Vísir - 26.03.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 26.03.1953, Blaðsíða 8
sem gerast kaupendur VÍSIS eftir ÍC. hvert mánaSar fá blaðiS ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VfSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Fimmtudaginn 26. marz 1953. 26.500 læknisskoðanir framkvæmd ar í Berklavarnastöð inni á sl ári. Alls voru 20.500 einstaklingar skoðaðir. Skjggninjíar voru 13870. í yfirlitsskýrslu frá Berkla- varnastöð Reykjavíkur er skýrt frá því að rösklega 26500 lækn- Ssskoðanir hafi verið fram- kvæmdar ‘þar árið sem leið á tim 20500 einstaklingum. Eru þetta bæði töluvert fleiri skoðanir og einstaklingar en árið áður. Tala skyggninga var 13870, röntgenmyndir voru teknar 591, en auk þess voru fram- kvæmdar 2463 loftbrjóstað- gerðir. Sjúkrahúss- eða hælisvist var útvegað samtals 116 sjúkling- -um, og er það nokkru færra en árið áður. Berklapróf voru framkvæmd á .7531 einstaklingi, þar af 2901 próf á Berklavarnastöðinni, en 4630 berklapróf í unglinga- skólum. Auk þessa hafði stöðin ýmis •önnur störf með höndum, ann- aðist m. a. hrákarannsóknir og ræktanir, sótthreinsanir á heim- ilum allra smitandi sjúklinga, sem að heiman fóru og bólu- setningar gegn berklaveiki. Skiptast í þrjá hópa. Skipta má þeim, er rannsak- aðir voru í 3 flokka: í fyrsta lagi þá, sem verið höfðu undir eftirliti stöðvarinn- ar a. m. k. tvisvar á ári og henni því áður kunnir, alls 1243 ein- staklingar. Meðal þeirra fannst virk berklaveiki hjá 126, eða 10.1%. Af þeim voru 107 með berklaveiki í lungum, lungna- eitlum og brjósthimnu. í 96 tilfellum eða 7.7% var um sjúklinga að ræða, sem veikst höfðu að nýju eða versnað frá ■fyrra ári. Hinir 30 höfðu hald- izt svo til óbreyttir frá 1951. Af þessum hópi höfðu 85 ein- staklingar, eða 6.8% smitandi berklaveiki í lungum, þar af urðu 69 eða 5.6% smitandi á árinu. í öðrum flokki má telja þá, sem vísað var til stöðvarinnar í fyrsta sinn, eða komið höfðu áður, án þess að ástæða væri talin til að fylgjast frekar með þeim. í þessum hópi voru sam- tals 6605 einstaklingar og reyndust 181, eða rúmlega 1.2% með virka berklaveiki. Þar af voru 66 með berkla í lungum, lungnaeitlum eða brjósthimnu, og voru 25 þeirra, eða tæplega 0.4% með smit- andi berklaveiki. Nýjum tilfellum fer tækkandi. Loks eru í þriðja flokki þeir sem sent hefur verið í hóp- skoðun eða hverfisskoðun, sam- tals 12656 manns og hefur Vísir skýrt frá þeim rannsóknum á öði'um stað. Samkvæmt upplýsingum er blaðið hefur aflað sér hjá dr. Óla Hjaltesteð berklalækni finnst æ minna af nýjum berkla tilfellum, þ. e. a. s. í fólki sem veíkist í fyrsta sinn. Er það og athyglivert, hve hlutfallslega margir af þeim sem veikjast á árinu eru fyrrverandi berkla- sjúklingar, undir eftirliti á stöðinni. Er mikii nauðsyn á því að það fólk láti athugá sig öðru hvoru og fylgjast vel með sér og heilsu sinni. Lagði á heið- ina í morgun. Norðurleiðabíllinn, sem teppt- ist í Fomahyammi af völdum veðurs, lagði af stað þaðan í birtingu í morgirn norður, með alla farþegana — 26 talsins. Veður er nú bjart og batn- andi norðanlands og er búizt við að færi sé sæmilegt. Áætlunarbill fer norður í fyrramálið eins og vanalega á föstudögum. Aukaferðir verða dagelga fram að bænadögun- um, og er eftirspum eftir bíl- fari norður mikil, einkanlega vegna skíðamótsins á Akureyri, en það verður sett næstkom- andi miðvikudagskvöld, en keppni hefst á skírdag. verður um að vera á Akureyri um páskana. Þar verdear efe*l. íil <viusuíivih.u„ Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Akureyringar ætla ekki að sitja auðum höndum um pásk- ana, því að ráðgert hefur verið myndarleg skíðavika hér, og búizt við mikilli þátttöku úr