Vísir - 16.03.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 16.03.1953, Blaðsíða 5
Mánudaginn 16. marz 1953 VÍSIR m jiupnafatibn. Draumurinn er eí'laust jafngamall mannkyninu. Af von- inni um, að hann yrði einhvem tíma að veruleika, eru rnargar sögur. Hún branm í brjósti þess, er forðunv kvað: „Hlæjandi Völundr hófsk at Iopti“, jók dug drekasmiðum Kínverjans Han Si, drap Márann Abbas Ben Firnas árið 875 og tæpum tveim öldúm síðar Benediktsmunkinn Oliver, en þeir reyndu að svífa á mjög frumstæðum flugtækjum, gaf snillingnum Leonardo da Vinci trú á tilraunir sinar, lýfti loftbelg þeirra Jöseþh og Etienne Montgolfier upp í 300 metra hæð 5. juni 1783. Fýrir tæpum fimmtíu árum rættist draumurinn. Það virðist stundum fremur í ætt við skáldskap en veruleika, — t.d. þegar þess er minnzt, að árið sem leið ferðuðust rumlega 40 þúsund manns með íslenzkum flugvélum, — að það skuli ekki ltafa verið fýrr en 17. des. 1903 er W rightbi-æðrunum tókst fyrst áð látá vélflugu hefjast af eigin rammleik upp frá jörð- inni. Þegar haft er í huga, að enn höfum við ekki lifað ffimmtugsafmæli þessa atburða, þá verður ljóst, að í hópi þeirra f jórtán tuga Islendinga, sem í dag hafa réttindi til að stjóma einhvers kohar vélflugum, hljóti að vera margir, sem enn eiga ekki mörg ár eða langa atvinnusögu að baki. — — ,flver ert þú?“ „Tvítugur unglingur". — — -----En vegna þess að hann stendur þarna ferðbúinn i bœj- arhlaðinu suður í Sándgerði, sumardag einn fyrir tœpum níu árum, þá spyrðu: ,,Og hv'ert ert þu að halda heillakarl"? . „Vestur um haf“. „Og hvað ætlar þú þér að verða þar“? „Flugmaður“-------- — — Ef þú veizt hve takmark- áður hinn enski orðafórði hans ér, og að hann liafi ekki nema fförutíu þúsund krónur i ras-1 anum vegna þessarrar fyrirœtl- unar, þá hristir þú kannske höfuðið, en ef þú hefur fengið vitneskju um, að hann hafi sjálfur dregið þetta fé saman j á þrem árum, sem liðin eru frá því er hann afréð fyrst að ^ ganga þessa braut, og að hann hafi einkum aflað sér tungu-1 máiaþekkingar með sjálfsnámi, þá er sennilegt að þú segir: 1 „Það er öryggi og traustleiki í fari þessa náunga. Hver veit nema að við eigum eftir að segja, að þar.na hafi ágœtur flugmaður hafid sína föri'? ■ — —....- Við vo'rum saman í Róm. Það var fyrsta ferðjn okk- ar beggja til borgarinnár cilifu, — fyrsta ferð hans í sccti að- stoðarflugmanns á Skyu.aner. — Við höfum siglt saman hátt yfir hjarnbreiðum Graviiands. Þá var hann orðinn flugstjöri. — J dag er hann úti i Evrópu• — á morgun vestur í Ameríku. AUs staðar er það öryggið og traust- leikinn i fari hans, sem veldur því, oð allir eru á einu máá um, að þar sem Einar er sé ágœtur flugmaður á ferð. ★ Einar Árnason er fæddur 22. júlí 1925 að Landakoti, Sand- gerði. Foreldrar hans eru Árni Magnússon skipstjóri, ættaður af Suðurnesjúm, og kona hans, Sigríður Magnusdóttir, vest- firzk að uppruna. Nokkru eftir femiingu fór Einar fyrst til sjós, og eftir það varð það aðalatvinna hans um nokkurt árabil. Hann fór á vél- stjóranámskeið, sótti kvöld- skóla, las ensku, ákvað snemma að gerast flugmaður, og lagði þess vegna hvern skilding í handraða, unz hann taldi að hóg væri komið, en þá var hann tvitugur. Einar lauk prófi við Spartan flugskólann ameríska, en þar munu flestir íslenzkir flugmenn hafa stundað nám. Þaðan fór hann á námskeið, þar sem einkum var kennd stjóm tveggja hreyfla flugvéla, en að því loknu hélt Einar aftur heim. Eftir að til íslands var komið, fékk Einar fljótlega atvinnu hjá flugfélaginu Loftleiðir, og hefur síðan verið í þjónustu þess. Hann flaug einkum vest- ur á land og stjórnaði löngum Vestfúðingi, bæði hér heima og í Grænlandsferðum. Eftir að Loftleiðir hættu innanlands- flugi vai'ð Einar aðstoðarflug- maður eða loftsiglingafræðingur á flugvélum þeim, er félag hans hefur í förum. Hann er nú for- maður Félags islenzkra at- vinnuflugmanna. Einar er ókvæntur, og — að því er eg bezt veit — ólofaður. Hvenær fékkst ’þú réttindi Ioft- siglingafræðings? Ég fór til Bretlands í nóvem- bermánuði árið 1950, oginnrit- aðist þar í skóla, sem Air Service Training heitir, en þar fara margir atvinnuflugmenn á námskeið, sem stendur í 5 mánuði, og ganga þeir að því loknu undir svokallað meira próf flugmanna, en það veitir m. a. atvinnuréttindi