Vísir - 13.01.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 13.01.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 13. janúar 1953. VÍSIR í frönsku byltingunni. Það getur verið fróðlegt að kynnast, forsögu ættarinnar lítillega, og er þar til máls að t'aka, er byltingin rnikla var gerð í Frakklandi undir lok 18. aldar. Meðal embættismanna Loðvíks konungs 16. var maður nokkur að nafni Pierre Samuel du Pont de Nemours. Hafði haW gegnt,, ipikil\|æga( um embættum, og á •byltingur- áiufíum hafði hann meira að segja setið á þingi, og verið jafnvel forseti þess um skeið. Þegar áhlaupið hafði verið gert á Tuileries-höllina þ. 10. ágúst 1792, snerist hann á sveif með konungi, og var þá ekki að sökum að spyrja. Hann varð að fara huldu höfði, en árið 1794, þegar blóðöldin var hvað ægilegust, var hann tekinn höndum og settur í fangelsi. Hann hafði fyrirgert lífi sínu með stuðningi við konung, en svö snerust menn gegn Robespierre, tóku hann af lífi, og þá var du Pont látinn laus eins og margir aðrir. Hataður af almenningi. Þá lét hann aftur þjóðmálin til sín taka, en þótti afturhalds- samur, svo að hann var hataður af alþýðu manna, sem gerði oíc aðsúg að húsi hans. Svo varð Bonaparte mesti valdamaður Frakka, og sá du Pont sér þá þann kost vænztan að halda af landi brott. Afréð hann að fara vestur um haf, og kom þang'að á nýársdag árið 1801. Hann var þá sextugur og ári betur. Heim fyrir hafði hann hallazt að stjórnarstefnu, sem vildi að einungis einn skattur væri inn- heimtur, einskonar jarðnæðis- tollur, og ætlaði hann að vinna þeirri stefnu fylgi í hinu nýja heimkynni sínu. Af því varð þó ekki, og' koma þær skoðanir hans ekki meira við sögu. Fyrirtækið stofnað. Sonur Piei-res var ekki að hugleiða sömu vandamál og faðirinn, heldur tók hann sig til og stofnaði púðurverksmiðju í bænum Wilmington í Dela- ! warefylki. Er heimkynni allra i helztu verksmiðjanna og heiid- ) arfélagsins enn í því fylki. 1 Þessi du Pont hét Eleuthere, og I hann var einn af þessum mönn- um, sem allt virðist margfáld- ást í höndunum á. Fyrirtækið blómgaðist frá upphafi, og t. d. lagði það Bandaríkjaher til nær allt púður, sem notað var gegn Bretum í stríðinu 1812, en þa var Hvíta húsið í Washington m. a. brennt til ösku. Eleuthei-e var einnig barna- karl mikill, og var það ekki álgengt um Frakka. í þann tíð, því að þá var það að verða algengt í Frakklandi að eign- ast aðeins tvö börn —í hjóna- bandi að minnsta kosti. En hann eignaðist fleiri dætur en syni og yfirleitt virðast það vera álög á þessari fjölskyldu, að dæturnar eru fleiri en syn- irnir, svo að du Pont-arnir heita nú flestir öðrum nöfnum. Málaferli gegn anðng- nstn íjölskjldn heíms. Bandaríkjastjórn reynfr að leysa upp félag, sem er svo stórt að Kruppfélaglð er eins ®g peð vfð hllð þess. Frrirrfæki þcss framleiða allt frá pnðri íil f|örcfiia. Mönnum kann að koma það nokkuð á óvart, að í Bandaríkj- nnum gilda talsvert strangari lög varðandi myndun „félaga- liringa“ en í Evrópulöndum. Þó eru Bandáríkin land hinna miklu auðfélaga, en við og við tekur hið opinbera í taumana, og höfðar mál, til þess að skipa einhverjum hring að minnka við sig, losa sig við dóttur- og systurfélög. Er til dæmis ekki svo iangt síðan, að eitt kvik- myndafélagið var dæmt til þess að láta sér nægja framleiðslu kvikmynda og selja öll kvik- myndahús, sem það átti víðs- vegar um landið, en þau skiptu mörgum hundruðum. Nú er enn eitt slíkt nrál á döfinni þar vestra, og að þessu sinni hefur dómsvaldið ekki ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægztur, því að mál hefur verið höfðað gegn du Pont-fjöl- skyldunni, sem talin er auðug- asta fjölskylda heims. Svo auðug er hún talin, að auðjöfrar eins og Ford og Rockefeller eru smákarlar við hlið hennar, og í máli þ.ví, sem hér er um að ræða, er um hvorki meira né minna