Vísir - 04.03.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 04.03.1953, Blaðsíða 7
jVljðvikudaginn .4; marz,l#á3. t ■HtiiHuiiiiniaiMHiHinMiHiitimuuamiiMiiii þau sér fram á borðstokkinn. Skipið lyftist hægt á öldunum við. og við og hlærinn lék sér við koparrauðu lokkana. Hún gat ekki varist því, að horfa á hann við og við, er hún hugði að hann mundi ekki veita því eftirtekt, og nú — ér gremja hennar var hjöðnuð, trúði hún því, að hann væri á leið til Kristoferseyjar til þess að flýja undan styrjöldinni. Hann leit í rauninni alls ekki út eins og sá, sem mundi flýja undan erfið- leikunum. Hann leit frekar út fyrir, að vera úr flokki þeirra, sem eiga það til að minnsta kosti að ana út í einhverja hættu. Hann var hár og sámsvaraði sér vel, breiður um herðar, hárið brunt og dökkt, loðnar brúnar, blá augu, drættir hvassir. Söru flaug í hug, að stallsystur hennar mimdu hafa sagt um hann, að „hjartað bráðnaði í brjóstinu bara af að horfa á hann.‘: Sara brosti af tilhugsuninni og sagði við sjálfan sig: „En mér fyrir mitt leyti finnst hann ekkert aðlaðandi. Kannske eg geti ekki orðið hrifin af manni af hans tegund.“ Hann var klæddur gráum buxum og rauðri sportskyrtu, fleg- ihni i hálsinn, með hálfermum, og þegar hann teygði úr sér letilega, eins og hann gerði nú, sá hún vöðvana hnyklast á brjósti hans og herðum. „Vinstúlka mín, Millicent Gibbons, ætti að vera hér, en ekki eg,“ hugsaði Sara og brostL Er hugur hennar var kominn út á þessar brautir fór hún brátt að hugsa um það, hvers konar manntegund henni sjálfri mundi geðfelldust. Hún hafði ekki hitt fyrir marga menn, sem hún hafði orðið hrifin af. í rauninni aðeins einn, sem hafði heillað hana. En það hafði reynst stutt og endasleppt ævintýri. Hún hugsaði oft um það, því að henni var það ekki sársauka- laust, en gerði sér þó fulla grein fyrir, að það sem hafði gerzt, særði metnaðartilfinningar hennar aðeins. Það var engin skyn- semi í að halda áfram að elska mann, sem fyrir fjórum árum hafði snúið við henni balci — eftir að hafa komið skammarlega fram. Og það kom stundum fyrir,. að hún mundi ekki einu sinni glöggt hvernig Mark leit út. Hún sá hann óljóst fyrir hug- skotsaugum sínum. Mundi aðeins, að hann var hár, grannur, dökkur, hrokalegur, fölleitur og kinnbeinamikill, með auga- brúnir, sem náðu næstum saman, hraðmáll, eirðarlaus. Hann var fullur af lífsþróttí — hann var maður, sem vildi njóta lífs- ins, og það hafði verið gaman að mörgu um skeið, en eftii* á hafði hún liðið mikið. Þau kynntust í Berlín síðla sumars. Á yfirborðinu virtist gleði og kæti ríkjandi, en það ólgaði undir niðri. Það fór þó alveg fram hjá henni, að til alvarlegra tíðinda dró. Hún var nítján ára — göturnar breiðar og fagrar, lauf- skálar og garðar, fagur hljóðfærasláttur! Sara var ástfangin. Berlín var töfraborg, því að þar hafði fundum hennar og Marks borið saman. Mark Harskin var bandarískur fréttamaður, sem starfaði við eina fréttastofuna, og þau kynntust fyrsta kvöldið, sem þau voru í Berlín, á Café Heinrich, þar sem Bernice, Tony og hún komu fram í söngva- og dans-þætti. Þetta var fyrirtaks þáttur, sem menn höfðu haft mikla ánægju af hvarvetna. Þetta vor og Tony og hún dönsuðu. Og þótt furðulegt‘ væn naut þátturinn mestrar alþýðuhylli í Berlín — og meiri én nokkurs staðár annars staðar. Þau voru ráðin til að leika og syngja í Café Héinrich í þrjár vikur, en voru þar 1 sex. Og hún hafði hitt Mark næstum á degi hverjum. Þau neyttu oft hádegisverðar saman á veit- ingastöðum undir beru lofti eða í veitingasölum, þar sem stór- ar hljómsveitir voru, og stundum í litlum matstofum, þar sem allt var hólfað sundur og þau gátu setið brosandi hvort gegn öðru — og stundúm héldust þau í hendur undir borðinu. Og þegar Mark var ekki að vinna hittust þau í hléinu milli þess, sem þátturinn var sýndur. Oft voru Tony og Bernice með þeim, og um það ér lauk. Henri Lebrun, nýr aðdáandi Bernice. í upphafi reyndu þau Sara og Tony að koma því til leiðar með gamni og glettni, að Bernice sneri baki við Henri Lebrun. Þeim fannst það næstum hlægilegt, að þessi miðaldra, fremur gildvaxni Frakki frá' Kristófersey í Vestur-Indíum, gæti komið sér í mjúkinn hjá Bernice,- sem var nítján ára og mjög fögus. Sara hqlt 1 fyrstuj að Tóny hefði ekki neinar áhyggjur út ᣠþessu, og ýiséulega flaug henni sjálfri ekki í hug, að nein alvara. gæti verið.