Vísir - 02.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 02.02.1953, Blaðsíða 4
TISIH Mánudaginn 2. febrúar 1953 WfiSlR 'W£' ' ’-f #&" D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. : x Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Gyðingaofsóknir Rússa. T^að hefur vafalaust verið einkar fróðlegt að hlýða á erindi það, sem 'Sverri Kristjánssyni var ætlað að flytja á fundi þeim í MÍR, sem ætlunin var að halda í einu af samkomu- húsum bæjarins í gær. Ekki þarf að draga í efa, að sagnfræð- ingurinn hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri um neinar Gyðingaofsóknir að ræða austan járntjalds, því að um það efni átti erindi hans að fjalla. Hann hefur áreiðanlega komizt að þeirri niðurstöðu, að þarna hafi aðeins ótíndir, kald- rifjaðir morðingjar fengið makleg málagjöld. Sverrir Kristjáns- son mundi ekki þykja frambærilegur marxistiskur fræðimaður í sinni grein, ef hann gæti ekki komizt að slíkri niðurstöðu, til þess að þjóna þeim málstað, sem hann hefur verið svo óláns- samur að helga krafta sína. Sem sagnfræðingur, er hefur sérstakan áhuga fyrir öllu, er Rússland varðar, veit Sverrir það þó mæta vel, að aftökur rússnesku læknanna og úthrópun þeirra sem morðingja, er ekki annað en kollhríði.i angvarandi baráttu rússneskra stjórnar- valda gegn Gyðingum hvarvetna í Sovétríkjunum. Baráttan gegn Gyðingum hófst með því, að þeim var meinað að stunda trúarbrögð sín og efla menningu sína. Næsta skref var það, að Gyðingar voru reknir úr æðstu embættum í landinu, og loks komu réttarhöldin í Prag, er hulunni var svift að athæfi þessu í leppríkjunum, er hafa ævinlega leikið allt eftir fyrirmynd- inni -— ráðamönnunum í Kreml. Og nú er svo komið, að þeir mætu menn hirða ekki um viðbjóð þann, sem ofsóknir þeirra hafa vakið hvarvetna um heim, heldur setja stimpil blessunar sinnar á þær opinberlega, svo að ekki verður um neitt villzt. Einræðisseggir og harðstjórar eru hver öðrum líkir. Þegar til kastanna kom, gerðust Hitler og Stalin beztu vinir, og þar með var annari heimsstyrjöldinni hleypt af stokkunum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en Stalin virðist hafa lagt kapp á að í'æra heiminum sönnur á það, að hann sé enginn eftirbátur Hitlers. Hann hefur lært vel af þeim starfsbróður sínum, og hann hefur endurbætt þær aðferðir á ýmsan hátt, sem Hitler beitti til þess að auka völd sín, þenja ríki sitt og leika þá sem grálegast, sem honum var í nöp við að einhverju leyti eða taldi, að stæðu í vegi fyrir þeim fyrirætlunum, sem hann hugðist hrinda í framkvæmd. Gyðingaofsóknirnar eru enn eitt, sem Stalin tekur upp eftir Hitler, og vera kann, að hann hyggist nota Gyðingana á sama hátt og nazistar gerðu. Hitler notaði þá til þess að kenna þeim um allt, sem aflaga fór. Hann beindi reiði múgsins að þeim í sína þágu. Sennilega er tilgangur Stalins hinn sami — að skella skuldinni á Gyðinga fyrir eymd þá og volæði, sem menn eiga við að búa austan járntjalds. Stalin getur einnig ætlað sér að tæla Arabaríkin til fylgis við sig með þessu móti, því að þeim er öllum í nöp við Israel, og þegar „Gyðingar og kapitalismi" eru komin í sama pottinn, væntir hann víst nökk- urs árangurs á þeim vettvangi. Hvor sem tilgangurinn er, þá er hitt staðreynd, sem meira þarf en vikalipran sagnfræðing til að hnekkja, að Gyðingar hafa ekki átt upp á pállborðið í Rússlandi lengi, þótt því hafi lítt verið á loft haldið af skiljanlegum ástæðum. Barátta um ríkiserfðir. TT'nn er þó eitt ótalið. Gyðingaofsöknirnar geta verið tákn þess, -*-J að nú sjóði upp úr í togstreitunni um það, hver eigi að erfa Stalin. Gyðingar eiga m. a. að hafa drepið Zhdanov, er lengi var mestur gæðingur bóndans í Kreml. Sess hans hlaut Mal- enkov, er síðan gerði flesta fylgismenn Zhdanovs höfðinu styttri. Hér getur því vei verið' um sókn