Vísir - 20.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 20.01.1953, Blaðsíða 8
LÆKNAB OG LTFJABÚÐIB Vanti yður lækni kL 18—8, þá hringið i Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Lyfjabúð Iðunnar, sími 7911. qmmnmí tfwm rnro nwiii WXSXM. Þriðjudaginn 20. janúar 1953 LJÓSATÍMI bifreiða 16,00 til 9.15. Flóð er næst í Reykjavík kl. 21,10. Leikur aöeins í Þjóðleik- hösinu meö vissu skilyrði. Samningar takast ekki milli leikhúss- ins og Symfónmhljómsveitarinnar. Slitnað hefur upp úr samn- angaumleitunum milli Sym- íóníuhljómsveitarinnar og Pjóðleikhússins. Undanfarið hafa farið fram viðræður milli stjórnar Sym- fóníuhljómsveitarinnar og -'bjóðleikhússrns um leík sveit- arinnar í Þjóðleikhúsinu við ýmis tækifæri. Vísir hefur átt tal við Guð- laug Rósinkranz Þjóðleikhús- stjóra um þetta, og fengið hjá honum eftirfarandi upplýsing- ar: Af hálfu Symfóníuhljóm- sveitarinnar við samningaum- ‘ieitanir voru þeir Jón Þórarins- son, formaður hennar, E. Ragn- ar Jónsson forstjóri og Björn Jónsson kaupmaður. Symfóníu- sveitarmenn settu það sem ó- frávíkjanlegt skilyrði fyrh’ leik sveitarmnar í Þjóðleikhúsinu, að óperan Tosca yrði flutt þar í vor með þeim kröftum erlend- um, sem rætt hefir verið við, en þeir eru sænskir, eins og ■kunnugt er. Á þetta skilyrði varð ekki fallizt, þar eð Þjóðleikhúsið hafði ákveðið að beita sér fyrir flutningi La Traviata með inn- lendum kröftum, eftir því, sem við verður komið. Nú hefir Þjóðleikhússtjóri í athugun, 'hvort unnt sé að koma upp eig- in hljómsveit Þjóðleikhússins, ■sem leiki við þau tækifæri, er liennar þarf með, svo sem við flutning óperu, óperettu, ball- etts eða leiksýningar, þar sem hljómlist er notuð. Vísir átti af sama tílefni tal við Jón Þórarinsson, formann Symfóníuhljómsveitarinnar, og staðfesti hann, að slitnað hefði upp úr samningaumleitunum, og sagði, að Tosca yrði ekki flutt í Þjóðleikhúsinu, en í at- hugun væri, hvað unnt væri að gera í því máli. Hins vegar hefur Vísir frétt annars staðar að, að til mála geti komið, að Tosca verði flutt í Austurbæjarbíó, en biaðið getur á þessu stigi málsins ekki greint nánar frá fyrirætlunum í þá átt. Svartaþoka enn í Bretlandi. Londan (AP). — Mikil þoka var í gærkvöldi og nótt í Bret- landi og mun ekki létta í sum- um héruðum í dag. Skygni er sumstaðar ekki nema 3—-4 metrar. Af 47 far- þegaflugvélum, sem fara áttu frá London í gær, komust að- eins 6 leiðar sinnar. Flugvélar sem koma áttu var beint til annara flugstöðva, en ferðum margara var frestað. Þokusarnt er líka á siglingaleiðum og á ströndum meginlandsins. Thor Heyerdahl, norski land- 'Ssönnuðurinn, mun nú vera kominn til Galapagoseyja á Kyrrahafi. Heyerdahl fór þangað á venjulegu skipi en ekki fleka, ■eins og er hann fór hina frægu för sína árið 1947. Þó er þessi för hans í sambandi við hina fyrri, sem fræg varð undir nafni balsaflekans — Kon-Tiki. Heyerdahl ætlar nefnilega að ganga úr skugga um það, hvort hann finni ekki sannanir fyrir þeirri kenningu sinni, að íbúar ■á norðvesturströnd Suður- .Ameríku hafi flutzt til Poly- nesiu-eyja á Kyrrahafi. Heyerdahl hefur lengi haldið því fram, að Polynesíumenn — en svo nefnist mikill hluti eyja- skeggja á Kyrrahafi — sé raun- yerulega upp runnir í Ameríku, þá hafi hraltið með vindum og Btraumum vestur yfir hafið, unz eyjarnar urðu fyrir þeim og þeir setzt þar að. Staðvind- arnir á þessum slóðum og straumarnir, sem þeir valda, gera þessa tilgátu mjög senni- lega, og Heyerdahl ætlar að sanna þetta óyggjandi. Þegar Spánverjar fóru að leggja undir sig norðurhéruð S.