Vísir - 08.01.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 08.01.1953, Blaðsíða 2
s VlSIR Fimmtudagmn 8. janúar 1953 Hift og þetta ' Kengúrúrnar í Ástralíu eru sam það bil 8 fet á hæð, en nú <er útdautt þar kengúrukyn, sem var 10 fet á hæð. Sönurinn spyr föðurinn: ?,Pabbi, hverskonar maður er s,diplomat“?“ Faðirinn: „Það er maður, sem :getur talið konu sína á að kaupa regnhlíf, þegar hana langar til að eignast loðkápu.“ • Tibetingar voru á undan Darwin að því leyti, að þeir ■felja, að forfeður sínir hafi ver- 3ð apar. • Maður nokkur var boðinn til Tólks, sem var þekkt fyrir að veita af mestu rausn, og vin 'hans einn langaði til að frétta mv hófinu, þegar þeir hittust mæst. „Hvernig var sam- ikvæmið?“ spurði hann. „Prýðilegt í alla staði.“ „Stóð það lengi?“ spurði vinurinn aftur. „Eg veit ekki — eg fór, þegar tappatogararnir voru orðnir ’rauðglóandi.“ • í Montana-fylki í Banda- yikjunum er þjóðgarður, sém ikallaður er „Jöldagarðurinn“. J>ar eru alls 60 smájöklar. • Franski stjórnmálamaðurinn tdeorges Bidault lýsti þannig •einum fundanna um endur- ■vopnun Þýzkalands. „Það ætti að fá Þjóðverjum ibyssur,“ sagði Bandaríkjamað- :lnn. „Já, en aðeins gamlar“, rsvaraði Englendingurinn. „Og án skothylkja,“ bætti HóHendingurinn við. „Og einungis á sunnudög- aim,“ skaut Belginn inn í. „Já, og bara í hlaupári,“ mælti Norðmáðurinn. „Og aðeins ef Iþað hefst á |þriðjudegi,“ kvað Daninn. „Og hvað eigum við að gera við þær byssur?“ spyr Þjóð- ■verjinn. „Hvað?“ hafði Frakkinn eft- 3r honum. „Eruð þér andvígur vörnum Evrópu?“ Cíhu Mmi í bæjarfréttum Vísis hinn 8. □anúar 1918 mátti m. a. lesa þetta: ísfregnirnar. Frá Siglufirði kom eftirfar- ■andi veðurskýrsla til lands- símastöðvarinnar hérna í morg- un: Norðanhríð undanfarna Idaga. Nú bjartast yfir. 20 stiga frost. Talsverður ís í og fyrir utan Siglufjörð. ís á Húnaflóa. 'Bitrufjörður fullur af ís. Frostið hafði orðið mest í nótt 21 stig á mæli stjórnarráðsins, en dró síðan úr því, og var því •aðeins 13 stig kl. 10 í morgun. Xagarfoss fór héðan í gærkveldi, en ■’erfitt veitti honum að komast :frá bólvirkinu og varð loks að tfá Geir til hjálpar til að ryðja JLonum braut gegnum ísinn. BÆJAR / Fimmtudagur, 8. janúar, — 8. dagur ársins. Rafmagnsskömmtun verður á morgun, föstudaginn 9. janúar, kl. 10.45—12.30 í 5. og 2. hverfi. Ennfremur að kvöldi kl. 18.15—19.15 í 3. hverfi. Útvarpið í kvöld: 18.30 Þetta vil eg heyra! — Hlustandi velur sér hljómplöt- ur. 19.00 Upplestur: „Við Steini byggjum snjóhús“, smásaga eftir Svein Auðun Sveinsson (Jóhanna Hjaltalín leikkona). 20.20 íslenzkt mál (Bjarni Vil- hjálmsson cand. mag.). 20.40 Tónleikar(plötur).20.55 Erindi: Á Heiðmörk (Árni G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi). —• 21.20 Einsöngur: Maggie Teyte syng- ur (plötur). 21.45 Veðrið í desember (Páll Bergþórsson veðurfræðingur). 22.10 Sym- fónískir tónleikar (plötm’) til kl. 23.10. Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði vill láta þess getið, vegna marg- endurtekinna fyrirspurna, að hún á ekkert skylt við Áfengis- varnanefnd Reykjavíkur þá, er sendi frá sér fyrir jólin yfirlýs- ingu þess efnis að hún harmaði það, að hinu nýja áfengislaga- frumvarpi var vísað frá Al- þingi. Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði þakk- ar þeim alþingismönnum, sem að því stóðu, að vísa frá áfeng- islagafrumvarpi því, sem legið hefir fyrir Alþingi, því er nú stendur yfir. Telur nefndin það engum vafa bundið, að frumvarp þetta, ef að lögum yrði, myndi stórauka vínnautn landsmanna, enda virðist öll uppbygging þess og breytingar frá núgildandi lögum stefna markvíst í þá átt. Jafnframt lætur Á.K.R.H. í ljósi ánægju sína yfir þeirri á- kvörðun dómsmálaráðuneytis- ins, að taka fyrir öll vínveit- ingaleyfi á skemmtunum frá áramótum og< láta lögin um héraðabönn koma til fram- kvæmda. Telur nefndin, að þetta hefði átt að gerast fyrir löngu, svo sem lagaheimild stóð til; hefði þá verið hægara að dæma um núgildandi áfengis- lög en er, og komast að niður- stöðu með, hvort breytingar á þeim er þörf, og í hvaða átt þær breytingar ættu þá að ganga. Er ’það óvéfengjanlegt, að núgildandi áféngislöggjöf stendur að því að hafa eftirlit með og draga úr notkun áfeng- is, en verndarákvæðunum hefir aldrei verið framfylgt nema að litlu leyti. Mun hvorki þessi löggjöf eða önnur ónýtast, ef svo er fylgt eftir framkvæmd- inni. Norski hershöfðinginn, Bjarne Öen, kom til Reykja- víkur í gær í stutta heimsókn í boði íslenzku ríkisstjórnar- innar. Meðan hershöfðinginn dvelst hér mun ríkisstjómin ráðfæra sig við hann um ýms atiiði, sem þýðingu hafa í sam- bandi við sameiginlegar varn- ir Atlantshafsbandalagsins. UnAAqáta hk /S07 Akránés- og Borgarnésferðir. Nýlega er komin út áætlun um ferðir m.s. Eldborgar milli Reykjavíkur og Borgarness með viðkomu á Akranesi fyrir fyrsta ársfjórðung, og er þeim hagað svipað og áður. — Menn eru, eftir atvikum, sæmilega ánægðir með Eldborgina til Laxfoss-flutninganna, enda ekki á betra völ. Nýir pípulagningameistarar. Nýlega hafa eftirtaldir menn verið löggiltir sem pípulagn- ingameistarar í Reykjavík: Sveinbjöm Lárusson, Lang- holtsvegi 89, Viggó Ó. Sveins- son, Bai-mahlíð 35, Hans G. Ó. F. Nielsen, Sóleyjargötu 19 og Guðmimdur Á. Gíslason, Tx-yggvagötu 6. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss kom til Gi'undarfjarðar síðdegis í gær, fer þaðan til Stykkishólms og Keflavíkur. Dettifoss fór frá Reykjavík 3. þ. m. til New Yoi'k. Goðafoss og Tröllafoss eru í Reykjavík. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss er í Gdynia. Reykjafoss fer frá Hamborg í dag til Rottei'dam og Antwerpen. Selfoss fór frá Vestmannaeyjum 5. þ. m. til Austfjarða. ..Skip SÍS: Hvassafell losar timbur í Reykjavík. Arnarfell kom til Helgsingfors kl. 21 í gærkvöldi, losar síld. Jökulfell fór frá Akranesi 5. þ. m. áleiðis til New York. Lárétt: 1 bareflið, 6 veggur, 7 við sjó, 9 hreyfist, 11 fraus, 13 nafn, 14 fjær, 16 atvo., 17 fjórtán, 19 þekkir leið. Lóðrétt: 1 lykkja, 2 fylgjast að í.stafrófi, 3 skemmd í tré, 4 grafa, 5 þáttur, 8 eftir eld, 10 sagnfræðings, 12 fiska, 15 ski-if, 18 rómversk tala. Lausn á krossgátu nr. 1806. Lárétt: 1 Grautur, 6 snæ, 7 LD, 9 gler, 11 lút, 13 aða, 14 ísar, 16 ar, 17 fær, 19 ætlar. Lóðrétt: 1 Gyllir, 2 AS, 3 ung, 4 tæla, 5 rýrari, 8 dús, 10 eða, 12 Taft; 15 ræl, 18 Ra. VeSrið. Hæð yfir norðaustur Græn- landi. Lægð 1500 km. suðvestur af fslandi á hreyfingu norð- austur. Veðurhorfur: Hægviðri, skýjað í dag, en austan kaldi og síðan stinningskaldi í nótt; slydda og dálítil rigning. — Veðrið kl. 8 í morgun: Reykja- vík, logn, 0 stig. Stykkishólmur V 2, 2. Hornbjargsviti A 5, -r-2. Siglunes NA 5, ~2. Akureyri ANA 2, 0 stig. Grímsey NA 4, —~2. Grímsstaðir, logn, -:-4. Raufarhöfn NA 3, -h3. Dala- tangi NA 4, -p-1. Djúpivogur NA 2, 1 stigs hiti. Keflavíkur- flugvöllur N 1, 3 stiga hiti. Siglufjörður. Annar bæjartogarinn, Elliði, kom inn í gær, og er verið að losa úr honum um 150 lestir af saltfiski. Auk þess hafði hann innanborðs nokkuð af ísfiski, sem frystihúsin tóku við. Hinn bæjartogarinn, Hafliði, veiðir einnig í salt, og mun hann væntanlegur um 20 