á hendur Malenkov að ræða. Margt bcndir til þess, að fleiri sé hafðir að skotspæni í þessari sennu. Öryggislögreglunni er borin á brýri hverskonar ósvinna, dugleysi, sofandaháttur og því um líkt. Yfirmaður hennar er Beria, sem lengi hefur verið talinn7 einn þeirra, er hvað mest sækjast eftir að komast í sæti Stalins,' er hann verður allur. Orðbragð það, sem útvarpið rússneska heíur haft um þá stjórnardeild, sem hann hefur umsjá með, bendir til þess að líf hans geti einnig hangið á þræði. ; Enn er ekki uruit að, sjá., hytT breyting verður á í Kreml við þess síðústú aífcúfðí. Þeir-sanna þó eitt ótvírsétt:Valdhaf- arnir óttast um líf sitt.og sitja ó svikráðum hver við. annan. Reykjavíkurdeildir S.V.F.Í. minnast 25 ára afmælis. Hinn 28. b.m. héldu Reykja- víkurdeildir Slysávarnarfélags íslands fyrsta sameiginlegan fund sinn í tilefni af 25 ára afmæli Slysavarnarfélagsins. Þar sem bæði karla- og kvennadeildir eru út um land, voru og sameiginlegir fundir haldnir. Fundur kvennadeildarinnar hér og Ingólfs var haldinn í Sjálfstæðishúsinu og var stjórn SVFÍ boðið, en ekki öðrum gestum. Samkomunni stjórnaði S. Á. Ólafsson, sem starfað hefur óslitið fyrir félagið í 25 ár. Margar ræður voru fluttar. Frú Guðrún Jónsson form. kvennadeildarinnar afhenti af- mælisgjöf deildarinnar að upphæð 25 þús. og tilkynnti, að hún hefði í fórum sínum 75 þús. krónur til björgunarflugvélar (helikopter), sem hún afhenti, er kallið kæmi. Síra Óskar J. Þorláksson hinn nýi formaður Ingólfs afhenti gjafir þær, sem áður hefur verið greint frá í Vísi. Mikill fjöldi skeyta hefur borizt til félagsins í tilefni af- mælisins, frá ríkisstjórn, stofn- unum, félögum og einstakling- um. Mörg skeyti hafa borizt er- lendis frá m.a. frá Sambandi togaraeigenda í Hull, er sendi einnig 100 stpd. gjöf, en svipuð gjöf mun væntanleg frá Fleet- wood. Skeyti barst og frá félagi því, sem selt hefur félaginu björgunartæki o. fl. félögum og einstaklingum. 800 ár frá stofmin erkíbiskupsstóis í Niðarósi. A þessu ári teljast liðin átta hundruð ár frá því stofnun 1 erkibiskupsstóls í Niðarósi. ! Gerði það sendimaður páfa, brezkur kardínáli, Nicolaus ^Breakspere, er síðar varð Had- dian páfi fjórði. I Þykir þetta einn mesti við- burður í sögu Noregs, enda ’ verður hans veglega minnzt í 1 sumar, dagana 28. og 29. júlí, J en þeir dagar eru hátíðlegir haldnir í Noregi í minningu Ólafs helga og Stiklastaða- orustu.. Til hins norska kirkju- veldis töldust biskupsstólarnir á íslandi, Grænlandi, Færeyj- um, Mön, Suðureyjum óg Orkneyjum. Norðmenn hafa sent kirkjum þeim, er afskipti höfðu af norska kirkjuveldinu boðsbréf. Hafa brezku kirkjúnni og skozku, svo og hinni íslenzku, grænlenzku og fæi’eysku, verið send boðsbi-éf. Verða haldnar minningar- guðsþjónustur í hinni fögru dómkirkju í Niðarósi og víðar, en söguleg sýning verður í erkibiskupsgarði Niðaróss, en minningarhátíð hefst í riddara- sal hans." M. a. vei-ður flutt Ólafsmessa, sem órganleikari Niðaróssdómkh’kju hefir samið. Búizt er við miklu fjölmenni Gjafir til Slysavarnafélags Islands. Félaginu hefur borizt bréf frá forseta íslands hr. Ásgeiri Ásgeirssyni, með árnaðaróskum til félagsins ásamt peninga- ávísun er hann sendir sem ævi- félagstillag. Ennfremur kr. 3000,00 sem gjöf frá Guðbjörgu Oliversdóttur og börnum henn- ar til minningar um fyrri eigin- menn Guðbjargar og son Sig- urð Árnason f. 27. marz 1886 er fórst með árabát frá Ólaísvík 10. febrúar 1914 og seinni mann hennar Jóhannes Magnússon f. 10. 