flestum landshlutum. Það er hin nýstofnaða ferða- málanefnd kaupstaðarins, sem hefur forgöngu um þetta fyrir- tæki, og hefur þegar verið haf- inn margvíslegur undirbúning- ur til þess, að hún megi takast sem bezt. Gistihús bæjarins hafa mik- inn viðbúnað, og þeir, sem ekki komast fyrir hjá þeim, munu fá húsaskjól hjá ýmsum borg- urum bæjarins, og er talið, að ekki þurfi að koma til húsnæð- isvandræða þótt aðstreymi verði mikið. Ýmis atriði hafa verið skipulögð á skíða- eða páskaviku þessari, m. a. er ráð- gerð ferð með Esju, sem hér verður um páskana, norður fyr- ir Grímsey, en jafnframt fer fram skíðamót íslands í Hlíðar- fjalli í GJerárdal, en þar er mikill og góður skíðasnjór. Um eða yfir 70 þátttakendur hafa þegar tilkynnt þátttöku sína í mótinu. Landieiðir og Flugfélag ís- lands hafa og mikinn viðbúnað til þess að flytja fólk til Ak- ureyrar og þaðan, og reynt að greiða fyrir ferðamönnum á all- an hátt. Timanum svarað. Tíminn er enn að barma sér yfir skipun formanns í íþróttanefnd ríkisins. Ham- ast blaðið enn út úr því að ekki skyldi framsóknarmað- ur vera skipaður formaður nefndarinnar, eins og verið hefur undaníarið. Ber blaðið menntamálaráðherra þeim sökum, að skipun hans í for- mannssætið sé pólítisk. Þetta er næsta fávísleg fullyrðing. Skipun formannsins nú ei' eklci frekar pólítisk en þegar framsóknarráðherra skipaði Guðm. Kr. Guðmundsson á sinum tíma. Samkvæmt rök- færslu Tímans nú, ætti það að hafa verið póiítisk skipum Samkvæmt íþróttalögunum á ráðherra að skipa einn manu í nefndina, sem jafnframt er formaður hennar. Það er eðlilegt, að ráðherra velji þann mann, sem hann treyst- ir bezt til að verð'a íþrótta- hreyfingunni að liði í sam- bandi við starf nefndarinn- ar. Ráðherra vænir vafalaust ekki G. Kr. G. um hlutdrægni en hann hefiu' auðsjáanlega treyst öðrum betur- til að hafa á hendi formannsstarf- ið. Tímanum virðist eklíi hafa komið tii hugar, að slíkt gæti átt sér stað. Blaðið held- ur sem sé að engum sé treyst- andi nema framsóknarmönn- um. En það verður nú að láta sér Iynda, að smnir ráð- herrar geta jafnvel treyst öðrum betur. Tónskáldafélagið mótmælir úthlutun iistamannalauna. Iel«r hlut tönskáldanna frek!e§a fyrsr böd borinn. Tónskáldafélag íslands hélt' fund nýlega til að mótmæla síðustu úthlutun til lista- maima og telur það hlut tón- skáldanna mj-ög hafa verið fyrir horð borinn. Hæsta úthlutun til íón- skálda var 5400 krónur, en til myndlistarmanna og rithöfunda vár úthlutað allt að 15000 krónum á mann. Þarmig setur úthluíunamefndin hæstlaunuðu tónlistarmenn í 3. flokk styrlc- þega og setur tónlistina og tón- listarmenn skör lægra en aðrar listgreinir og listamenn. Mótmælti fundur í Tónskálda- félaginu þessu mati úthiutunar- nefndarinnar og vítti það að í nefndina skyldu hafa verið vaídir menn, sem hvorki hefðu skilning né áhuga .fyrir tónlist. Tónskáldafélagið hafði farið þess á leit viþ úthlutunamefnd- ina að mega ræða við hana áður en úthlutun færi fram, en þeirri málaleitan var ekki sinnt. Mót- mælti fundurinn þvi að ekki skyldi verið leitað umsagnar tónlistarmanna eða ráða við út- hlutun styrkja til tónskálda. í sambandi við þessa afstöðu og afgreiðslu úthlutunarneínd- arinnar vill Tónskáldafélagið benda á eftirfarandi. Að tónsmíðar útheimta meiri vinnu en önnur liststörf, að ekki sé hægt að afgreiða þau í tóm- stundum og að.oft þurfi marga daga einungis til að skrifa nið- ur tónakafla sem ekki hljóma nema örfáar sekúndur í flutn- ingi. Að tónskáld hafi ekki jafna möguleika á við riíhöfunda og myndlistarmenn í því að kynna verk sín og tekjur fái þeir ekki Handknattleiks- mótið hálfnað, Fimmta umferð Handknatí- leiksmeistaramótsins fór fram í gær og er mótið