Vísir - 11.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 11.02.1953, Blaðsíða 4
▼ ISIB MiSvikudaginn 11. febrúar 1953. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteiim Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Sóknin mikla er Eiafin. A lþýðublaðið lét svo um mælt, þegar það var að hvetja menn til þess að sækja borgarafundinn, sem efnt var til á sunnudaginn í Stjörnubíó, að fundur sá mundi verða upp- hafið á sókn Alþýðuflokksins vegna kosninganna á sumri komanda. Nú eru enn meira en fjórir mánuðir, þar til kjós- endur eiga að ganga að kjörborðinu, svo að þetta á að verða býsna mikil og löng sókn hjá flokknum, og gera ýmsir ráð fyrir því, að hann verði fljótlega uppiskroppa með skotfærin, úr því að svo lengi á að láta skothríðina dynja á andstæðing- unum. Þá er líka töluverð hætta á því, að foringjaliðið taki mjög að mæðast, þegar nær dregur kjördegi, því að þar eru ekki fjöldanum fyrir að fara, frekar en í röðum hinna óbreyttu liðsmanna. En það stóð vitanlega ekki á því, að skothríðin væri hafin á fundinum. Þar var telft fram mörgum ræðumönnum, bæði nýjum og notuðum, og loks var samþykkt ályktun, sem er í fimm liðum. Fyrsti liðurinn er einstaklega fróðlegur og er hann á þessa leið, samkvæmt frásögn Alþýðublaðsins í gær- xnorgun: „Hann (þ. a. fundurinn) fordæmi algerlega hug- myndina um stofnun íslenzks hers og heitir á íslenzka alþýðu að sameinast í baráttunni gegn því, að henni verði hrundið í framkvæmd.“ Vegna þessa hluta ályktunar fundarins, verður að hverfa örlítið aftur í tímann, en þó nægir að fletta í Alþýðublaðinu frá því á sunnudag — já, það þarf ekki að Ieita lengra — því að þar er birt á 5. og 7. siðu blaðsins ræða sú, sem Gylfi Þ. Gísla- son, ritari Alþýðuflokksins, hélt fyrir áramótin, þegar hann fitjaði fyrstur manna upp á því, að rétt væri að íslendingar tækju varnir landsins í sínar hendur. Orð Gylfa — samkvæmt Alþýðublaðinu — eru á þá leið, að það sé vilji meirihluta þjóðarinnar, „að við tökum þær (það er áð segja hervarnirnar) í eigin hendur, og takmörkum þær þá að sjálfsögðu við litla fjárhagsgetu þjóðarinnar.“ Nú væri einstaklega fróðlegt að fá úrskurð Alþýðublaðsins um tvö atriði. Hver var tilgangur blaðsins, er það birti þessi ummæli Gylfa, til þess að sanna, að hann hefði aldrei talað um þörfina á því, að við tækjum varnir landsins í okkar hendur? Og í öðru lagi — var fyrsti liður ályktunarinnar, sem fundurinn í Stjörnubíó gerði — einróma að sögn Alþýðu- blaðsins — ádrepa til ritara flokksins? Það kann vel að vera, að Alþýðuflokknum og aðalblaði hans sé nú orðið það ljóst, sem mörgum hefur verið kunnugt — og kom þó einna bezt fram í lok nóvember-mánaðar, er Gylfi einn af stjórnarmeðlimum flokksins vildi þiggja endurkosn- ingu, er formaðurinn hafði verið felldur — að Gylfi Þ. Gísla- son er maður nokkuð blendinn. Að öðrum kosti er erfitt að skilja orsakir þess, að Alþýðublaðið skuli birta þessa ræðu hans sama daginn og ætlunin er að láta fjölmennan fund flokksmanna bannfæra þá skoðun, sem þar kemur fram. Fæstir mundu víst vilja þola slíka ádrepu mótmælalaust, og menn með einhverja sómatilfinningu mundu vafalaust segja sig úr trúnaðarstöðum, er þeir gegndu fyrir flokk, er léti veita þeim ofanígjöf á opinberum fundi og svo ótvíræða. Ekki bólar þó á því ennþá, að ritari Alþýðuflokksins hafi gert það, en ef til vill stafar það af því, að hann hafi verið einn af flutningsmönnum ályktunarinnar, sem fundurinn í Stjörnubíó gerði. Það væri'eftir öðru. „Tilviljanir" austan járntjalds. A lþýðublaðið er ekki eitt um að gera mætum flokksmanni grikk. Þjóðviljinn tekur þennan sið upp eftir því, og gerir Sverri Kristjánssyni þann óleik í gær, að birta yfir- klórsræðu hans um Gyðingaofsóknirnar að undanförnu í lönd- unum austan járntjalds, eins og