Vísir - 20.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 20.02.1953, Blaðsíða 4
▼ ISIB Föstudagmn 20. febrúar 1953 DAGBLAÐ é Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. , i Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm iínur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. VIÐSJA VISIS: Eisenhower hefir gerbreytt stefnu US gagnvart Kína. Chiang segir — eins og Churchill forðum: „Fáið okkur verkfærin....“ Útgerð með ríkisábyrgð. Oíðasta daginn, sem Alþingi átti setu að þessu sinni, var tals- ^ vert rætt um ríkisábyrgð til kaupa á togurum fyrir nokkur kauptún úti á landi. Var hér um að ræða nýju togarana, sem nú mundu kosta 5—6 milljónir hver, ef seldir væri. Húsavík og Ólafsfjörður riðu á vaðið og óskuðu þess, að ríkið gengi í ábyrgð fyrir andvirði togara, sem þessir staðir vildu kaupa og gera út til þess að efla atvinnu hjá sér. Fleiri staðir komu svo á eftir með samskonar beiðni, því að margir vilja eignast togara með aðstoð ríkissjóðs. Þingið virtist vera því fylgjandi að veita | þessa milljónaábyrgðir, en málið „dagað uppi“ á síðasta áfang- anum. Það er orðiS fullkomið alvörumál, hversu Alþingi er orðið greiðvikið á ríkisábyrgðir til opinberra aðilja og ýmissa félaga. Á hverju þingi er gengið í ábyrgðir, svo skiptir tugum milljóna og er ekki farið eftir neinum reglum eða stefnu um það í hvaða skyni þessar ábyrgðir eru veittar. Afgreiðslan er af handahófi. Þó er vitanlegt, að ríkissjóður verður nú á hverju ári að greiða margar milljónir króna fyrir ýmsa, sem hann hefur gengið í ábyrgð fyrir. Með ríkisábyrgð á togurum vegna lítilla kauptúna mundi þó vera gengið inn á nýja braut, sem getur haft örlagaríka af- leiðingar fyrir alla togaraútgerð landsins. Öllur er ljóst, að fátæk kauptún með nokkur hundruð íbúum geta ekki staðið undir rekstri nýtízku togara, ef illa gengur. Nokkurra mánaða tap á slíkri útgerð gæti gert þessi litlu sveitarfélög gjaldþrota. En þau vilja ráðast í þetta í því trausti, að ríkissjóður greiði tapið, ef þeim er það um megn, en skipið haldist áfram á staðnum. Með þessu móti mundi þróast smám saman ný stefna í út- gerðarmálum íslendinga. Skipin yrðu raunverulega gerð út fyrir reikning ríkissjóðs, en útgerðarstjórnin mundi verða í höndum manna á hverjum stað, sem ekkert kunna með stórútgerð að sýsla, eins og við höfum þegar sorglega reynslu af. Eftir nokkur ár mundi svo þetta snúast upp í algeran ríkisrekstur á stórút- gerðinni, en skipin svo „lánuð“ hingað og þangað út um land. Þeir staðir, sem yrðu þeirrar náðar aðnjótandi að fá ríkisá- byrgð fyrir togara, mundu aðallega, eða eingöngu, leita á einn markað til skipakaupanna. Þau mundu leita þangað, sem flestir eru togararnir og nokkrir þeirra ennþá í einkaeign — til Reykja- víkur. Með slíkum ábyrgðum mundið ríkið beinlínis stuðla að því, að skipin væru flutt burtu frá Reykjavík. Eins og nú er komið fyrir togaraútgerðinni, eru vafalaust nokkur togarafé- lög, sem mundu vilja selja skip, ef ríkisábyrgð er í boði. Ef Reykjavík missir marga togara, verður hér atvinnuleysi. Það verður því að gæta þess, að ríkisábyrgða-stefna Alþingis valdi ekki algerri straumbreytingu í atvinnulífi bæjarins, sem hefði í för með sér þungbært atvinnuleysi. Unglingar í íeigubifreiðum. 