Vísir - 08.04.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 08.04.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 8. apríl.- 1953. VÍSIR- S rmr leikrit eftir skáld- sogu Victors Hugo. fsEssiiaar 31. Miinsen samdi leikriíiH og T»nta« Guðmundsson Iföfnntlur ist|nrnaði. Leikritið Vesalingarnir, sem Leikfélag Reykjavíkur hafði frumsýningu á í fyrrakvöld er eitt lengsta — ef ekki lengsta — leikrit, sem félagið hefur efnt til sýningar á. En þrátt fyrir lengdina — leikritið stendur I næstum hálfa fimmtu .klukku-stund — er .þó aðeins hægt að. bregða upp smámyndum úr hinu mikla verki Iiugos, sem kom fyrir al- menningssýónir fyrir ura það bil níutíu árum. Skáldsaga hans er með hinu lengsta, sem til er af þessu tagi bókmennta, og vitanlega er engin leið að gera slíku verki skil á einni kvöid- stund nema á þann hátt, sem hér hefur verið gert. Mikið veltur þess vegna á því, hvaða atriði úr skáidsögunni eru tek- in til meðferðar, hvernig' ieili - ritshöfundinum. tekst við mótun þeirra og meitlun, og svo að sjálfsögðu meðferð leikenda á því, sem þeim er fengið í hend- ur. Það er nú orðið ærið langí, síðan eg las Vesalingana í is- lenzkri þýðingu, og eg mundi varla annað en þráðinn í sög- unni, en leikritið rifjaði þegar upp helztu atriðin, sem voru farin. að mást í minninu. — Gunnar R. Hansen hefur ein- mitt stiklað á stærstu steinun- um, tekið þau atriði sem upp úr standa í þessu mikla verki, og honum tekst að gera úr þeim samfellda heild, þótt vitanlega En yfir lífi hans hvílir. sá skuggi, að sem galeiðuþræll á hann að láta yfirvöldin fylgjast með gerðum sínum, en það gerir hann ekki, og er það I meginþráðurinn, því að hann ! má heita hundeltur, þótt .hann I geti leynzt langar stuhdir, cg ímynd hins miskunnarlausa lögregluvalds er löggæzlustjór- inn Javert. En jafnvel hann reynist aðeins venjulegur mennskur maður inn við beinið, og þess vegna-fer allt vel um síðir. Eins og þegai- er .sag.t, hefur höfundi leikritsins, Gunnari R, Hansen, tekizt yfirleitt ágæt- lega, og þegar í fyrri mynd for- leiksins er áhorfendum gefið með .fáum -orðum af vörum galeiðuþrælsinsr grei nagóð lýs - ing á ævi hans og. aðstæðum, þegar leikritið hefst, en í næstu mynd er sýnt með hverjum hætti Myriel biskup getur kom- ið því til letðar, að honum snýst hugur og afstaða hans til með- bræðra sinna breytist vegna kynna sinna af biskupnum. Fyrrri kaflinn skiþtist í sjö myndir, sem lýsa lífi Jean Valjeans nokkrum árum sí'ðar, þegar hann er orðinn verk- smiðjueigandinn Madeleine, allur annar maður í hvívetna. Undir lokin hefur iöggæzlu- stjórinn Javert þó komizt að hinu sanna um þaö, hver hann er, og þá verður Madeleine að flýja., sé. gríðarlegu efni sleppt. En Hugo er éinnig langorður í Síðari kaflinn skiptist í níu myndir, þar sem Jean sögusinni, miklu langorðari en j Valjean hefur á ný tekið sé, hann þyrfti að vera.jm í raun-| annað nafn> en rekst á Ja-vert> svo að frelsið virðist. á enda, inni á það 'við um flest skáld verk, að hægt er að segja efni þeirra í miklu styttra máli en gert er. En þegar fráságnar- tæknin er eins rnikii og hjá Hugo, kvartar enginn ýfir lengdinni. Það, sem Gunnar R. Hansen hefur því tekið sér fyrir hendur- er að flísa utan af skáldsc-gunni, unz hann hefur aðeins aðal- efni hennar til að vinna með, ádeiluna og mannúðarpredik- unina. Og um þetta verður ekki annað sagt, en að það hafi yfir- leitt tekizt vel og á köflum á- gætlega. Þar 'kémur þao 'viian- lega mjög til greina, að Han- sen er maður vel að sér í öllu, sem áð leiklist lýttír, og að hann hefur einnig á hendi stjórn leiksins og sviðsetningu. Leikritið skiþtist í forleik og tvo kafla, sem eru alls í átján myndum. Forleikurinn