Vísir - 24.02.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 24.02.1953, Blaðsíða 7
PFiðjudagjnn ,24. lebrúar 1953. f 5 I THOMAS B. COSTAIN: I i | Ei má sköpum renna. | •MHiiiMiHfeiaiil 110 .■ ■ ■ ■ !■■■■■■■■•■■■•■■■■■ ,-„Við skulum ekki ræða um Gabrielle frekara," sagði Frank og var enn rólegur. „Eg mun ræða hana eins og mig lystin Mér geðjast aidrei að henni og treysti hennl áldrei. Fyrst náði hún Caradoc á sitt vald — og svo hremmdi hún í>ig sem þann næstbezta. Og eftir það, sem hún gerði í leikhúsinu og allir vita um, á hún ekkit afturkvæmt til Frakklands. Þess vegna giftist hún þér og af engri ástæðu annari.“ „Eg elska hana og hún elskar mig. Það er það eina, sem skipt- ir máli, og. þér mun ekki takast að reita mig til reiði, móðor. Það, sem eg kom til að ræða við þig, er þetta. Eg verð að taka við þessu húsi nú þegar. Gabrielle er sem stendur í íbúð minni, •erv eg ætla mér að koma með hana hingað í kvöld." Móðir hans fór í vamarstöðu svo skyndilega, að honum fláug í hug, að andúð hennar og þykkja hefði virst meiri en hún í reyndinni var. Hún tók upp handklæðið, settist og lagði það á enni sitt. „Æ, hvað mig verkjar í höfuðið — það er eins og það ætli að springa. Þú sérð kannske fyrr en varir hvernig þú ert að fara með mig, Francis, þú tekur ekkert tillit til mín. Og það hefur þú aldrei gert. Þú ert alveg eins og faðir þinn var.“ „Það er eina lofið, sem eg hefi fengið frá þér, fyrr og síðar, — þótt það sé ekki meint sem lof — að eg sé likur föður mín- um. Eg mundi feginn hafa frestað þessari viðræðu, ef það hefði verið hægt, en þú munt skilja, að bezt er að fá þetta útkljáð þegar. Eg verð að búa sem bezt í haginn fyrir konu mína.“ „Þú hugsar bara um hana. Þú ert ekkert að hugsa urn mig, móður þína.“ Hún lagði báðar hendur að höfði sér og dæsti. „Ó, höfuðið á mér, — eg held, að eg sé að ganga af vitinu.“ „Þú ættir að fara að hátta. Við getum rætt þetta frekara á morgun. Þér líður kannske betur þá.“ „Og þú ætlar að koma hingað með þessa konu? Við getum ekki búið undir sama þaki.“ „Það verður þú að taka ákvörðun um fyrir þitt leyti. Þetta er mitt heimili og eg ætla að koma hingað með konu mina þegar í kvöld.“ „Þú gafst mér húsið. Það var samkomulagsatriði." „Eg leigði þér það til fimm ára og leigutíminn var út runninn fyrir þremur árum.“ Hún rétti fram hönd sína eftir pilludós, tók eina og gleypti. Hún horfði á hann ásökunaraugum: „Eg verð fárveik og það er þér að kenna.“ „Þá skulum við ekki ræðast við frekara í dag.“ „En það verðum við að gera.“ Hún sat með lokuð augu um stund. „Það er ekki víst, að réttindi þín séu eins augljós og þú ætl- ar, ungi maður. Það skal svo sannarlega verða athugað'. Og ekki tekur þú tillit til Caradocs frekar en vanalega. Hann hefur notað húsið til þess að taka á móti vinum sínum —“ „Hann verður að sjá um sig sjálfur. Eg vil, að það komi greinilega fram, móðir, að eg vil að þú hafir heimili þitt á- fram hér, ef þú óskar þess, og þú verður alltaf velkomin, en það er augljóst mál, að þú verður að bæla niður andúð þína á Gabrielle.“ „Ó, því þurftir þú að koma aftur núna? Þessi skelfilegu mis- tök þín verða hið mesta áfall1 fyrir Caradoc og Mary.“ „Hvert okkar um sig hefur sínu eigin lífi að lifa.“ „Þú ætlar þá einvörðungu að hugsa um þinn eigin hag.“ „Þú getur orðað það þannig', ef þú vilt.