Vísir - 24.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 24.02.1953, Blaðsíða 4
VISIR Þriðjudaginn 24. febrúar '1953. i] ;. * DAGBLAÐ ■ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Rússar mega ekki komast yfir oiíuna í iran. Aukin sala á áfengi. T»að virðist nú liafa komið svo greinilega í ljós, að ekki virðist þurfa vitnanna við frekar, að ekki hefur dregið úr áfengis- kaupum almennings við það, að tekið hefur verið fyrir veit- ingar á áfengi í samkomuhúsum borgarinnar, svo og að Hótel Borg hefur verið svift veitingaleyfi. Eftir því sem fullyrt er hefur sala áfengis frá útsölum Áfengisverzlunar ríkisins auk- izt svo mjög eftir áramótin, að tekjurnar hafa orðið nærri milljón krónum meiri í janúar í ár en í sama mánuði á árinu sem leið, þegar allt var enn frjálst í þessu efni. Þetta bendir ótvírætt til þess, sem haldið hefur verið fram hér í blaðinu upp á síðkastið, að aukin höft á sölu áfengis sé ekki til þess fallin að draga úr áfengisneyzlunni. í janúar á árinu sem leið munu alis hafa verið veittar sjötíu undanþágur til þess að selja áfengi á dansleikjum og samkvæmum í sam- komuhúsum bæjarins. Að auki hafði svo Hótel Borg vín- veitingaleyfi, og var þar veitt vín á degi hverjum. Tækifærin til þess að afla vínfanga munu því hafa verið eins mörg og þau hafa yfirleitt nokkru sinni verið. Nú er tekið fyrir þetta allt, en árangurinn hefur ekki orðið sá, að minna hafi verið selt af áfengi heldur meira, og munurinn er talsverður. Maðurinn er einu sinni sá öfuguggi, að hann sækist fyrst og fremst eftir því, sem hann má ekki öðlast, hverju nafni sem það nefnist. Þegar hann veit, að hann getur gengið að ein- hverjum hlut, hvenær sem er og hvar sem er, dettur úr honum löngunin í hann að miklu leyti. Þetta gildir jafnt um áfengi sem annað, og var meðal annars undirstaðan undir svarta markaðs braskinu og okrinu, sem hér blómgaðist til skamms tíma, en er nú úr sögunni, góðu heilli. Þcssi staðreynd, um aukna sölu hjá Áfengisverzlun ríkisins, mundi einnig eiga við, ef hér yrði sett algert bann, og myndin yrði því miður enn óglæsilegri, því að í hvert skipti, sem maður keypti eða seldi áfengi, mundi hann vera að brjóta landslög. Það ætti því að liggja nokkurn veginn í augum uppi, að bann eða höft á áfengissölu er ekki leiðin að því marki, sem stefna ber að, nefnilega að fá þjóðina til þess að draga úr áfengisneyzlu sinni. Um leið og menn vita, að þeir mega ekki neyta áfengis eða þeim er torveldað það með einhverjum hætti, æsist þorsti þeirra, og er þá neytt allra bragða, til þess að afla vínsins — og undir áhrifum þess leiðast menn síðan oft út í ýmiskonar afbrot af öðru tagi. Ætla má, að „milliliðir“ — leynivínsalar — hafi haft drjúg- an gróða af áfengissölu sinni eftir áramótin, og munu þeir því ekki harma, hvernig komið er í þessum efnum. Þeir munu telja hag sínum bezt borgið með því, að höftin á áfengissölunni verði sem mest og víðtækust. Það gerir þeim kleift að hækka verð á vöi’U sinni — krefjast meira gjalds fyrir þjónustu sína. Þeir munu því ekki hafa harmað það, þótt að engu væri gerð tilraunin til þess að koma á nýrri löggjöf í áfengismálunum í vetur, og vafalaust gjalda þeir þeim þingmönnum er að þeim úrslitum málsins stóðu, laun sín við næstu kosningar. Almenningur verður þó væntanlega glöggskyggnari í þessu efni, er þar að kemur, því að áfengismálin eru á því stigi hjá okkur, að þeim verður að koma í höfn á sómasamlegan hátt og fljótlega. Væri algert bann leiðin til þess að kveða áfengis- bölið niður, mundu öll heilbrigð öfl þjóðfélagsins sameinast um það. „Svartasta afturhaldið." f I 'íminn hefur lcomizt að þeirri niðurstöðu á sunnudaginn, að • ,,íhaldið“ sé alls ekki svartasta afturhaldið