getið var að nokkru hér í blaðiriu í gær. Að sögn Sverris eru það tilviljanir, sem ráða því, að Gyðingar í trúnaðarstöðum eru sekir fundnir um hverskyns ódæði og afbrot!! Þjóðviljinn er líka svo heppinn, að honum hefur tekizt að finna þrjá Gyðinga í trúnaðarstöðum, sem eru ódrepnir enn. Þeir eru Rakosi, Kaganovitsj og Ehrenburg. Þessu til sönnunar «ru birtar myndir af þessum mönnum. Það verður að taka trúanlegt, að þeir séu lifandi enn, en þar sem það er sannað, að mönnum af Gyðingaættum hættir sérstaklega til þess að falla í ýmiskonar freistni, getur svo farið áður en varir, að þeir verði einnig léttvægir fundi . Hvða skyldi Sverrir segja þá? VIDSJA VIS1S: Bryggjur heimsborgarinnar á valdi glæpalýðs. Yflrvöldan í Mew ¥ork berj- ast ötulfiega gegn Bronum. Yfirvöldin í tíandaríkjunum vinna nú kappsamlega að þvi að uppræta allskonar glæpalýð — m. a. þann sem ræður lög- um og lofum í félögum hafnar- verkamanna í New York. „Newsweek“ segir nýlega svo frá þessu: Einarðlega og rólega gekk hami inn í vitnastúkuna í rétt- arsalnum í New York, þrátí fyrir að hann hætti lífi sínu til að bera vitni fyrir Glæpa- málanefnd New York fylkis. Hún leitast nú við að safna sönnunum á hendur þeim, sem beita fyrir sig allskonar Iýð, til margskonar glæpa- og ó- dæðisverka, og raka saman stórfé í skjóli þessarrar starf- semi. Maðurinn var Anthony Tischon, 33 ára, hafnarverka- maður, er hafði verið % ævi sinnar í fangelsum. Árið 1942 hafði hann tekið þátt í fyrirsát, en fékk kúlu úr byssu leyni- lögreglumanns í hrygginn, rétt við mænuna, og var síðan hálf- gerður kryplingur. Nú bar hami það fyrir réttinum, að það hefði verið vegna afbrotaferils haris, að hann fékk „vinnu“ við höfnina. Þegar Tischon var seinast í Sing Sing (1946), hafði hann komist í kynni við Joé Powell, fulltrúa Alþjóðahafnarverka- mannasambandsins (Inter- national Longshoremen’s Association) á hafnarbakka nr. 84 í North River, New York. Powell gaf honum bendingu um, að snúa sér til manns að nafni Danny St. Johns, sem hefði með höndum ráðningar verkamanna á þessari bryggju. St. John réð Tischon í vinnu, og sagði honum svo, að „hverfa“ — þ. e. hann átti ekkert að gera. — Hann var spurður í réttinum hvort hann hefði ekki haft neinn starfa með höndum meðan hann „vann“ á bryggj- unni? „Eg spilaði á spil eða bara ranglaði um — eða svipaðist um eftir einhverju til að stela...... Yfirmennirnir á , bryggjunni fengu sinn hlut.“ I Tischon sagði, að sózt væri eftir glæpamönnúm til að starfa á bryggjunni, og þeir væru því eftirsóttari, sem þeir hefðu brotið meira af sér. M. a. kom í ljós við réttar- höldin: Á tveimur bryggjum Ame- rican Export Line í Jersey City 1949 varð deila innan verk- lýðsfélagsins um ráðningu verkstjóra þess valdandi, að félagið beið tjón, sem nam hálfri milljón dollara. 1950 neituðu hafnarverka- menn að afferma skip með loð- feldi frá Rússlandi, að verð- Frh. á 5. síðu. Prestur vill láta fækka íbúum Bretlands. IHo a. á að fióga þ@im, sem komnir eru yfir sjölugt. Vbnandi heldur enginn, að Vísir sé eitthvað andvígur prestum, 'þótt í dag sé sagt í annað sinn frá einkennilegum enskum manni í þeirri stétt. í vikunni sem leið var sagt frá klerki einum, er átti í 20 ára stríði við söfnuð sinn, en nú skal greint frá kenningum síra Charles Lowes í Smeth- wick, sem hefur hneykslað sóknarbörn sín með grein, er hann birti í kirkjublaði sóknar sinnar. Greinin fjallar um það, hvernig fækka eigi Iandsmönn- um, unz þeir verði ekki flfeiri en svo, að matvælaframleiðslan heima fyrir nægi handa þeim. Prestur segir, að gera eigi treggáfað og óduglegt fólk ó- frjótt, og enginn eigi að hafa heimild til þess að ganga í hjónaband fyrr en eftir þrítugt. Auk þess eigi allir, sem komn- ir eru yfir 70, að óska eftir því, að þeim verði lógað, nema