Vísir - 23.12.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 23.12.1952, Blaðsíða 8
8 V I S I R Þrifiiudaginn 23. desember 1952 MINNINGARDRÐ Rannveig Schmidt, andaðist 2. júlí 1952 í San Fransisco, sextug að aldri. Mig hefur lengi langað til að skrifa um hana nokkur kveðjuorð, þó ekki hafi orðið af því fyrr. Árið 1944 kóm út lítil bók, það var ekki fyrsta bókin, eða ritverkið sem ís- lendingar vestan hafs sendu í búið heima fyrir. Nafn bókar- innar var einfallt og látlaust: ,,Hugsað heim“, en sagði þó allt sem segja þurfi. Formáli fyrir bókinni var bréf til höfundar frá Halldóri Kiljan Laxness, og -segir þar m. a.: „Allt sem heitir menning var þér jafnan per- sónulegt áhugamál, — hvers vegna er slíkt svo sjaldgæft um margar fagrar konur, að maður finnur ástæðu til að lofa það? — og þó hafa konur hjá okkur öll réttindi sem þær vilja á menningarsviðinu, og töluverð- ur hópur þeirra á þess meiri kost að sinna menningarmálum ,en karlar, sem oft eru þræl- bundnir grófum viðfangsefnum og tímafrekum hversdagsstörf- um. Það væru litlir gullhamr- ar að nefna fagra konu séní, en eg verð að segja eins og er, að eg þekkti fleiri en eina og fleiri en tvær, ekki síður gefnar en þú ert og áttu fleiri tómstundir og meira næði en þú, en voru ■sari'! ekki orðnar sendibréfs- færar á móðurmáli sínu á þeim aldri sem þú byrjaðir að læra kínversku, og enn ekki orðnar samtalsfærar um almenn efni um það bil sem þú skrifar bók um allt sem heiti hefur. Hvað það <er ánægjulegt að hitta þig enn á þessum blöðurn, fulla af þeim lifandi áhuga, sem gerir sumu fólki æskuna að varan- legri náðargjöf óháðri árum, í stað þess hún sé, eins og hjá flestum, aðeins hverful ljós- brigði nokkurra morgunstunda lífsins og kannski ekki einu. sinni það.“ En því tilfæri eg- þessi ummæli Kiljans að í þeim felst mikil mannlýsng. Þegar hugsað heim kom út hafoi Rannveig Schmidt verið búsett erlendis í samfleytt 31 ár og ekki séö. íslending um 10 ára skeið. En fsland var allsfáðándi I huga hennar þrátt fyrir tímann og fjarlægðina sem aðskildi. í einum kafla bókarinnar stend- ur þetta: „Stundum greip þig hræðsla,- já skelfing, og þér fannst þú vera búin að gleyma íslenzkunni. Á leið þinni kynnt- its þú mörgu gáfuðu og mennt- uðu fólki, en þú hittir engan, sem var alin upp við Njálu og Laxdælu. Enginn kunni að 1 njóta þess með þér að lesa Bragarbót Matthíasar. Enginn hafði heyrt getið um Eiðinn hans Þorsteins Erlingssonar: ,,og skrautið hún fékk svo frítt og margt við föður og móður | síðu; hún átti þó sitt æðsta skart í augunum sínum fríðu“...... Enginn vissi hvað þú varst að fara með, ef þú nefndir hann Einar Benediktsson. „Hleypir skeiði hörðu halur yfir ísa. Glymja járn vð jörðu, jakar í j spor rísa“. Þú sýndir þeim myndir að heiman og þeir 'sögðu: „Þetta eru falieg fjöll, |hvað heita þau?“ En þeir j höfðu aldrei séð Esju eða Akra- fjall; þeir höfðu aldrei séð sól- ina ganga til viða r heima, bjartar sumarnætur eða norð- urljós. Þeir skildu ekki, þeir kunnu ekki að tala um það, sem þér var hjarta næst. Alltaf var eitthvað sem þú saknaðir.“ Rannveig fann miltið til sín sem fslendings, en lífið í Ame- ríku og lífið á íslandi er eins og samrunnið í vitund hennar. í nýársboði hjá vinum sín- um í Ameríku þar sem eru fjög- ur hundruð manns samankomin og hávaðinn er gífurlegur minnir það hana „helzt á klið- inn í fuglunum, þegar við fór- um inn í hellinn í honum Heimakietti á árunum“ Hug- urinn sækir sífellt samlíkingar heim og hann er aúðugur af myndum. 1945 gefur Rannveig út bók um kurteisi, sjálf sagði Rann- veig við mig, að hún múndi hafa skrifað þá bók öðru vísi, en hún gerði, éf hún hefði verið kunnugri hugsunarhætti fólks hér heirria fyrir. Bókin er frá- sagnir af kurteisisvenjum ýhisra þjóða, meira en tilsögn í kurteisi, en með bókinni vildi Rannveig stuðla að aukinni siðfágun í sambúð og framkomu manna hver við annan og er þess sízt vanþörf. Vestra byrj- aði hún að skrifa í skandinavisk blöð og ávann sér með persónu- legri viðkynningu og skrifum sínum í Heimskringlu víðtækra vinsælda meoal Vestur-íslend- inga. Á þessum árum vann hún einnig mikið að því að kynna ísland með fyrirlestrum. Húti skrifaði mikið í norsk og dönsk blöð og var nákunnug mörgu andans fólki í bókmenntum og listum, í Danmörku og Noregi. 