“ „Eg verð ekki stundu lengur í þessu húsi, ef þessi kvenmaður kemur hingað,“ sagði frú Ellery af miklum ákafa. „Þú tekur sjálf ákvörðun þína þar um, eins og eg hefi áður sagt.“ . „Þú ætlar þá að hrekja burt móður þína, vegna þessarar ævintýrakonu?“ Hann svaraði eins rólega og hann gat: „Ef þú ferð þá ferðu af frjálsum vilja. Eg hefi ekkert frek- ara að segja.“ „Þú getur staðið þarna, Francis Ellery, og talað þannig til móður þinnar.“ Hann mælti af nokkrum þunga, en þó stilltur vel: „Þú verður ap láta þér skiljast, móðir, að eg mæli ekki sem sonur, heldur sem eiginmaður — eiginmaður hinnar yndisleg- ustu óg aðdáunarverðustu lconu, — og hamingju þessarar konu set eg ofar öllu.“ --------- |>ag var hvergi ljós í glugga, er Frank kom þremur klukkustundum síðar með konu sína. Þar sern enginn svaraði, er hann hrihgdiÓþþnáði' ligí-hiá sjálfur dyrnar ’ix.eS útidyralykli sínum-’ ' „Þáð líter ekki út fyrir, að hér sé neinn,“ ságði hann. Gabri- elli hélt þéttingsfast í handlegg hans í dimmunni. „Mér .er heldur léttir að því en hitt,“ hvíslaði hún. „Frestur er á illu beztur." ;,Það er ékki víst, að þið hittist nokkurn tíma, elskan min. Eg er þannig skapi farinn nú, að eg kysi það helzt.“ „Þú hefur ekki sagt mikið um 'viði-æður ykkar, en.það legst í mig, að þetta hafi ekki verið auðvelt fyrir þig. En þetta vissi eg fyrir, eins og eg sagði við þig.“ Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana mörgum sinnum. „Eg læt mér það í léttu rúmi liggja. Afstaða þeirra og fram- koma hefur engin áhrif á mig. Því máttu ávaUt trúa.“ „Mér stendur líka á sama, ef það veldur þér ekki áhyggjum og leiðindum." Hann kyssti hana enn éinu sinni áður en hann sleppti henni. „Eg verð að kveikja. Eg var heppinn að hafa tinnubyssuna mína meðferðis." Hann kveikti á kerti í véggstjaka. „Eg hefi aldrei komið hér fyrr,“ sagði Gabrielle, þegar Frank hafði kveikt á fleiri kertum. „Þettá verður þá heimili mitt— eg er hrifin af því, — það er tilkomumikið.“ Það kom æ grénilegar í Ijós, er þau fóru herbergi úr herbergi, að móðir hans hafði farið „í flaustri að heiman". Og allt þjóna- Iiðið hafði hún tekið með sér. Ekki hafði verið kveikt upp eða neinn viðbúnaður hafður til þess. að hægt væri að gera það í snarheitum. Og það hafði ekki einu sinni verið tekið af borðinu, að miðdegisverði loknum. Það kom brátt í ljós, að Topp hafði verið vitni að burtförinni, og kvað hann fylkinguna með kerlu í fararbroddi hafa farið með svo miklum hraða, að sér hefði virt standa blár logi aftur af henni. Gabrielle var búin að jafna sig og var orðin kát og hress, eins og henni var eðlilegt. Hún sleppti ekki taki af handlegg hans og vildi óð og uppvæg skoða aUt frá hanabjákla og niður í kjallara. „Þetta er áeriðanlega stærsta húsið, sem eg hefi nokkurn tíma átt heima í — nema í Rússlandi — sumt dálítið þungbúið, en eg mun brátt koma öðrum svip á það. Það verður gaman að fara í búðir og kaupa allt, sem þarf.“ „Þú skalt fá allt, sem þú óskar þér, Gaby.“ GabrieUe gat ekki varist því að geispa, er þau komu aftur í setustofuna. „Eg er dauðþreytt. ..Þú sagðist verða að fara í skrifstofuna, en eg sleppi þér ekki núna. Þú mátt ekki skilja mig eftir eina núna. Eg veit .ekki nema þau komi aftur og hreki gleðikvendið burt — vUji ekki að eg hvílist í neinu ættarrúmmu.