Vísir - 21.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 21.01.1953, Blaðsíða 4
4 VISIR Miðvikudaginn 21. janúar 1953 DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Forsetaskiptin í Bandaríkjumim. Dwight D. Eisenhower, fyrrum hershöfðingi, hefur nú tekið við forsetaembætti og stjórnartaumunum í Bandaríkjunum. Er þá lokið tuttugu ára valdatímabili demókrata-flokksins þar í landi, enda þótt kosningafyrirkomulagið sé þannig, að völd þess flokks hafi stundum verið all-takmörkuð, þar sem hann hafði ekki ævinlega meiri hluta í báðum deildum þingsins. En þótt kjósendur hafi nú hafnað handleiðslu demókrata um hríð, er ekki að efa, að áhrifa margra stjórnarathafna þeirra undir forustu Roosevelts og Trumans mun lengi gæta í Banda- xíkjunum og raunar víða um heim. Á valdatímabili þeirra hefur það gei'zt meðal annars, að Bandaríkin hafa horfið að fullu og öllu frá einangrunarstefnu sinni, og snúið svo við blaðinu í utanríkismálum, að þau hafa tekið að sér forustu lýðræðis- ríkjanna í baráttu þeirra fyrir friði og frelsi. Á þessu tveggja áratuga skeiði hafa Bandaríkin og orðið að ganga undir eldskirn ægilegustu styrjaldar, sem sagan kann frá að greina enda þótt landið hafi ekki sjálft orðið vígvöllur, og loks hefur þar orðið að kalla má byltin'1 í félagsmálum og framfarir örari á ýmsum sviðum tækninnar e . menn mun hafa órað fyrir. Sumir kunna að segja, að okkur hér úti á íslandi skipti það ekki miklu máli, hverjir fari með völd hverju sinni í hinum ýmsu ríkjum heimsins, en þó fer því fjarri, að okkur sé það með öllu óviðkomandi, því að svo nátengdar eru þjóðirnar nú orðnar í heiminum vegna viðskipta og tækniframfai'a, að allar hljóta að synda eða sökkva saman. Það er því ekki úr vegi að staldrað sé við og athugað, hver áhrif það kann að hafa, að Bandaríkjamenn hafa nú haft skipti á ú'lokkum í stjórn lands- mála og — um leið — heimsmála. Þótt einangrunársinnar í Bandaríkjunum sé nú engan veginn eins öflugir og þeir voru eftir fyrri heimsstyrjöldiná, þegar þeir komu í veg fyrir, að Bandaríkin gerðust aðilar að Þjóðabandalaginu, þótt Woodrow Wilson forseti ætti hug- myndina að þeim samtökum, eimir þó enn eftir af þeim, og þeir eiga ýmsa foringja, sem vilja helzt, að Bandaríkin dragi sig inn í skel sína, og láti heiminn sigla sinn sjó. Þessir menn gerðu tilraun til þess að ná yfirhendinni á flokksþingi republikana í sumar, en urðu undir. Má þess vegna fastlega gera ráð fyrir því, að engin breyting verði á utanríkisstefnu Bandaríkjanna, en það er raunar hún, sem mestu varðar aðrar þjóðir, og þá .fyrst og fremst þær, sem eru þannig í sveit settar, að þeim stafar hætta af skefjalausri valdafíkn kommúnismans og áform- um hans um að brjóta allan heim undir sig. Það er því happ hinum vestrænu lýðræðisþjóðum, að Eisenhower varð forseti úr hópi í’epúblikana, því að hann er gamall og' mikils virt.ur sam- verkamaður fjölda margra stjórnmálamanna í. þeim löndum, sem hér er um að ræða, og þekkir manna bezt, hvernig’högum ■er háttað í ríkjum þeim, sem þurfa að njóta stuðnings og .fulltingis Bandaríkjanna, til þess að bægja ógn kommúnismaps frá dyrum sínum. Og þai- sem ísland er í hópi þeirra ríkja, er það einnig mikil- vægt fyrir okkur, að maður á borð við Eísenhower hefur valizt til að stjórna í forusturíki lýðræðisþjóð'anna. ísland er að fólks- fjölda smælingi í hópi þjóðanna, en á ekki síður tilverurétt en þær, sem stænri eru og auðugri, en vegna smæðar sinnar verður það að treysta hinum stærri í mörgum efnum, og því er mikil- vægt að þar sé vel stjórnað og með hag allra fyrir augum. Valdabaráttan í „alþýðu- lýSveldunum' J! Tjegar stjórnarskipti fara. fram í Bandaríkjunum — og raunar öllum lýð'ræðisríkjum — er fróðlegt að virða fyrir sér, hver háttur er á hafður í þeim ríkjum, sem orðið hafa kommúnismanum að bráð. Kommúnistar vilja fá menn til þess að trúa því, að þar ríki lýðræði — raunar hið eina sanna lýð- ræði — en ekki nein skrumskæling eins og fyrirkomulag það, sem geíið sé sama nafn í öðrúm löndum. Enn fróðlegra er þó að kynna sér valdabaráttuna í löndum þessum, því að í þeim efnum ræður hinri sterki, sá sem hefur flestar byssur að baki sér eða ílesta flugumenn, er ganga með rýtinginn í erminni, til þess að vega andstæðing, þegar liætta er,-.