Vísir - 08.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 08.01.1953, Blaðsíða 4
4 VISIR Fhnmtudaginn 8. janúar 1953 OAGBLAÐ Rltstjórar: Kristján Guöiaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Aígreiðsia: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (finun iinur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan huf. MINNINGARQRÐ - Vetrarvertíð véibátanna. Yetrarvertíð hér við Faxaflóa, er talin hefjast upp úr ára- mótum og hefði svo orðið að þessu sinni, ef verkfall stæði ekki á vélbátaflotanum. Nokkrir aðkomubátar hafa þegar hafið róðra, samkvæmt ráðningarsamningum, er gilda í heimahöfnum þeirra. Hafa flestir bátarnir aflað mjög vel, — jafnvel óvenju- vel, — endá er talin mikil fiskigengd á miðunum. Telja sjó- menn og reyndir útvegsmenn, að þegar virðist farið að gæta friðunarinnar, með því að sjáldgæf séu slík aflabrögð í upphafi vertíðar, enda hafa sumir bátar fengið yfir 10 tonn í róðri. Má til samanburðar geta þess, að sæmilegur afli er talinn hjá togbátum, er á vertíðina líður, að þeir afli yfir 7 tonn á sólar- hring, enda hafa aflaföngin oft reynzt rýrari. Þeir menn, sem til útgerðar þekktu hér syðra, gerðu sér þess fulla grein, að til stöðvunar hlaut að koma á vélbátaflot- anum, svo sem nú hefur raun á orðið. Samkvæmt þeim ráðn- ingarsamningum, sem gilt hafa mun hlutur skipshafnar nema allt að 55—60 hundraðoluutum af heildaraflanum, eða svo er þetta um togbátana. Af þessu þarf ekki að leiða, að hlutur hvers háseta reynist óeðlilega hár að krónutali, enda veltur þar bæoi á aflaföngum og nýtingu eða tilkostnaði við útgerðina, sem sjómenn verða að bera að sínum hlut. Hinsvegar hafa vél- bátarnir verið reknir með halla velflestir, en einstaka undan- tekning finnst þó, og þá helzt þeir bátarnir, sem eingöngu hafa verið gerðir út á þorskveiðar og ítrustu hagsýni gætt við reksturinn. Nú munu sjómenn fara fram á hækkaðan hlut og aðrar kjarabætur, en vélbátaeigendur sjá sér að vonum ekki fært að verða við þeim kröfum. Sjómenn munu telja að frystihús og fiskverkunarstöðvar beri óþarflega ríflegan hlut frá borði, og víst er það svo, að þeir einir, sem fiskverkun hafa með höndum sýna viðunandi afkomu. Þrátt fyrir það er slík áhætta samfara rekstrinum, að engin trygging er fyrir því að afkoma frystihúsanna verði söm og jöfn frá ári til árs, en með áhættunni verður að reikna í slík- um rekstri, auk þess sem greiða þarf niður áhvílan'di lán og ætla hæfilega fjárhæð fyrir fyrningum eða endurnýjun. Þeim mun tregari sem fisksalan er, þeim mun hærri kostnaður legst á vörubirgðir þær, sem frystihús og fiskiðjuver liggja með, og þeim mun lakari hlut bera fyrirtækin frá borði. Eins og nú standa sakir eru flest frystihús full af fiski frá fyrra ári, þótt smám saman saxist á birgðarnar, en af því leiðir hinsvegar, að afkoma fyrirtækjanna á síðasta ári, hlýtur að reynast lakari en að undanförnu er fiskurinn seldist greiðlega og fluttist jöfnum höndum á erlendan markað. Verður óhjákvæmilega að stilla mjög í hóf kröfunum til fiskverkunarstöðvanna, einkum þegar sýnt er og sannað að vélbátaflotanum hefur verið ofboðið. Allt kapp verður að leggja á fisksöluna, og horfa ekki í að bjóða vöruna án verulegs hagnaðar, ef líkur eru til að afla megi markaða með því móti einu. í samkeppninni stöndum við illa að vígi, vegna tiltölulega hærri framleiðslukostnaðar hér á landi, en hjá keppinautum okkar. En þess ber að minnast, að það eru fleiri en við, sem markaðsverðinu ráða og verðum við að sætta okkur við það verðlag, sem gefst og haga okkur eftir því heimafyrir. Telja verður það æðihastarlegt, að keppinautar okkar skuli nú sitjá að þeim markaði, sem við höfðum áður aflað