Vísir - 29.12.1952, Page 8

Vísir - 29.12.1952, Page 8
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. LJÓSATÍMI bifreiða er 15,00 til 10,00. Flóð er næst í Reykjavík ki. 16,25. Breyting á stjórnarskrá Frakka talin nauðsynleg. Enn engin stjórn í Frakklandi. Einkaskeyti frá A.P. — París í morgun. Sousthelle úr samfylkingu De Gaulles gafst upp í gær við tilraun sína tii þess að mynda stjórn og hefur Auriol Frakk- landsforseti nú beðið Bidault að reyna. Bidault — fyrrverandi for- sætis- og utanríkisráðherra — ,er einn af höfuðleiðtogum kristilega lýðræðisflokksins, en það var afstöðu hans að kenna á dögunum, að Pinay neyddist til að biðjast Iausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Kunnugt er, að mikill áhugi er fyrir því, að reyna að leysa vandann fyrir áramótin, en vandséð að það muni takast, þar sem Bidault getur ekki svarað Auriol. fyrr en í dag, er hann hefur rætt við flokk sinn, en að fenginni heim- ild flokksins og afhendingu svars til Auriol, eru eftir við- ræðuimar við hina flokksleið- togana. Tilraunir Sousthelles strönd- uðu á því, að jafnaðarmenn og róttækir (radik. fl.) vildu ekki ganga til samstarfs við hann. Mönnum ber saman um, að Pinay hafi orðið talsvert á- gengt að skapa öruggara ástand í efnahags- og atvinnumálum, og honum tókst að minnsta kosti að halda verðlagi í skeíj- tim, og jafnvel lækka það. En fjárhags- og efnahagsmál eru enn í miður góðu. lagi. Sam- komulagsumleitanir Sousthelles eru sagðar hafa leitt í ljós, að allir flokkar séu sammála um, að stjórnarskrárbreyting til þess að veita ríkisstjórninni meira öryggi og völd, sé nauð- synleg. Seinustu fregnir frá París herma, að' Bidault hafi til- kynnt Auriol, að hann muni taka að sér að reyna að mynda samsteypustjórn. 200 herskip á fíotasýningu vsi krýninguna. Einkaskeyti frá AP. — Lpndon í gær. Brezfea flotamálaráðuneyt- ið vonast til þess, að hægt verði ao safna saraan 200 skipum til flotasýningar, sem efnt verður til á Spithead — undan Porísmouth — þegar krýning Elisabetar 2. fer fram í júníbyrjun. Þegar önnur skip bætast við, sem þarna munu einnig vcrða, svo sem erlend lierskip og kaupskip, mun íalan ekki verða mjög f jarri þeim f jölda sem safnað var við flotasýn- inguna 1937, en þá voru þau 300. Þarna verða 12 flug- stöðvarskip, en aðeins eitt orrustuskip (fjórum hefur verið lagt), 10 beitiskip eða fleiri o. s. frv. ■ rnmyt er shritið Ensklr læknar uadrast lita- breytingar hvítvoiunga. r • • Onnur hSlðin félnar, þegar þeir Sigg|a á hiiðinni. Læknar í sjúkrahúsi einu í Newcastle-iipon-Tyne brjóta nú mjög heilan um einkennilega litabreytingu, sem verður á lík- ama hvítvoðunga þar í stofn- uninni. Atburðir þessír eiga sér stað í fæðingarstofnun, sem heít- ir Princess Mary Maternity Hospital, og meðal þeirra, sem r'eyna að komast til botns í þeim er dr. G. A. Neligan, sem starfandi er við Durham-há- skóla, en hann og læknar við sjúkrahúsið hafa ritað um það í enska læknablaðið Lancet. Þeir voru einu sinni að vírða fyrir sér 3ja daga gamalt barn, sem lá á hægri hliðinni i súr- efnistjaldi. AUt í einu varðl vinstri hlið barnsins miklu föl- ari en áður, enda þótt sami bleiki liturinn værí á hægri hliðinni. Markalínan var eins ekörp og greinileg og ef hun hefði verið dregin með ritblýi og reglustiku, og var nákvæm- .lega eftir endilöngum Iíkama barnsins — skipti höfði og bol í tvo jafna hluti. Þetta stóð í nokkrar mínútur en þá tók allur líkami barnsins á sig eolilegan lit. Þetta gerðist fyrir meira en ári, en á næstu tólf mánuðum tóku læknar eftir þessu sama fyrirbrigði að því er snerti 21 barn að auki. Þess er og getið, að læknar annars staðar hafi veitt hinu sama eftirtekt. Hvítvoðungarnir lágu ævin- lega á hliðinni, þegar þetta gerðist, og efri hliðin varð alltaf fölari. Ef barninu var snúið á íhina hliðina, breyttist litarhátt- ur þess í samræmi við það. Enskir læknar hafa ekki enn fundið neina fullnægjandi skýringu á þessu. en þeir halda áfram að athugamálið. WsSa róa Kínverj- ar undir. Lögreglan hafði næg verkefni um heigina. Jalswert osn siys og- ©Ivíeis, auk árásar ©g éspekta® HSaneSSökEss' á Filipps- eyium. Einkaskeyti