'IT'yrir nokkrum dögum var kveðinn upp athyglisverður dómur -®- í hæstarétti út af bifreiðaakstri ungs manns. Hafði hann tekið bifreið á leigu, þótt hann vissi, að hann hefði ekkert fé til að greiða fyrir aksturinn. Var hann dæmdur í fangelsisvist, skilorðsbundið. Með dómi þessum er dregin fram í dagsljósið ein af skuggahliðum bæjarlífsins, en það er drykkjuskapur ung- linga og bifreiðaakstur þeirra, þegar þeir eru ölvaðir. Það mun nú vera orðið mjög algengt, að unglingar taki bifreið á leigu og aki klukkustundum saman, án þess að gera sér grein íyrir, hvernig þeir geti greitt fyrir aksturinn. Þegar svo á að fara að borga, er keyrt úr einum stað í annan, til þess að útvega fé fyrir ökugjaldinu." Mun þá ósjaldan gripið til ýmissa örþrifa- ráða til þess að útvega peninga. Þenna refsiverða óreiðuhátt verður að uppræta unglinganna vegna, áður en hann verður of almennur og það er orðið of seint. Allir þeir unglingar, sem þannig haga sér, eru undir áhrifum víns. Með því að aka þeim klukkustundum saman, án þess að athuga um greiðsluna, eru bifreiðastjórarnir óbeinlínis að halda uppi þessum ósóma, sem bakað getur unglingunum refsingu. Bifreiðastöðvarnar geta unnið þarft verk með því áð koma betri og hollari skipun á.akstur unglinga. En það geta þær með því að bifreiðastjórarnir allir taki upp þann hátt, áð neita að keyra unglinga undir áhrifum víns nema fargjaldið sé greitt fyrirfram. Með því móti mundi mörgum unglingum forðað frá því að grípa til örþrifaráða, til að greiða ökugjaldið eða þola hégningu ella. Með þeirri ákvörðun að fyr- irskipa 7. flotanum að hætta varðgæzlu við Kínastrendur tóku Bandaríkin nýja stefnu. Hún er alger andstæða einnar furðulegustu stefnu, sem nokk- ur Bandaríkjastjórn hefur tekið, stefnu Achesons og Tru- mans varðandi Kína, en markmið hennar var að hafa hemil á Chiang Kai-shek og Þjóðernissinnum hans. Almennt er talið, að Truman-stjórnin hafi breytt fjandsamlegri stefnu sinni gagnvart stjórninni á Formósu í júní 1950, er Kóreustyrjöldin braust út. Hun gerði það að einu leyti — með því að senda 7. flotann til varð- gæzlu í Formósu-sundi og Chiang Kai-shek hernaðarlega ráðunauta. Truman gerði sér þá grein fyrir, að það væri of mikil áhætta, meðan barist væri í Kóreu, ef kommúnistar næðu Formosu á sitt vald, ,,að baki“ hersveita S. Þj. í Kóreu, en þegar málið er athugað frá rótum, var ekki um neina grundvallarstefnubreyting að ræða. Sjöundi flotinn átti að banna Þjóðernissinnum loftár- ásir á meginlandið, og Þjóðern- issinnar urðu að hætta við á- form sín að stöðva siglingar til hafna kommúnista. Sama stefna en breytt viðhorf. Þegar kínverskir kommún- istar hófu þátttöku í Kóreu- styrjöldinni í nóvember 1950 var öllu burt kippt, sem hægt var að halda fram þessari fyr- irskipun til réttlætingar, en henni var þó ekki breytt. Bandaríkjahermenn áttu í ör- lagaríkum orustum við her- menn hins kommúnistisjca Kína en Bandaríkjafloti hélt uppi varðgæzlu sem kommúnistum var vernd að. MacArthur hélt því fram, að þessi vernd hefði raunverulega leitt það af sér. að hægt var að flytja komm- únistahersveitir frá Mið-Kína til Kóreu. „Fáið okkur verkfærin“. En hver verður af-leiðing hinnar nýju fyrirskipunar Bandaríkjastjórnar? í fyrsta lagi, að Chiang Kai-shek hefur- óbundnar hendur til þess að nota að vild þann herafla, sem hann ræður yfir. Hann hefur tólf herfylki reiðubúin og 300,000 hermenn að auki, sem með lítiUiviðbótarþjálfun mætti senda fram til víga. Hann ræður yfir 300 flugvélum, þeirra með- al flutningaflugvélum. Iiann ræður einnig yfir flota smá- herskipa (þau eru 60 og hið stærsta tundurspillir) og 50,000 manna sjóliði. Þjóðernissinnar halda því fram, að þeir hafi samband við öflugar skæruliða- sveitir á meginlandinu. „Fáið okkur verkfærin", sagði Chiang í fyrrahaust, „og við munum ljúka verkinu og ná Kína úr höndum kommún- ista“. Gyllivonir? Það má vera, að Þjóðernis- sinnar geri sér gyllivonir. En Bandaríkin hafa ekki skuld- bundið sig til neins. En augljóst er, að Eisenliower mun ekki horfa aðgerðalaus á það, að kommúnistar geri innrás á Formósu. Bandaríkin gætu stuðlað að því, að Þjóðernis- sinnar næðu meiri árangn með árásum sínum á komni - Framh. á 7. síðu. Tvíburarnir fæddust með 56 da£a millibili. — illilBl 111. Það kom nýlega fyrir konu cina