í loft- siglingafræði. Þróunin virðist smám saman vera að færast til þess, að farþegaflugstjórar geti einnig annazt störf þau, sem sigíingafræðingar vinna nú, og er það talið heppilegra af ýms- um ástæðum. Hve lengi ert þú búinn að vera i lofti? Það eru enn ekki nema tæpir þrjú þúsund klúkkutímar, og myndi gömlum flugmönnum ekki þykja ástæða til að raupa áf því. Hvaða flugvélateg- undum liefur þú einkum flogið? Catalina. Vestfirðingur Loft- leiða var, ef svo mætti segja, „mín“ vél. Það er eina stóra flugvélategundin, sem eg hef réttindi til að fljúga á eigin ábyrgð. Auk þessa hef eg oftj verið aðstoðarflugmaður á Douglasvélum af gerð Helga- fellsins sáluga og Skymaster- vélum af tegund Heklu. Á báð- um þessum flúgvélum hef eg einnig verið siglingafræðingur, en fyrstu ferðina í því starfi fór eg með Helgafellið í síðustu ferð þess héðan, en það var selt til Madrid. Ilefur þú aldrei komizt í hann krappann á flakkinu um háloftin? Nei. Eg hef alltaf verið mjög heppinn. Eg man þó eftir að við urðum einu sinni dálítið smeykir þegar við vorum að fljúga út úr firði Óskars kon- ungs í Grænlandi, en þá höfð- um við afráðið að halda okkur í landsýn er þoka umlukti okk- ur. Urðum við þá að klifra, svo að við kæmumst upp fyrir öll fjöll, en þá læsti ísing sig um okkur, og mátti þá víst ekki miklu muna, en allt fór vel, enda myndi eg nú naumast til I frásagnar, ef Vestfirðingi, ■ gamla og góða, hefði ekki tek- izt að hefja sig upp yfir græn- lenzku núnatakkana. Hvernig eru flugskilyrði hér heima? Fremur erfið. Hvers vegna? Þrennt veldur. í fyrsta lagi hálendið. í öðru lagi óstöðug veðrátta og í þriðja lagi, að miðunartæki eru enn ekki orð- in svo góð, sem þörf er á, enda þótt þau fari nú batnandi með hverju ári. Hins vegar er hið mikla dreifbýli orsök þess, að okkur ér meiri nauðsyn eiv öðrum að ferðast í lofti, og þar er að leita skýringarinnar á því hve mikið við fljúgum inn- anlands. Auðvitað er, að við munum næstum eingöngu ferð- ast flugleiðis landa í milli eftir nokkur ár, og vonandi verðum við færir um að sigla i lofti’ fyrir aðrar þjóðir, eins og Norðmenn hafa gert á hafinu. Eru gerðar mjög strang- ar kröfur úm heilbrigði flugmanna? Já. Enginn skyldi afráða að gerast flugmaður, fyrr en að lokinni læknisskoðun, því að veila, sem kann að vera svö smávægileg, að flestir vita ekki af henni alla ævi, getur orðið til þess að koma í veg fyrir að sá, sem er haldinn henni, fái. ekki að læra að fljúga. Á þetta einkum við um þær kröfur, sem gerðar eru til litaskynjunar. Hvað með nýju flugvélina? Við vonum að hún komi á næsta ári, og er gert ráð fyrir Super Constellation. Þær bera * 110 farþega, og eru svo nýjar á nálinni, að enn er ekki fárið áð nota þær til farþegaflugs yfir Atlantshafið, en heyrzt hefur að KLM muni byrja á því með vorinu. Hvaða „hobby“ — dægradvöl — hefur þú? Enga. Bilið milli drauma og veruleika brúaði eg með því að læra að fljúga. í frí- stundum mínum les eg bækur um flug, tek þátt í námskeiðum um flug eða ræði við starfs- bræður mína um flugmál. Þetta fullnægir starfslöngun minni. Þess vegna hef eg ekkert „hobby“, og er mjög ánægður með það ævistarf, sem eg hef valið mér. Hverju spáir þú um framtíðina í flugmálum? Að vélflugur af þeim gerð- um, sem almennastar eru nú, Framh. á 2. síðu. I VArWJWWJVUW%V^j"_-An.VliV.W.*.VJVVV f s ■Í i'UíKi; „í frístundum mínuni; les, eg bælcur um flug ...“ r.Uno0tíSiao‘t s. Hér með tilkynmst, að vér Köfum selt niðursuðuverksmiðju vora til h.f. Matborg í Reykjavík og er rekstur verksmiðjunnar oss því óviðkömandí hér eftir. Jafnframt viljum vér þakka viðskiptamönn- um niðursuðuverksmiðjunnar fyrir hagkvæm viðskipti á liðnum ár- um og leyfum oss að vænta þess, að himr nýju eigendur njöti sömu velvildar sem vér höfum notið. Reykjavík, 13. marz 1953. SölusitMn btunl tslenskra fisfifrámleiðenda Eins og fram kemur af ofanntuðu höfum vér keypt mðursuðu- yerksmiðju S.f.F. vxð Lindargötu, og leyfum oss að vonast eftir, að heiðraðir víðskiptavinir verksmiðjunnar láti oss njóta viðskiptanna í framtíðinm, enda munum vér kappkosta að hafa sem beztar vörur á boðstólum. Reykjavík, 13. marz 1953. Virðingarfyllst, MATBORG ÆF. fJiv Fisir kiÞstur 12 d nttkttuiH. Sitni IHfiO-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.