ingja Svíþjóðar, en jafnframt varð nám hans með þeim hætti, sem hæfir í lýðræðislegu kon- ungsríld, að hann gekk í al- menna skóla og stundaði há- skólanám með öðrum stúd- entum. Þegar í æsku bar á áhuga hins unga konungsefnis fyrir náttúruvísindum, -svo sem jurtafræði, en síðar hneigðist hann meira að fornleifafræði og listum. Gústaf Adolf krón- prins hlaut mjög alhliða mennt un, bæði á sviði hermála og ekki sízt á sviði þjóðmála og ■stjórnmála. Jafnframt henni sinnti hann hugðarefnum sín- um, fornminjarannsóknum, meðal annars í grennd við Upp sali, þar sem minjar fundust frá bronzöld. Gústaf konungur Adolf er tvíkvæntur, og var fyrri kona hans Margrét prinsessa af Con- naught, vinsæl kona og virt, er lézt árið 1920. Þau áttu fimm Utanríkisráðherra hefir vottað utanríkisráð- herra ísraels samúð sína út af fráfalli Weizmanns xorseta. Forseti íslands hefur sent Joseph Sprinzak forseta ísraels samúðarkveðjur vegna andláts Weismanns for- seta. Veðrið í morgun. Ki. 9 vat 5 stiga hiti í Rvk. og góðviði’i um land allt. Sunn- an og suðaustan átt og þurrt, en líklegt að bregði til nokkurrar úi’komu sunnan lands og vest- an með kvöldinu. Næturfrost var á nokkrum stöðum, mest á Þingvöllum 7 stig. Kl. 9 í morg- un var hiti á eftirtöldum stöð- um: Rvk. 5, Stykkishólmur 5, Bolungavík 5, Akureyri 0, Raufarhöfn 1, Dalatangi 2, Hól- um í Hornafirði 1, Vestmanna- eyjum 5 og Kefiavík 6. — Fi’ost var: Á Grímsstöðum 3, Möðru- dal 4 og Egilsstöðum 1 stig. börn, en elzti sonur þeirra, Gústaf Ádolf ríkisarfi, fórst í flugslysi í janúar 1947. Tveir synir konungs gengu í borgara- legt hjónaband, og féllu því frá prinstign sinni, samkvæmt sænskum lögum. Önnur börn þeirra eru Bertil prins, fæddur 1912, sjóliðsforingi, og Ingi- ríður Danadi’ottning. Krónprins Svía er nú Carl Gústaf, hertogi af Jamtalandi, fæddur 1946, sonur Gústafs Adolfs, er fórst í flugslysinu, sem fyrr greinir. Árið 1923 kvæntist Gústaf Adolf öðru sinni, Lady Louise Mountbatten, dóttur prins Louis af Battenberg og systur hins fræga Möuntbattens lá- varðar, flotaforingja, fyrrum varakonungs Indlands. Hefur hið síðai’a hjónaband einnig verið mjög farsælt og nýtur Louise drottning mikillar hylli og vinsælda sænsku þjóðar- innar. Gústaf konungur Adolf hef- ur ferðazt víða um heim og hlotið alhliða þekkingu á mönn um og málefnum. Á árunum 1926-r-27 ferðaðist hann, ásamt drottningu sinni, um Ameríku, Kína og Indland. Þá hefur hann ferðazt um Kýpur, Grikkland, Tyi’kland, Sýrland, írak, íran, ísrael, Egyptaland og Abessin- íu. Til íslands kom Gústaf Ádolf árið 1930, þá ki’ónprins, sem fulltrúi Svíakonungs á Alþing- ishátiðinni. 1 Gústaf konungur Adolf hef- ur og mjög látið til sín taka ým- is mannúðarmál, meðal annars beitt sér fyrir sjóðsstofnun í því skyni. Konungur er alger bindindismaður á áfengi, og hefur mjög látið sér annt fé- lagsleg málefni þjóðar sinnar. Laxveiðimaður þykir konung- ur góður og fer hann stundum til veiða norður í Lappland, þar sem gnægð er fiskjar. Sænska þjóðin kann vel að meta ástsælan konung sinn, svo og litla krónprinsinn, son- arson hans, og til þeirra stefna hugir hennar í dag. í fram- komu þykir Gústaf Adolf kon- ungur alúðlegur og alþýðlegur, enda ná vinsældir hans til allra stétta þjóðfélagsins. Gústaf VI- Adolf Svíakongur og Louise drottning hans.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.