Vísir - 08.04.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 08.04.1953, Blaðsíða 4
s VÍSIB Miðvikudaginn 8. apríl 1953. DAGBLAÐ | Ritsíjóri: Hersteirm Pálsson. Skiifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIB H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h..f. Ferðamálafélag Akureyrar. T7*yrir nokkru stofnuðu einstaklingar á Akureyri félag með •*- nafni því, sem er fyrirsögn þessarrar greinar. Tilgangur- inn með Stofnuninni var að vinna í sameiningu að því að aukin verði aðsókn ferðamanna til höfuðstaðar Norðurlands, 'búa svo í haginn fyrir aðkomumenn, að þeir geti átt þar vísa gistingu í vistlegum híbýlum og haft sér þar nokkuð til skemmtunar og afþreytingar þann tíma, sem . þeir eru þar staddir. Tilgangurinn var að auka vinsældir Akureyrar í bráð og lengd, svo að þeir, er kæmu þar einu sinni leituðu þangað oftar, og yrðu þar jafnvel tíðir gestir í framtíðinni. Það var ætlun Ferðamálafélags Akureyrar, að páskarnir yrðu að þessu sinni einskonar prófsteinn í þessu efni. Gistihús staðarins voru reiðubúin til að taka á móti miklum fjölda gesta, og auk þess hafði þess verið farið á leit við einstak- linga í bænum, að þeir veittu aðkomumönnum gistingu, ef 'þess gerðist þörf. Munu hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að hýsa enn meiri fjölda en verið hefur venjulega á Akureyri á undanförnum árum, þótt aðkomumenn hafi oft verið þar fjölmennir að sumarlagi, þegar flestir eru í orlofi. Nú vita hinsvegar allir, hvert veður gekk yfir landið í dymbilviku, svo að ógerningur var fyrir menn að komast landshorna í milli — og jafnvel skemmri leið — svo að ekki varð af því að Ferðamálafélagið gæti veitt mönnum þá fyrir- greiðslu, sem það hafði ætlað sér. Hér er ekki ástæða til þess að ræða það, hversu óheppilega tókst til fyrir Akureyringum vegna veðrahamsins, þar sem -ekki var fært norður flugleiðis héðan fyrr en á laugardag, og ófært með öðru móti. Hitt er athugandi fyrir þá aðila hér sunnanlands, er telja sig hafa hagsmuna að gæta að því er naóttöku ferðamanna snertir, hvort þeir eigi ekki að fara að dæmi manna á Akureyri. Kemur margt til greina, sem mælir með því, að slík samtök geri tilraun til þess að laða hingað zferðamenn og búa sem bezt í haginn fyrir þá. Akureyringar hugsuðu fyrst og fremst um að fá sem flesta ferðamenn héðan að sunnan,. enda fátt um erlenda gesti á þessum tíma árs, en er ekki ástæða til þess að sunnlendir aðjlar láti fram fara á því ítarlega rannsókn, hvers þeir eru megnugir að því er það snertir að veita móttöku erlendum .gestum? Það skal játað, að gistihúsaeigendur hafa komizt að jþeirri niðurstöðu á fundi sínum hér í bæ fyrir skemmstu, að átak þyrfti að gera til þess að koma þessum málum í sóma- .samlegt horf. Þeir vilja einnig, að lán verði veitt til byggingar á gistihúsum, þar sem slíkt mundi mönnum ofviða ella, en jhversu lengi mundu þeir ekki þurfa að bíða, ef ætlunin væri að hefjast ekki handa, fyrr en hægt væri að fá féð lánað? Hver getur spurt sjálfan sig um það, og vafalaust yrðd svarið h.já flestum á þann veg, að biðin yrði ærið löng. En hvers vegna gætu ékki sunnlenzkir veitingamenn látið fram fara athugun á því hér, hversu mikið boðlegt húsnæði -væri hægt að fá hér hjá einstaklingum til þess að taka við útlendingum, og gert svo ráðstafanir í samræmi við það, til þess að auka hingað straum erlendra ferðamanna? Engin skýring geíin. 