og ætlað til frambúðar, en svo er þetta um saltfiskmark- aðinn og stafar það af ýmsum orsökum, sem við fáum lítt eða ekki við ráðið. Hitt er aftúr ljóst, að ef við getum boðið gæða- vöru á viðhlítandi verði, mun auðveldara reynast að standast samkeppnina, en nú er misfellur hafa orðið á hvorttveggja. Þess munu fá dæmi, eftir að fiskmat hófst fyrir alvöru, að íslenzkur saltfiskur reyndist ekki gæðavara. Eftir styrjöldina hefur fiskurinn borist stórskemmdur og illa útlítandi á markað, bæði á ítalíu og Spáni og Suður-Ameríku. Af markaðsörðugleikunum leiðir, að frekara verður að draga úr framleiðslukostnaðinum, en að auka á hann, svo sem nú eru uppi kröfur um. Lokun brezka ísfisksmarkaðsins er okkur nógu þungt áfall, þótt fleiri fari ekki á eftir, en þyngsta áfallið verður óhjákvæmilega, ef ekki reynist unnt að halda fiskiflotanum úti svo sem vant er og tíðkazt hefur. Af hækk- andi tekjum léiða tiltölulega ríflegar hækkandi skattar, þannig að ekki tjóar að miða við tekjurnar einar, en stilla kröfunum í hóf og miða við gjaldþol rekstrarins. Útgerðinni verður ekld haldið .uppi með opinberum styrkjum, frekar en öðrum atvinnu- rekstri, og henni má.þá heldur ekki ofbjóða í kröfugerð. Björg Sígurrós Einarsdóttir. í dag er til moldar borin Björg Sigurrós Einarsdóttir, húsfrú, frá Silfurtúni 6, við Hafnarfjarðai’veg, og jörðuð í Fossvogskirkjugarði. Hún var fædd 2. marz 1869, dáin 31. desember 1952. Faðir hennar var Einar Ein- arsson hreppstjóri og óðals- bóndi að Fremri-Gufudal í Barðastrandarsýslu, bróður- sonur síra Guðmundar Einars- sonar að Kvennabrekku. Móðir hennar hét Sigurlaug Jóns- dóttir, ættuð úr Dalasýslu. Þau hjón áttu tvö börn, Björgu Sigurrósu og Guðmund búfræð- ing frá Ólafsdal, dáinn á ísa- firði fyrir nokkrum árum. Björg Sigurrós ólst upp hjá foreldrum sínum í Fremri- Gufudalog gekk síðan mjög ung á kvennaskólann að Ytri-Ey. Giftist hún síðan árið 1891 eft- irlifandi manni sínum, Samúel Jónssyni, smið, frá Hjöllum í Gufudalssveit. Er hann einn af hinmn kunnu Hjallabræðrum, en þeir voru tíu alls. Af þeim eru nú aðeins tveir lifandi, Samúel og Ari Arnalds fyrrv. sýslumaðm-. Samúel og Sigurrós eignuðust sjö börn, þar af eru liíandi: Einar, verzlunarfulltrúi hjá Nathan & Olsen, Haraldur loft- skeytamaður, Helga ógift í Reykjavík og Sigríður gift; býr að Silfurtúni 6. Hjá henni og manni hennar, dvöldu þau Samúel og Sigurrós nokkur 'undanfarin ár og nutu þar ást- úðlegrar umönnunar. Fósturson ólu þau upp, Sam- úel og Sigurrós, Þorstein Jóns- son frá Djúpadal. Var hann bróðursonur Samúels, en móðir Júlíana, yngsta systir Björns ritstjóra og ráðherra. Þorsteinn þessi var lyfjafræðingur. Dó hann af slysförum árið 1930, í öræfaferð. Búskap hófu þau Samúel og Sigurrós árið 1891 að Hlíð við Þorskafjörð og bjuggu þar í þrettán ár. Fluttu síðan til ísa- fjarðar árið 1904 og voru bú- sett þar til ársins 1946, er þau fluttu að Silfurtúni, til dóttur og' teng'dasonar, Jóhanns Páls- sonar. Þau Samúel og Sigurrós voru samvistmn í hjónabandi í 61 ár og mun vera leitun á jafn ást- ríku hjónabandi, — máttu hvorugt af öðru sjá. Þau höfðu bæði mikinn persónuleika til að bera, enda komin af góðum og sterkum ættstofnum. Frú Sigurrós var góð móðir og eiginkona og elskuleg kona á allan hátt. Hún var trúkona rnikil, hafði mikinn áhuga fyrir inn brapaii í gljúfur. Lima. (A.P.). — Um ára- mótin steyptisl langferðabif- | reið með 30 manns ofan í 100 I metra djúpt gljúfur skammt frá borginni. I Slysið uppgötvaðist ekki fyrr en seint og síðar meir, þegar farið var að undrast, að bif- reiðin skyldi ekki koma í á- fangastað. Hafði enginn far- þeganna, sem eftir lifðu, kom- izt upp úr gilinu til að