Vísir - 21.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 21.01.1953, Blaðsíða 8
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kL 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030 Vörður er í Lyfjabúð Iðunnar, síxni 7911. rmmimrsmst □mm tfHH Miðvikudaginn 21. janúar 1853 UOSATtMI bifreiða 16,00 til 9.15. Flóð er næst í Reykjavík kl. 21.55. De Gasperi hlaut traust ítalska þingsins. Miklar deiiur um kosningalögin, 2000 handteknir í óeiröum í Róm. í lok þingfundar, sem stóð samfleytt í 70 klst. samþykkti fulltrúadeildin traust á stjórn De Gasperis við umræður um kosningalagafrumvarp hennar, en það hefur valdið miklum deilum, verkföllum og uppþot- um. Traustsyfirlýsingin var mik- ill sigur fyrir De Gaspei'i. Sein- asta tilraun kommúnista til þess að spilla málinu var að stofna til 8 klst. verkfalls og urðu miklar óeirðir í sambandi við það í Rómaborg, og voru 2000 menn teknir höndum. Einnig lá við, að þingheimur berðist, en forseti bað um aðstoð og lét stilla til friðar. Samkvæmt kosningalaga- frumvarpinu fær flokkur eða flokkar sem hafa kosninga- bandalag sín í milli og ná yfir Hún uppsker nú launin. Durban (AP). — 'Konum og börnum hefur verið forðað úr Camperdown-héraði sem ein- ungis er ætlað svertingjum. Hafa verið þar sífelldar skærur síðan um áramótin milli tveggja ættbálka, og hafa þær Ieitt til dauða þriggja manna og meiðsla enn fleiri. Lögregla verður send á vettvang til að skakka leikinn. 50% atkvæðamagni % þing- sæta. Þetta kalla kommúnistar „lögfestingu einræðis“. Togli- atti, kommúnistaleiðtoginn, bauð fyrir skemmstu að aftur- kalla 2000 breytingartillögur kommúnista og hætta málþófi til þess að tefja fyrir málinu, ef De Gasperi vildi fallast á að leggja málið undir þjóðarat- kvæði. De Gasperi synjaði þessu tilboði. Erindi um ísland í norska útvarpinu. Norskur blaðamaður, Richard Holmesland, er hér dvaldi í sumar, flutti s.I. sunnudag er- indi í norska útvarpið um ís- Iand, og vakti bað mikla at- hygli. Holmesland, sem er blaða- maður við „Morgenbladet“ í Osló, dvaldi hér um mánaðar- tíma í sumar, og naut fyrir- greiðslu Ferðaskrifstofunnar og Flugfélags íslands. Ferðaðist hann víða um land, m. a. til Vestmannaeyja, austur og norð ur um land og kynnti sér fugla-" og dýralíf, svo og atvinnuhætti og þjóðlíf. Fyrirlestur hans s.l. sunnu- dag fjallaði um lundaveiðar í Vestmannaeyjum, og í útvarps tíðindunum norsku (Program- bladet) var falleg forsíðumynd frá fslandi og inni í því tvær myndir aðrar héðan. er shtitiS Einsteia o§ Elektrifikatsa fá á baukinn hjá Rússum. KenBiisígai- Einsfeins telfast vitleysa. Það cr vandlifað fyrir Ein- stcin, hugsuðinn mikla, því að þótt kommúnistar víða um heim beiti honum fyrir sig, mega Rússar ekki Iæra af honum. Rússneska tímaritið Öolsne- vik hefur ekki alls fyrir löngu gert harða árás á hann, liggur mörgum rússneskum vísinda- mönnum á hálsi fyrir að hafa orðið fyrir áhrifum af kenning- um þessa mikla manns. Eir.kum ræðst blaðið á þá kenningu Einsteins að orka og efni sé í rauninni það sama. Se-.ir blað- ið, að þótt ýmsir vísindaimnn Sovétríkjanna hafi rifið kenn- ingu