á, að áhrif hans fari að verða of mikil. Þar getur enginn valdam^ður cjregið; sig J hlé ;Og setzt í helgan stein, að góðu' dagsverki loknu. Þar lýkur starfsferli manna aðeins á einn veg — með snöggum, válegum dauða — og eftirmælin eru jafnvel biá| á uridári Hariá'riiílkýnhingunpi. Allur þorri stúdenta vill leyfa áfengt öl. Fjölsóttur Stúdentafélagsfundur ræddi áfengismáiin s gærkveldi. Það fer ekki milli mála, að íslenzkir stúdentar vilja, að her; sé bruggað áfengt öl, og að hömlur á sölu og veitingum á- fengis séu sem niinhstar, ef dæma má eftir fundi Stúdenta- félags Reykjavíkur í gærkveldi. Fundurinn var fjölsóttur, — Tjarnarbíó nær fullsetið, þegar flest var. Frummælendur voru þeir Gústav A. Jónasson ski'if- stofustjóri, Brynleifur Tobías- son yfirkennari, Jóhann G. Möller foi'stjóri og' pi'óf. Björn Magnússon. Gústav greindi í ræðu sinni frá frumvarpi þvi, er hann og samnefndai'menn hans hefðu samið að fyrirlagi dómsmála- ráðherra, en hlotið hefði eftir- minnilega meðferð af hálfu Al- þingis, eins og alkunna væri. Rakti Gústav helztu breytingar á áfengislögunum, sem fi'um- varpið gei'ði ráð fyrir, og taldi það tvímælalaust spor í rétta átt. Vísaði hann á bug þeim rök Um, að Góðtemplarar og fleiri aðilar hefðu ekki fengið að fjalla um málið. — Brynl. Tobíasson gerði grein fýrir afstöðu sinni sem bind- indismanns í nefndinni, og taldi hann verkið hafa verið unnið samvizkusamlega, enda bótt menn hefðu ekki alltaf verið á einu máli í nefndinni. Hann sagði, að bann væri ekki eina leiðin til þess að efla málstað bindindismanna, heldur éin af fleiri. Jóhann G. Möller kvaðst and vígur hvers kyns hömlum á at- hafnafrelsi manna, einnig í á- fengismálunum, enda sannaði reynslan, að slíkt væri til ilJs eins. Flann benti á viðbrögð Svía og Finna í áfengismálun- um, .en þeir tækju nú upp brugg un áfengs öls, sem myndi leiða til minnkandi ofdrykkju. Taldi hann eðlilegt, að íslendingar færðu sér í nyt reynslu þeirra. Próf Björn Magnússon, sem er stórtemplar GT-reglunnar hér, talaði næstur frummæl- enda og' skýrði málin frá sjóri- ai-hóli hennai'. Sagði hann af- dráttarlaust, að góðtemplarar stefndu að algeru vínbanni, eft- ir því, sem við ýrði komið. Hins vegar væi'i ekki sama, hvernig því banni yrði komið á, og ekki ætti GT-reglan þátt í þeim ráð stöfunum, sem gerðar voru um áramótin. Lýsti hann skaðsemi áfengis og kvað það menning- armál að útrýma áfengisneyzl- unni. Síðan hófust frjálsar umræð- ur, og tók fyrstur til máls Guð brandur Jónsson prófessor. — Þótti mönnum nú annar blær fæi'ast yfir umræðurnar, með því aö Guðbrandur var hinn hvassyi'tasti, en á köflum bráð- skemmtilegur, 4,óvæ.ginn en fundvís á hnyttiyrði. Sagði hann um áfenga ölið, að ekki væri mönnum sérstök hætta búin af þvl, þar eð menn yrðu fullir af því, áður en þeir yrðu drukknir, þ. e. maginn rúmaði ekki næg'ilegt magn af því til þess að ölvun hlytist af. Annars veittist liann einkum að GT-regiunni, sem hann taldi nú eins konar fjórða vald í landinu, auk dóms-, fram- kvæmdar- og löggjafarvalds. Sagði ræðumaður, að óþolandi væri með öllu að láta íiltöiulega fámennan' hóp sem góðtempl- ara kúga aðra landsmenn, sem væru margfalt fleiri. Góðtempl arar gengju svo nærri persónu- frelsi manna, að slíkt næði engri átt. Ennfremur tóku til máls írú Aðalbjörg Sigurðardóttir og frummælendur á nýjan leik. -— Að lokum var samþykkt með ca 130 atlsv. gegn 10, tillaga frá Jóhanni Möller o. fl., þar sem skorað var á Alþingi að taka aftur upp áfengislaga- frumvarpið, sem vísað var frá, strax á næsta þingi, að leyfa þegar í stað ölbruggun, og að hafa engar óeðlilegar takmark- anir á sölu og veitingum áfeng- is. — Eisenhower. Frh. af 1. síðu. þessu hlutvei'ki, gerir hún sér fyllilega Ijósan þanh mun, sem á því er, að taka að sér forystu á sviði heimsmála og að aðhyll- ast og framfylgja heimsveldis- stefnu.