“ „Þú skalt ekki ala neinar áhyggjur," sagði hann og hló. „Eg ætla ekki að yfirgefa þig. Eg hefi látið Topp spyrjast fyrir. Enn hafa engar fregnir borist.“ „Þá vil eg fara að hátta undir eins.“ „Við verðum líklega að hírast í gamla herberginu mínu í nótt,“ sagði hann, en svo varð hann mjög hugsi á svip. „Þegar Á kvöldvökunni, Bóndinn fór í kaupstaðinn, til þess að kaupa sér bifreið. Hann skoðaði margar, og loks sá hann eina, sem honum leizt vel á. Hún átti að kosta 56 þúsund krónur. Bóndinn samþykkti verðið, fór út í gamla skrjóð- inn sinn og sótti þar mjólkur- brúsa, sem hann sagði, að bíl- verðið væri í. Sölumaðurinn taldi féð, en þar reyndust að- eins 54 þús. krónur, þótt talið væri tvisvar. • Skopleikarinn W. C. Fields naut ekki verulegra vinsælda í HoIIywood, því hann var harðskeýttur og tannhvass, ef í það fó.r Margir glöddust ’því, er Mað eitt skýrði frá andláti hans. En Fields var alls ekki dauo- ur, svo að hann hringdi til rit- stjórans, og mælti: „Hvernig getur yður dottið í hug að birta fregn um það, að eg sé dauð- tir?“ „Afsakið,“ svaraði rítstjór- inn, „en hvaðan hringið þér?“ Hann hafði ekki ein heldur tvær konur í bifreiðinni hjá sér — konuna sína heittelskuðu og tengdamóður sína. Þær voru al- vanar að stjórna bifreið úr aft- ursæti, og við hvert götuhorn gáfu þær liohUm óteljandí leið- beiningar. Löks leiddist honum þetta, svo að hann sagði: „Heyrðu, Anna — hver er það eiginlega, sem stjórnar bilnum? Þú eða hún móðir þín?“ :ít”U Fjársöfnun i V V v! & i! V V v. v.', V V V Vr: Vi- V' V . V s . Vi ^Minnisblað yfir nokkr-V. • V. ^ar vörutegundir sem vérV' S höfum á boðstólum. V S v; s V Vti V V JKveimadeildar SffSð- jvamaféiags ísfands ll leykjavík. •Dömudeitd: Léreft, ýmsar breiddir.ý Léreft, dún og fiðurhelt. V' Sirs, ýmsar gerðir Og ^ breiddir. ^ Tvisttau. y Flonel. V Gardínuefni V Kjólatau, fallegt úrvalV Samkvæmiskjóíaíau Peysufatasvuntuefni Kvennærföt Magabelti Brjósthöld Undirföt Náttkjólav Peysur Pils Hanskar Handklæði Höfuðklútar Slæður Sioppar Kápur Dragtir Snyrtivörur, ýrosar tegundir. íHerradeifd: ÚHU Aíhhí Einu siimi var .... Eftirfarandi bæjarfrétt mátti lesa í Vísi hinn 24. febrúar 1918: ísfirzku vélbátarnir munu nú aUir vera komnir' fram. Tveir þeir fyrstu komu hingað á föstudagsmorgun eða nótt. Annar þeirra var v.b. „Freyja“ (skipstj. Guðm. Jóns- son). Hann lá á Dýrafirði á þriðj.udaginn ásamt fleiri bát- urii,, ;sem .hléypt höfðu þar inn. Tveir bátarnir „Eggert Qlafs- son“. og „Sverrir" höfðu lask- azt talsvert. „Eggert“ hafði hleypt þangað á mánudag með brotið stefni (eftir ís) og hafði misst „davidana" og bát af þU- fari. Frá Dýrafirði var „Freyja" í 33 tíma hingað og hreppti af- spyrnu suðaustan rok, en frá ísafirði lagði hún síðast allra j vélbátanna. Tveir farþegar ! komu hingað með „Freyju“ frá Dýrafirði, þeir Nathanaél ’ Mósesson kaupináður og út- j gerðarmaður og Jens Guð- imundsson kaupniaður. Herraföt Kykfrakkar Úlpur Hattar Húfur Skyrtur Bolír Nærbuxur, stattar og síðar Bindi Náttföt Sokkar " Belti Axlabönd Rakvélar Ferðatöskur Lyklaveski Peningaveski o. fl. o. fl. o. £1, (ifyöp goff málefni. s s s s s s s s 1 s N s s V V V V V X V. V V V V V V V V X y s I V- V S y. V, V V V V V V V V t V s V V s V V v; V! Vi V; v; v V; V s vörur ogl V V V V V i V V s ' V JÍ. Blðndal h.f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.