Vísir - 23.12.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 23.12.1952, Blaðsíða 7
Í>riðjudaginn 23. desember 1952 V í S I R Magni Guðmundsson, hagfr. Á að fjölga bönkum? Víínrlegra að fella alla bankana í einn með fleiri deildum. Kreppuárin eftir 1930 voru tímamót að því leýti, að þá hófst markvís viðleitni lands- nianna að ráða bót á ýmsum vandkvæðum efnahagslífsins. Fram að Alþingishátíðinni mun mega telja, að nær algert „lais- sez-faire“ háfi ríkt í atvinnu- málum. Á kreppuárunum voru settar beinar gjaldeyrishömlur, innlendur iðnaður vár efldur o. s. frv. Við fengum nefndir, sem höfðu hlutverki að gegna á einu sviði eða öðru. Nefndunum fjölgaði eftir því sem á leið, og náði tala þeirra hámarki í stríð inu, er fjöldi þeirra var orð- inn svo mikill, að mönnum þótti nóg um. Byrjað var að tala um „nefndafargan“ og „haftaplágu“. Ekki varð þó breyting á meginstefnunni að fela nefndum forsjá mála, held- ur bættust nýjar í hópinn uud- ir nafninu ,,ráð“. Þeirra frægust er f járhagsráð. Um nefndir eða ráð má segja líkt og um margt annað, sem við nemum af nágrannaþjóðunurn, að hugmyndin sjálf getur verið góð og nytsöm. Hins vegar má aldrei gleymast, að framkvæmd hugmyndarinnar verður að miða við íslenzkar aðstæður. Við erum ofur fámennir, eða álíka margir og íbúar við eina götu 1 stórborg. Þess vegna er fráleitt að taka upp eftir millj- ónaþjóðum fullkomin kerfi, enda þótt við getum tileinkað okkur í stórum dráttum aðferð þeirra við lausn efnahagsvanda- máls. Það var einmitt þetta, sem ég hugleiddi, þegar ég las um frumvarp ríkisstjórnarinnar varðandi Framkvæmdabanka. Verksvið þessa nýja banka er öflun og veiting lánsfjár í til- teknar framkvæmdir, verð- bréfaviðskipti og leiðbeining- arþjónusta um fjárfestingar- mál. Þetta er hvorki annað né meira en fáeinir menn innan t. d. Landsbankans myndu geta annast í samvinnu við liag- fræðideildina. Við þurfum ekki fleiri bank.a. Þegar Iðnaðar- bankinn var stofnaður í haust, var mikill fögnuður með mörg um. Kaupsýslumenn sögðu, að næsta skreíið •• a?ri a'5 koma á fót verzlunarbanka. Þeim, er þetta ritar, var annað i sinni. Mér hefði þótt viturlegra að færa þá tvo banka, sem fyrir voru, Búnaðarbankann og Út- vegsbankann, undir Landsbank ann, enda eru þeir allir starf- andi með ábyrgð ríkissjóðs. Á hinum síðast nefnda mátti hins vegar gera fyrirkomulags- breytingu þannig, að höfuð- greinar atvinnulífsins ættu full- trúa í stjórn hans. Hefði bank- inn þá landbúnaðardeild, sjáv- arútvegsdeild, iðnaðardeild og verzlunardeild, er hver um sig lyti sérstökum bankastjóra und ir yfirumsjá eins aðalbanka- stjóra. Útibú með hagkvæmu sniði mætti síðan reka á þeim stöðum, er þurfa þætti. Með slíkri samsteypu bankanna má spara þjóðarbúinu rekstrar- gjöld, er nema miklum fjár- hæðum. I okkar landi hefur enginn banki hið ákveðna hlutverk að stjórna gervallri peningavelt- unni (seðlum og útlánum) að hætti svonefndra miðbanka eða Central Banks. Seðlabanki Landsbankans hefur að vísu á- hrif í þessa átt með því að ráða vöxtum endurkeyptra víxla; en þau áhrif ná skammt, eins og reynslan hefur sýnt. Þegar ég frétti, að dr. Benjamín Eiríks- son ynni að endurbótum banka- löggjafarinnar, taldi ég víst, að hann undirbyggi tillögur, er miðuðu að því að efla ítök Landsbankans og getu í því efni að treysta verðgildi pen- inganna. En í staðinn fáum við nýjan banka, sem leysir Lands- bankann af hólmi að nokkru leyti. Nýi bankinn á m. a. að „verzla með verðbréf“ og ,,kaupa og selja eigin skuida- bréf“. Er líklegt, að ætlunin með þessu sé einmitt að orka á fjármagn í umferð til aukins jafnvægis í verðlags- og at- 1 vinnúmálum. Iiins vegar er þessi aðferð, og þó einkum hækkun og lækkun vaxta á víxl, nokkuð úrelt. Þýkir