Vísir - 08.01.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 8. janúar 1953
VISIR
. -----
TIOMAS B. CSSTAIN:
73
„Allt þetta tal — leggur þú nokkurn trúnað á það? Þeir
segja jafnvel, að hún sé hjákona Napóleons?“
„Nei,“ svaraði hann beísklega. ,,Þú þekkir hana nógu vel
sjálfur til þess að vita, að það getur ekki verið fótur fyrir þessu.“
„Já, það er nú svo, en eg vissi ekki hvað halda skyldi. Það
er sagt, að hún fari til hans um leynidyr. Og sumir segja, að
hann hafi látið útbúa dálítið „hreiður“, ‘skammt fyrir utan
París. Eg hefi sannast að segja alltaf dregið í efa, að nokkuð
væri til í þessu, en þar sem er mikiil reykur kann að leynast
einhver eldur.“
„Þetta er vitanlega argasti rógur,“ sagði Frank. „Gabrielle
hefur ávallt dáðst að keisaranum — og verið áköf í aðdáun sinni.
Það er allt og sumt.“
„Hún skrifar þér kannske enn?“
„Nei, en við hittumst í Rússlandi.“
„Þið hittust í Rússlandi," sagði Caradoc og horfði á hann af
mjög auknum áhuga. „Hittust í Rússlandi, ha? Og þú hefur
ekkert á það minnst við mig! Þú ert svo fjandi dularfullur og
þögull stundum, Frank, að furðu gegnir.“
„Við höfum ekki haft mörg tækifæri til þess að tala saman,
Caradoc.“
„Hvemig leit hún út, þegar þið hittust?“
„Jafnfögur sem forðum — og er það alveg ýkjulaust.“
„Hún hefur víst ekki minnst á mig?“
„Hún spurði um þig. Eg sagði henni, að þú værir kvæntur,
og þá kvaðst hún óska þér allra heilla.“
„Hún hafði þá ekki heyrt það fyrr,“ sagði Caradoc og varð
ánægðari á svip. „Eg var hinn fyrsti, sem hún festi ást á. Og
það særir mig ekki, að keisari leitar nú hylli hennar. En vit-
anlega vildi eg ekki, að Mary viti neitt um hvernig tilfinning-
um mínum er varið.“
„Eg vil ráðleggja þér í allri einlægni, að fjasa ekki um þessar
tilfinningar þínar hvorki við hana né aðra.“
Þeir ræddust lítið við eftir þetta og Frank leitaði út í svalan
garðinn og leitaði þar einveru og hugsaði fram og aftur um
þetta allt saman. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að allt sem
um hana væri sagt væri haugalýgi og i'ógur — en þó var enn
eins og vottur efa í hjarta hans.
---------Hagstæðari fregnir voru farnar að berast frá megin-
landinu. Napóleon var sigraður í þriggja daga orustu við Leip-
zig, og það var játað opinberlega, að það væri mikið ráðlegging-
um Sir Roberts Wilsons að þakka, að bandamenn sigruðu.
Schwarzenberg, hershöfðingi bandamanna, lýsti þessu sjálfur
yfir. Tablet, sem hafði komið á fót vel skipulögðum fréttabréfa-
sendingum með því að nota bréfdúfur, var fyrst með fréttirnar
að vanda, og hélt blaðið ávallt forystunni með fréttirnar, meðan
verið var að reka flótta hinna hart leiknu hersveita Napóleons
til landamæranna. Meiri bjartsýni var ríkjandi í Bretlandi en
dæmi voru til áður. En nú kom í ljós, að það var rétt sem Cara-
doc hafði gefið í skyn um áform utanríkisráðuneytisins varð-
andi Wilson. Hann var fluttur til nýs starfs — suður á Ítalíu —
eftr orustuna við Leipzig. Þannig var honum launað af þeim
sem völdin höfðu í Bretlandi, nú sem fyrrum. í bréfi því, sem
hann skrifaði Frank, eftir að hafa fengið tilkynningu utanrík-
isráðuneytisins, bar sárari vonbrigðum vitni en hann hafði fyrr
orðið var við í bréfum hans eða tali. Wilson hafði þau orð um, að
með þessu væri eða ætti að vera um lokaráðstöfun að ræða, til
þess að girða fyrir, að hann gæti unnið sér nokkuð til frægðar
og Bretlandi og vinaþjóðum þess gagn framar. Eg er þreyttur,
Frank, skrifaði hann, þreyttur, vonsvikinn, gersigraður. Fleiri
bréf komu ekki frá þessum afburðahershöfðingja, sem hafði átt
mikinn þátt í að Napoleon var sigraður að lokum.