nú hálfnað. í 2. flokki kvenna vann Ár- mann F.H., 5:4, Fram vann Hauka, 4:2 og Þróttur vann Val 5:2. í 2. flokki karla vann K.R. Hauka 18:1 og Þróttur vann Í.R., 10:5. Loks fór fram leikur í 1. fl. karla rriilli Vals og Fram og sigruðu þeir síðarnefndu, 8:6. í kvöldkeppir Ármann við Í.A. í meistaraflokki kvenna og sömuleiðis Valur við Hauka. í þriðja flokki karla fara fram fjórir leikirog eigast þar við Í.R. og Víkingur, K.R. og Ármann, Valur og Framóg F.H. og Þrótt- ur. í l.flokki karla keppir í- þróttabandalag SuðUrnesja við Þrótt. af þeim fyrr en við flutning. Að tónskáldin þurfi að leggja' í mikinn kostnað við fjölritun raddhefta til þess að þau verði flutningshæf. Á fundinum var rætt um þann möguleika að tónskáldin tækju í mótmælaskyni ekki við stvrkjum þeim, er úthlutunar- nefndin veitti, en horfið frá því þar eð tekjur tónskáldanna væru svo litlar fyrir, að það væri ekki hægt. Aftur á móti er viðbúið að Stef verði að segja upp samningum við Ríkisút- varpið til þess að fá tekjur tón- skáldanna hækkaðar. Fulltrúaráð sjálfstæöisfélag- anna heldur fund kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Kosnir verða fulltrúar á landsfund Sjálfstæðis'flokksins og í kjörnefnd sjálfstæðisíélag- anna í Reykjavík vegna alþing- iskosninganna. — Enn fremur verða rædd skipulagsmál íull- trúaráðsins. í danska útvarpinu. Frú Hulda Emilsdóttir frá Beykjavík syngur í danska út - varpið í dag, 26. marz, eða laug ardag, 28. marz. Söngnum átti að útvarpa kl. 9.00 og kl. 13.00 á 19.56 m. og kl. 16.00 á 31.72 m. Vísi er ekki kunnugt um, hvorn daginn söng urinn átti að verða, en menn geta reynt að hlusta kl. 16.00 í dag eftir íslenzkum tíma, ann- ars á laugardag á þessum tím- um. Frú Hulda er ættuð frá Eski- firði, og er gift Jóhanni Péturs- syni stud. polyt, en þau hjón- in dvelja nú í Danmörku. Verkfallið mistókst. Einkaskeyti frá AP. — París í morgun. Allsherjarverkfall það, sem kommúnistar boðuðu til f gær, hefur sýnt ljdslega á- hrif þau, sem þeir hafa í verkalýðshreyfingu landsins. Verkfallið fór alveg út um þúfur, svo að vinna féll að- eins niður að litlu leyti, enda hafði kristilega verkalýðs- sambandið engin afskipti af þessu. Nú er verið að vinna úr skjöíum þeim, sem upp- tæk voru gerð, en það verður fyrirsjóanlega íímafrekt verk. Veitlitgasallr Hótel Borgar Hr aftur á enorguu. Engín vírcsala, m allar aBrar veltiisgar. Úrslit birt á morgun. Úrslitin í samkeppniimi um fallegasia barnið verða birt í blaðinu á morgun. MikiII fjöldi atkvæðaseðla barst og hefur ekki unnizt tími til að flokka þé og telja, en það verður gert í dag. Samkvæmt tiimælum ríkis- stjórnarinnar hefur verið- ó- kveðið að veitingaspf.ir Ilóíet Borgar verði afíur opnaðir fyr- ir almenning, en engar vínycitr ingar verða leyfðar þar, og sit- ur aiit við hað sama að þyí leyti. Hefur blaðinu borizt eftiriar- i andi orðsending frá Jóhann?si j Jóhannessyni, eiganca og fram- jkvæmdastjóra veitmgahússins: „Eins og kunnugt er, var hótelinu lokað urn áramót, og varð þá að segja starísfólki upp, vegna ákvörðunar dómsmála ráðherra um að taka. vínyeii- ingaleyfi af Hótel Borg. Fyrir tilmæli forsætisráðherra var þó gisti-íbúðinni haldið opinni um hríð, vegna þingmanna og ann- ara gesta, með það fyrir augum, að málið yrui leyst áður al- þingi lyki, en svo varð þó ekki. Hefur ríkisstjómin íátið í ljósi þ.á eindregnu ósk sína, að gisti- húsinu yrði áfram haldið opnu vegna gestakomu, og hefur nú orðið að samkomulagi, að svo verði um óákveðinn tíma, og mun gildaskálinn niðri einnig verða opinn daglega fyrir gesti og gangandi.með starfsliði eftir þörfum, en sem stendur verða þar ekki vínveitingar.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.