-Ameríku í byrjun sextándu aldar, voru Galapagos-eyjar ekki í byggð, enda vart byggi- legar sakir vatnsskorts. Heyer- dahl lítur eklti svo á, að þær hafi einhvern tíma verið byggðar, en hann telur senni- legt, að Indíánar hafi komið þar við á leið vestur um hafið, og ferð hans nú er gerð til þess að finna þessari skoðun sinrii stað. Hafa ferðamenn, er þar hafa komið nýlega, gefið honum upplýsingar, sem hann vonast til að sé réttar, og eru þær á- stæðan fyrir því að hann fer för þessa. - Reyndi að svíkja fé út w fóiki hér og í Hafnarfirði. Hauð áfiengi gcgn fvrirfraingreiðslii en varð lítið ágengt. Bifreiðatjón í hámarki. Á síðastliðnu ári mun yfir 4000 sinnum hafa orðið tjón á bifreiðum eða af völdum þeirra hér á landi. Samtals munu tryggingafé- lögin hafa greitt 5—6 milljónir króna vegna þessara bifreiða, og' mun aldrei á einu ári hafa orðið svo mikið tjón á bifreið- um eða af völdum þeirra hér á landi, en þess er að gæta, að bifreiðaeign þjóðarinnar fer stöðugt vaxandi. Þrátt fyrir þann mikal fjölda bifreiða, sem hafa orðið fyrir tjóni eða váldið því á árinu, er mikill fjöldi ökumanna, sem sýnt hafa árvekni og öryggi í akstri. Samvinnutryggingar byrjuðu á því í maímánuði í fyrra að veita mönnum sérstakt öryggismerki, sem óku bifreið- um sínum í fimm ár án þess að verða fyrir eða valda. tjóni. Var þetta öryggismerki nýlega sent 182 ökumönnum, og hafa þá samtals 304 menn hlotið það á tæplega einu ári. Meira en þriðjungur bifreiða á landinu mun tryggður hjá félaginu. 31 þáttakandi f skák- þingi Rvíkur. Skákþing Reykjavíkur hófst um síðustu helgi. Dregið var á sunnudag, en fyrsta umferð var tefld í gærkveldi. Keppt er í þremur flokkum, þ. e._ meistaraflokki, 1. og 2. fl. í meistaraflokki eru þátttak- endur 12, í 1. flokki 9 og í 2. flokki 10. í 1. umferð meistai’aflokks í gærkveldi gerðu jafntefli þeir Lárus Johnsen og Óli Valdi- marsson, Jón Pálsson og Þórir Ólafsson, Ingi R. Jóhannsson og Þórður Þórðarson. Aðrar skák- ir fóru í bið, Næsta umferð verður tefld á sunnudaginn, en biðskákir á föstudagskvoldið. Þess má geta að núverandi Skákmeistai-i Reykjavíkur Egg ert Gilfer tekur ekki þátt í mót- inu. Guðjón M. Sigurðsson, sem ætlaði að taka þátt í Skákþingi Rvíkur, mun keppa sem gestur á Skákþingi Norðlendinga, sem hefst n.k. föstudag. í gærkveldi var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt, að suður í Hafnarfirði væri maður á ferli, sem væri grunaður um að selja áfengi í hús. Jafnframt þessu var lögregl- unni gefið upp skrásetningar- númer bifi’eiðar þeirrar, sem maður þessi hafði til umráða, en það var stöðvarbifreið úr Reykjavík. Reykjavíkui’lögreglan sneri sér þá til lögreglunnar í Hafn- ai’firði og bað hana að leita bif- reiðarinnar og viðkomandi manns. Hafnarfjarðarlögreglan tilkynnti litlu síðar að bifreið- in fyndist ekki og bjóst e. t. v. við að hún myndi vera lögð af stað til Rvíkui*. Voru þá sendir lögreglumenn héðan til þess að sitja fyrir bifreiðinni á Hafnar- fjarðarveginum, en litlu síðar barst tilkynning frá Hafnar- fjarðarlögreglunni um að bif- reiðin væri fundin. Við athugun kom í ljós að þá var maður sá, sem tekið hafði bifreiðina á leigu horfinn, hafði „stungið af“. Skýrði bif- reiðarstjórinn svo frá að maður þessi hefði ekki haft neitt á- fengi meðferðis, en hins vegar grun um það, að hann hefði gengið í hús og falboðið þar áfengi gegn fyrirframgreiðslu. Hélt bílstjórinn að maður þessi muni hafa fengið 100 króna greiðslu á einum stað, en ann- ars staðar