'A/I'enn væntu þess eiginlega, að Þjóðviljinn mundi gefa nokkra skýringu á því í morgun, hvers vegna það hefði skyndi- lega uppgötvazt, að rússnesku læknarnir reyndust saklausir af þeim ódæðum, sem þeir voru látnir játa. Þjóðviljinn segir að vísu frá hinum nýjustu atburðum í þessu efni, en hann bregzt algerlega trausti og trúnaði lesenda sinna, þar sem hann leggur ekkert út af textanum og óbreyttir kommún'- ástar hérlendis hafa enga línu til þess að dansa á í þessu rnerka máli. Já, Þjóðviljinn .forðast að segja nokkuð annað um þetta ■en. það, sem tilkynnt er í Moskvu, svona til þess að hafa allt sitt á þurru, en hann leyfir sér hinsvegar miklar bollaleggingar um síðustu verðlækkunina í Rússlandi. Vitanlega hefur hann ■ekki annað en hól að segja um þetta, og minnir það marga á viðbrögð hins sama blaðs í verkfallinu í desember, þegar jþað mátti ekki heyra á það minnst, að hér væri farin verð- lækkunarleið til að leysa vinnudeiluna. Er þetta enn eitt dæmið - uin heilindi þessa „íslenzka“ blaðs, sem fannst það óhæft ráð hér, sem þeir rembast við að hrósa, þegar það er — sið sögn — framkvæmt af yfirboðurum þess í Rússlandi. Fyrir- sögn blaðsins á greininni um þetta er: „Ólíkt höfumst við að.“ iJá, það miá-nú segja. ''■ <■ .GANGLERI:. Áförnumvegi KOMMUNIST ARNIR „IS- LENZKU“ eru mjög kampa- kátir þessa dagana út af „frum- kvæði“ kínversku kommúnist- anna um fangaskiptin í Kóreu. En „frumkvæðið", sem þeir státa svo mikið af, er gömul tillaga sem kommúnistar hafa margneitað og fordæmt, ekki sízt rauðu dindlamir hér á landi. En nú þegar kínversku kommúnistarnir sjá sitt ó- vænna í Kóreu-styrjöldinni, taka þeir upp tillögur Indverja' sem Sameinuðu þóðirnar, nema Rússar, voru fyrir löngu reiðu-[ búnar að samþykkja. Og nú er það á máli Þjóðviljans þetta „frumkvæði“ kommúnistanna, sem „glæðir friðarvonir um allan heím“. Betur að svo væri. En almennt er álitið að svik búi undir kúvendingunni. ★ ÞEEB VITA HVAÐ ÞEIR VILJA, málaliðar kommúnista hér á landi, þegar þeir berjast af öllum mætti fyrir því að landið sé gersamlega varnar- laust. Um leið og Kórea varð varnarlaus, réðust kommúnist- ar inn í landið og ætluðu að taka það með vopnavaldi. Síðan hefur geisað styrjöld í landinu og þjóðin hefur orðið að þola hinar ægilegustu hörmungar. íslendingar sækjast ekki eftir slíkum örlögum, þótt tungu- mjúkir svikarar reyni að villa þeim sýn. * SAGT ER AÐ KJÖLFESTAN í Hannibal sé ekki á réttum stað. Lýsir það sér í því að hann rýkur svo upp, að hann ýmist má ekki mæla eða verður svo óðamála, að allt kemur á aftur- fótunum. Fyrir nokkrum dög- um gat Vísir um það ■ í mesta sakleysi, að „framboðserfið- leikar“ væri í Alþýðuflokknum. Eitthvað hefur efnið verið við- kvæmt, því að næsta dag missti Hannibal alveg taumhald á skapsmunum sínum í Alþbl. Jós hann og beit í