Vísir - 10.04.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 10.04.1953, Blaðsíða 4
VÍSIH Föstudaginn 10. apríl 1953. SÆ'.ÍU,^ DAGBLAÐ j r' jr Ritstjóri: Hersteirm Pálsson. j Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sitnar 1660 (fimm iínur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. „Jarðgöng friðarins." TTugtök kommúnista eru oft næsta torskilin venjulegum mönnum, og er það raunar ekki undarlegt, þegar tekið er tillit til þess, hvernig hugsunarháttur slíkra manna er mótaður. Þeir nefna það, að þjóðir komist undir lýðræðis- stjórn, þegar þær eru beygðar undir ok einræðis, sem hafa ætti gaddavír og hnútasvipu í skjaldarmerki sínu, en hitt er vitanlega svartasta afturhald, þar sem lýðræði hefur verið í hávegum haft um marga mannsaldra. Þeir nefna það einnig innrás og ofbeldi, þegar samtök frjálsra þjóða gera tilraun til þess að hefta yfirgang þeirra, og beita við það sömu vopnum, og þeir grípa jafnan til sjálfir, þegar þeir telja, að þau geti komið að gagni. Réttarríki kallast á þeirra máli þau ríki, er láta njósna um hugsanir hvers borgara, og taka hvern þann af lífi, er finnur ekki náð fyrir augum valdhafanna, en réttar- hneyksli og dómsmorð, þegar sakamönnum er gefinn kostur á að njóta allra réttinda til þess að verja hendur sínar í réttar- sölum og skjóta máli sínu til hvers æðri dómstóls af öðrum. Og svona mætti lengi telja. Hið nýjasta í orðasafni kommúnista er það, að gera þurfi „jarðgöng friðarins", eins og Vishinsky komst að orði á fundi Sameinuðu þjóðanna fyrir tveim dögum. Þetta orðtak er táknrænt fyrir hugsunarhátt kommúnista, eins og svo margt annað, Kommúnistinn er orðdnn svo vanur moldvörpustarf- inu, að hann getur ekki hugsað sér annað en að ekki sé hægt að komast að friðsamlegri lausn deilumála, án þess að við- hafðar sé starfsaðferðir moldvörpunnar. Allt á að gera í felum, og sennilega að fela sem mest af því, sem gert er. Þeir, sem sitja ekki fastir í hugsanahjólfari kommúnista, fá ekki skilið, hvers vegna nauðsynlegt skuli vera að gera „jarðgöng friðarins.“ Er ekki réttara að gera einskonar friðarbrú milli landa og þjóða, svo að þær geti hitzt í birtu einlægni og undirhyggjulaust? Þegar frið á að semja, á þar allt að vera opið og í allra augsýn. Það, sem gerist undir jöi'ðinni, í jarðgöngum, er hulið myrkri. Það er að vísu einnig hægt að skapa þjóðum örlög í slíkum undirheimum, en þegar um fjör- egg margra þjóða er að ræða, á ekki að varpa því á milli sín, þar sem skuggar glepja mönnum sýn. En það er einmitt þetta, sem kommúnistar vilja.. Vishinsky sagði í sömu ræðu, og vitnað er í hér að framan: „Hafa ekki ýmsar ráðstafanir Sovétríkjanna síðustu vikurnar sannað frið- arvilja þeirra?“ Hann ætlast til þess, að fáeinar lítilfjörlegar tilslakanir Rússa sé taldar jafngilda öllum þeim glæpum gagn- vart tugum og hundruðum milljóna, sem framdir hafa verið á um meira en mannsaldur. Rússland er þjóðafangelsi eftir sem áður, og meðan engin meiri háttar breyting verður á stjórn- arfari þar í landi, aðrir menn teknir við af þeim, sem nú Hrottna þar, er engin ástæða til þess að ætla, að urn raun- verulegan friðarvilja sé að ræða. Miklu meiri ástæðu er til að ætla, að þær smávægilégu ráðstafanir, sem stjórn Malen- kovs hefur gert upp á síðkastið, sé aðeins til þess að svæfa lýðræðisþjóðirnar á ný, er þær voru farnar að rumska. Fisksala til Bretlands. TT’f rétt er hermt um fund Edens utanríkisráðherra Bretlands og fulltrúa brezkra útgerðarmanna, virðist ekki ástæöa til þess að ætla, að horfið verði frá löndunarbanni því, sem .sett var á íslenzkan