Vísir - 13.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 13.03.1953, Blaðsíða 4
■ f .■mrrnofwvi i»)c^ y ■^*Tllr - Vf SIR Föstudaginn 13. marz 195.3, tel .=■■'■; j- II1 DAGBLAD j j s Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. .^jj |jj , j fj Skrifstofnr Ingólfsstræti 3. j Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm iínur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hJ. Ný „íslenzk" þjóðfylking. ‘F gær hleypir „íslenzka“ blaðið nýrri þjóðfylkingarskútu af stokkunum með mikilli viðhöfn. Nærri aílri forsíðu blaðsins er varið til þess að birta ávarp frá kommúnistaflokknum, og hann „skorar á alla þjóðholla íslendinga að mynda frjáls stjórnmálasamtök til að leysa aftur af íslandi nýlendufjötrana og binda endi á það niðurlægingarástand, sem nú stendur yfir.“ Svo mörg eru þau orð. Það er ofur-eðlilegt, að kommúnistar leitist nú við að stofna •til þjóðfylkingar, því að með því einu móti — ef það skyldi takist — geta þeir gert sér örlitla von um það, að þeim lánist að fylla í þau skörð fylgis síns, sem myndazt hafa síðustu mán- uðina og orðið æ stærri, eftir þvi sem undirlægjuháttur flokks- ins gagnvart Moskvuvaldinu hefur orðið augljósari. Um þessar mundir standa yfir kosningar í verkalýðsfélögum landsins og hafa gert um nokkurt skeið, og þær sýna öllu öðru betur, að straumurinn er nú frá kommúnistum. Fylgi þeirra hrakar óðum og kom það hvað bezt fram við kosningarnar í félagi prentara, sem fram fóru fyrir skemmstu, en þær leiddu í ljós, að aðeins á þeim vettvangi misstu þeir um það bil fimmtung atkvæða frá síðustu kosningum, og mun þó enginn segja, að þar sé ekki fórnfúsir kommúnistar í boði til trúnaðarstarfa. Hinir „íslenzku“, sem skora nú á alla þjóðholla menn að fylkja sér undir forustu þeirra, hafa haft gott tækifæri til þess að sanna þjóðhollustu sína undanfarnar vikur. Þeir hafa stækkað blað sitt — þetta „íslenzka". Og til hvers hefur stækkunin fyrst og fremst verið notuð? Hún hefur verið notuð til þess að kyrja sovét-lofið af enn meira kappi en áður, og jafnvei sama daginn og leitað er til þjóðhollra manna er birt minningargrein um Stalin — ofan á allt annað, sem hann hefur orðið að þola af háði af hálfu hins „íslenzka“ blaðs — svo sem til þess að undirstrika það, að ekki muni skorta þjóðhollustuna hjá aðal- málgagni hinnar væntanlegu þjóðfylkingar. í þjóðfylkingarávarpi kommúnista segir undir lokin: „Sós- íalistaflokkurinn mun að sínu leyti gæta þess vel, að ekkerí sem skilur og engar fyrri erjur standi í veginum fyrir sam- einingu um hinn sameiginlega málstað yfirgnæfandi meirihluta bjóðarinnar, allra góðra íslendinga. Hann væntir hins sama af öllum öðrum aðilum. Hann treystir því, að enginn .... geri þann óvinafagnað að stofna til sundrungar í fylkingum þjóð- hollra íslendinga á örlagastund.... Hann er fús til að ræða og taka tillit til allra sjónarmiða í þeim efnum. ...“ Já, mörgu er .lofað, og verið getur ,að kommúnistum takist að blekkja fáeina nytsama sakleysingja og beita þeim fyrir sig, en fáir eru þeir vafalaust, sem hafa ekki haft einhver kynni af orðheldni hinna þjóðhollu manna. Þeirra þjóðhollusta er mefnilega ekki mótuð í hjörtum þeirra, eins og annarra manna, hún er framleidd og mótuð austur í Moskvu, og fari þarfir þess smíðisgrips í bága við skoðanir þeirra bandamanna, sem nú er leitazt við að afla, þá vita menn, hvað ofan á verður. Þjóðfylkingarskútan, sem hleypt var af stokkunum í gær, •er feyskin og því feig. Viðir hennar eru þjórikun við skefja- lausasta einræði, sem sagan kanri frá að greina, og kjölfestan fals. Hún brotnar í spón á kjörstað. Fylgisleysi meðal vinnuþega. 