3. júní í ár skrifaði hún grein um Hedvig Collin sjötuga í Tidens Kvinder, greinin er fjörleg'a skrifuð og. skemmti- leg, og er það víst það síðasta sem Rannveig skrifaði. Hedvig Collin er kunn á Norðurlönd- um og' víðar fyrir teikningar sínar og barnabækur og hafa komið út bækur eftir hana á ís- lenzku. Tore Segelcke kynnti Rannveig hér í útvarpi skömmu áður en hún fór og vakti það erindi verðskuldaða athygli, síðar fengu Reykvíkingar að kynnast snilld Tore Segelcke í Brúðuheimilinu. Rannveig Schmidt var Reyk- víkingur, dóttir hjónanna Þor- varðar Þorvarðssonar prent- smiðjustjóra og fyrri kónú hans, Sigríðar Jónsdóttur. I móðurætt sína var hún komin af 'Skúla fógeta ;og þaðan var nafn hennar, Á þeim. árurn var margt manna að' alast hér upp í Reykjavík sem síðar urðu þjóðkunnir. Á æskuheimili Rannveigar kom margt gáfu- manna, Þorsteinn Erlingsson, Indriði Einarsson, Jón Ólafs- son, Einar Hjörleifsson, Þor- steinn Gíslason og f'leiri góðir og gáfaðir fslen.dingar eins og- húh segir sjálf. Jón Ólafsson var mjög áfram um áð konur menntuðu sig og eggjaði hann hana og' studdi til náms í verzl- unarskólanum. Hún var fyrsta- stúlkan sem lærði á ritvél hér á landi og kenndi hún síðan tvö ár við Verzlunarskólann vél- ritun. Snemma fór Rannveig að vinna fyrir sér og var alltaf sívinnandi, vann hún hjá Jóni Ólafssyni og spilaði í Gamla Bíó á kvöldin, þar til hún um tvítugt fer utan. Gekk hún á skóla í Kaupmannahöfn og lagði stund á málanám, jafn- framt var hún í tímum i píanó- leik hjá prófessor Haraldi Sig- urðssyni. í níu ár starfaði hún hjá íslenzku sendisveitina i Kaupmannahöfn, sem fyrsti ritari. Á þeim árum stóð heim- ili hennar opið íslendingum og greidai hún götu margra þeirra eftir mætti á ýmsa lund. Að eðlisfari var hún ákaflega hjálpsöm og greiðug. Seinni maður hennar var danskur að ætt, Adam Vilhelm Schmidt og fluttist hún með honum til Ameríku 1925. Bjuggu þau fyrst í Los Angeles og síðan í San Francisco og í níu ár starfaði Rannveig þar á dönsku ræðismannsskrifstofunni. 1944 missir Rannveig mann sinn. Ríkisstjórn Ólafs Thors stóð fyrir því að bjóða Rannveigu Schmidt heim sumarið 1945 og var hún þess verðug í alla staði. Ferðaðist hún þá einnig nokkuð um Norðurlönd. Rannveig var svipað farið og konunni, sem átti sjö börn í sjó og sjö á landi, Öðrum þræði langaði hana til að sétjast að hér á landi, og hefði eflaust gert það; ef henni. hefði boðist staða við sitt hæfi, en því miður varð það ekki og vorið 1949 fór hún aftur til Ameríku. Rannveig Schmidt þráði að eiga sem mest sam- neyti við gáfað og menntað fólk, og þessa þrá sína fékk hún uppfyllta í ríkum mæli alla. ævi. Hún naut þess að vera til og hvarvetna sem hún fór var hún landi sínu til sóma og ís- land er ríkara en ella að hafa átt hana. Ragnheiðus G. Möllers Peningagjafir til Vetrarhjálparinnar. — N. N. 25 kr. Tóta 100. Lyfjabúðin Iðunn 700. S. N, 100. J. Th. 100. N. N 50. Guðrún Ásmundsd. 100. B. B. 50. Veggfóðursverzl. Victors Helgasonar 200. Guðný & Matthías 50. Nenna & Lilla 50. Óskar Gíslason 100. Estet & Steingrímur 100. Steinar 20. N. N. 50. M. Ó. 50. Eyjólfur Gíslason 50. Birgir 20. N. N 100. S. E. 100. N. M. 100. S. J. S. 20. Gunnar & Hjörtur 50. Frá systkinum 100. G. H. 50. B. Guðmundss. 100. Nýja-bíó h.f. 300. Karl Runólfsson 50. Frá Elliðavatni 165. N. N. 50. N. N. 200. Frá gamalii konu 20. O. E. 100. Anna Sveinsd. 50. T. B. 50 kr. — Kærar þakkir. f. h. Vetrarhjálparinnar Stefán A. Pálsson. MAGNVJS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður Máinutningsskrifstofa Aðalstræti 9. — Sími 1875. í Ekmaimngir, silftir Irá 5 kr. BarnaskeiSar og gafflar, silfnr írá 75 kr. Háismeií, silfar frá 35 kr. Áræfeö3Hl.; siifur frá 55 kr. Bamamál OR, 70 miðistunandi gerðir. KLUKKUR, IIC’ misuiunanái gsrðir. STEMIfRINGÁR, mjög glæsilegt -úrvál nýkomiS. S|G'3 '■aiíB.xcil urvai ' Laugavcg 39 —- Sírni 3462 •W/VWWa '£ M ■ ■ W/'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.