Fleira varð til þess að mæða Frank um þessar mundir svo
sem að Benjie Fuller var orinn mjög drykkfelldur, því að
hann saknaði Becky, hinnar gömlu unnustu sinnar, æ meira.
— Enn liðu átta mánuðir. Um vorið og sumarið 1814 vann
Napóleon nokkra sigra, en hann átti við svo mikið ofurefli
liðs að etja, að haim varð að lúta í lægra haldi. Marmont mar-
skálkur gafst upp við París og afhenti hána innrásarherjunum,
og skömmu síðar varð sigurvegarinn frá Korsiku að undirrita
friðarskilmála og stíga niður af þeim veldisstóli, sem hann
hafði reist sér í byltingunni.
Það var þá loks svo komið, að Napóleon hafði ekki lengur
lcúgunaraðstöðu í álfunni. Englendingar þurftu ekki lengur að
æfa heimavarnasveitir með kústsköft að vopni. Það átti að
senda varnarliðsmanninn til Elbu. — Við lá, að nægur pappír
væri ekki fyrir hendi til þess að Tablet gæti birt sigm-fregn-
irnar í nógu stóru upplagi. Ellery lávarður af Caster flutti
þrumandi ræðu um, að Englendingár, sem aldrei vikju af vegi
skyldunnar, hefðu knúið Napóleon í duftið.
Benjie Fuller hvarf eftir að hafa gert tilraun til að drepá
bryta Sir James Jenks, en brytinn var kvæntur fyrrverandi
unnustu Benjies og för illa með hana. Ekki tókst lögreglunni
að hafa upp á Benjie, þótt einfættur væri — en það voru svo
margir einfættir uppgjafahermenn í Englandi á þessum tíma.
Sir Róbert Wilson kom heim frá Ítalíu. Hin fyrri bjartsýni
hans var horfin. Það var þungt yfir honum. „Láttu þér ekki
detta í hug,“ sagði hann við Frank, „að þeir geti haft gamminn
í búri á Elbu. Hann brýzt út og hrifsar völdin. Þá munu þeir
kannske láta svo lítið, að leita til mín. Eg ætti annars að
framkvæma það, sem mér hefir oft dottið í hug, — bjóða mig
fram til þings til þess að fá aðstöðu til þess að lesa yfir hausa-
mótunum á þeim.“
Á jóladag fékk Frank bréf frá Gabrielle. Það var enginn
hátíðarsvipiu: á bréfinu því, en mn margra hendur hafði það
farið, því að það hafði verið stimplað í ótal stöðum frá því
er það var sett í póst í Livorno á Ítalíu, sem var næsta höfn
við Elbu, þar sem Napóleon hafði sett á stofn einskonar „kon-
ungsríki" með hirð og öllu tilheyrandi. Hann var þar eins og
„konungur í sínu ríki“, þótt brezk herskip væru á verði við
eyna dag og nótt.
Það var augljóst, að bréfið hafði skrifað kona, sem ekki
hafði misst móðinn, þótt ekki gæti það uppörvandi taliztt.