en sex milljarða doll- ara að tefla. Það getur verið erfitt að gera sér fulla grein fyrir því, hversu mikið auðmagn hefur safnazt þar á fáar hendur — í fjölskyldunni eru 186 manns, talið frá hæruskotnum öldung- um til hvítvoðunga — en þá er að athuga. það, að grund- völlur þessa auðs var lagður, meðan allt var fullkom- lega frjálst á sviði efnahags- mála í Bandaríkjunum, því að þar eru nú höft á ýmsimi svið- um eins og víða um lönd. Du Pont-fjölskyldan á fjölda verksmiðja, og þær framleiða sUndurleitustu hluti. Sumar framleiða púður, aðrar vopn, enn aðrar plast, þá koma verksmiðjur sem íramleiða nylon, gúmmí og' jafnvel fjör- efni. Og er þá engan veginn allt talið. En á sumum sviðum er fyrirtækið þrautryðjandi, svo sem við framleiðslu ýmissa gerfiefna, t. d. nylons, en fjöl- mörg önnur fyrirtæki hafa leyfi til þess að nota einkaleyíi þess á ýmsum sviðum. ~ færi í bága við einokunarlög landsins. Sámhéldni ó^‘; 1 '■* hallárbý^gingar.' ’ Það þykir eitt af einkennum du Pont-fjölskyidunnar, hvei su Pierre Samuel du Pont de Nemours. samhend hún hefur verið á undanförnum áratugum. Þar hafa menn ekki rokið til að skipta reytum látinna forfeðra, heldur hefur verið aukið við það, sem fyrir hefur verið. Með vaxandi auði hefur ættin reist margar fagrar byggingar í Delaware-fylki, og eru þær eftirlíkingar franskra halla, en þær þykja fallegastar í Leiru- dal. En svo náði Roosevelt völdum, og,eins og Hheodore nafni hans, sem barðist allra forseta harð- ast gegn hringunum, lagði hann þeg'ar til atlögu við du Pont- fyj-irtækin, enda höfðu fram- kvæmdarstjórar þess verið harðsnúnir andstæðingar hans 1 kosningabaráttunni 1932. Hann hafði að vísu í mörgu að snúast í fyrstu vegna krepp- unnar, sem var í hámarki, þeg- ar hann var kosinn, en á öðru ári valdatíma síns lét hann til skarar skríða. Hann gaf dóms- málaráðuneyti sínu fyrir- skipun um, að hafin skyldi rannsókn á viðskiptaháttum du Pont-fjölskyldunnar. Fjölmennt til Washington. Rannsóknin stóð yfir mánuð- um saman, og meðan á henni stóð flykktust menn du Pont- fjölskyldunnar til Washington, þar sem þeir og konur þeirra tóku ærinn þátt í samkvæmis- lífinu. Iféldu þeir margar dýrð- leaai- veizlur og buðu þangað fyrirmönnum borgarinnar, og við einn dansleikinn, sem þeir efndu til, var Franklin D. Roosevelt yngri. Kynntist hann þar ungri stúlku, Ethel du Pont, og þetta var alveg eins og í ævintýri, því að afkomend- ur hinna áköfu andstæðinga felldu hugi saman. Foreidrum og .ættingjum leizt þó ekki á blikuna, og var stúlkan send í ferðalag til þess að „jafna sig“, en þegar hún kom aftur, var ástin jafnheit, og áður, og árið 1937 gengu þau i hjónaband, sem entist í 12 ár. En du Pont-málið var „geymt en ekki gleymt“, því að árið 1944 lét Roosevelt enn til skara skríða, þrátt fyrir mægðirnar, og gaf skipuij um, :að' fannsókn skyldi hafin. á ný. Átti nú að ganga úr skugga um, hvort du Pont-fyrirtækið væfi eltki orðið' of1 stórt 1 og Mikið að gera. Roosevelt lifði það ekki, að komizt yrði að niðurstöðu í rannsóknum þessum, því að það var ekki fyrr en á síðasta ári, að lögfræðingar dómsinála- ráðuneytisins — eða ákæranda hins opinbera — voru tilbúnir til að fara í mál. Þeir hafa þurft að athuga afstöðu hundr- aða fyrirtækja innbyrðis, til þess að geta gert sér grein fyrir því, hvernig allt er í pottinn búið, og grafast síðan fyrir um það, hvort og hvernig lög hefðu verið brotin. Hvernig sem málið fer, verður du Pont-fyrirtækið ekki að velli lagt, en ef dómur fellur gegn því, verður senni- lega um það að ræða, að það verði klofið í mörg smærri fyr- irtæki, sem mega ekki hafa of náið samband sín á milli eða samvinnu. jr Islenzkur ballett í Þjóðleikhúsinu. Frnmsýniiig á fösíudag. Næstkomandi föstudag verð- ur frumsýndur íslenzkur ball- ett í Þjóðleikhúsinu, gerður við kvæði Jónasar „Eg bið að heilsa“. Guðlaugur