Vísir - 25.02.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 25.02.1953, Blaðsíða 1
S§ii:; 43. árg. Miðvikudaginn 25. febrúar. 46. tbl. ' »fl B.v. Jón Baldvinsson fékk íundurdufl í vörpuna í gær- morgun, er hann var að veiðum á Eldeyjarbanka. Var duflið tekið á þilfar og tilkynnt hingað um það. Sigldi svo togarinn til Reykjavíkur og lagðist á ytri höfnina og var tundurduflið gert óvirkt. Voru skipverjar í Magna, meðan á þessu stóð, og var honum siglt nokkuð frá, í öryggisskyni. Það var Haraldur Guðjóns- son, bóndi að Markholti i Mos- fellsvseit, sem gerði duflið ó- virkt. Hann hefur haft með höndum fyrir Skipaútgerð rík- isins, að gera óvirk tundurdufl sem fundist hafa hér syðra, en hefur stundum farið norður slíkra erinda. Sfcipbrotsmenn farnir ao austan. Skipbrotsmehnirnir af vb. Guðrúnu Iögðu af stað frá Hall- geirsey í Landeyjum áleiðis til Reykjavíkur í morgun. ¦ '! Vísir' átti tal við Guðjón bónda-Jónsson*í Hallgeirsey í morguh, og tjáði hann blaðinu, að skipvérjar hafi verið hress- ir; tæpastkvefazt, enda hraust- menni.-Guðjónfór með Svein- birad-Hjálmarssyni, sem slas- aðist, til læknis í gær,: og gerði hann að sári hans, og er ekki búizt ¦;við, að Sveinbirni verði meintaf. 5 Úr vb. Guðrún hafði ekkert rekið ,: néma tvo bjarghringa og tvær fiskifjalir, en ekki var búið¦'' að ganga á fjörurnar í morgun. Suðvestan stormur var þar í morgun og mikið brim. Fióttantanna- straumurinn vex enn« Bonn (AP). — Flótta- mannastraumurinn til V.- Berlínar frá A.-Þýzkalandi er enn hraðvaxandi. Hefur hann aukizt um 5000 frá þvi í janúar, sem var metmán- uður. Þá komu 25.000 flótta- menn, en 30.000 eru komnir í þessum mánuði og munu margir við bætast til helgar og sennilega koma upp undir 35 þúsund samtals í febrúar. Seinustu tvo dagana haf'a nefnilega komið 6000 flótta- menn til borgarinnar og hald ist sá straumur til helgar er fyrirsjáanlegt, að 35 þúsund b.. m. k. verða komnir á mið- nætti n. k. iaugardagskvöld. KSVFÍ fékk 20 þús. kr. Góudagssöfnun kveimadeild- ar Slysavarnafélagsins í Reykjavík s. 1. sunnudag gekk vel. Söfnuðust yfir 20 þúsund krónur. Þetta er ágóði af merkjasölu og kaffisölu deildarinnar, sem árlega efnir til slíkrar söfnunar í þágu slysavarnanna. Ekki eru komin skil frá öllum, en 20 þúsund kr. hefur verið skilað, svo að enn verður um dálitla hækkun að ræða. Árangurinn mun vera svipaður og í fyrra, og má heita mjög góður, miðað við það hve mjög hefur. verið leitað samskota í seinni tíð. Sækir farm af brönuefni. Nýlega brann egypzkur bær að heita mátti til kaldra kola og urðu eftir eldsvoðann þúsundir manna húsnæðislausir. Margir fórust í eldinum og aðrir brenndust svo flytja varð þá í sjúkra- hús. Myndin er af konum með börn sín, sem h afast við í húsarústum. Eíérfossi hleypt af stokkutiusn á sunnuilag. Siglir um göturnar til styrktar Karlakór Reykjavíkur. Á sunnudagmn kemur hleyp- ur „Kórfoss", hið mikla skip Karlakórs Reykjavíkur, a£ stokkunum og er honum ætlað að sigla um götur Reykjavik- urbæjar næstu daga þar á eftir. Óvíst er um áhöfn skipsins, nema hvað fullráðið er að skip- stjóri verður um borð til að .stýra skipinu gegnum boða og framhjá blindskérjum; Skipið er af Ford-gerð og uppistaðan í því gamalt bíl- skrifli, sem einn félagi karla- kórsins á. Síðan hefur skips- líkan verið búið til úr kross- viði utan um bílinn og er þessa dagana hamast við að mála „dallinn". Á sunnudaginn verð- ur honum hleypt af stokkunum eins og áður getur, og „siglt" um götur bæjarins ef vélin veið ur þá í gangfæru lagi. Lokasóknin. Tilgangurinn með ,^Kórfossi" er að hef ja allsherjarsókn með sölu happdrættismiða kórsins til ágóða fyrir Miðjarðarhafs- förina. Verður þá og næsta hálf an mánuðinn á eftir selt það, sem eftir verður af happdræxt- ismiðunum. Á sunnudaginn kemur selja ýmsir kórfélagar happdrættismiða víðsvegar í