“ Eisenhower kvað frjálsu þjóð irnar, vinaþjóðir Bandaríkj- anna, mega vita, að Bandaríkja menn hox’fðust í augu við hvcrja hættu án ótta og- öngþveitis — af öryggi og sannfæringu. „Vér erum frjálsir menn. Vér munum varðveita frelsi vort. Vér mun- um aldrei gerast sekir uni þá höfuðsýnd að skorta örugga tiu á frelsi þjóðanna." Eisenhower gerði því næst gréin fyrir þeim grundyallar- atriðum sem stefna stjórnar hans byggðist á og í lok ræð- unnar minntist hann enn höfuð hlutverks þjóðarinnar og bað hana vera hugdjarfa og' lijálp- sama við framkvæmd þess og biðja guðs blessunar. ♦ BERGMÁL ♦ „Almenningur ræðir nú tals- vert ástand það, sem við eigum við að: búa í áfengismálum, enda ekki óeðlilegt að mörg- um finnist úrbóta þörf eins og þeim er nú komið.“ Bergmál birtir hér kafla úr bréfi, sem því hefir borizt varðandi áfeng- ismálin, en ekki er hægl að birta í heild. Hvað skal gera? Þegar þessi mál eru rædd skyldi þess einkum gætt að benda á þær aðgerðir, sem dregið geta úr óhóflegri áfeng- isnautn. Áfengisnotkun hefir lagt lífshamingju svo margra manna í rústir, að ekki er nema eðlilegt að reynt sé að koma í veg fyrir að menn verði al- gerir sjúklingar sökum of- nautnar áfengrá. drykkja. Bönn koma ekki að notnm. Hinsvegar sýnir reynsla allra þjóða, að bönn koma ekki. að tilætluðum notum enda er eðli manna þannig, að þeir feækjast mest el'tii- því, sem ekki er auðvelt- að afla. ÁHar- menningarþjóðir, sem réynt hafa bann, fva^ „ ,j>4. ,einn-, ig horfið frá því. Norðmenn reyna enn þann dag í dag svo- nefnd héraðsbönn með þeim vafasama árangri, að afbrot sökum di'ykkjuskapar eru mest í bannhéruðunum. Virðast hér- aðsbönnin því sízt til bóta í þessu eíni. Reynsla Svía og Dana. Svíar reyndu árum saman að skammta mönnum áfengi, gátu menn aðeins keypt sér flösku af einliverjum sterkum dryltk gegn því að láta stimpla í sér- stalía áfengiskaupabók. Þetta íyrirkomulag var afnumið í haust og geta. nú Svíar lceypt áfengi að'vildi.Ein ásta^ðan til þess að Svíaf hættu við þetta fyrirkomulag var sú, að þeir höfðu fjórum sinnum fleiri á- fngissjúklinga en Danir miðað við fólksfjölda, én í Danmörku er sala áfengra drykkja alger- lega frjáls*. sem kunnugt er og geta menn keypt sér flösku af lét.tum eða stei'kum drylíkjum í hvaða matvörubúð sem vera skal hvarvetna um landið. Þá leyfa Danir einnig ölgerðun- um áð- framleiða. .ftjúffengt^öl með ör-litlu áfengi í og gefst sú aðferð mjög vel. Meira frelsi er leiðin. Hvernig' sem núverandi á- stand í áfengismálum okltar kann að verða leyst er einsýnt að ekki tjáir að gera fólki erf- iðara fyrir við öflun áfengra drykkja en nú er gert, ef nokk- ur von á að vera til þess að hægt verði að draga úr slcaðlegri of- nautn. Frumvarp það sem Al- þingi vísaði frá fyrir jólin var áreiðanlega spor í rétta átt og væri vel farið að það yrði sem fyrst tekið til athugunar á ný.“ Væntanlega verða Bergmáli send önnur bréf um þetta mál, þar sem gera má ráð fyrir, að atkvæðagreiðsla faiá fram lrér í bænum um, hvort loka skuli áfengissölubúðunum hér. — kr. Gáta dagsins Nr. 345. Upp með garði og niður með garði og tínir strá, tuttugu og eitt eru höfuðin á t.: 1;, ;; - . ;!. Svar við gátu pr. 344. Dýrabogi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.