Rósinkranz Þjóð- leikhússtjóri skýrði fréttamönn- um frá þessu í fyrradag, og gat í. því sambandi um ósk þá, er hann hefði lengi borið í brjósti, að fluttur yrði ballett við Þjóð- leikhúsið. Síðan hefði það verið gert, eins og kunnugt er, við hinar beztu undirtektir, en nú hefur Erik Bidsted ballettmeist- ari gert ballett við kvæði Jón- asar „Eg bið að heilsa“. Hafði Guðlaugur Rósinbranz hug- kvæmzt, hvort ekki væri vel til fundið að gera ballett um þetta hugstæða efni. Karl O. Runólfsson tónskáld hefur samið tónlistina, en uppi- staðan í henni er hið fag^a lag Inga T. Lárussonar, sem hvert mannsbarn kannast við. Leikendur í ballettinum, auk Erik Bidsteds ballettmeistara og Lise Kjærgaard konu hans, verða þau Baldur Hólmgeirs- son, Sigríður Ármann, Guðný Pétursdóttir og ' Irmy Toft. Ævar Kvaran flytur sjálft kvæðið, en tuttugu manna hljómsveit undir stjórn dr. Ur- bancic flytur tónlistina. Magnús Pálsson hefur séð um leiktjöld- in. Yfirhafnir hverfa Laust fyrir miðnættið í gær- kveldi kærðu tveir menn yfir því við lögregluna að yfirhöfn- um þeirra hefði verið stolið þá um kvöldið, meðan þeir voru í veitingastofunni að Þórsgötu 1. Var þarna annars vegar um kuldaúlpu, en hins vegar um frákká að ræða. Mál þetta er í rannsókn. í nótt voru tveir ölvaðir menn. handteknir, báðir grunaðir um þjófnað. Þeir voru settir í fangageymsluna. Aflmikill hreyfiU í smíðum. Washington (AP). — Flug- herinn er að láta smíða fyrir sig þrýstiloftshreyfil, sem verð- ur einn hinn aflmesti í heimi. Er gert ráð fyrir, að stærsta flugvél ameríska flughersins geti flogið með meira en 950 km. hraða á klst., er hún hefur verið búin slíkum hreyflum, sem íramleiða allt að 15,000 punda þrýsting. IWUVWiftíVWUVVVUVWWVUWWWiflJVyW^VVWVWVVVWW KVÓl.ÐjtMkm. HIN SÍÐARI ÁR hefur það allmjög tíðkazt, að íslenzkir menn hafi gerzt til þess að semja danslög ýmisleg, og er í rauninni ekki nema gott eitt um það að segja. Vitaskuld fer ekki verr á því, að íslendingar vindi sér í dansinn undir lög- um, sem hér hafa verið samin en aðfluttri danshljómlist, frá Bandaríkjunum, Bretlandi eða Þýzkalandi. Hitt er svo annað mál, að misjafnlega tekst til um þessa hluti, eins og fleiri, sem á byrjunai’stigi eru. ♦ Nú vill svo til, að íslenzkt mál lýtur öðrum og strangari bragreglum en t, d, enska, leyfir ekki jafn-ótak- markaða notkun ,,slang“-yrða og hinar stærri þjóðtungur, og því ber að fara varlega í þýð- ingu eða samningu danslaga- texta á okkar máli. Mætti það æra óstöðugan, ef hér yrði rak- in einhver þeirra fáránlegu missmíða, sem eru og hafa verið á vörum íslenzkra æskumanna, er þau raula undir dansi. Og auk þess er það kunnara. les- endum mínum af útvanpú ög grammófónplötum en að á það sé bætandi, hve skopleg og smekklaus sum ljóðin._erU,, sem danslagasöngvarar okkar ,,skemmta“ mönnum með á laugardagskvöldum. ♦ Látum það allt vera, en snúum okkur að öðru. Tökum nöfnin á sumum dans- lögunum. Á laugardag heyrði eg lag, sem eg heyrði ekki betur en að héti „Réttasamba“.. — Lagið er sennilega hvorki betra né verra en gerist og gengur um þesskonar tóhsmíðar hér, en einhvern veginn orkai' þetta fáránlega á mann: Réttasamba, Allir kannast við rétt.ir og það, sem þar gerist, og pkkur er líka nokkurn veginn ijóst, hvaðan samba er upprunnin, og þá finnum við líka, hve fráleitt þetta er. Hvað finnst ykkur um „Verbúðarumbu“? ♦ Ef danslagasmiðurinn hefði búið til „gamlan dans“. og nefnt hann „Rétta- ræl“, þá finnst mér það hefði getað staðizt, og þá hefði „Ver- búðapolki“ verið í góðu lagi. Ef til vill er þetta hótfyndni hjá mér, en það er nú samt svona. „Síldarplanstangó" hljómar' t. d. verr enp.Síklar- plansyalsinnt1, ' og „Lækjar- torgsvalsinn" er áreiðanlega betur til fundið en t. d. „Laikj- aiStorgsrumbanffÞöitt-•>'"• ; • ThS, ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.