þ. m. Frá Siglufirði ei'u nú gerðir út 3—4 þilfarsbátar, 10—15 lesta, og nokkrar trillur. Afli hefur verið tregur undanfarið, enda lítið róið. Tunnuvei'ksmiðjan tók til starfa s.l. þriðjudag. Er unnið í tvískiptum vöktum, samtals um 60 manns. Er þetta atvinnu- fyrirtæki mjög nytsainlegt bæj- arbúum, og veruleg atvinnu- bót að því. Sandgerði. Sjö Sandgerðisbátar voru á sjó í gær og öfluðu sæmilega, 7 tonn. Bátarnir lögðu allir í Miðnessjó og var sjóveður á- gætt. Eins og getið var í gær munu að líkindum 20 bátar vera gerðir út á vertíðinni frá Sandgerði. Ákranes. Nokkrir Akranesbáta hófu róðra í gær, en formenn munu hafa skráð áhafnir á bátana til 21. þ. m. upp á væntanlegt fisk verð. Ákvörðun var ekki tekiri um þetta fyrr en síðdegis í gær svo aðeins þeir bátar, Sem voru alveg tilbúnir, gátu farið á sjó. Réru 8 í gær, en fleiri munu róa í kvöld. í fyi-ra byjuðu 18 bát- ar vertíð, en einn bátur, Valur fórst í fyrsta róðri, svo bátarn- ir voru 17 út vertíðina. Nú verða I bátar gei'ðir út fi'á Akranesi. Bjai'ni Ólafsson og Akurey lönduðu á Akranesi afla í frysti hús í gær og fyrradag. Var afl- inn 240 lestir hjá þeim, hvorum fyiir sig. Eitthvað af aflanum mun hafa farið til herzlu. Halnarfjörður. í Hafnarfirði liggja nokkrir línubátar tilbúnir til þess að fara í róður, undir eins og verk fallið leysist og hafa þeir verið tilbúnir nokkra daga. í fyrra voi-u þar um 15 bátar á línu, og líklegt að þeir verði ekki færri á þessari vertíð, en það fer eftir því hve margir aðkomubátar verða þaðan gerðir út. Togar- inn ísólfur kom inn í fyrradag og losaði fisk í frystihús og hei-zlu. Var hann með 98 tonn, og kom inn vegna ólags á skrúf unni. Fylkir losaði í gær 200— 230 tonn í frystihús og til herzlu. Reykjavík. Enginn Reykjavíkurbátur er byrjaður róðra, en einn aðkomu bátur, Hagbarður, hefur farið í nokkra róðra. Afli var lítill í fyrstu þrem róðrunum, 2—3 lestir. í gær var báturinn með 5 lestir rúmar, og er á sjó í dag. Mun hann leggja línuna suður fi'á, sennilega í Miðnessjó. Lögreglufréttir. í fyrririótt var stolið bifreið- inni R-2305, þar sem liún stóð fyrir utan húsið nr. 1 við Grundarstíg. Lýst var eftir bifreið þessari í gærdag og leit hafin, en í gær- kveldi fanst hún inn í Hamra- hlíð og hafði þá sýnilega lent í árekstri. Var hún nokkuð skemmd áð framan, en þó ekki til muna. í nótt var framið innbrot í trésrniðjuna Sögin h.f. í Höfða- túni 2. Bi'otizt var inn á skrif- stofur fyrirtækisins og þar brotinn upp skápur, sem í voru geymdar 200 kr. í peningum. í gærkveldi höfðu strákar kveikt í rusli bak við Stjörnu- bíó. Þetta hafði áður komið fyrir á sama stað og þá með þeim afleiðingum að benzín helltist á lítimx dreng og kvikn- aði síðan í svo hann hlaut mikil brunasár. Að þessu sinni fór lögi-eglan á staðinn og hafði upp á nokkrum drengjum er að brunanum stóðu. Voru nöfn þeirra ski’ifuð upp. I gærkveldi, um áttaleytið til- kynnti bifreiðastjóri nokkur lögreglunni að skömmu áður hafi hann ekið austur Suður- landsbraut, en er hann hafi verið kominn á móts við Múla hafi rauður vörubíll ekið fram úr sér og farið mikinn. Um leið og hann skauzt fram úr rakst hann í bílinn og beyglaði hann talsvei't, en skipti sér ekk- ert af því heldur ók með ofsa- hraða á bi'ott. Er þarna um vítavert kæruleysi að ræða. JarSarför mannslns míns efsÍSBS SveIl8SS®Miíl* Grenimel 23, fer fram föstndaginn 9. þ.m. kl. 1,30 e.h. frá Dómkirkjimni. Blom afbeðin, en þeir, sem viSdu isiinnast hans, láti andvirSið renna til liknarstofnana. GuSrún Kristmundsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.