Vísir


Vísir - 11.11.1952, Qupperneq 7

Vísir - 11.11.1952, Qupperneq 7
Þriðjudaginn 11. nóvember 1952 VlSIit % ■ ninHnnniinnmHnnnnainitHiiHHHiiiiiiuHUi ■ 1 THflMAS B. CflSTAIN: 1 Ei má sköpum renna. -------------- 34 --------- — og í stuttu máli ekki sjón að sjá mig.“ En gestinum fannst hún blátt áfram unaðsleg á að líta. Og hún hafði komið eins og hún var klædd — án þess að snyrta sig til eða snurfusa, því að hún hafði sem sagt ekki vitað af honum. „Mér dauðleiddist, og sannast að segja er eg fegin komu yðar, þótt eg líti alveg hræðilega út.“ Hún hefur sjálfsagt getað lesið í augum hans að hann væri í hæsta máta ánægður með, að hún liti eins út og hún gerði og að hún ætlaði að vera heima. Þau settust að spilaborði við glugga og spiluðu „voles“ sem alþýða manna iðkáði mikið um þessar mundir — en Frank hafði ekki augun af henni og tapaði jafnan. Er þau sátu þarna áræddi han nað spyrja hana: „Þér kymitust að sjálfsögðu bróður mínum í Rowers?“ „Já, hann kom þegar þér voruð farinn, — hann er mjög fríður sýnum.“ Meira var ekki um þetta sagt. Þegar hann fór gekk hún með honum til dyra og spurði hann þá spumingar, sem kom honum mjög óvænt: „Herra Ellery — hver er Fouché?“ Þessi spurning kom honum mjög óvænt. „Fouché,“ svaraði hann, „er lögreglumálaráðherra Bonaparte, slægvitur, hættulegur maður að sö'gri, sem hefur útsendára um alla álfuna, jafnvel hér í Englandi.“ „Það var minnst á hann í gærkvöldi,“ sagði hún og mælti nú í kæruleysislegum tón. „Eg hefi aldrei heyrt á hann minnst fyrr, en gat ekki spurt. Þakka yður fyrir, herra Ellery, þér verð- ið að koma bráðum aftur.“ Það var sólskin og hlýtt í veðri og Frank varð að knýja sig til þess að taka til starfs. Margar spurningar höfðu vaknað í huga hans. Hvers vegna spurði hún um Fouché? Var það rétt ályktað að hún vildi ekki ræða um Caradoc. Eins og viðutan tók hann upp próförk af leiðaranum, sem koma átti í blaðinu dag- ínn eftir, en Cope hafði skrifað hann, og var allhvassorður: „Þrír mánuðir eru liðnir frá því Junot, yfirmaður franska hersins í Portúgal, vék valdhöfunum frá og lýsti sig ríkisstjóra konungsríkisins. í þrjá mánuði höfum við ekkert aðhafst. í 3 mánuði hefur Bonaparte getað unnið að skipulagningu áforma sinna um að grafa undan öryggi lands vors. Vér höfum ekkert aðhafst til þess að inna af hendi skuldbindingar við bandamenn vora........“ Og svo hafði hann birt langar frásagnir af hryðjuverkum þeim, sem hersveitir Napóleons unnu í Portúgal. Frank fór að hugleiða að ef til vill væri réttast að gefa Cope bendingu um, að fara örlítið hægara í sakirnar. Það var nú svo komið, að tekjurnar af blaðinu voru hraðminnkandi, og sýndi, að eitthvað varð að gera í málinu. Undangengna 4 mánuði hafði gengið mjög á varasjóði, sem byggðir höfðu verið upp með ára- tuga starfi óg sparsemi. Nú voru þessir sjóðir brátt þurrausnir. En það, sem jafnframt gat verið hættulegt var það, að menn fóru óðum að hallast að þeim skoðunum, sem Tablet boðaði, en jafnframt varð æ greinilegra að Napoleon hugðist gleypa Pyr- eneaskagann, áður en hann léti til skarar skríða með innrásina í England. Safnaði