í Sydney í Astralíu, að liún 61 tvíbura — sinn á hvoru ár- inu. Nú getur.verið allt venjulegt við það, ef annar fæðist til dæmis laust fyrir miðnætti á gamlárskvöld, og hinn svo upp úr miðnætti. Þá sjá þeir ljós heimsins hvor á sínu ári, þótt aðeins sé fáar klukkustundir á milli. En ástralska konan, sem hér um ræðir, fór ekki þannig' að þessu, því að hún hafði hvorki meira né minna en 56 daga á milli fæðinganna. Fyrra barnið — hún eignaðist raunar tvo syni — fæddist T6. desember, en hið síðara ekki fyrr en. 10. Eftirfarandi bréf héfur Berg- máli borizt frá „Gamla“, sem ot't hefur sent þvi smápistla áður: Elztu menn muna ekki annað eins. Á það hefur verið minnzt, i hlöðum endrum og' eins í vetur, t. d. í fréttum utan af landi, að menn muni vart eða ekki eftir jafnmildum vetri og hægviðra- sömum og' þeim, sem nú er að líða. Þótt stundum sé varlegt að treysta á það; er menn ræða um veðrið og t. d. tekið þannig til orða, að „elztu menn muni ekki annað eins“, verður þó ekki dreg- ið í efa, að þessi vetur hefur verið góður um allt land, lítið sem ekkert um illviðrakafla, og yfirleitt langir hægviðrakaflar. Gæftir á sjó muriu þó hafa verið allmisjafnar, en yfirleitt fremur góðar. 18 bræður ösku- dagsins. Þjóðin liefur að minnsta kosti góðar og gildar ástæður til að vera þakklát, jafnvel þótt ekki rætist gamla spáin um, að ösku- dagurinn ætti áð eignast 18 bræð ur á föstunni, en veður var fag- urt á öskudaginn nú, sólskin og stillt, þótt dálítið frost væri. Enginn er bóndi nema ... Ástæðan til þess, að eg hripa þessar línur er sú, að mér finnst rétt að rninna á það við og vi'ð, þegar góðviðrasamt er á vetrum, að þjóðin mS' ekki gleyma veður- farscrfiðleikum fýrri — og ekki löngu liðinna — tima. Hafís get- ur’ vafalaust enn lokað ströndum heilla landsfjöfðúnga viltum sam- an, og af þvi leitt mikla erfið- lcika, þótt ef til vill verði auð- veldara að sigrast á sumum þeirra en áður var. Ófærð gæti enn komið. Ef til vill yrði hægt að flytja eittlivað af nauðsynjum loftleið- is, ef til sliks slcyldi koma,. og ! einnig má minna á, að þeir fanna- ' vetur geta komið, að ekki verði I fært bifreiðum um heil héruð j vikum saman, þrátt fyrir ýtur og veghefla og önnur stórvirk tæki, sem nú yrðu notuð til þess að halda vegum apnum. Þá mundi koma sér vel, að snjóbilar yrðu víðar til en nú. Frosthörkurnar 1918. Rétt sem dæmi — og til fróð- leiks fyrir ungu kynslóðina — riiætti minna á frosthörkurnar og hríðarveðrin veturinn 1918. Þá komst frostið upp í 28 stig og samfara frostinu hörku skaf- réririihgur. Svo snöggt skipti nm t. d„ að Ytri-Laxá í Ilreppum, sém var auð að kveldi, var gadd- írosin kl. 3 um nóttina, eftir að veðrið skall á. Og Hvítá, sem cinnig yar auð fyrir veðrið, var farin á ís lijá Áuðsholti morgun- iriii eftir að vcðrið skall á. þessa mánaðax, og munaði því ekki miklu, að tveir mánuðir væru á milli fæðinganna. Fyrra barnið vóg rúmlega sjö mericur, en hið síðara næst- um 12 merkur. Én þeg'ar síðari sveinninn fæddist, hafði hinn vaxið svo, að hann var orðinn þyngri eða rúmlega 12 merkur. Atburður þessi gerðist í sjúkrahúsi, sem kennt er við Georg héitinn V. Bretakonung, og létu læknarþar svo um mælt, að þeir vissu ekki til þess, að nokkru sinni hefði liðið svo langur tími milli tvíburafæð- inga. Hjónin, sem eignuðust tvjbura þessa, áttu syp .sjyni fýrir tveggja og , fjögurra ára. Nylon hefði ekki komið að haldi. Eg hitti fyrir nokkru gamlan kuriningja, minn, austan úr sveit- mn, scm þá var Ungur bóndi, og vaskleikamaður. Hann gerði fleiri en eina átrennu til þéss að kom- Nr. 367. Hvað er það, sem læðist lágt, líka stimdmn slæðist hátt? yrði mörgum æði bágt, ef opin ei stæði gátt. Svar við gátu nr. 366: Hurð á hjörum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.