í landinu. Það eru kommúnistar, sem farið hafa fram úr öllum fyrri metum í þessu efni, að sögn blaðsins, og skal það ekki dregið í efa . Kannske þetta sé þá skýringin á því, að Tíminn hefur stundum undanfarið verið að bera sig aumlega af samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn, og talað um, að ekki sé hægt að leysa öll mál í samvinnu við hann. Kannske hann hafi fundið annao „íhald“, sem sé Framsóknarflokknum betur að skapi, úr því að hann ókyrrist í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Kannské þarna sé ástæðan fyrir því, að sumir forustumenn Framsókn- arflokksins eru taldir hafá hjáriað énn meira vinstra megjn en almennt gerist. Stfórn Mossadeghs nýjar tHlögur. Stjórnin í Teheran liefir nú til athugunar nýja orðsendingu Breta og Bandaríkjamanna varðandi olíudeiluna. Undanfarið hefir borið æ minna á milli, og nú er svo komið, að helzti ástéytingar- steinninn er, hvernig reikna skuli skaðabætur þær, sem ír- anstjórn á að greiða brezk- íranska félaginu, þegar þar að kemur. Bandaríkjamenn bjóð- ast svo til að kaupa olíu í ír- an fyrir 100 millj. dollara. Bandaríkjastjóm hefir verið mjög umhugað, að sættir tækj- ust í deilunni, og meðal annars af þeim sökum, að hún telur lífsnauðsyn, að Rússum verði ekki hleypt inn. í Irán til olíuvinnslu, því að þá mundi sjálfstæði þess brátt úr sögunni, og það yrði innlimað í hagkerfi Rússa. Amerískir sérfræðingar hafa undanfarna mánuði framkvæmt ýmiskonar athuganír í fran, og hafa þeir skýrt svo frá, að ekk- ert sé því til fyrirstöðu, að Rússar geti lagt olíuleiðslur norður að Kaspíahafi, þótt há- ir fjallgarðar sé á leiðinni. Leiðslan mundi verða um 1000 km. á lengd, og væri hægt að koma henni upp á aðeins 18 mánuðum. Hefir flogið fyrir í Teheran, að Rússar hafi þýzka verkfræðinga og aði’a sérfræð- inga, sem sé vanir slíkum fram- kvæmdum, og efni sé fyrír hendi í Kákasus, sem hægt sé að nota til leiðslusmíðanna, ef þörf krefji. Litill var áhugi manna í Arest- mannaeyjum fyrir héraðsbann- inu, og myndi kosningin varla hafa verið talin lögrnæt, ef um prestskosningu liefði verið að ræða, þar sem aðeins helm- ingur kosningabærra mariná neyttu atkvæðisréttar sins. Það má reyndar einkennilegt heita, hve lítinn ■ áhuga almenningur hefur fyrir þessu þýðingarmikla ináli, og í rauninni ótækt að jafn mikilsverð ákvörðun verði tekin um skerðingu persónufrels- is, senx bann alltaf er þegar aðeins fæst lielmingur atkvæðisbærra ; manna til þess að segja sitt álit með kjörseðlinum. Bandaríkjamenn eru von- góðir um, að hægt verði að leysa deiluna, og komið hefir til oi’ða, að amerískur maður, Alton I Jones að nafni, vei'ði fenginn til að stjórna olíuvinnslunni og hi'einsuninni í Abadan. Maður þessi kom m. a. við sögu, þegar stjórn Mexíkós þjóðnýtti á sín- um tíma olíulindirnar í landi sínu, en amerísk félög höfðu haft þær til afnota. Fór Jones þá á vettvang og kom á nokki'- um sættum. r Avarp. til íslenzkar iðnaðarmanna. Stjórn Norræna Iðnsam- bandsins hefur fyi’ir hönd iðn- aðarmanna á Norðurlöndum sent samtökum hollenzkra iðn- aðarmanna samúðarkveðjur vegna hinna miklu hörmunga, er nú hafa dunið yfir hollenzku þjóðina. Jafnframt hefur hún boðið fram aðstoð sína í þeirri mynd, er æskilegast þætti. Hefur samband hollenzkra iðn- aðarmanna þegar svarað og tjáð þakkir sínar. Þar sem oss virðist, að mjög sé áríðandi, að hinu bágstadda fólki berist hjálpin sem allra fyi’st, viljum vér hér með beina þeim tilmælum til íslenzkra iðnaðarmanna, að þeir leggi fram sinn skerf til Hollands- söfnunar Rauða Kross íslands. Sérhvert framlag verður þakk- samlega þegið og sameiginlegt átak verður árangursríkast til þess að bæta mein þeirra, sem tjón hafa beðið og um