allar áttir. Sérstaklega réðist hann á Björn Ólafsson, sem hann sagði að væri dauðans matur! — Hanni- bal er vorkunn. Hann tók að sér hlutverk, sem hann fær ekki valdi,. Gengileysi hans og van- máttur dylst nú ekki lengur. Þeir sem sá af óheilindum upp- skera vantraust — og falla. til stiómap Leiiiféiags Heykiavíkaia'. Leikfélag Reykjavíkur hefur nýlega lokið við að leika Æfintýri á gönguför við mikla aðsókn eins og vænta mátti, þar sem þetta leikrit hefur ætíð verið eitthvert bezta „kassa- stykki“ félagsins. Var þegar í upphafi tilkynnt að félagið notaði þýðingu Jónasar Jónas- sonar, sem síðar var prestur á Hrafnagili. Var notað hvert tækifæri til að bera fram þessa fullyrðingu og nú síðast frammi fyrir alþjóð í útvarpinu. Þegar svona mikil áherzla er lögð á að fullyrða eitthvað verkar það oft öðru vísi en til er ætiast. Það. vaknar, þá gruourj um, að hér sé eitthvað að baki og að gerð sé tilraun til að kasta ryki í augu manna og er engin ástæða til að þegja við svona fullyrðingum. Það vita allir,. sem við leik- list hafa fengizt hér lengi, að þýðing Jónasar Jónassonar var glötuð fyrir mörgum árum, en kvæðin geymdust. Og þegar svona íullyrðingum er haldið að alþjóð má ekki minna vera en að færðar sé sönnur á þær. Hver er sá, sem geymt hefir handrit þetta í 60 til 70 ár? Vill hann ekki koma fram á sjónarsviðið og bera vitni? Honum hlýtur að vera það ljúft, því að hann á þakkir skjlið fyrir slíka hii’ðusemi. En sé hann ekki til, svo sem líklegt má þykja, má færa sönnur á þetta mál með því að láta ættingja þessa ágæta rit- höfundar segja til um það, hvert rithönd hans er á hand- ritinu, því að ekki getur þeim verið nein þægð í því að honum sé eignað það, sem hann ekkí hefir gert. Mér er L. R. kært frá margra ára starfi mínu þar og- eg ann því alls þess bezta. Eg vil því, að það sjái sóma sinn í því að gera grein fyrir þessu máli. Núverandi stjórn er mér að góðu kunn og formaður félags- ins er álitinn hreinskilinn mað- ur. Eg vænti þess að hann svari þessari fyrirspurn hreinskiln- islega. Guðrún Indriðadótiir. Humphrey Bogart í Gamla Bíó. Gamla Bíó sýnir þessa dag- ana myndina „Drottning Af- ríku“ (African Quecn), og mun sjálfsagt mörgum leilca forvitni á að sjá hörkutólið Humphrey Bogart í samleik við Katherine Hepbrmi. Myndin gerist í Afríku í fyrri heimsstyrjöldinni, og er tekin þar, svo að ekki verður kvartað undan því, að Holly- wood-leiktjaldasnið sé á neinu. Allt er sem sé „ekta“. „Drottning Áfríku“ er ljótur gufubátur, sem Bogart stjórn- ar á einu fljótinu þar. Ilann er skeggjaður og all-svakalegur, eins og vera ber, kaldur og á- kveðinn, eíns og þar stendur, en Hepburn er systir brezks trúboða, fíngerð að því er virð- ist, en þegar þau sigla tvö ein saman niður fljót, sem aldrei hefur veríð gert á slíkum far- lcosti áður, kemur í ljós, að henni er ekki fisjað saman. Bogart er drykkfelldur, þarnb- ar feiknafár af giní, en Hep- burn hellir miðinum niður, án þess að Bogart maldi í mó- inn, og sýnist það út af fyrir sig talsvert afrek. Annars er Bogart hér í óvenjulegu hlut- verki. Hann gefur engum utan undir, er aldrei