4 1889 og son þeirra Magnús f. 23. okt. 1916, en þeir feðg- ar fórust með „Erninum“ frá Hafnarfirði á síldveiðum 9. ágúst 1936. Þá hefur félaginu borizt kr. 1000,00 að gjöf frá félagi Sér- leyfishafa afhent af Sigurði Steindórssyni. Einnig hefur fé- laginu borizt blómakarfa frá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Verzlun géfur út viðskiptabók. Vesturbæjarbúðin hefur tek- ið upp það nýmæli að gefa út viðskiptabók fyrir viðskipta- menn sína. Er þar birt verðskrá yfir all- ar vörur, sem í verzluninni fást, en aftan við vörulistann eiga menn að færa áframhaldandi viðskipti sín við verzlunina, og kvittar starfsfólk hennar jafn-. óðum fyrir viðskiptum þessum. Gott er líka fyrir verzlunina að hafa nöfn viðskiptamanna, ef útvegá þarf þeim sérstakar vör- ur, sem eru af skornum skammti. í elgu sömu ættar i 300 ár. N. York (AP). — Gardiner- óyja, sem er skammt frá New York, komst nýlega í hendur nýrra eigenda. Þó er eyjan áfram í eigu sömu ættar, og hefur verið frá 1639, en þá gaí Karl I. konung- ur forföður Gardiner-ættarinn- ar hana. Er þetta eini landskik- inn í Bandaríkjunum, sem var konungsgjöf, sem verið hefur í eigu sömu ættar frá upphafi. mest til hátíðahaldanna. Varnarbandalag í uppsiglingu. Aþena (AP). — Tyrkir, Gykkir og Júgóslavar munu innan skamms stofna með sér varnarbandalag. Utan rí kisráðherr a .Tyrklands,' sem verið hefur í Júgólavíu og Grikklandi, til viðræðna við æðstu menn um landvarnir og önnur mál, sagði við fréttamenn í gær, að hann gerði ráð fyrir, að Grikkir, Tyrkir og Júgó- slavar gerðu með sér bandalag' í þágu öryggis og friðar. í gærkvöldi var birt í Aþenu greinargerð um viðræðurnar þar og sagt í henni, að Grikkir. og Tyrkir værp s^mniála-, mp. samvimuj við Júgóslava - i. þeim tilgangi. er að ofan getur. Sl. laugardag var útvarpað af segulbandi umræðunum, sem fram fóru á fundi í Stúdentafé- | lagi Reykjavíkur snemma í janúar um áfengismálin. Vöktu þessar umræður, sem eðlilegt var, mikið umtal og var fund- urinn mjög fjölsóttur. En þar sem þarna var um fund að fæða í félagi með takmarkaðan fé- lagahóp, en aftur allt mjög skeleggir menn, sem þar tóku til máls, var það mjög vel til fallið að útvarpa umræðunum síðar, svo almenningi gæfist kostur á að heyra það, sem fram fór. Skakkur tími valinn. j Var þess vegna illt til þess að | vita, að valinn skyldi þessi tími, eftir hádegi á laugardag, þegar allur fjöldinn er við vinnu, og gat af þeim sökum ekki fylgzt með umræðunum og hlustað á sitt útvarp heima. Voru ýmsir mjög óánægðir með þetta fyr- irkomulag og hafa beðið Berg- mál að koma því á framfæri, að slíkt endurtaki sig ekki. Þessari dagskrá hefði átt að vera valinn tími á sunnudegi, eins og svo oft áður, en þá hefðu nær allir, sem áhuga höfðu á málinu, getað hlustað. Krakkar hanga í bílum. | Lögreglunni hafa borizt all- margar kvartanir undanfarna daga frá bæði stöðvarbílum og öðrum, um að drengir geri sér að leik að hanga aftan í bílum, og horfir þetta til hreinna vandræða. Á þetta hefir verið minnzt í Bergmáli fyrr og þeim orðum beint til foreldra, að áminna syni sína um að gera sér þetta ekki að leik, þar sem um nokkra hættu sé að ræða. Það er því miður orðin algeng sjón, að sjá drengi raða sér aftan á bíla, sem eru að fara af stað, og eiga þeir, sem bílum aka, oft í mesta stíma- braki við að reka þá af höndum sér. Mikil slysahætta. Eins og liggur í augum uppi er alltaf hætta á slysum, þegar hangið er aftan í bílum, og eklti sízt á þann hátt, sem nú tíðkast, að drengir eru hálfir undir bílunum að aftan. Komi annar bíll á eftir, er erfitt að varast drengina, enda sleppa þeir stundum takinu og láta sig falla endilanga á götuna, og eru þá allir snjóugir, og verða illa greindir. Þetta er frá sjónar- miði drengjanna skemmtilegur leikur, en þeir athuga bara ekki hættuna. Auðvitað gerir lögreglan það, sem hún getur til þess að stöðva þenna leik, en hún getur ekki verið alls- staðar og því vei'ður líka að treysta á foreldrana. — kr. Gáta dagsins, Nr. 355. Hvert er það nafn, sem flokkur manna ber? Svar við gátu.nr.,354: M€€CL.j=.13S;«. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.