sárt eiga að binda. Sameinumst því með stéttarbræðrum vorum á Noi'ð- urlöndum xim það að rétta hin- um bágstöddu hjálparhönd í neyð þeirra. ijþandssamband Iðnaðarmanna. Stjdrnarflokkar Austurríkis unnu á Kommúttistar töpuðu þingsæti. Einkaskeyti frá AP. — Vín í morgun. Þingkosningar fóru fram í gær í Austurríki og eru þetta þriðju þingkosninigarnar eftir styrjöldina. — Stjórnarflokk- arnir bættu meirililuta aðstöðu sína á 'þingi. Samvinna hefur verið milli tveggja aðalflokkanna í land- inu, Kaþólska flokksins og jafnaðarmanna. Kaþólski flokk- urinn fékk 74 þingsæti, tapaði 3, jafnaðai’menn 73, bættu við sig 6. Hafa því stjórnarflokkarnir 147 þingsæti af 165. — Óháða bandalagið, nýnazistar og upp- gjafahermenn, fengu 14 þing- sæti, töpuðu 2, og vakti þaö nokki-a undnxn, því að ýmsir voru smeykir um, að þeir bættu heldur við sig en hitt. Komrn- únistar fengu 4 þingsæti, töp- uðu einu. Kosningaþátttakan var mjög mikil, nema . í Kárnten, þar, sem fjölda margir kjósendur urðu að sitja heima vegna in- fluenzufaraldui's. Rekkjan sýnd 4 sinnum í Eyjum. Frá fréttaritara Vísis. — Vm.eyjum í morgun. Undanfarið hefur sjónleikur- inn Rekkjan verið sýixdur hér á vegum Þjóðleikhússins við fádæma góðar undirtektir. Alls voru fjórar sýningar á leiknum, jafnan við húsfylli. í gærkveldi var leikendunum haldið kaffisamsæti. — Stefán Árnason, formaður Leikfélags Vestmannaeyja, þakkaði þeim komuna, og kvaðst vona, að Þjóðleikhúsið sendi fleiri slíka ílokka til Eyja. Gunnar Eyj- ólfsson þakkaði af hálfu gest- anna. Héðan fer leikflokkur- inn til Akureyrar og sýnir þar. Hófsamir heima sitja. Það éru auðvitað þeir, sem teljast til hófsemismanna, er sitja heima og skipta sér ekki af at- kvæðagreiðslunni. Gera má ráð fyrir, eins og kosningin var vel undirbúin af liendi templara, að allir eða allflestir bindindismenn lxafi greitt atkvæði og væntanlega með banni. En hver er þá.skoðun hinna? Og hvernig myndu úr- slitin verða, ef eðlileg kjörsókn xefði verið, miðað við aðrar kosn- ingar? Það verður þó ekki sagt, að ekki liafi andstæðingum banns ins verið gefin kostur á að láta í Ijósi álit sitt. Lágmarks kjörsókn. Það er ýmislegt, sem mælir með þvi, að nauðsyn sé á því að gera að skilyrði við allar kosningar einliverja lágmarkskjörsókn. Nið- urstöður, senx eru fengnar eftir kosningar, sem eru jafn illa sótt- ar og þessar kosningar i Vest- mannaeyjum, eru aldrei tryggar. Því þegar bannið er komið til framkvæmda, og fólk finnur til skerðingar athafnafrelsisins, sem þær hafa i för með sér, er liætta á óánægjuröddum. Svo gæti líka farið, að krafizt yrði nýrra kosn- inga um að aflétta héraðsbanui og úrslitin þá þvoröfug við sein- ustu niðurstöður. Gcta sjálfum sér um kennt. Aðrir segja, og það með mikl- unx rétti, að þeir, sein heirna sitja, og liafi verið á öðru máli, geti sjálfum sér unx kennt. Sjálfsagt sé að láta slíka almenningsskoð- unarkönnun fara fram, við og við, i jafn þýðingarmiklu máli og unx deildu. Eg er þeirrar skoðunar, að það sé sjálfsagt að láta allan almenning, þ. e. kjósendurna í landinu, sem oftast gefa til kynna álit sitt með atkvæðagreiðslum. Eg tel allt of sjaldan leitað til lians yfirleitt, þegar taka skal á- kvarðarii.r i þýðingarmiklum nxál- unx. Væri vel atliugandi, að við Is- lendingar hefðum sama hátt á og Svisslendingar að láta þjóðarat- kvæði skera úr sem allra flest- uni málunx. Ifjá Svisslendingum hefur þessi þátttaka almcnnings í löggjöf gefizt vel, og ætti að geta gefizt vel lxjá ekki stærri þjóð en við Tslendirigar erum. — kr. Gáta dagsins. Nr. 370: Fjói’ir bræður standa á einni þúfu og skjóta livítum pílum frá sér? Svar við gátu nr. 369: ' Kanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.