Hún kvaðst hafa þrjú herbergi til íbúðar í gömlu húsi við einn
af skurðum borgarinnar, og væri jafnan illur daunn í húsinu,
ef til vill frá vatninu. Jules og Sosthéne voru með henni og
væri synd að segja, að þeir væru ánægðari í þessari útlegð
sinni en hinni fyrri. Jules gat ekki sætt sig við þá tilhugsun,
að hafa ekki átt neinn þátt í að koma Bourbonakonungi aftur
á valdastól — „og hann blátt áfram kennir mér um að hafa
ginnt sig til að vera Napóleons megin,“ — „en svona er Jules,“
skrifaði Gabrielle. „Þetta gefur góða hugmynd um hugsana-
gang hans. Og hann neitar að hafa fjólur í hnappagatinu.“
Frank var þá ekki orðið ljóst hvað það merkti. Hún minntist
á marga tígna Frakka, sem allir virtust vera í Livorno — og
allir höfðu miklar áhyggjur af „Papa Violet“, en það sem eink-
um vakti athygli hans var þessi kafli í bréfi hennar
„Eg er mjög hrygg, því að mér er ljóst hversu mikið djúp
er nú staðfest milli okkar. Kannske hristir þú höfuðið þegar
þú lest þetta, en eg er alveg viss í minni sök. Vafalaust hefir
þú hugsað um þetta allt í römmustu alvöru síðan er við skild-
um, hjartkæri vinur minn, og kannske hefirðu verið mér mjög
redður. Það var ósköp eðlilegt þótt eg hefði rétt fyrir mér. Eg
varð að gera þetta, Frank. Það gat ekki verið um neina aðra
leið að ræða fyrir okkur. En ertu enn svo göfuglyndur að trúa
því, að eg hafi ekki viljað það svona? Þú hefir velt þessu fyrir
þér fram og aftur, það er eg viss um, því að eg þekki þig nægi-
lega vel til þess að vita það. Og eg veit, að þú hefir reynt með
öllu móti að láta sem það skipti engu, sem þú kannt að hafa
heyrt um mig, en þú ert mannlegur eins og aðrir, og því hefir
efahugsunum skotið upp. Og kannske er það orðið að vana
hjá þér að hugsa um þá, sem þú kannske kállar „hina“. Eg
geri mér engar gyllivonir. Eg veit, að eg á minn s'tað í huga
þínum, þar sem ekkert illt kemst að, en hann er kannske lítill
nú orðið, og eg get ekki einu sinni verið viss um — já, kannske
hefir þú þegar orðið ástfanginn í annari.“
„Hvað hún getur ályktað rammskakkt,“ hugsaði hann, „hvað
allt væri miklu auðveldara, ef eg hefði getað gleymt henni.
En um efasemdirnar hefir hún rétt fyrir sér. án mundi nokkur
annar hafa verið laus við þær undir sömu kringumstæðum?“
iwywwwwwvwwwwwwiiiiiii
Puirænat
10.
Það var að morgni dags hinn 19. júní 1815. Mikil ókyrrð
var ríkjandi í skrifstofum Tablet. Hinir og þessir menn voru
að hangsa í göngum og stigum, — það var eins og menn væru
að bíða eftir einhverju. Blaðasalar voru búnir að selja upp
allt, sem þeir höfðu, ög ræddu háværir um lausafregnir þær,
sem fóru sem eldur í sinu um alla Lundúnaborg.
Það var líkt ástatt um fjóra menn, sem voru í hornstofunni,
aðalritstjórnarskrifstofunni. Sir Róbert Wilson sat við skrif-
borð Franks og var að rýna í uppdrátt. Ellery lávarður stóð
með hendur í vösum úti við gluggann, Cope stikaði fram og
aftur um gólfið, en Frank sat lclofvega á stól við skrifborð sitt
gegnt Wilson.
„Eg hefi frá upphafi haldið því fram, að það hafi verið vit-
leysa, að —“
„Að hvað væri vitleysa?“ greip Caradoc fram í fyrir honum.