frá AP. — Manila í morgun. Lögreglu- og herlið hefur handtekið yfir 300 Kínverja á Filipseyjum fjrrir kommúnist- iska starfscmi. Handtökur þessar voru fram- kvæmdar að undangengnum árs athugunum, sem unnið var að með leynd. — Búizt er við, að frekari handtökur séu fyrir dyrum. Fiugvélarffaki nál upp.eftir 7 ár. Livorno (AP). — Náð hefur vérið upp úr liöfninni hér flaki af amerískri flugvél. Flugvél þessi, sem var sþrengjuflugvél, hrapaði í höfnina árið 1945, en hennar var ekki leitað fyrr en nú fyrir skemmstu. IÁgúst Guðmundsson I yfirvélstjóri Ágúst Guðmundsson, yfirvél- stjóri í rafmagnsstöðinni við Elliðaár, lézt að heimili sínu í fyrradag. Ágúst var 63ja ára er hann lézt, traustur maður, og vel lát- inn af öllum, er til hans þekktu. Hann hafði starfað við Elliða- árstöðina frá upphafi. $tal laJeSli á dag. Pisa (AP). — Kona nokkur, tæplega fertug, hefur verið handtekin fyrir næsta óvenju- lega þjófnaði. Játaði hún við yfirheyrslur, að hún hefði stolið einu reið- hjóli á degi hverjum á undan- förnum tveirn mánuðum. Allmikil ölvun var hér í bæn- um um helgina og hafði lög- reglan ærið nóg að gera, eink- um þó á laugardagskvöldið. Auk þess urðu og nokkur slys á mönnum í sambandi við á- rekstra. Um hádegisleytið á laugar- daginn varð bifreiðarslys á Grettisgötu, móts við verzlun- ina Fell. Maður, sem þar var á ferð í bifreið sinni, varð þess var að eítthvað kom við bif- reið hans aftanverða. Nam hann þá staðar og hugði að þessu nánar og sá dreng liggjandi í götunni og grátandifyrir aftan bílinn. Sjónarvottar töldu sig hafa séð drenginn hlaupa út á götuna og lenda á aftanverðri bifreiðinni. Drengurinn, sem mun vera 4 ára gamall, heitir Þórarinn Beck, til heimilis á Grettisgötu 57. Hann var flutt- ur á sjúkrahús, en meiðsli hans ekki talin mikil. í gærmorgun var lögreglan kvödd tnl þess að skakka leik óróaseggja, er lent höfðu í rysk- ingum á gatnamótum Berg- staðastrætis og Nönnugötu. Er lögreglan kom á staðinn voru þar tveir menn fyrir, er höfðu orðið fyrir barsmíð þriðja manns, sem þá var horfinn. Var annar þessara manna mjög blóðugur með brotnar tennur og skemmdan tanngarð. Hann var fluttur á Landspítalann til athugunar og aðgerðar. Um miðjan dag í gær lenti hjólreiðamaður, Þorkell Magn- ússon, Freyjugötu 1-7, á bíl á gatnamótum Barónsstígs og Ei- ríksgötu. Hann skarst töluvert í andliti, bæði á nfi og enni auk fleiri meiðsla. Var hann fluttur á Landsíptalann, þar sem gert vár að meiðslum hans, en síðan var honum ; leyft að fara heim. Um líkt leyti í gær.fékk mað- ur krampa að húsabaki hjá Hótel Borg. Maðurinn datt, en. í fallinu lenti hann á tunnu og skarst við það á enni. Sár hans var saurnað saman. Síðdegis í gær, var bifreið ek- ið aftan á.aðra bifreið á Njarð- argötu. Varð áreksturinn það harður að. hvorug bifreiðanna var í ökuhæfu standi á eftir og varð að flytja þær burt með kranabíl. Stúlka, sem sat í ann- arri bifreiðinni, meiddist nokk- uð, en ekki alvarlega. Láust eftir miðnætti í nótt kom maður inn á lögreglustöð og bað urn aðstoð til þess að leita manns, er hefði ráðist á sig í Traðarkostsundi og ætlað að ræna sig peningum. Lög- reglumenn fundu skömmu síðar mann er þeir grunuðu um að vera valdan að árásinni og tóku hann í vörzlu sína. Málið er £ rannsókn. Um svipað leyti barst lög- reglunni tilkynning um að mað- ur hefði dottið hjá mjólkur- stöðinni og skorizt allmikið á höfði. Lögreglan flutti rnann- inn fyrst á læknavarðstofuna, en þegar þar var ekki neinn læknir að finna hélt hún áfram með hinn slasaði mann á Land- spítalann og var þar búið úra sár mannsins. í nótt kl. 4 var lögreglunni tilkynnt að óvelkominn máður væri kominn inn í bifreið, sem hann ætti ekki að vera í. Fór lögreglan á staðinn og hitti þar fyrir mann, ölvaðan og illa til reika, sem seztur var undir stýri bifreiðarinnar. Lögreglan tók hinn ölvaða mann í vörzlu sína. Eitt mcsta flugslys, er sögur fara af, áttu sér stað í Bandaríkjunum rétt fyrir jólin, en þá fórst flugvél sem var að flytja hermcnn í jólaleyfi. Um 89 Iiermeun létú þá lífið Mýndin er tekin af flaki vélarinnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.