ísfisk í Bretlandi á síðasta ári. Er og eðlilegt, að brezkir útgerðarmenn reyni að viðhalda því í lengstu lög, því að á meðan enginn fiskur kemur með íslenzk- um togurum til Bretlands, græða þeir meira en nokkru sinni. Á hinn bóginn er hætt við því, að risið lækki nokkuð á þeim, er líður fram á sumarið, og að því kemur, að ísfiskur héðan fer að berast á markaðinn á vegum Dawsons auðkýfings. Eins og Vísir skýrði frá í-gær, hefur stjórn Félags íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda nú gert uppkast að samningi við Dawson, og er því aftur komin hreyfing á þessi mál. Verður þess vænt- anlega ekki langt að bíða, að aðilar hafi komið sér saman um öll atriði, svo að unnt verði að hefjast handa, og þar sem brezkir útvegsmenn eru svo eindregnir í fjandskap sínum við íslendjnga. sem hermt er í síðutu fréttum, ætti það að. vera okkur aukin hvatning til þess að reyna a£> ná samkomulagi við Dawson, ,§r báðir geti haft hag af og unað vel. VÍÐS JÁ VISIS: Yoshida ætlar að reyna að ná meiri hluta á ný. En bæði róttækir og íhaldsmenu ern lioiiiiiii niótsnúitii'. Deilur um innanríkismál hafa farið í vöxt í Japan síðan friðarsamningarnir voru undir- ritaðir í San Francisco. Kom það greinilega fram, er Yoshida-stjórnin féll á dögun- um, og verður nú gengið til þingkosninga í annað sinn á misseri. Það, sem varð Yoshida að falli, var ágreiningur í stjórn- arflokknum, frjálslynda flokk- inum, sem hélt þingmeirihluta í seinustu kosningum, þótt hann yrði fyrir nokkru fylgis- tapi. Gat Yoshida því haldið völdunum, án þess að þurfa að leita samstarfs við aðra flokka. En tvö flokksbrot gerðu upp- s.teit gegn Yoshida, annað við fprystu Hirokowa, hitt við for- ystu Hatoyama, en það var sem kunnugt er Yoshida, sem var við völd í seinasta þætti her- námstímans, og kom fram við samkomulagsumleitanir um friðarsamningana og verndar- samninginn. Grundvallaratriði hin sömu. Deilurnar í flokknum hafa ekki leit í ljós verulegan skoð- anamun á grundvallaratriðum, en „uppreistarmennirnir“ hafa leitazt við að grípa þau tæki- færi sem gefizt hafa, er andúð- aröldur hafa risið meðal al- mennings, til að vinna að> falli Yoshida. — Hinn 28. febrúar urðu harðar deilur í fulltrúa- deildinni milli Yoshida og jafn- aðarmannaleiðtogans Nishim- ura, og neitaði Yoshida þá að biðjast lausnar, þótt hann biði lægra hlut við atkvæðagreiðslu, af því sumir í flokki hans sátu hjá, en hálfum mánuði síðar var .samþykkt vantraust á stjórn hans með 229 atkvæðum gegn 219. Baðst hann þá lausnar, en í stað þess að víkja fyrir þeim, er kynnu að hafa getað myndað samsteypustjórn, rauf hann þing og lagði málið fyrir þjóð- ina. Fær Yoshida meirihluta? Yoshida er margreyndur stjórnmálamaður, ákveðinn og einarður, sem fráleitt mun sleppa völdunum, geti hann með nokkru móti haldið þeim. Hann á enn miklu fylgi að fagna, og svo gæti farið, að honum tækist að fá meirihluta, og losa sig jafnframt við hina „órólegu deild“ flokksins, en þó er líklegra, að úrslitin verði þau, að enginn flokkur fái al- geran meirihluta, og að í Jap- an sé framundan öngþveiti, og tíð' stjórnarskipti. Vafalaust hefur andúð farið vaxandi á Yoshida, vegna þess að hann fór með völd á her- námstímanum, og litið er á hann sem manninn, er 'Banda- ríkjastjórn ber traust til. Meðan Japan var réttindalaust — eða paut engra réttinda, sem her- namisstjórnin gát élcki háft af- skipti af — studdi þjóðin Yoshida fúslega, því að hann gætti hagsmuna hennar eins vel og unnt var, en eftir fengið sjálfsforræði er öðru máli að gegna. Þjóðarmetnaður segir til sín. Nú er eins og þjóðarmetnað- ur