Vísir - 04.03.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 04.03.1953, Blaðsíða 8
Mr sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 11, hvers mánaSar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VfSIB er ódýrasta blaðið og þó *—* breyttasta. — Hringið í síma 1660 og áskrifendur. Áfengisvarnastöðin getur vart annað öilu, sem gera þarf. Þai* starfa tveii* læknar ank Eijúki'im arkoiiii. Mynd bessi er tekin af Eisenhower forseta Bandaríkianna, þegar haiin flutti í fyrsta skipti ávarp í sameinuðu bingi Banda- ríkjanna. Bak við forsetann sjásí t.v. Nixon váraforséti 'og Joseph Martin, forseti fulltrúardeildárinnar. Kynbótastöðin á LágafeSSi starfar mí við gél skiiyrli. Ágæísir araiegair hefir Esádst. Áfengisvarnastöðin, sem Keykjavílturbær kom á fót, hefur nú starfað í 1 V-i mánuð, og er aðsókn svo mikið, að starfslið hennar getur tæpast annað öllum, sem þangað leiía. Vísir hefur átt tal við Alfied Gíslason lækni, en hann er . annar tveggja lækna, sem þar starfa, en með honum er Krist- ján Þorvarðarson, svo og hjúkrunarkona hálfan daginn. Til stöðvarinnar hafa leitað um 60 man'ns, karlar og koriur. Meðferð á þeim, sem þangað íeita tekur yfirleitt langan tíma, og því er ekki unnt að anna öllu fleira fólki en nú er. — Nokkuð af fólki þessu þýríii hælisvistar við, eða dvalar í hæli eða annari slíku stofnún, .sem enn eru ekki fyrir hendí. Að vísu má í sumum tilfellum koma þessu fólki fýrir á Kleppssjúkrahúsinú eða í Arnarholti, en þaú eiga éngan veginn alltaf við. Varitar til- finnanlega hæli, eins og fýrir- hugað var að Skeggjastöðum. Farið um bæinn. Þá er mikið starf að vinna á hinu félagslega sviði í sam- firetar svara verðandi Evrópubernum. Einltaskeyti frá AP. — París í gær. Frökkum hefur nú borist svar brezku stjórnarinnar við fyrirspumum varðandi afstöðu hennar til Evrópuhersins. Sagt er, að Bretar vilji hafa hernaðarsérfræðinga í höfuð- stöð Evrópuhersins, og heita að- stoð, en vilja ekki beina aðild, vegna samveldis-skuldbindinga. Franska stjórniri vinhur nú að endurskoðún á viðáukatil- lögum varðandi skuldbihdingar sínar samkvæmt samningum um þennan fyrirhugaða her. Færri árekstrar imí en í fyrra. Hjá lögreglunni hafa verið rskráðir í febrúarmánuði sí. samitals 76 árekstrar en frá áramótum urðu beir 175 talsins. í febrúarmánuði í fyrra urðu árekstrarnir 100 að tölu, en frá áramótum þá og til febrúaí- loka urðu árekstrarnir samtals 191. Þess ber hér að geta að öku- aðstæður voru gjörálíkar þe&si tvö ár. í fyrra voru mikií snjóa- lög á götum bæjarins, ófærð •og erfið ökuskilyrði í hæzta móta. En það sem af er þessu ári hafa skilyrði til akstu/s verið hin ákjósanlegustu í alla staði og er munurinn á árekst - rafjöldanum í ár og í fyrra því miklu minni en ástæða væri til að ætla. bandi við meðferð drykkju- sjúklinga. ■—■ Hjúkrunarkonan, sem þarna vinnur, hefur eink- urn það starf með höndum. Hún er tvo tíma á dag í stöðinni við Túngötu 5, en aðra tvo tíma fer hún um bæinn í slíkum erindum. Hefur hún ærið verk að vinna, og kemst ekki yfir meira. Segja má, að enda þótt reynslutími áfengisvarnastöðv- arinnar sé ekki langur, hefur hann þó sannað, að mikil og brýn þörf er fyrir slíka starf- semi hér í bæ. —.......