Napoleon miklum her til „verndar" Spáni. Þó mátti öllum ljóst vera, að röðin mundi koma að Bretum, ef áfornjin á gipnái þeppnuðust. Nú voru menn farnir að segja, að bezta ráðið til þess að bægja Bóna frá Doverklettum væri að berjast við hann á Spáni. Þótt undarlegt megi virðast hafði það ekki þau álxrif, að fjárhagur blaðsins batnaði, að stefnu þess óx fylgi' — áskrifendum fjölgaði að vísu nokkuð aftur, en — blaðið var auglýsingálaústr Stjórnin neytti aðstöðu sinn- ar til hins ítrasta til þess að spilla fyrir blaðinu — menn þorðu ekki að auglýsa í því — og beiskja stjórnmálamannanna magn- aðist því meira því augljósara sem það varð, að stefna blaðsins virtist vera að fá almennt fylgi. Frank var ljóst, að hann hafði um tvennt að velja. Er sigurstundin væri komin gæti hann sætzt á málin við stjómina, veitt henni stuðning gegn því, að hún tæki til greina kröfurnar um bættar varnir, — eða þegið þann fjárhagsstuðing sem Sir Róbert Wilson hafði talað um og í boði var. Honum var jafn ógeðfeRt að sættast við stjórnina og honum var að þiggja fjárhagslegan stuðning. Hann var að hugsa um þetta, þegar Francilea færnka kom inn. Hún var furðulega mikið dúðuð, svo mátt hefði ætla, að hún væri nýstígin úr langfei'ða-póstvagni. „Ungi maður,“ sagði hún. „Eg er komin til þess að í'æða alvarlega við þig. Eg vil heyra sannleikann.“ „Þú færð að heyra sannleikann — og ekkert nema sannleik- ann.“ Hann rétti henni seinustu skýrslu um fjárhaginn. „Það er eins og eg býst við. Bráðurn áttu ekki bót fyrir rass- inn á þér.“ Hún rétti honum skýrsluna. „Og hvað segja þau um þetta?“ „Ekkert — nýlega. Annars ræðumst við mamma vart við. Carr hefir verið á ferðalagi — hann hefir verið að reka ein- hver stjórnmálaerindi með mestu leynd. Carr hyggur, að eg hafi sölsað undir mig blaðið — og mamma hefir sagt við vini okkar, að hún kysi helzt að eg flytti úr húsi okkar hér í borg- inni.“ „Jæja, jæ-ja — svo að henni datt það í hug, — það var henni líkt — eg vona, að þú hafir ekki verið svo heimskur að flytja.“ „Eg hefi hugleitt það — það er ekki skemmtilegt fyrir mig að vera heima, eins og komið er.“ „Og hvað gætirðu gert, leigt mér hei'bergi, ef til vRl? — Eg uni því ekki, að farið sé með mig eins og hund.“ Gamla konan hóf allt í einu á loft regnhlíf, sem hún hafði — að því er virtist — sem hún hefði falið innan hinnar miklu skikkju sinnar. „Amy Lawcey — henni líkt, að koma þannig fram við sinn eigin son. Jæja, hún fór ekki dult með hugarfar sitt í gai'ð vesalings bróður míns — hví skyldi hún ekki fara eins að gagnvart syni hans. Já, sú átti úr háum söðli að detta. Klerkurinn, faðir hennar, hafði ekki nema 200 pund á ári — engin stelpnanna átti kjól, sem ekki hafði verið saumaður upp tvisvar eða þrisvar — en núna er hún köld og hrokafuU — og heldur vel á sínu. Hún gæti veitt þér alla þá fjárhags- aðstoð sem þú þarft um mörg ár — en hún mun ekki láta þig fá einn kopai-skilding. Þannig er Amy Lawcey.