Vísir - 11.03.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 11.03.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 11. marz 1953. VÍSIR ,,Það er orðið framorðið. Eg held eg fari niður.“ ,,Ekki strax. Eg hefi ekki reynt að afsaka mrg, hvað þá —“ ,,Þess gerist ekki þörf.“ „Það er skapferli mitt — þetta herjans skapferli mitt,“ sagði hann. „Mér hefru ekki gengið sem bezt að afla mér hylli þeirra kvenna, sem eg hefi komist í kynni við. Kannske er það vegna þess, að þegar eg verð lirifinn af konu, vil eg þegar í stað kynn- ast henni niður í kjölinn — því að ef maður þekkir konu frá byrjun, veit rnaður að hverju maður gengur." Hún svaraði engu, því að í rauninni var engu að svara, en henni fannst þetta einkennilega til orða tekið, en einhvern veg- inn fannst henni það staðfesta það, sem Rose Whitworth hafði sagt. Og meðan þögnin ríkti fannst henni, að þau tengdust nán- ara. Hún fann, að hann greip um handlegg hennar, og svo voru þau farin að ganga fram og aftur um þilfarið, og hún gerði sér allt í einu ljóst, að Ben Weston var maður, sem bjó yfir miklu viljaþreki, sem henni mundi um megn að beita sér gegn, en þótt einkennilegt væri hafði hún enga löngun til þess að spyrna gegn honum. „Heimskur var eg í morg'un, þegar eg var að hrella yður,“ sagði hann mjúkum rómi. „Eg hefði átt að segja yður, að frá því er eg fyrst leit yðiu- augum hafði það áhrif á mig, sem eg hélt að engin kona gæti haft á mig frekar. Eg hefði átt að segja yður, að iiturinn á hárinu á yður væri eins og liturinn á laufinu á tjárnum á haustin, en mér hefur alltaf geðjast bezt að haust- inu af árstíðunum. Og eg hefði átt að segja yður, að mér finnst gráeygar konur allra kvenna augnfegurstar, —■ hvaða augu eru feguná, en hrein, skær, grá augu? Og eg hefði átt að segja yður, að sá hlátur fellur mér bezt, sem ber einlægni og lífsgleði vitni, en ekki þessi yfirborðshlátur, sem knúinn er fram til að leyna því, sem í huganum hrærist. Eg' hefði átt að segja yður, að .... mér geðjast að yður í einu og' öllu. Því að hér eftir verður það bara Sara .... engin önnur. Ef yður er það ekki móti skapi.“ „Nei,“ sagði hún hlæjandi, eins og hún væri dálítið hrædd. „Kannske það eigi að vera svo.“ „Það verður að vera svo. Og eg heiti Ben, ef þér vitið það ekki. —Þér — þú gætir farið að æfa þig í að segja það — núna.“ „Ben ....,“ reyndi hún að segja, en það var eins og hún gæti ekki komið neinu orði upp. „Reyndu aftur!“ ,,Ben!“ „Það var betra. Og nú aftur . . . .“ En áður en hún fengi sagt það hafði hann kysst hana. Hann lcyssti hana, eins og hann væri að helga sér eitthvað, sein var dýrmætt, og hann lagði annan handlégginn utan um hana og dró hana að sér, og svo kyssti hann hana aftur. „Hvað þú ert grönn .... of grönn — því verður að kippa í lag. Eg vil, að mínar konur séu hraustlegar —“ „En eg er ekki ein af þínum konum —“ „Þú verður sú eina, Sara, mundu það.“ Skammri stundu síðar slapp hún frá honum niður í káetu sína þegar þangað kom hallaði hún sér að dyrastaf og starði framundan. Hana hitaði í kinnarnar og barmur hennar gekk í öldum. Hún var honum ekkert reið, öðru nær, hún var glöð, glaðari en hún nokkurn tíma hafði verið, og henni fannst, að hún mundi aldrei geta reiðst honum. Og allur ótti við framtíð- ina var horfinn — allt hlaut að fara vel. Og þó þekkti hún hann ekki neitt, en það var mikill kraftur í örmum hans, og varir hans mjúkar, og við barm hans var hún örugg. Og það var alveg óhugsandi, að hann hefði flúið undan styrjöldinni. Og fyrst hann lagði leið sína tiLKristóferseyjar hlaut það að hafa verið eitthvað mikilvægt erindi, sem rak hann þangað.“ Enn léku þeir Lambeth Walk á grammófóninn þarna uppi, en það vakti ekki sársaukakenndar minningar lengur. Hún svaf yfir sig. Sólin skein inn um káetug'luggann og þern- an barði að dyrum ,og kom með: mórgúnverðinn til hennar á bakka. .: „•tfngfr.