segir. f rá því, er gaieiðuþrællinn Jean Valjean kemst í kynni . við Myriel biskup, öðling mikinn,1 er kemur þannig fram við út- skúfaða óbótamann, að héift hans breytist í viðleitni til þe.ss að láta gott af sér leiða, og sú viðieitni hefur það í fór mec’ sér, að hann kemst til metorða og verður faðir smáborgariijn- ar, þar sém hann setzt að. þótt atvikin hagi því þannig, að hann hafi líf löggæziustjór- ans í hendi sér, en gefi honum grið. Síðan er greitt úr öllum flækjum, eins og vera ber, og þarf ‘ ekki fleiri orð um þetta að. hafa. Þorsteinn Ö. Stephcnsen leikur Jean Valjean í öll-um þeim gerfurri, sem hann birtist í, og léysir hann hlutverk sitt vel af hendi. Þó virðist eðlilegt, að meira bæri á sálarstríði hans, er hann fréttir í öðrum kafla, að maður hafi verið tek- inn fastur sem Jean Valjean og' muni hann verða dæmdur í ævilanga þrælkun, þar sem hann hafi verið galeiðuþræll. Það er mikil innri barátta, sem þá á sér stað hjá Madeleine kaupmanni, er á um þac- að velja að láta dæma saklausan mann í sinn stað, eða segja sannleikann og gera allt að engu, sem hann hefur byggt upp og ætlast fyrir í fram- tíðinni. En að öðru leyti er leik- ur Þorsteins góður og á köflum ágætur. Brynjólfur Jóhannesson leik- ur löggæzlustjórann ^Javert, járnkarl, er fæddist í fangelsi, og .er í öllu starfi sínu að bæta fyxir brot foreldra sinna með því að vera ósveigjanlegur í starfi sínu og skyldurækni — þar til hann brotnar um síðir. Leikur Brynjólfs er þannig, að eg lield vart, að betur yrði gert. Hann er frá upphafi, og þar til hin mikia breyting verð- ur, embættismaðurinn, sem lifir einvörðungu fyrir starf sitt, og lætur ekkert sveigja sig af brautinni. Það þarf ekki annað en að líta á hann í byr.jun til þess að sjá hörkuna, sem hann hefur innrætt sér. — Brynjólfur hefur búið sér rétt gerfi, og hann hefur skilið hlutverk sitt til hlítar. Þegar þeim hafa verið gerð skil, er rétt að taka helztu leik- endur í þeirri röð, sem. þeir koma koma fram í köflunum. í forleiknum birtast Myiriel biskup og Baptistiné systir hans — Guðlaugur Guðmundssou og Inga Laxness. Þeirra hlutverk krefjast lítilla tilþrifa, en þó verður að fara snyrtilega með þau, og mætti eitthvað að þeim j finna, væri kannske það, að biskupinn virðdst helzti ungur, en slíkt er ekki lýti á leik heidur gerfi. Áróra Halldórsdóttir leikur jómfrú Magloire, ráðskonu biskuþs. Hún er síhrædd um öryggi sitt og húsbænda sinna, og gerir Áróra hlutverkinu góð skil, enda er hún orðin sviðvön fyrir löngu, þótt henni takist jafnan bezt upp í gamanleikj- um. Steindór Hjörleifsson, sem er meðal ■ hinna yngri leikenda, leikur Lefévre bæjarþings- skrifara . í öðrum kafl.a. líann hefur skapað ágæta persónu, skrafhreifinn náunga, sem er einskdnar lifandi fréttabiað í skrifstofu sinni. Steindór sýnir að hann er afbragðs leikari, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, hveru ungur hann er, og Elín Júlíusdóttir og Erna Sigurleifsdóttir í fyrri kafla. lofar hann með þessu, að mikiis megi af honum vænta. Erna Sigurleifsdóttir leikur verksmiðjustúlkuna Fantine, og er leikur hennar afbragð. í sama hlutverki kemur hún fram í tveim allsendis ólíkum gerfum, og raddbreytingar hennar, sem koma mjög til greina, eru tákn þess, að hún er mjög vaxandi leikkona. Er óhætt að segja, að hún og Steindór hafi borið af, þe.gar aðalleikendurnir eru undan- teknir. í öðrum kafla koma enn fram nýir leikendur við hlið aðal- leikendanna tveggja, sem fyrst eru nefndir. Ragnhildur Stein- grímsdóttir leikur Cosette, fósturdóttur Jean Valjeans, er nú héitir Ultime Fauchelevent, og er leikur hennar léttur og glaðværðin yfirleitt í fyrirrúmi. Þó er nokkurt efamál, hvort nauðsynlegt