— Heimsækir amer- íska háskóla. Páll Ásgeir Tryggvason, fulltrúi í Stjórnarráðinu, fór í gær loftleiðis til Bandáríkj- anna til þriggja mánaðar dvalar þar. Fer hann þangað í boði bandaríska utanríkismálaráðu- neytisins, og mun m. a. heim- sækja háskóla í New York, Massachusetts, Virginia, Texas, Kalíforníu, Washington og Minnesota. Páll fór utan með flugvél frá Pan Américan Airways. Akkersfestin er 12 vagnhlöss. St.hólmi. — Sænskt fyrir- tæki hefur fengið pöntun á akkerisfesti, sem ér samtals 2000 fet á lengd og vegur 180 smál. Skiptist akkerisfesti þessi milli tveggja stærstu olíuskipa heims, sem eru í smíðum í Ham- borg. Er hvort skip 45,000 lestir. Akkerisfestin verður flutt á 12 járnbrautarvögnum. (SIP). Einkaskeyti frá A.P. — Ankara í morgun. Ýmsar fregnir bera það með sér, að Iransstjórn eigi'ekki að- eins í erfiðleikum í höfuðbórg- inni — Tehéran. Snemma í febrúar brutust út óeirðir, í einu af suður-héruðum landsins. sem byggt er af ætt- bálki Baktiará. Sagði stjórnin, að héraðshöfðinginn þar ætti sök á þessu, þar sem hann beitti þegna sína fantabrögðum. Var herlið sent til héraðsins, þar sem héraðshöfðinginn hefur orð fyrir að vera stjórninni mót- snúinn. Hersveitir þessar urðu þegar fyrir árásum, þegar þær voru komnar inn í héraðið, og letu þær þá fyrir berast, þar sem þær voru komnar, meðan sent var eftir liðsauka. En þá tók Kvikmynd Lofts, Niður- setningurinn, sýnd í Nýja Bíó. Islenzka tal- og tónkvik- myndin Niðursctningui'inn, samin og tekin af Lofti Guð- mundssyni ljósmyndara, verð- ur sýnd í Nýja Bíó í dag og á morgun. Niðursetningurinn er lit- mynd og var fyrst sýnd hér fyrri hluta ársins 1951 við góða aðsókn. Hefur hún ennfremur verið sýnd í nokkrum kaup- stöðum úti um land t. d. Ak- ureyri og víðar. Margir kunn- ustu íslenzku leikararnir hafa á hendi hlutverk í myiidinni svo sem Brynjóll'ur, Jón Aðils, Valur, Haraldur Á. o. fl. Aukamynd verður sýnd með myndinni og kom? þar fram saman Haraldur Á. og Alfreð. Verður Niðursetningurinn á öllum sýningum í Nýja Bíó í kvöld ög annað kvöld. —---«——— Vélar Þórs engu betri en áðar. Skipið sent til Ala- borgar síðar. Eftir ítarlegar prófanir á vélum varðskipsins Þórs er sýnt, að engin breyting hefu orðið til batnaðar eftir að skipt var um stimpla í þeim. Skipið var reynt við mis- munandi ganghraða, en engin bót hefur fengizt á göllunum. Pétur Sigurðsson, yfirmaður landhelgisgæzlunnar, tjáði Vísi í morgun, að skipinu yrði samt haldið úti við gæzlu, en síðar yrði það sent til Álaborgar, og þá endanlega úr því skórið, hvað tekið verði til bragðs. Neðri riiálstofan hefir sam- þykkt við 2. umr. með 12 atkv. mun frumvarp um éinfaldari réttritun. (Þ. 23. febr.' skýrði Vísir frá frv. þessu óg helztu breytingum skv. því). litlu betra við, því að sjötíu manna herlið, sein átti að koma þeim til hjálp- ar, var umkringt, nokkrir menn felldir, en flestir tekn ir höndum, og komust að- eins sjö menn undan, til þess að skýra frá málalok- um. Meira lið , v,s a vettvang. Þegar Svo var komið, rann það upp fyrir stjórninni, að ekki mundi annað koma ti.1 greina, en að sýna uppreistar- mönnum í tvo heimana, og var sex hundruð manna lið sent inn i hérað Bakthiara. Hafði það fallbyssur meðferðis. Ekki hefur enn tekizt að friða landið til fulls, en herinn ræður öllum helztu þorpum og sam- göngúæðum. Búnaðarsamband Kjalarnes- þings hefur stofnsett kynbóta- | stöð