illmannlegur en þrautseigur í ýmislegum háska, sem þau rata í á ferð sinni um- fossa og flúðir hins ó- þekkta fljóts. Enda þótt mynd- in sé nokkuð langdregin, er hún spennandi, en í lok hennar eru þau Hepburn og Bogart gefin saman af þýzkum flotaforingja, rétt áður en á að hengja þau fyrir njósnir og skemmdarverk. Myndin'ér gerð-í litum, og eðli- legri en títt er. J ThS. Bergmáli hei'tir borizt eftirfar- andi bréf frá Freymóði Jóhanns- syni sem svar við skrifum „Gamla“ s.l. miðvikudag'. „Herra ritstjóri. Bergmál birti, s.l. íniðyikudag, bréf frá Gamla, er eys þar úr skálum vandlætingar sinnar yíir Danslagakeppni S.K.T. Gagnrýni er sjálfsögS, og ckki lasia ég hana, sé hún rökstudd og réttmæt, en sleggju- dómagagnrýni, í laugardags- eða sunnudags-kvölds vahlíðan, eða vonzkukasti, gagnar engum, og ég verð að segja, að mér finnst reiðilestur Gamla bera ósann- girninni glöggt vitni. Auðvitað dettur mér ekki í hug áð halda þvi frain, að þessi við- leitni okkar í S.K.T. sé búin að ná neinni óaðíinnanlegri hæð, eða að þessi tvö kvöld keppn- jnnar, sem um garð eru gengin, að þessu sinni, liafi verið galla- laus, — en ég tel viðleitni þessa viðurkenningarverða og verð- skulda fyllstu sanngirni. Eg er Gamla öldungis ósammála um sjálf lögin, sem leikin voru' þessi umrædd kvöld. Eg tel lögin yfirleitt betri nú en áður. Sama má seg'ja um textana, þó éitt- hvað verði enn að fá að fljóta með af textum, sem við teljum að þyrftu að vera betri. Framtið- in mun sanna, að lög frá þessum tveimur keppnikvölduni, sem lið- in eru, muni lifa og gleðja yngri og eldri, iirausta og sjúka, flciri dægursöngvar, en sá eini, er Gamla þótii viðunandi. Eftir er að kynna ný dans- og dægurlög þcssarár keppni í þrjú kvöld enn, auk úrslitakeppninnar, svo a'ð full snemmt finnst mér af Gamla að fella dóminn, fyrr en öll er keppnin. Enda þótt eitthvað hafi mátt finna að söng hinna' tveggja, litt íærðti, ungu blómarósa, þá getur enginn borið á móti þvi, íriéð rökum ,að Haukur Mortens sé mjög fær á þessu sviði, svo ekki sé meira sagt. Mundi Gamla tvímælalaust reynast erfitt að finna, i svipinn, færari danslaga- söngvara hér heima. Það gleður mig iiins vegar að Gamli skuli vel geta hugsað sér að fá sér snúning hjá okkur, bæði í nýju- og gömiu dönsunum. Vil ég hér með bjóða honura, opinberlega, á danslcik- ina i Góðtemplarahúsinu næsi- komandi laugardags- og sunnu- dagskvöld, til þess að hann i'ái notið góðrai’ líðanar lijá okkur um eina helgi, cf liann færir sttnit anii- á, hver hann er. Muncii það gleðja bæði okkur og dansgesti að sjá liann þar. Fjarri sé það mér að andmæla, eða lasta erlenda hljómlisi, þólt i dans- eða dægurlagá-formi sé, ef liún er góð og hcilbrigð; 'en ég vara við öllu því spillandi er- fenda rusli á þessu sviði, sem reynt er að troða í okkur og okkur stendur bein þjóðarhætta af. Eitt öruggasta ráðið tii þess að sporna hér í gegn, er okkar eigin viðleitni, ■— eigin nýsköptm í þessum tnálum." Bréf Freymöðs cr léngra og Nr. 402: Hver á t'lest spor á íslandi? Svar við gátu írr. 401: Túngan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.