úin hefur ^sofiiý vel,“ sagði þepnan á frönsku. „Við ér,- um næstum komin til Lulai.“ . , Lulai var höfuðbær Kristóferseyjar. Það var að kalla komið á leiðarenda. — Bernice hafði símað henni, að þau mundu verða komin til þess að talca á móti henni, en af bréfimr Bernice ,var Söru kunnugt, að hús Lebrun-hjórianha vár irini á eynni í nokkurra kílómetra fjarlægð frá ströndinni. • Sara flýtti’sér ;að líta út um gluggann, en skipið var komið of i nærri, tdivþéss að hún gæti séð eyna alla, en hún sá hluta af Lulai — hyít hús og purpuralitar hæðir í baksýn, litla voga og vfkur, rajkiriri Lág>- gróður og hávaxin pálmatré. Henni' leið dásamlega. Og hún var sannfærð um, að þarna rnuni henni líða vel og að hamingja biði hennar. Hún gleypti í sig morgunverðinn og flýtti sér að klæða sig. Þegar hún kom upp á þilfarið var skipið næstum komið í höfn. Ósjálfrátt leit hún í kringum sig, eftir Ben, eins og' hún vildi, að hann stæði við hlið hennar, er hún virti eyna fyrir sér. Skipið var nú lcomið svo nálægt hafnarg'arðinúm, að auðvelt var að greina sundur þá, sem þar voru, og brátt kom hún auga á Bernice, og við hlið hennar stóð maður hennar, Lebrun, öllu gildari en áður. Hún gat ekki annað en kennt í brjósti um Bernice, að vera gift þunglamalegum, miðaldra manni, en svo minntist hún þess hve góður Lebrun var í sér, og að það var í rauninni honum mest að þakka, að hún hafði getað farið þessa ferð og átti ánægjulega dvöl fyrir höndum. Skammt fyrir aftan þau hjón stóð ung stúlka í Ijósgrænum kjól. Hún var dásamlega fögur, vel vaxin — og það, sem vakti furðu Söru — hár hennar var nákvæmlega eins á litinn og hennar eigið hár. í þessum svifum fann hún, að einhver snerti við handlegg hennar — eins og sá, sem valdið hefur, að henni fannst. Og þegar hann tók í hönd hennar þrýsti hún hönd hans í móti. „Hvar hefurðu verið? Seinasta kluklcutímann hefi eg verið að leita að þér,“ sagði hann hlæjandi og dálítið ertnislega. „Eg svaf svona yfir mig,“ sagði hún. „Eg kom á þilfar fyrir nokkrum mínútum.“ Hann hallaði sýr að henni, svo að hið brúna hár hans snart jörpu lokkana hennar: „Dreymdi þig vel, Sara?“ „Fyrirtaks vel.“ „Fyrirtak, hjartað mitt.“ „Allt í einu sagði hún dálítið óró: „Sjáðu, Ben, þarna er Bernice og herra Lebrun.“ Hún sá, að hann leit yfir hafnargarðinn og, eins og hann væri að svipast um eftir einhverjum, en allt í einu fann hún, að það var eins og hann væri- að'stirðna upp. Hún horfði á hann og sá, að hann hafði fölnað og beit á jaxlinn. Loks tók hann til máls og var sem hann ætti. erfitt með að mæla: „Svo að þetta eú vinkona yðar — hin nýja kona Lebrun?“ „Já, — hún er falleg, — finnst þér það elcki?“ „Jú .. . .“ En hún vissi, að hann var ekki að horfa á Bernice. Skipið var nú að renna að og mátti glöggt sjá svipbreytingar manna. Lebrun var allur eitt bros. Hann sneri sér allt í einu að konu sinni og sagði eitthvað. Bernice brosti einnig, en jafn- vel úr fjarlægð fór það ekki fram hjá Söru, að hún brosti ekki eins og henni hafði verið eðlilegt að brosa áður fyrr. Hún stóð þarna svo grafkyrr við hlið hans. Það fannst Söru einkennilegt, því að Bernice hafði allt af verið fjörmikil og öll á iði. 1 Hin gamla Bernice mundi hafa hlaupið fram á fremstu nöf hafnar- bakkans og kallað og veifað til hennar glaðlega og hressilega. En nú stóð hún þarna eins og stytta og reyndi að brosa. Sara leit aftur á Ben. Hún var stolt af honum. Hann var svo fríður sýnum og myndarlegur, að hvaða stúllca sem væri hefði verið stolt af honum. „Hver er þessi stúlka, sem er með þeim, Ben?“ spurði hún allt í einu. „Iris, stjúpdóttir Lebrun. Eg sagði þér frá henni.