á f'erðum. Það var Mark, sem hafði komið kvöld nokk- urt með Hénii Lebrun, og eftir það kom hann á hverju kvöldi. En um það er lauk hætti hún að glettast og gera að gamni ,sínu við Bernice út af þessu, og Tony stökk ekki bros. Tony — hinn frábæri dánsari, sem fáum mánuðum áður en Sara lagði af stað frá Englandi, háfði orðið, að nauðlenda á sjó, vegna þess að Spitfireflugvélin hans varð fyrir sprengju. En iöngu áður hafði Bemice gifzt Lebrun og farið til Vestur-Indíaeyjanna og setzt að á Kristófersey með honum. Tony hafði komið til fundar við Söru í sjúkrahúsinu, þar sem hún lá, áður en hann lagði aí stað í seinustu flugferð sína. Hanmhafði setið við: rúinchehriáf |í'B!ágráa flugmahnsbúníngh- um sínum, eins snyrtiíegur og hann var 1 Harlequin-búningi sínum, ér þau dönsuðu sáman í þættinum, forðum daga. Er hánn hafði setið þögull nokkra s.tund mælti hann: „Hvað fréttirðu af Bernice, Sara?“ „Eg hefi ekki frétt neitt af henni lengi,“ svaraði hún. „Eg , skrifaði henni fyrir mánuði, skömmu eftir að eg var flutt t hingað.“ | „Ef þú skyldir einhvern tíma hitta hana, ætla eg að biðja! J?ig að færa henni hjartans kveðju mína og færa henni þetta.“ | t Þáð vár ekki láust við;J að honum færist óhönduglega að ná upp úr vása sínum dálitlum skartgrip, sem hann fekk henni — demantsskreyttri nælu úr gulli, með skeifulagi. „Móðir mín átti þennan grip,“ sagði hann. „Mig langar til, að Sara fái hann. Það er einkennilegt allt saman — eg ætlaði að gefa henni næluna í Berlírí þetta sumar, en svo kynntist hún Lebrun, og það hljóp í mig þrjózka. Það urðu miklar breyt- ingar þetta sumar —“ Rödd hans varð allt í einu beizkju þrungin. Sara færði höfuð sitt til lítið eitt á koddanum. En hana sár- kenndi til. „Já, það gerðist margt einkennilegt þetta sumar,“ svaraði hún. ; „Allt var svo yndislegt framan af þetta sumar. Bernice var ung — og eg líka. Eg ætlaði mér að biðja hennar einhvem tíma — eg hélt, að við gengjum bæði út frá því sem gefnu, því að' eg hélt, að hún bæri svipaðar tilfinningar í brjósti til mín og eg til hennar. Og svo kom Lebrun — eg hefði ekki tekið þetta svo nærri mér, ef hann hefði verið ungur og aðlaðandi.“ „Hann virtist góður í sér,“ sagði Sara veikum rómi. „Og efnaður," sagði Tony og hélt áfram eftir nokkra þögn: „Mér fannst alltaf einkennilegt, að hann skyldi verða tekinn í okkar hóp — og líka einkennilegt, ^ð hann skyldi vera jafn- mikiE vinur Marks og hann virtist vera. Sagði Mark þér nokk- urn tíma hvers vegna þeir voru vinir?“ „Nei, en henni virtist geðjast að honum.“ „Já, fannst þér það elcki einkennilegt líka? Hugleiddirðu aldrei, Sara, að Mark breyttist eftir að hann fór að kynnast Lebrun?“ „Fannst þér það?“ sagði Sara og óskaði þess af öllu hugskoti sínu, að hann vildi hætta að tala um þetta. Hún vildi ekki tala um Mark — en það var einkennilegt, að Tony túlkaði í raun- inni tilfinningar hennar. Henni hafði jáfnan fundizt þegar frá byrjun, að hann- hefði orðið henni fráhverfur, eftir að hann fór að þekkja Lebrun. Og Lebrun hafði alltaf virzt ákafíega vinsamlegur gagnvart henni. Henni fannst ósanngjarnt, að kenna honum það, sem gerzt hafði. „Þú hefir vitanlega ekki frétt neitt um Mark?“ spurði Tony og stakk höndunum í buxnavasana. „Nei, ekki árum saman — ekki síðan við vorum í Berlín.