'Í'Z'osningar þær, sem nú eru háðar í bifreiðastjórafélaginu Hreyfli eru harla fróðlegar, að því er snertir fylgisleysi kommúnista meðal hinna vinnandi stétta. Kosið er í þrennu fagi, og í þeirri deildinni, sem eðlilegast hefði, verið, áð fylgi 'kommúnista væri mest — deild vinnuþega — eru þeir svo .gersamlega fylgislausir, að þeir treysta sér ekki til þess að bera fram lista. Við uppstillingu í annarri deild urðu þeir að grípa til ráðs, sem þeir eru sérfræðingar í að beita, nefnilega að setja möfn manna í heimildarleysi á lista sinn. Þá munar ekki um slíkt smáhnupl. Hreyfilskosningunum verður lokið í kvöld, og má enginn lýðræðissinni láta það um sig spyrjast, að hann hafi lagt kom- únistum lið með því að sitja heima. Kommúnistar vita, að þeir eru úr sögunni sem stjórnmálaflokkur hér, ef þeim tekst ekki að hressa við fylgi sitt í alþingiskosningunum í sumar. Þangað til að því lokauppgjöri kemur, vérðUr að véitá þélni hvérja þa xáðningu sem hægt er. HOLLUSTA □□ HEILBRIGÐI: Sykurát milli máltíða fer verst með tennurnar. Rannséknlr Svía saiuna þetta. Svíar hafa undanfarið látið fram fara víðtæka rannsókn á því, hversu mikil brögð eru að tannskemmdum a£ völdum sykuráts. Hefir óvíða farið fram víð- tækari rannsókn á þessu efni, en hún fór fram á vegum heil- brigðismálanefndar ríkisins, er hefir lengi haft áhyggjur af því, hve tannskemmdir eru tíðar meðal þjóðarinnar. Var því tal- ið rétt að athuga þátt sykuráts í þeim. Rannsóknin hófst árið 1945 og stóð í hálft sjöunda ár. Fór hún fram í hæli einu fyrir vanþroska fólk, og voru um 1000 sjúklingar athugaðir. Fjórir hópar. Sjúklingunum var skipt í fjóra hópa, er fengu mismun- andi fæði með ólíku sykurinni- haldi. í matnum var sykur í ýmissi mynd, er settist ekki á tennurnar, og varð niðurstað- an sú, að hann orsakaði ekki nýjar tannskemmdir. Voru sjúklingar látnir neyta mis- munandi sykurmagns, eða frá 30—300 gramma á dag, og skipti ekki máli, hvort sykur í þessari mynd var mikill eða lítill. Á hinn bóginn þótti það leitt í ljós óyggjandi, að sykur, sem neytt var milli mála og settist auðveldlega utan á tenn- urnar, orsakaði tannskemmdir. Sælgæti verst. Flestir skemmdablettir mynd- uðust þegar sælgætis var neytt milli mála, og mynduðust þeir í álíka ríkum mæli og hjá ung- lingum á kynþroskaaldri,. er athugaðir hafa verið utan stofnunarinnar. Súkkulaði hafði þó ekki eins mikil áhrif að þessu leyti og töggur (kara- mellur) og annað sælgæti með sama sykurinnihaldi. Virðist það benda til þess, að í súkku- laði kunni að vera einhver efni, sem hemja skemmdaáhrif syk- ursins í því. Það kom í ljós, að : aukning tannskemmda, sem: fyrir voru, jókst ekk’i í hlut-1 falli við. myndun nýrra skemmda. (SIP). Undralyf geta verið hættuleg. Ýmis undralyf, sem komið hafa til sögunnar á síðustu ár- um, geta bjargað mannslífum. En það er einnig ljóst, að þau geta orsakað blóðsjúkdóma og jafnvel dauða, ef þau eru gefin of mikið og menn err\ ekki isterkir fyrir. Þannig hafa am- erískir læknar gengið úr skugga um, að chloromycetin hafi stundum orðið dánarorsök af þessum ástsðum, en á hinn bóg- inn hafi þetta lyf bjargað um 8 milljónum mannslífa, svo að læknarnir leggja ekki til, að það verði bannað. London (AP). — Astor greifi héfur fengið skilnað frá konu sinni. Sakarkostnað greiðir maður er Baring heitir, sem greifafrúin hafði haft helzti náin kynni af. \Margt er skritió Hertogafrúin lét undan síga eftir sex vikna „umsát. as Allan |>asin áísua var FlaosÉlcasiali raímagsBS- ©g gaslaus. Nýlega sagði Vísir frá því,1 að heríoginn af Roxbiírgbe í Kelso í Skotlandi hefði leitað til yfirvaldanna, til þess að bera konu sína út úr kastala ættar sinnar. Höfðu hjónin orðið saupsátf, svo að hertoginn hafði farið með flesta þjóna sína til veiði- skála síns, en krafizt þess jafn- framt, að konan ryrði á brott úr höllinni. Vei'ður þó eklti annað séð, en að þau lxefðu átt að geta búið bæði að ættarsetri hertogans — Floors-kastala -— án þess að hittast, því að þar eru herbergi