“ „m ja... Allt í einu sneri hann sér að henni og mælti hásum rómi, næstum örvæntingariega: — Getraunaspáin. Framh. af 5. síðu. hjá falli. Blackpool er nú eitt af beztu liðunum. Sigraði t. d. Burnley í sl. viku (0:1). Stoke — Bolton 1 Stolce er í 13. sæti og hefir gengið vel i síðustu leikjum. Bolton er í 11. sæti. Stoke leik- ur heima og er sigur þess lík- legur. Líklegt er að Bolton spari menn sína þar sem liðið á að leika í undanúrslitum bikarkeppninnar 21. marz. Tottenham — Chelsea 1 Bæði liðin eru frá London. Chelsea er í neðsta sæti. í fyrra vann Tottenham báða leikina, en í vetur sigraði Chelsea (2:1). Sigur Tottenhams er líklegast- ur nú. W. B. A. — Charlton 1 W. B. A. er í 4. sæti (38 stig), Charlton er í 6. sæti (37 stig). Charlton hefir ekki tapað leik síðan 13. desember. Líklegt er að á þvi verði endir nú. Birmingham — Sheff. Utd. 12 Rétt er að tvítryggja þennan leik. Á kvöMvökunni. Loftslag hefur hlýnað á Grænlandi á síðari áratugum, að sögn danskra vísindamanna. Selveiði hefur minnkað en þorskveiði aukist. © Þekking. — Sonurinn kom heim úr skólavistinni og var orðinn svo mikill maSur, að hann hafði verið gerður að lun- sjónarmanni skólans. Hann og faðir hans ræddust við um margskonar dægurmál og loks sagði pilturinn: „Heyrðu pabbi, eg vonast til þess að þegar eg er kominn á þinn aldur, viti eg dálítið meira en þú.“ | „Eg ætla að lieimta méira, drengur minn,“ sagði! faðirinn. j „Eg voriast til þess, að þegar þú ert kóminn á þann aldur, þá vitirðu eins mikið og þú heldur að þú vitir núnp.“ 9 ■ Mac kom of.seint í vinnu og gafcþessa skýringu: .iÞað var maður, sem týndi tveim krónurn á götunni og ég gat ekki hreyft mig fyrr en hópurinn var farinn. „Hversvegna ekki?“ spurði verkstjórinn. „Mér var ekki óhæti fyrr að taka fótinn af peningnum.“ peningnum". Cmu JÍHH/ Eftirfarandi bæjarfréttir mátti lesa í Vísi 11. marz 1918: 1 \ Flaggað er I stjórnarráðinu í dag og á skipum í höfninni, í tilefni af því, að ríkiserfinginn danski á afmæli í dag. Gufuskip sem var á innsiglingu hing- að, strandaði í morgun á grynrfiri'gum: vestúr, m,éð ;Sel- tjarnarnesinu og varð að fá björgunarskipið ,.Geir“ til hjálpar. Hefur það vafalaust villt skipverja, að þarna vestur frá liggur stórt seglskip, sem hingað kom á dögunum frá Færeyjum. „ViIlemoes“ liggur á Blönduósi og er að ferma þar kjöt og gærur. Veð- ur er þar ágætt og eru um 800 tunnur komnar í skipið þar. Aðaifundur Starfs- mannafél. Rvíkurbæjar. Eins og Vísir hefur áður greint frá, hélt Starfsmanna- félag Reykjavíkur aðalfuná . sinn nýlega. | Stjórnin hefur nú skipt með . sér verkum þannig: Varafor- maður: Júlíus Björnsson. Rit- ari: Kristín Þorláksdóttir. j Gjaldkeri: Georg Þorsteinsson. iBréfritari: Kr. Haukur Péturs- son. Spjaldskrárritari: Gísli Hannesson. Meðstjórnandi: Sigurður Halldórsson. í stjórn Styrktarsjóðs sfarfsmanna Rvíkurbæjar var endurkjörinn Ágúst Jósefsson. Endurskoð- endur félagsreikninga voru endurkosnir: Sigurður Á. Björnsson og Þorkell Gíslason. Kosning' eins fulltrúa á þingi BSRB, til viðbótar vegna fjölg- unar í félaginu fór þannig, að Júlíus Björnsson var kjörinn. Stjórninni var heimilað að verja allt að 1500 krónum til handritasafnsbyggingar. — Formaður félagsins er Þórður Þórðarson. Smásagnasafn eftlr IngéSf Kréstjánssðn. Nýkomið er út á forlagi ísa- foldarprentsmiðju smásagna- safn eftir Ingólf Kristjánsson i ritstjóra — Syndugar sálir. í safni þessu eru 10 sögur, bg sækir höfundur yrkisefnið á ýmis. svið mannlegs lífs. Ing- ólfúr hefur áður gefið út smá- sagnásafn, sem hlaut góða dóma, og hefur honum farið mikið frpm síðan. Auk þess hefur Ingólfur gefið út ljóð, og 1 eru yrkisefni hans í þeim efn- um einnig úr ýmsum áttum, þvi ’ að höfundur hefur næmt auga fyrir tilbrigðum lífsins. MAGNtTS THORLACIUR hæstaréttar lögmað ur Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9. — Sími 1875.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.