um sé að ræða menn með afburða- gáfur. Þessar ráðstafanir mundu gera England á ný að grænu, þægilegu landi, í stað þess, að þáð er nú land steins og stáls, og það mundi geta séð íbúum sínum, sem yrðu mun færri en áður, fyrir nægilegum mat- föngum, segir prestur, en bætir svo við: ; „Mér er það ljóst, að bann gegn hjúskap fyrir þá, sem hafa ekki náð þrítugsaldri, mun valda talsverðum erfiðleikum í framkvæmdinni. Ýmsar konur eru þegar farnar að láta á sjá, þegar þær verða þrítugar, en eg sé fram á, að erfiðleikarnir munu fara mjög í vöxt, ef ekk- ert verður gert. Þeir, sem orðn- ir eru 70 ára, eiga einnig að vera fúsir til að fórna lífinu fyrir fósturjörðina, úr því að þess er krafizt, að þeir geri það á stríðstímum, sem eru aðeins tvítugir.“ Sr. Lowe er 63 ára, og á tvo syni.- Hann gagnrýnir sóknar- börn sín fyrir tepruskap, af því að þau vilji ekki tala um tak- mörkun barneigna við afkvæmi sín. Allmargir Reykvíkingar eiga hesta sér til gamans, og mun það ekki ofsögum sagt, að á vegurn Reykvikinga séu margir beztu gæðingarnir, sem til eru á land- inu. Flestir þeir, sem hesta lialda hér, hafa kappkostað að gera kaup á hestum af góSu kyni, og oftast veriS vel vandaS til kaup- anna. Allmikinn kostnaS mun þaS nú hafa i för með sér, að eiga hest hér i bænum, en Fákur, — félag liestamannanna — mun stuðla að því, aS útvega hagagöng ur á suinrum og styðja hestaeig- endur, félagana, á allan hátt. Góð skemmtun — og göfug. Eg get mæta vel skilið þá ósk ( margra, aS eiga Iiest eða liesta, þótt þeir búi í stórbæ. Enda er það mála sannast, að vart getur 1 betri skemmtun, en að sitja góðan liest og þeysa um úti i grænni náttúrunni, frjáls og óháður. Allmargir hafa liesta sína í hús- um hér í bænum yfir veturinn og hirða þá sjálfir, og má það teljast góS tómstundavinna og skemmti- leg. Þessa hestamenn má oft sjá á sunnudagsmorgna fara nokkra saman í útreiðartúra, og standa þá margir liestlausir og horfa öf- undaraugum á reiSmennina hvérfa í áttina út úr bænum. En bærinn er ekki fyrir hesta .... Bærinn er samt ekki fyrir liesta.. Það er ekki hættulaust að riða um hann vegna umferðar, og get- ur talsverð hætta stafað af, eink- um ef um fjörugar og fælnar skepnur er aS ræða. Svo eru göt- urnar ekki beinlínis ætlaðar liesf- um, þegar ekki er tekið tillit til skemmtunarinnar og ánægjunnar, og hægt er að valda spjöllum, sem auðvitað er ekki leyfilegt frekar en endranær. Er það aS nokkuru leyti tilefni hugleiðinga rninna um hestamennsku í dálk- inum í dag. Engu hlíft. Eg sá nefnilega til liestamanna, nánar tiltekið tveggja, með þrjá til reiðar, er þeystu eftir gras- ræmúnni á Hringbrautinni vest- ur í bæ, s.l. sunnudag. Var þá sprett úr spori og virtust reið- rnenn lialda í svip að þeir væru komriir út fyrir bæinn, eða mundu þeir kannske, hvar þeir voi’u? En afleiðingin var sú, að grassvörðurinn skófst upp á löng um kafla og urðu varanleg spjöll af. Þetta fannst mér fara miSur, því að mér finnst fallegt aS sjá gróna jörð eftir miðri þessari breiðgötu, sem sker sig úr kulda- legu malbikinu og steininum. ÞaS voru engin tök að snúa sér aS reiSmönnunum, því þeir voru á augabragði horfnir, en ef þeir skyldu lesa þetta, treysti eg því að þeir gæti sín betur næst. Skemmdarstarfsemi. ÞaS liggur mikil vinna í þess- um grasræmum, sem eru til að prýða bæinn, og það verður ekki fyrirgefið, ef ’éinhverjir eyði- leggja þá af hiigsunaiieysi. ÞaS cr líka tilefni til þess hér aS minna á, aS endilega þyrfti aS ráðast í það að vori, að tyrfa að nýju miSsvæði Snorrabrautar, sem orðið er aS bílastæSi, illu heilli. Hvort sem til eru hús fyr- ir þessa bíla eða ekki, skiptir það engu máli, þeir verða að hverfa og sem fyrst. kr. BUmabúiin GAiieilR Garðastræti 2. — Síml 72S9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.