hafi tilraunir hans misheppnazt. En loks vfirgaí maður þessi bifreiðina og kom ekki aftur. Hafði hann þó áður sagt bílstjóranum til nafrxs síns og hvar hann ætti heima. Bíl- Og ésigur þó. Mishermi var það ; nokkrum hlutá upplags blaðsins í gær, að vinstrimenn Hannibals hefðu orðið undir í kosningum í Al- þýðuflokksfélaginu hér. Kosningar þær, sem hér var um að ræða, fóru fram í full- trúaráði flokksins, en hitt er aðalatriðið, að hafnað var frek- ari handleiðslu formannsins en þegin hafði verið. stjói’inn afhenti lögreglunni síðan jakka og skyrtu, sem mað- ur þessi hafði skilið eftir í bif- reiðinni. Nokkru seinna í gærkveldi kom maður, sem gaf upp saraa nafn og fyrrgreindur bílfarþegi, í hús eitt við Skúlagötu hér í Reykjavík. Spurði hann eítir húsfreyju og kvaðst vera send- ur af bónda hennar til þess að sækja 90 krónur, sem hann ætti að fá hjá henni fyrir muni, sem hann hafi útvegað bónda henn- ar. Konan lét hann hafa pen- ingana en sá eftir því og hringdi til bónda síns til þess að spyrja hann nánar eftir þessu. Kom þá upp úr kafinu að hann vissi ekkert um þetta og hafði engan mann sent. Var þetta þá kært i til lögreglunnar, en hún komst á ! slóð mannsins og gat rakið hana ! að Hlemmtorgi. Þar hafði hann 1 farið inn í leigubíl og var síðan ekki vitað um ferðir hans. Seinna kom í ljós, að þessi sami maður hafði farið í fleiri hús bæði við Skúlagötu og Rauð arárstíg svipaðra erinda og að framan gréinir, en hafði lítið eða ekkert orðið ágengt. Mossadegh fékk valdið. Mossadegh fékk í gær sam- þykkt framlengingu um árs bil á valdi sínu til að gefa út til- skipanir upp á eigin spýtur. Forseti fulltrúadeildarinnar telur slíka heimild stjórnlaga- brot og hefur hann nú skrifað Mossadegh opið bréf. Biður hann Mossadegh að nota ekki heimildina. Hann muni ekki misnota þetta vald að vísu, en það kynni að lenda síðar í höndum manna, er það gerðu, og einræði væri þá komið á, áður en þjóðin fengi áttað sig á ósköpunmn. Frá því er Henderson, sendi- herra Bandaríkjanna, kom aftur til Teheran frá Bandaríkj unum, hefur hann rætt 8 sinnum við Mossadegh um olíudeiluna. 125 mem bandteknir i Kairo. lyedai Iseirra margir IsátfseSiir mnersn. Kairo (AP). — Alls hafa 126 menn verið telsnir höndum, frá mánudegi í fyrri viku, eða frá því er upp komst um grunsam- legt framferði og samtök ým- issa manna. Meðal hinna handteknu eru allmargir kunnir menn, 2 prins ar og 1 fyrrv. ráðheri-a og fram kv.stj. flokks Þjóðernissinna. 48 kommúnistar voru handtekn ir, en engir Gyðingar. Auk þess voru 87 stúderitar handteknir fyi’ir þátttöku í óspektum og er þeim hegnt með því, að þeir vei’ða að vera við heræfingar í einn mánuð. Sjö blöð, mál- gögn eini’æðissinna og komm- j únista, hafa verið bönnuð, og eru ritstjórarnir meðal hinna | handteknu. Hafa ýmsir þeirra, sem handteknir voi'u, verið fluttir í fangabúðir í Sinai- auðninni. | Tveir liðsforirigjar hafa ver- ( ið leiddir fyrir herrétt og dóm- ar felldir í máli þeii’i’a. Voru þeir sendir Naguib yifrhers- höfðingja, en ekki er sagt frá dómsniðurstöðunni. Fangauppreist vestra. N. York (AP). — Um 1000 fangar í ríkisfangelsixtu í Penn- sylvaniafylki gerðu uppi-eistar- tilraun í gær. Kveiktu þeir í fangelsinu, en herlið umkringdi bygg'ingarnar, og höfðu fangarnir gefist upp, er síðast fréttist. Þeir tóku allmarga fanga- verði í gísling, en er sýnt var, að uppi’eistartilraunin mundi misheppnast, gáfust þeir upp, gegn loforði um, að rannsókn I færi fram á kröfum þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.