“ „Jæja, það hefði verið gaman að vita hvað af honum varð. Hann þurfti aldrei að verja miklum tíma til fréttastarfseminnar, að mér fannst. Nú, eg verð að koma mér af stað —,“ Hann tók í hönd mér og mælti nú eðlilega og eins og forðum daga: Á kvöídvöknnni. Frh. af 4. síðu. Schelde, þar sem hún rennur í sjó fram, Grevelingen og Har- ingvliet sundunum, og sundun- um milli Vestfrísisku eyjanna í norðri, til þess að „innbyrðá“ Waddensjó (sjá uppdr.). Einu siglingaleiðimar og út- rennsli til sjávar yrðu þá um Rotterdamskurðinn og vestari kvísl Schelde (auðkennd með töíunni 2 á uppdrættinum). Áð loknum þessum framkv. ýrði opin sjávarströnd að- eins um 430 km., er nú yfir 1300 km. á lengd. Ríkisstjórnin hefir jafnan talið, að þessi áætlun væri. mikils til of kostnaðarsöm, en, það sem gerðist í vetur knýr Hollendinga til þess, að því er horfir, að ráðast í þessar stór- kostlegu framkvæmdir. Vafa- laust munu Hollendingar fá stuðning annara þjóða til fram- livæmdanna. Eins og kunnutg er biðu um 1400 manns bana af völdum náttúruhamfaranna í byrjim febrúar. Frá Zeeland og eyjun- vun varð að flytja yfir 65.000 manna. Sjór flæddi yfir 15.7% af ræktuðu landi í Hollandi. Gizkað er á, að 144.000 naut- nautgripir og hross hafi drukknað af um 585.000 í flóðahéruðunum. Þegar Willem Drees þakkaði hina miklu aðstoð, sem. aðrar þjóðir hefðu veitt gat hanti þess, að helikopterflugvélar hefðu bjargað 2200 manns frá drukknun. Hefir aldrei komið skýrara í ljós, hver not geta orðið af slíkum flugvélum við björgun. Meðal þeirra, sem bjargað var frá Duiveland, var 102 ára gamall maðvu*, elzti í búi í Zeeland. „Þið hefðuð heldur átt að bjarga þeim, sem yngri eru en eg,“ sagði gamli maðurinn. Kona nokkur, mikillát, kom inn í strætisvagn og sendi illi- legar augnagotur hóglátum manni, sem sat þar aftarlega. Maðurinn stóð upp auðmjúk- lega og bauð henni sæti sitt. Henni kom ekki til hugar að þakka fyrir, en tók sér sæti. Um leið og hún settist tók hún til máls og mælti svo hátt að heyrðist um allan vagninn: „Hvers vegna stendurðu þarna upp á endann, komdu hingað o'g seztu í kjöltu mína.“ Hinn hæverski maður eld- róðnáði og' stamaði hásum rómi: „Fyrii'gefið, frú, eg er hræddur um að eg eigi þyílík- an sóma ekki■ skilið.“ „Þetta ,er. ósvífni!“: æpti kvenmaðui'inn- : ,„Þérr;:' vitið mæla ve), að v'g.er að, t.aia við hana systurdóttúr mina,’ sem : stendur á bak við yður.“ sagði hann. „Það verður svo jþreytandi til lengdar að stríða kettinum.“ Qhu Áihhi Mk.,. í bæjarfréttum Vísis 4. marz 1918 segir svo m. a. Leiðinlegt til lengdaiv -— Sonurinn talaði við nióður sína og éar löngunarfúllur á svip: „Heyðru itianna, cignast eg ekki bráðum litla systur?“ „Langar þig til þess, elskan mín?“ sagði mamma blíðlega. Drengurinn kinkaði kollin- uin, alvárlegiir l bragði: iríig' íangá'r til þess,“ Kjötverðið. Sláturfél. Suðurlands og ís- húsfél. við Faxaflóa hafa ný- j lega hækkað verð á frystu kjöti um 10 aura kg. Ekki er mönnum vel ljóst, af hverju þessi hækkun muni stafa, enda hefir ekki heyrst að aðrir, sem (fryst kjöt selja, hafi hækkað verðið. i Menn myn;glu yáríá .hrokkva við,: þótt. nauðsynjavará hækk- aði um 10 áui'áLkg. nú. Þá var og þessi frétt. Ameríkubréfin. , Það er nú talið alveg víst, að bréf þau, sem héðan eru send til Araeríku,. muni ekki síður komast til skila, þó ,þau séu skrifuð á íslenzku, þvi að bæði vita menn að slík bréf hafa komizt til skila í Ameríku eins og bréf þaðan , hingað, enda munu Íslenditigai', yera látnir skoða bréfin. Ströng húsleit I Kairo. Einkaskeyti frá AP. — Kairo í morgun. Mesta húsrannsókn, sein gerð hefur verið hjá kommún- istum í Kairo, var gerð í gær í leynilegri bækistöð, sem þeir höfðu þar. Lögreglan tók í sína vörzlu mikið af skjölum o. fl. og lagt var hald á prentvélar. — Þetta leiddi til víðtækustu húsrann- sókna og var alls leitað í 30 húsum og 40 menn handteknir. Vogabúar Munið, ef þér þurfið áð að auglýsa, að tekið er á móti smáaiigiýsingum I Vísi í Verzlun Árna J. Sigurðssonar, Langholisvegi 17 4 Smáauglýsíngar Vísis eru ódýrastar og felÍÉÍÍP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.