bænum eins og gert var s.I. sunnudag. Eins er það vel þeg- ið, ef einhverjir vildu taka að sér sölu happdrættismiða gegn góðum sölulaunum, og er þá ekki annað en snúa sér til Ferða skrifstofunnar Orlofs. Siglt til Afríku. Þann 25. marz, kl. 10 að kvöldi, er gert ráð fyrir að kór- inn verði svo efnum búinn, að hann geti lagt af stað til Suð- urlanda og verður þá Gullfoss notaður sem farkostur í stað Kórfoss. Fyrsta höfn, sem komið verð- ur til, er Algier á Afríkuströnd. Þar efnir kórinn til hljómleika, og syngur e. t. v. einnig í út- varp. Þaðan verður haldið til Palermo og Sikiley og sungið þar bæði í hljómleikasal og í útvarp. Síðan er förinni heitið (Fram a 8. sáðu) l>ing Sþ: Búizt er við detlttfti strax. New York (AP). — Dagskrár- nefnd allsherjarþings S. Þ. kem ur sarnan til fundar í dag. Tekur hún ákvarðanir um, hvaða mál skuli tekin fyrir á þinginu og í hvaða röð þau skuli rædd. Búast menn við, að talsverS- ur ágreiningur verði í nefnd- inni um þetta. Evrofuiherinti ræddur í détg. Róm (AP). — Utanríkisráð- herrar Vestur-Evrópu halda í dag áfram fundi sínum og verð- ur nú aðalvandamálið á dag- skrá. Það er Evrópuherinn og við- aukatillögur Frakka eða skil- yrðí fyrir fullgildingu. Aðalræðumenn munu verða Bidault utanríkisráðherra, sem gerir grein fyrir afstöðu Frakka og Adenauer kanslari V.-Þýzka lands, sem gerir grein fyrir mótbárum Vestur-Þjóðverja gegn frönsku tillögunum. Eins og sagt hefur vei-ið frá ítarlega hér í blaðinu er nú mikill hugur í mönnum að auka sem mest framleiðslu á skreið til útflutnings. Hefur verið flutt inn mikið af timbri i trönur til herzlu á fiski á ýmsum stöðum, m. a. hér í Reykjavík, á Akranesi og víðar. Þróunin í þessa átt held- ur áfram og verður innan skamms sóttur til Finnlands heill skipsfarmur af timbri í trönur. Arnafell, sem nú ef í Kefla- vík, sækir timbrið til Finnlands. Peron í heimsókn í Chile B. Aires (AP). — Peron fór nýlega til Santiago í Chile í S daga opinbera heimsókn. Ók hann ásamt forseta Chile til bústaðar argentiska sendi- herrans í opinni bifreið, en þúsundir manna hylltu hann. Peron var seinast í Santiago fyrir 16 árum og var þá hern- aðarlegur ráðunautur argen- tiska sendiráðsins. Dr. Sveinn Bergsveinsson prófessor við Beriínarháskdla. Káðinn til eins árs til að byrja með. Bretar hækka gjöld til hersins. London (AP). — Áætluð út- gjöld til brezka hersins á næsta fjárhagsári eru 636 millj."stpd. Hækkunin nemur um 56 millj. stpd.j miðað við núverandi fjár hagsár. — Þess er aS geta, að verðlag á ýmsu, sem herinn þarfnast hefur hækkað mjög mikið. Þýzki hershöfðinginn von Rundstedt andaðist í gær í Hannover, 77 ára að aldri. Dr. Sveinn Bergsveinsson er fyrir nokkru farinn til Þýzka- lands, tií 'þess að taka við pz-óf- essorsembætti við Berlínar- háskóla. Dr. Sveinn vá'r boðin staðan sem prófessor í hljóðfræði við Berlínarháskóla í Austur-Ber- lín, til eins árs, frá 1. nóv. s. 1. að-telja. Ekki gat hann farið af stað héðan fyrr en í janúar, og mun hann nú hafa tekið viS kennslu, en kemur væntanlega heim aftur í júlí, er sumar- leyfi heíjast, en starfar siðán á- fram þar til í nóvember, eða lengur. Dr. Sveinn Bergsveinsson er kandídat í íslenzkum fræðum frá Háskóla íslands, en varði doktorsritgerS viS Hafnarhá- skóla um hljóðfræðileg efni. Hann hefur ritað mikið um hljóðfræðileg efni í erlend tímarit, en dvaldi í Berlín á stríðsárunum, aðallega við þá stofnun Berlínarháskóla, sem; fjallar ' um „experimental fonetik". Vann hann þar meö próf. Westermann, kunnum. hljóðfræðingi. Nýlega lauk hann við að! semja fyrsta bindi af nýyrða- safni, en það verkefni var hon- um falið af nefnd þeirri, sem um það mál fjallar, en í henni eiga sæti prófessorarnir Alex- ander Jóhannesson Háskóla- rektor, Einar Ól. Sveinsson og Þorkell Jóhannesson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.