Einsteins niður, sé þó þeir menn til, sem láti hana koma lævíslega fram í ritum sínum. Nafngreinir tímaritið ýmsa, sem þannig er ástatt um, svo sem Joffe, Kravets, Syrkina og fleiri. En Bolshevik er ekki eitt um að hafa ailt á hornum sér, því að Literatunaya Gazeta kemur einnig með sínar aðfinnslur, og þær eru, að rússneskir borgar- ar sé farnir að skíra börn sín ýmsum afskræmilegum nöfn- um, sem sé svo vestræn, að þau megi alls ekki nota á rússnesk börn. Tíðkast til dæmis sú ósvinna, að börn sé skírð Aríh- ur, og það hafi meira að segja komið fyrir, að maður að nafni Ivan hafi óskað þess, að ha: i mætti breyta nafni sínu í Jean Paul Marie. Og ekki eru nöfnin á stúlk- unum betri, því að auk þess. sem sumar eru látnar heita Eleonora — eftir frú Rooseveit, — eða Ella — sem gæti verið eftir einhverri íslenzlu i sveiva- stúlku —- þá eru einnig til skrípi eins og Elektrifikatsa ög Radiola. Slíkt getur vitanlega- ekki viðgengizt — og ekki c , að efa það, að menn getí orðtð snögglega höfðinu styttri íyrir að.heita slíkum nöfnum. Fögur landkynii" ingarmynd frá FinnlandL Ferðafélag íslands efnir til fyrsta skemmtifundar síns á þessu ári annað kvöld í Sjálf- stæðishúsinu. Verður þar sýnd finnsk land kynningarkvikmynd í litum, en Guðmundur Einarsson frá Mið- dal skýrir myndina og segir jafnframt frá ferð sinni . til Finnlands og Lapplands s.l. haust. Hin finnska landkynningar- kvikmynd, er Ferðafélagið sýn- ir á morgun, er tekin á vegum finnska ríkisins og sýnir þjóð- líf, atvinnuháttu, landslag og mannvirki. Hún er. prýðilega gerð og mjög falleg. Þar er og sérstakur gullfallegur kafli írá Lapplandi. Myndin er fegursta Finn- landskvikmynd, sem hér hefur sést. Hún fékkst hingað fyrir tilstilli Juuranto ræðismanns fs- lands 1 Helsingfors og vciður ekki sýnd oftar, því hún verður send utan næstu daga. Þess má geta að Guðmundur frá Miðdal hefur ferðast mjög um þær sömu slóðir er sýndar verða á kvikmyndinni og kann þaðan frá mörgu að segja. l®ei.r tókn líikteriisn: Gullfoss-menn sigruðu i skipakeppni Hafnar. íslendingar og Skotar í úrslitaleik í hríðarbyi s. 1. fimmtudag. Gullfoss-menn báru sigur úr býtum í skipakeppni Kaup- mannahafnar í knattspyrnu, og sigruðu skipverja af brezka (skozka) skipinu Gothland með 3 mörkum gegn 2 í úrslitaleik hinn 15. þ. m. Hafa Gullfoss-menn staðið sig með mikilli prýði og' aukið hróður íslenzkra sjómanna með frammistöðu sinni. Það erú Söfartsklubben og Handelsflaadens Velfærdsraad, sem standa að skipakeppni þess- ari, en Gullfoss-menn un.nu svonefndan skipstjórabikar (Captain’s Cup) í fyrra, í fyrsta skipti, er þeir tóku þátt í keppn- ínni. • Hér fer á eftir kafli úr kunn- ingjabréfi til Vísis, þar sem segir nánar frá þessu: „Captain’s Cup“ er farand- bikar, sem skipstjórar á skipum þeim, er sigla til Hafnar að staðaldri, hafa gefið sem vei'ð- Vörður ræðir stjórnar- skrármálið í kvöld. Málsheffandi Bfami Benedikfsson nfanríkisB’áðherra. Landsmálafélagið Vörður efnir til fundar í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld og ræðir stjórn- arskrármálið. Bjarni Benediktsson utanrík- ismálaráðherra verður