„Að senda Napóleon til Elbu. Eg var viss um, að hann mundi
komast burt þaðan og byrja stríðið á'nýjan léik'.“
„En það var ekkert aimað hægt við hann að gera,“ sagði
Caradoc, sem jafnan var reiðubúinn til þess að verja gerðir
brezku stjórnarinnaf.
„Þeir hefðu átt að hengja hann,“ sagði Cope og nam staðar,
„eða senda hann til Sankti Helenu. Þaðan hefði hann aldrei
komizt.“
Wilson var svo niðursokkinn í uppdráttinn, að'hann lagði
ekki eyrun við tali þeirra. Án þess að líta upp sagði hann:
„Honum hefir tekizt að komast inn á milli herja Blúchers
óg Wellingtons. Þarna hefir myndazt breið geil og eg er nokk-
urn veginn sannfærður um, að lausafregnirnar frá meginland-
inu eru réttar. Hann hefir lumbrað á Blúcher, sem er bardaga-
maður, en lítt til foringja falilnn.
Kisturnar.
í Teigi í Fljótshlíð bjó mað-
ur sá, er Tómas Jónsson hét, og
kona hans Guðbjörg Nikulás-
dóttir. Atburður sá, sem hér
segir frá, mun hafa gerst árið
1793 eða 94.
Húsaskipun var þann veg
háttað, að austan bæjardyra
var hús, er nefnt var skáli. Hús
þetta var með lofti yfir, eins og
algengt var á þeim tímum, og
var það nefnt skálaloft. Það
snerti stafni í suður og var þar
gluggi einn lítill. Hjón þessi
byrjuðu búskap sinn í Teigi
þetta vor, og sváfu þau uffi sum-
arið á skálaloftinu. Eínnig
sváfu þar vinnumenn þeirra
tveir. Svo var það dag éinn um
haustið -eftir slátt, að annar
vinnumaðurinn fór að heiman
seinni hluta dags, en bjóst við
að koma aftur að kvöldL Nú
líður kvöldið fram yfir hátta-
tíma, svo að hann kemur ékki,
og háttar hitt fólkið þá eins og
venjulega, en fór þó ékki strax
að sófa. Eftir litla stúnd heyr-
ist vera slegið dálítið högg í
bæjardyraþilið, og hugði vinnu-
maður sá, er heima var, að þar
væri hinn vinnumaðúrinn að
koma, og kallaði því út í glugg-
ann:
„Annað staerra, lagsmáður“.
Skiptir það nú engum togum,
að slíkt heljarhögg kom í þilið,
að dyrakarmarnir og hurðin
með þili og öllu saman þeyttist
langt inn í göng. Eins og nærri
má geta varð fólkinu, sem á
skálaloftinu svaf, heldur ó-
notalega við, sérstaklega kon-
unni, sem var þá ófrísk að
þeirra fyrsta barni, og fluttu
hjónin sig inn í baðstofu þegar
á næsta degi, en vinnumenn-
irnir sváfu þama áfram.
Svo leið veturinn fram að
vertíð, að ekkert bar til tíðinda.
Vinnumenn þessir ætluðu báðir
til sjávar um vértíðina, og fór
annar eitthvað fyrr, en hinn
ékki fyrr en nokkru seinna.
Strax fyrstu nóttina, sem
hann var einn á skálalöftinu,
varð hann fyrir svo mikilli að-
sókn, að hann sat uppi í rúmi
sínu alla nóttina og kom ekki
dúr á auga, og reyndi hann
ekki að sofa þar fleiri nætur.
Kistur tvær voru þar
geymdar, sem éinhver gömul
kona hafði átt, en nú var hún
fyrir nokkru dáin. Um vorið
voru kistur þessar seldar, eða
fluttar burt, og varð aldrei vart
neins ókju'rleika eftir það. —
(Handrit Sveins Sveinssonar
frá Hólmaseli. Rauðskinna). —•