sé, að hún sé næst- um sífellt brosandi, því að það kemur í veg fyrir blæbrigði, sem gera verður kröfu til i nær öllum hlutverkum, þótt ailiaf verði að undanskilja nokkur pg þá fyrst og fremst í þessu icik- riti Javert. Knútur Magnússon leikur Marius de Pontmercy, er verð- ur eiginmaður hennar, hár og glæsilegur ungur rnaður, sem er dálítið óviss í fyrstu, en nær sér á strik. Er ekki ósennilegt, að Reykvíkingar eigi oft eftir að sjá hann á leiksviði í fram- tíðinni, því að mönnum mun falla vel við hann. öðrum köflum að segja langar sögur í stuttum . myndum og virðist í rauninni óþarfi að' hafa þessi tvö atriði eins löng og eru þau, því að þar heyrist eiginlega ekkert nýtt varðandi baráttu mannsins fyrir bættum kjörum og auknum réttindum. Leikurinn í þeim er líka næst- um lélegur á köflum. Skemmtilegastur í þessum atriðum er stráksnáði, Gav- roche, leikinn af Ómari Ragnars syni. Er hann hæfilega frakkur og -framhleypinn, eins og götu- strákar eiga að vera, og verður hann væntanlega - efnilegur leikari, ef hann heldur eins áfram. Eins og getið er,- eru þau tvö atriði, þar sem uppreistin kem- ur við sögu nokku'ð langdregin, og er raunar sama að' segja um sum önnur, sem eru í þessum kafla. Kann að vera að löng seta á höi'ðum bekkjuni hafi nokkur áhrif, en víst er, að það er óhætt að stytta uppreistar- atriðin nokkuð án þess að það komi að sök. Hér hefur ekki verið getið alli-a leikenda, enda eru flest þau hlutverk, sem ótalin eru, lítil og valda ekki mifclu um heildarsvip leiksins. Þó er rétt að geta Áma Tryggvas.onar, er leikur Thénardier, fyrrum gest- gjafa. — Er hann í góðu gerfi, er hann kemur inn fyrst, en sviftir svo af sér „grímunni“, og er þá helzti ungur, því að hann er nefndur svo snemma í leiknum, að hann hlýtur að vera Steinunn Bjarnadóttir leikur * SGrfi Arna. En leikur hans er. góður, og þarf. ekki vcrður síðai’i iiiníimi að b.iðá morgundagsius. — kr. ¥ Spakmæli da'gsins: Hægara er að keuna lieil- l'æðin en ha-hia þ.au. Þortseinn Ö. Stephensen (Jean Valjean), Brynjólfur Jóhannes son (Javert) og uppreistarmenn í síðari kafla. — Eram á borðið liggur Knútur Magnússon (Marius dc Pontmercy). Eponine, unga, fátæka stúlku, dóttur afbrotamanns. í fyrstu mynd annars kafla lýsir hún ævi sinni og kemur upp unx ástir. sínar á Mariusi, og þegar tekið er tillit til franskra á- stríðna, sem okkur er sagt, að sé jafnan í báli, þegar ástin er annars vegar, virðist ekki úr vegi að gera kröfu til þess, að j meii'a beri á rótinu í sál henn- ar. — Guðný Pálsdóttir, er leikur ráðskonu Fauchelevents, jóm- frú Toussaint, mun vera nýliði, og skilar hún hlutverki sinu með þeirri rósemi, sem það — roskin kona — krefst, án : sérstakra tilþrifa. Einar Pálsson, Steingrímur Þórðarson, Einar Ingi Sigurðs- son, Óskar Ingimarsson, Þor- grímur Einarsson og Einar Þ. Guðmundsson leika uppreistar- merin 1832, og eru eiginlega þau tvö atriði, sem þeir koma fram í, hvað langdregnust. — ■' Höfundi leikritsins tekst í nema lagfæringu á gerf inu,. til þess ao hann sé nær óaðfinnan- legur. Þá eru ónefnd Elín Júlíus- dóttir, Helga Valtýsdóttir, Edda Kvaran, Helga Bachmann, Einar Þ. Guðmundsson, Einar Þ. Einarsson og Gunnar Bjarnason. Öll hafa þau lítil hlutverk, eins og þegar er sagt, en þó er sómasamlega með þau farið. Gunnar R. Hansen og Leik- félagið hafa ráðizt. í stórvirki með því að taka Vesalingana til meðferðar,, og ætti að vera óhætt að spá því, að margir muni leggja leið sína í Iðnó, meðan þetta leikrit er sýnt þar, H. P. Signrgeir Signrjónsson TiœstáréttarlögmaOur. Skrifstofutíml 10—12 og 1—6. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80950.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.