máls- hefjandi, en hann er formaður stjórnarskrárnefndar, og má því vænta þess, að hann gefi um það ýmsar greinargóðar upplýsingar, enda manna kunn- ugastur þessu efni. Sýnist vel til fallið, að á þessum fyrsta fundi Varðar á árinu sé þetta mikilvæga mál tekið til umræðu. Er mönnum nauðsyn á að kynna sér málið sem bezt og taka til þess af- stöðu. Vörður hefur á undanförnum árum leitazt við að taka til um- ræðu ýmis þjóðmál, sem hæst hefur borið hverju sinni, og hafa félagsmenn vel kunnað að meta þá viðleitni. Fundurinn hefst kl. 8.30, og ættu Varðarfélagar að fjöl- menna réttstundis. Að lokinni framsöguræðunni verða frjáls- ar umræður. iaun bezta spyrnu. skipsliði í knatt- Myndin sýnii* Berg Bergsson mftrkmánn meS ludím; og irnir í hvítu skirtpnumiéru Haiines 4Jafstein!.i»gi-..Þ,úh5i' E Fjörugul* Icikur. Þessari keppni lauk þannig í haust að m.s. Gullfoss, og e.s. Gothland frá Leith skyldu keppa til úrslita. Þetta hefur nú dregist vegna þess að skipin. hafa ekki verið samtímis í höfn þar til í janúar að víst þótti að við hittumst er Gullfoss færi í. þurrkví. Dagurinn var ákveð- inn 15. jan., og vorum við ó- heppnir með veður því strax eftir hádegi byrjaði að snjóa og var snjór vel í skóvarp um þrjú leytið. Leikurinn hófst kl. 13,30. Hófst strax hinn fjörugasti leik- ur sem helzt allan tímann svo að segja því ekki mun hafa veitt af að hreyfa sig til að halda á sér hita í slíku veðri. Fyrri hálfleikur endaði með eitt og' eitt, en fljótlega í seinni hálf- leik settu Gullfoss-menn tvö mörk í viðbót en síðar tókst Skotunum að skora annað mark svo mörkin ufðu 3:2 Gullfoss í hag. Eg vil til gamans geta þess að skipstj. á skozka skipinu Gothland er mikill áhugamað- ur um knattspyrnu og hefur sjálfur mikið tekið þátt í knattT spyrnu frá unga aldri. Einn af liðsmönnum Gothlands snerist á fæti í fyrri hálfleik og gat ekki leikið með allan leikinn og kom þá skipstj. Sinclair inn á völlinn og lék sem markmað- ur það sem eftir var leiks og stóð sig mjög vel. Capt. Sin- clair er kunnugur .á Islandi, því hingað sigldi hann á stríðsár- unum sem skipstj. á e.s. Horsa frá sama félagi og Gothland. Hann er maður kominn yfir fimmtugt, „þéttur á velli og þéttur í lund“. í ræðu sem hann hélt er verðlaunin voru afhent bað hann okkur íslendinga að skila kveðju til kunningja sinna á íslandi og skal það gjört hér með. Um kvöldið 15. þ. m. eftir kappleikinn voru verðlaunin I skipakeppninni afhend og fór það fram í Söfartsklubben að viðstöddu fjölmenni. Fyrst var sýnd litkvikmynd frá íslandi er Gullfoss-menn höfðu meðferð- is. Þá voru verðlaunin afhent og hlautGullfoss Cantain’s-Cup í annað sinn og Gothland fékk ! sem önnur verðlaun farand- 1 bikar Söfartsklubbsins. I Tveir danskir lögregluþjónar ! skemmtu með einsöng og píanó- i leik. Þá var Iiaffidrfkkja- Þeir ! sem tóku til máls við þetta ; tækifæri vorii forstöðumáður ! og erindreki Söfartsklubben, fo rstöðumaoi * r Hándéls f í aádens Yelfærdsraaad,. Cant. Sinclair, knattspjrmudómnrinri og Jón Guðbrandsson frarn.kv.stj; Eim-. . skinafélágs .ístands i Höfn.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.