hvorki meii’a né minna en 100 talsins. En hertogafrúin harðneitað: að verða á brott úr kastalanum, svo að hertoginn fékk því til leiðar komið, að lokað var fyrir vatn, rafmagn og gas, og jafnframt lét hann læsa öllum hliðum á veggnum umhverfis garðinn, en- veggurinn er 10: fet á hæð. Vatnsleysið bagaði þó ekki lengi, því að vátrygg- ingafélagið, senx kastalinn er tryggður hjá, bar franx mót- mæli vegna stórum aukinnar eldhættu. Hertogafrúin var vinsælli en rnann hennar hafði gi-unað, pvi að viriir hennar í gx-enndinni grófu upp fjölda olíulampa, sem þeir færðu henni, svo að hún þyx'fti ekki að sitja í myrkrinu á kvöldin. Aðrir komu með olíuvélar, ef hún vildi hita -;sér vatn í tesopa. Matar neytti hertogafrúin á veitingastöðum í grennd við kastalann, en nennti hún ekki að príla yfir garðinn, sendu viriir hennar bílstjói'a sína með mat, svo að ekki þjáði hana hungur í „um- sátinni". Hertoginn sá fljótlega, að það mundi ekki gott til afspurnar ef hann léti bera konu sína út með valdi, brá sér vestur um haf, - óg 1 ákvað ; >að biða þess þar, að frú sirini leíddist þófið, „Reykingamaður" hefur sent Bergmáli kvörtun út af því að eldspýtur hafi hækkað í verði, en sums staðar kosti nú stokknr- inn 30 aura, sem áður hafi kostað 25 aura. Biður liann unx upplýs- ingar um, livort eldspýtur hafi hækkað í verði hjá einkasöl- unni, og, hvorl ekki sé há- marksálagning á þeirri vörii, eins og tóbaki, sem flutt sé inn af Tóbaksverzlun ríkisins. Mismunandi búnt. Tóbaksverzlunin skýrir svo frá, að hámarksálagning sé á bæði eldsþýtum og tóbaki, á tóbaki 20.%. og eldspýtum 18%, og hafi kaupmenn ekld leyfi til áð sel.ia eldspýtur hærra verði en 25 aura stokkinn, nema þá styrktar- stokka, sem á eru lagðir auka- lega 10 aurar, þ. e. kosta 35 anra. Nýjar sendingar af eldspýtum hafi kostað sania i innkaupi, og verið seldar á sama verði til kaupmanna, en skýringin geti legið í þvi, að um mismunandi stærð búnta er að ræða. Tékkar láta 10 stokka samari i búnti, en Pólverjar 12. Hafa kaupmenn kannske ekki alltaf varað sig á því, og því lxækkað þær um 5 aura stokkinn. Kvartanxr hafa heyrzt um þetta, en víðast nxun vei'ðið hafa vei'ið lækkað sam- stundis og kaupmaðnrinn sá að stokkarnir voru 12 í búnlinu, en ekki tíu, Styrktarstokkar uppseldir. I þessu sambandi mætti gela þess, að nú virðast styrktarstökk- arnir viða uppseldir, en undi- eins og þeir komu í verzlanir var mikil eftirspurn eftir þeim. Sýndi almenriingur fljótlega góð- an skilning á miklu mannúðar- raálefni, sem auðvelt var aS styrkja, án þess aS framlagiS væri tilfinnanlegt, hverju sinrii. En safnast, þegar saman kemur. Nú hefur það veriS upplýst, að eldspýtur merktar Fél. til styrkt- ar lömuðum og fötluSum. erii væntanlegar aftur í verzlanir á næstunni, og mun hafa verið' gerð innkaup á megileguni birgð- um, sem ætti ekki að þrjóta í bráð. Gæftaleysi — mannatap. Hið sífellda gæftaleysi yegna rostans, seixi nú hefur gengið hér um 2—3 vikna skeið, dregnr dilk á eftir sér. Sagt er, að erfitt sé fyrir bátaformenn á línubátun- um að halda í áhpfnina, þegar ekki gefur á sjó nema endrum og eins. Hafa t. d. margir útilegu- bátar, senx hafa ekki sönxu menn- ina frá ári til árs, tapað iuönn- um út í buskann og ekki jafn- víst að aðrir fáist i þeirra stað, sem hlaupist liafa á brfitt. Gæfta- leysið skapar aúðvitað nægilega erfiðleika, þótt ekki bætist það viS, aS bátar géti ekki róið, þegar gefur, vegna þess að nægilegur mannafli er ekki fyrir heridi. — kr. Nr. 384. Loðið eins og lambsskinn, hvítt eins og kvíguskinn, þó er ekkert hárið á því. Svar við gátu nr. 383: Loftur, Torfi, Stígur, Steinn. og færi með góðu. Það varð og ofan á . um daginn — fyrir viku — að hertogafrúin fór leiðar sinnar eftir sex vikna hetjulega vörn. ’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.