heppi iegra að gera bönkum, spari- | sjóðum og sparisjóðsdeildum i'yrirtækja (t. d. kaupfélaga) | skylt að lögum að geyma hjá ' aðalbanka ákveðinn hundraðs- hluta sparifjár- og reiknings- innstæðna sinna. Má þá með beinni , tilskipun aðalbanka- stjórnarinnar auka eða minnka þennan hundraðshluta, eftir efnahagsástandinu, en slíkt hef- ur aftur margföld áhrif á lána- starf semina. Þetta veldur á vissan hátt minni röskun en breytingar á vöxtum, en á hinn bóginn nær kaup og sala verð- bréfa á frjálsum markaði oft ekki tilætluðum árangri. Af greinargerð frumvarpsins verður ráðið, að höfuðmarkmið Framkvæmdabankans' sé öflun lánsfjár frá erlendum aðilum (t. d. Alþjóðabankanum), er setji oft skilyrði fyrir lánveit- ingum. Sé Framkvæmdabank- inn þannig nauðsynlegur tengi- liður. Þarna er margs að gæta, því að erlendum lántökum fylgir ávallt nokkur hætta fyr- ir efnalegt sjálfstæði þjóðar. Er nauðsyn að búa þannig um hnútana, að með 'hinum nýja banka sé utanaðkomandi öflum ekki opnuð leið til of mikilla á- hrifa á fjármál landsins. Þess er getið, að hollenzkur maður hafi lagt á ráðin um Framkvæmdabankann. Það mun þó á flestra vitorði, að dr. Benjamín Eiríksson hafi unnið að málinu um langan tíma, og virðist kynlegt, ef öðrum er eignað afkvæmið. Hins vegar er ástæða að gefnu tilefni að átelja hina sífelldu leigumála íslenzkra stjórnarvalda á er- lendum sérfræðingum. Jafnvel Reykjavíkurbær mun hafa beð- ið bandaríska menn að athuga reikninga sína og gera tillög- ur um sparnað í rekstri. Þetta lýsir furðulegri vanmáttar- kennd. Við skipum okkur hér að nokkru leyti á bekk með fá- kunnandi Asíu- óg Aíríkuþjóð- um, sem verða a'ð sækja flesta fagkunnáttu, jafnvel hjúkrun- arkonur út fyrir landamærfn. Innlendir hagfræðingar hafa aflað sér sömu menntunar og erlendir hagfræðingar (a, Hol- lendingum meðtöldum), en hafa að auki þá sérþekkingu ís- lenzkra aðstæðna og íslenzks þjóðareðlis, er gerir þá öðrum hæfari, ef vilji er fyrir hendi, til að leysa efnahagsvandamál landsins farsællega. En meinloka íslenzkra stjórn- málamanna er sú að gera kerf- ið of flókið og umfangsmikið. Saga Alþingis er í stórum dráttum á þá lund, að samin eru og samþykkt frumvörp um nefnd eða ráð eða stofnun, sem á ao stjórna þessu eða hinu, eða frumvörp um myndun sjóðs, sem á að bjarga einu eða öðru. Afleiðingin er sú, að ná- lega helmingur þjóðarinnar „kontrólerar" hinn, en sameig- inlega sligast landsmenn undan sköttum og álögum á borð vicS þjóðir, sem eiga í styrjöld. Rvík, 15./12. ’52. Magni Guðmundsson- Nr. 16/1952. TilkyniiiiAg Fjárhagsráð hefur ákveðið að flutuingsgjöld á vörum, sem fluttar eru til landsins skuli lækka um 5% fi'á núgildandi farmgjaldatöxtum. Tekur þetta til skipa, sem koma til landsins frá og með deginum í dag. Heykjavík, 20. desember 1952. VerðlagHskrifstofan. Nr. 14/1952. Tilkynning Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og hráoliu: 1. Benzín hver lítri kr. 1,70 2. Hráolía hver lítri kr. 0,75 Að öðru leyti haldast ákvæði tilkynningar nr. 10/1952 frá 31. maí 1952. Reykjavík, 20. desem.ber 1952. Verðlagsskrifstofan. iioour leiði 'ísl-P' vsJSp ft Nýkomnir sérlega fallegir og sterkir amerískir útigallar á telpnr og drengi 1—7 ára úr ui og nælon. — Eiimig stakar buxisr á börn og unglinga. — Hentúgar jólagjafir. i'tga'ÍB* aíÍÞBsasaa'; Amerísk nælon-pils, undirkjólar og náttkjólar í fallegu úrvah. Nælonsokkar. Peysur. Skraut- leg kjólabelti. Snyrtivörur og ílmvötn o. m. fl. Ftgrir /serra: Manchetskyrtur, bindi og bind- isnælur. Sokkar úr ull og næíon. Hattar, Treflar. SeSIaveski. Leðurtöskur meS snyrtiáhöldum o. m. fl. © © © röreir “ JFenlllvffðer röror — iPtitjretr r©nir Vesturg. 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.