á Lágafelli. Þar á rækiun- | arsamband Kjalarneiþings einnig húsakost og hefur þar verkstæði og geymsluskilyrði fyrir allan vélakost sinn. Kynbótastöðin þai- er sú rannsóknarstöð landbúnaðar- ins, sem næst er Reykjavík. Er sagt nokkuð frá henni í nýút- komnum Frey. Er stöðin í öðr- Skófivifi fér í sjómn, en var bjargaö. Skömmu aður en' Gullfoss átti að leggja frá landi í gær, upþgötvaði einn farþeganna, að hann hafði gíéymt skóm, er hann þurfti að hafa með sér í siglingu sína. Var þegar sent eftir skónum, en er sendimaðurinn kom aftur fram á uppfyllinguna, höfðu landfestar Verið leystar, og skipið sigið frá. Var þá gripið til þess ráðs að varpa skónum um borð, og tókst það ágætlega með hinn fyrri, en sá síðari lenti í sjónum. Hafnsögubátur- inn mun þó hafa verið nærri, og tókst mönnum á homun að bjarga skónufti og rétta um borð í Gullfoss, en mannfjöld- inn er til sá, lét í ljós gleði sína yfir svo happadrjúgum endalokum þessa ævintýris. Vaidímar Bjömssor væntanlegiir hingað í gær var tilkýnnt, að Harold Stassen, formaður gagnkvæmu öryggisstofnunarinnar, hafi skipað Valdimar Björnsson full írúa • sinn til bess að kynna sér störf hennar á íslandi. Mun Valdimar, sem öllum íslendingum er að góðu kunn- ur, væritanlegur hingað til lands á næstunni til vikudval- ar. Mun Valdimar starfa hér í samvinnu við Lawson, sendi- hena Bandaríkjanna, og ísl. ríkisstjórnina. Valdimar Björns son er fjármálaráðherra Minne- sotafylkis, en hann starfaði hér á landi á styrjaldarárunum og eftir stríðið. um enda stórhýsis sambandsins. Er þarna skrifstofa, rannsókn- arstofa, með öllúm útbúnaði, „sem nauðsynlegan má telja til sæðingarstárfsemi, sæðistöku- klefi, fjós fyrir 6 naut og svo geymslurúm fyrir tæki og fóð- ur. Útbunaður hússins, utvegun áhalda og annars, er nota skyldi til þess að koma starfséminni í gáng, tók nokkuð lángan tíma; eða hátt á annað ár, erida þurfti sitt af hverju tii.“ Stofnkostnaður varð furðu lítill: Hús fullbúið til afnota, 132 þús., áhöld og tæki 73 þús, og naut 7 þús. rúm, samtals kr. 212.030. — Annars hófst starf- semin haustlð 1951 og vann Ólafur Stefánsson, sem nú er ráðunautur B. í., að undirbún- ingrium. Starfsmerin eru riú: Pétur Hjálmarsson héraðsráðu- nautur og Þórarinn Péturssón aðstoðarmaður. — Á félags- svæðinu eru 1015 kýr. — Ár- angurinn af starfinú hefur frá upphafi ekki verið lakari en á hliðstæðum stofnúnum érlendis. .............*.... Kojan í Kóreu kostar 180 kr. Kórea er víðar en í Asíu, iþví að hún finnst líka á Suðurnesj- um, nánar tiltekið í Ytri- Njarðvík. Kórea er anriars landhafnar- húsið svonefnda, en nú hefur það verið tekið til annarra nota. Þar búa núna 72 menn, sem vinnu hafa á Keflavíkurflug- velli við ýmislega mannvirkja- gerð. Víðast eru 8 „kojur“ í herbergi, en fyrir hverja koju eru greiddar 180 krónur á mán- uði. Húsnæðisvandræðin eru á- kaílega mikil á Suðurnesjum, eins og alkunna er, vegna hins mikla aðstreymis fólks, sem at- vinnu hefur í sambandi við flugvöllinn. Sömu sögu er að segja frá Keílavík. Þar hefur gamli bamaskólinn verið tek- inn í notkun fyrir aðkomumenn. Þar búa nú 60 manns; og þar er húsaleigan líka 180 krónur i fyrir kojuna á mánuði. Uppreist í einu héraði Irans. Stfómin sendir mikið herlið þangað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.