“ „Það er tilganslaust að reiðast. Og vitanlega er það rétt, að eg er að sigla blaðinu í strand. Og það er ekki álitlegt fyrir Carr. Hann ætlar að kvongast og taka við Towers — og tekj- urnar engar. Við verðurn að ræða þetta af sanngirni." „Sanngirni — bull! Hvar er þeirra sanngirni? Þau mundu ekki sýta þótt þú misstir bæði blaðið og eignina. Enga samúð hefi eg með Caradoc — hann getur sjálfum sér og sinni eigin- girni um kennt.“ „Ríkisstjórninni er um að kenna, því að hún hefir bakað okkur feikna erfiðleika. Við fengum fyrrverandi liðsforingja í Brest til þess að þýða fyrir okltur fréttir, en þeir komust að því hvernig við sendum þetta og höfðu varðmenn í hverri höfn. Er það dugði ekki létu þeir tollþjóna leita í skipi okkar og henda öllu, sem stílað var til Tablet, fyrir borð. En við höfum leikið á þá. Nú koma fréttirnar í pökkum til Staples & Wellvine viðskiptafirmans. Vitanlega komast þeir að þescu um það er lýkur.“ „Segðu ekki meira ■— annars íer eg beina leið niður í White- hall og keyri regnhlifina í lröfuð ráðherrunum." jllulrænár frásagnir Þriðii gangur, átta. Flestir íslenzkir stúdentar„ sem fói*u til Kaupmannahafnar, bjuggu fjögur fyrstu stúdents- ár sín á Garði, sem svo er nefndur, en að réttu lagi heitir' húsið Regensen, og svo nefna. Danir það. Það má segja um. Garð, að þar eru margar vist- arverur, enda var húsið upp- runalega ætlað 100 stúdentum., og enn (1900) njóta 100 stúd- entar allra þeirra hlunninda, sem fylgja Garði. — Herbergj- um á Garði er skipt niður í „ganga“, og enr þeir 6 alls, en. misjöfn herbergi á hverjum. gangi, og eru þau auðkennd með; tölum. Víðast eru tvö herbergi ætluð tveimur stúdentum og; búa þeir því saman. Áttunda herbergið á þriðja gangi var- með betr-i herbergjum á GarðL í mirmi tíð (1882—1886) og; höfðu íslendingar búið þar, hver fram af öðrumínokkur ár, en þó var sá galli á þessum. herbergjum, að allreimt þótti. þai’, og var sagt, að rgimleik- arnir stöfuðu af því, að nem- andi hefði hengt sig þar ein- hverntíma á árunum. Flestir, sem hafa búið á þriðja gangi. átta, hafa heyrt stunur, sem þeir gátu ekki gert sér grein. fyrir, en stundum hafa þeir, sem voru staddir í fremsta her- berginu, heyrt umgang í innra. herbei'ginu, þótt enginn værL þar, og þar fram eftir götunum. Reimleikar þessir voru að öll- um jafnaði mjög lítilfjörlegir,. en saga sú, sem nú skal greina, sýnir, að stundum gat kveðið' allmikið að þeim. Þegar Hannes Hafstein, síðar sýslumaður og ráðherra, kom til Hafnar 1880, bjuggu þeir Þórhallur Bjarnason, síðar lekt- or og biskup, og Jón Þórarins- son, síðar fræðslumálastjóri, á þriðja gangi átta. Jón var ekkL í Höfn um þessar mundir og fékk Hannes því að sofa á þrír átta í staðinn fyrir haim um tíma. Eitt kvöld kom Hann- es heim og var Þórhallur þá ekki heima. Hannes læsti ytra herberginu, lagðist í legubekk- inn í innra herberginu og sofn- Frh. á 6. síðu. Jessíka beið nú dauðskelfd, með- Nú v.arð Tarzan að taka á öllu sínu, ( En kraftar risa-apans dugðu ekki Hann rak hnífinn hvað eftir annað- an Tarzan og apinn börðust upp á til þess að apinn læst ekki í hann til, þvi að fimi Tarzans réðu loks á hol, og að síðustu steyptist apiniv líf og dauða. tönnunum. úrslitum. dauður til jarðar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.