kalla á hjálp. Sex menn biðu bana, en 14 eru enn í lífshættu. spiritisma og las mOdð aí bókum úrh þau efni. Hún háfði mikla ánægju af ljóðum, las þau mikið, enda var hún vel hagmælt og hafði gaman af að kasta fram stöku við ýms tæki- færi. Guð blessi minningu hennar. Reykjavík, 8. jan. 1953. Vinur. Sýður á 45 sek. New York. (A.P.). — Fyrirtæki eitt hér í borg er farið að framleiða hitun- artæki, sem á ekki sinn líka. Er tækið gert til þess að hita vatn og er svo öflugt, að það kemur ísköldu vatni til að sjóða á 45 sekúndum, þrem fjórðu hlutum mínútu. Fyrst um sinn mun herinn ein- göngu fá tæki þessi til af- nota í heimskautshéruðum, en síðar verða þau á boð- stólum fyrir almenning. Myndhöggvara leitað fyrír Peron. París. (A.P.) — Stjórn Per- ons hefir gert út tvo menn til Evrópulanda til að finna góðan myndhöggvara. Myndhöggvara þessrmi verð- ur falið mjög vandasamt hlut- verk — að dómi Argentínu- stjórnar — nefnilega að gera minnismerki yfir Evu Peron. Er haft fyrir satt, að það eigi að verða enn stærra en graf- hýsi Lenins á Rauða torginu í Moskvu. 60,1 milfij. greiddi atlcvæði. Endanleg talning atkvæða við forsetakjörið í Bandaríkj- unum leiddi í Ijós að rúmlega 60,1 millj. manna greiddi at- kvæði. „Metið“ í þessu efni! var sett árið 1940, þegar greidd voru 49,9 millj. atkvæða. Rúmlega 300 þús. atkvæða voru greidd öðrum frambjóðendum en Eisenhower og Stevenson eða voru ógild að einhverju leyti. BERGMÁL ♦ Bústaðahverfisbúi kom fyrir skömmu að máli við mig og bað mig um að bera fram í dálkum þessum uppástungu um nýja leið strætisvagna. Gerir hann það að tillögu sinni, að SVR athugi vandlega á næst- unni hvort ekki væri vegur að láta strætisvagn, eða vagna, ganga nokkrum sinnum á dag milli Bústaðahverfis annars vegar og Kleppsholts- og Laug- arneshverfis hins vegar. Fórust honum orð á þessa leið : Verða að fara ofan í bæ. „Eins og kunnugt er býr fjöldi manns í Kleppsholti og Laugameshverfi, en byggðin er líka óðum að stækka í Bú- staðahverfinu,. einkum þegar smáíbúðirnar rísa nú uþp hver af annarri. En óski þetta fólk: að komast á rriilli þessara hverfa,. eigi erindi, eða.ætli irð heimsækja kunningja. á það nú ekki aðra leið, en að .fa'ra fyrst langltíSina.'.. miðbæj ■ og jafnvél alla: leið ítíður á Lækj - artorg. Skipta þar um vagn og halda áfram ferðinni til þess að komast á leiðarenda. Þyrfti vagn á milli. Það þyrfti að vera búið að skipuleggja ferð á milli þessara fjölbýlu hverfa fyrir vorið, og hefja þá sérstakar ferðir þar á milli. Auðvitað þyrfti kann- ske ekki fyrst í stað ferðir með skömmu millibili. Mér hafði dottið til hugar að einn vagn færi á milli fyrir hádegi, síðan tvær ferðir fram að lcvöldmat, og svo eina ferð að minnsta kosti seint um kvöldið. Myndi þetta áreiðanlega vera til mikils hagræðis fyrir íbúa þessara hverfa, og vafalaust borga sig. Eg veit aS oft hefur verið um þetta rætt meðal íbúa í Bústaðahvérfi, og geri ráð fyrir að sama megi segja um þá í Kleppsholti og Laugarneshvei-fi. * Þetta eru nú :svo fjölbýl hverfi, að taka verður töluvert tillit til' þeirra': Foi-ráðamenn strætisvagnanna myndu fljótlega komast að því hvaða leið væri heppilegust fyrir vagnana til þess að tengja hverfin saman, og geri eg því enga uppástungu í því efni.“ Réttmæt tillaga. Hér sýnist vera stungið upp á skynsamlegu máli, en gera má líka ráð fyrir að málið hafi verið rætt af hálfu þeirra, er um þessi mál fjalla. Vonandi verður Bústaðahverfisbúa að óski sinni, og vagnaferðir hefj- ist milli hverfanna á vori kom- anda. — kr. Gáta dagsins. Nr. 334: Blóðlaus og beinlaus bítur gras á jörðu. Svar við gátu nr. 333: Sjórinn. ■’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.