Japana krefjist þess, að þjóðin losi sig við allt sem er tengt sex ára erlendum yfir- ráðum, og minna metið starf hans á hernámstímanum og hlutur hans í því, að Japan fékk mjög væga friðarsamn- inga. Á hann hefur verið ráðist Úr öllum áttum sem bandarísk- an „attaníoss11, róttæku flokk- arnir stimpla hann afturhalds- mann og íhaldsflokkarnir segja hann frjálslyndan um of. Hefur hann reynt að draga úr andúð almennings með því að fara sér hægt um þann vígbúnað Japana, sem samkomulag varð um við Bandarikin. en það hefur valdið óánægju í Wash- ington, án þess að draga úr gagnrýninni heima fyrir í Japan. Einn spáir sigri Rússa. Margir Japanar virðast telja, að fyrir vörnum landsins sé séð með varnarsamningunum, ef til innrásar kæmi, en ef slíkar varnir brystu — og a.m.k. einn japanskur hershöfðingi telur, að Rússar muni sigri í bandarísk-rússneskri styrj- öld — væri það til bóta, að hafa ekki verið flæktir í slíka styrj- öld með Bandaríkjamönnum. Bandarískir stjórnmálamenn hafa orðið fyrir nokkrum von- brigðum yfir viðhorfi manna í Japan nú, eftir að hafa fallist á hina ■ vægu friðarsamninga, sem þeir fengu, og ef til vill ekki gert sér fyllilega grein fyrir erfiðleikunum við að' koma á hernaðárbandalagi milli þjóða, sem áttu í styrjöld fyrir heyra álit mér skömmu, og land annara her- um þetta. numið í sex gy eftir á. Eftirfarandi bréf liefúr Berg- máli borizt frá „Gámla“: „Móðurmálsdálkar". „Fyrir mörgum árum var stúng- ið upp á því, að mig minnir af manni í blaðamannastétt, að dag- blöðin tækju upp þann hátt, að hafa sérstaka dálka, „móðurmáls- dálka“, til fræðslu og leiðbein- ingar, og væri þörí'in mjög brýu, vegna vaxandi málspillingar -— Þessi tillaga féll ekki í góða jörð, en hún var þörf, og það sem fyrir tillöguhöfundinum vakti, er í rauninni þegar komið i fram- kvæmd, méð flutningi þáttarins um íslenzkt mál í Rikisútvarp- inu. Eg vildi nú skjóta þvi fram í Bérgmáli, hvort þessi tillaga eigi ekki enn rétt á sér. Blöðin rétni að leggjast á sveif með útvavp- inu.Jil bættrar meðferðar tung- unnar í ræðu og riti og aukiún- ar mál-smekkyísi. I Furðuleg' þróun. j Eg hef stundiim hugleitt live furðulegt það er, sem iðujega kemur fyrir, ekki sízt i blaða- greinum, að tekið cr til orða eitt- hvað í áttina við það, sem er gömul málvenja, — eins og menn hafi verið að leita að hinu rétta, en eklci fundið það, og afleiðing- in verður sú, að menn láta það flakka, sem þeim dettur í hug út úr vandræðum. Af þessu stafar m. a. sú hætta, að rétt máltilfinn- ing almennings sljóvgast æ meir. Bendingar í útvarpserindum og „móðurmálsdálkum" mundu lcoma Ilér að miklu gagni. Ný orð í stað gamalla, sern þó eru „góð og gild“. Slik leiðbeiningarstarfsemi ætti einnig að geta komið í veg fyrir að almennt verði farið að nota ný orð eða orðskripi i stað gam- 'alla, sem þó eru „góð og gild“. Eg kann t. d. ekki við það fyrir mitt leyti, scm mjög tiðkast í seinni tíð, en er alóþörf breyting og m. a. hvað eftir annað sést i blöðunum, og heyrist einnig í útvarpi, að segja eða rita báts- verji eða bátsverjar, í stað skip- verji og skipverjar. (Skipsverjar eru líka farnir að skjóta upp koll- inum). Ef svo fer fram, sem nú er, verður liinu gamla og góða orði, skipyerji, útrýmt úr daglegu tali, cn bátsverjar leysa skip- verja af hólmi. Eg vildi gjarnan fróðari manna • Hugmyndin góð. I Hugmynd „Gamla" er góð, eins Bandaríkjamönnum og reyndar bezt hefur komið i að þakka. 1 l.jós á vinsældum þáttarins imi Réttindi þau, sem vinstri íslenzkt mál í útvarpinu. Og svo flþkkarnir og verkalýðsfélögin er það lika alltaf gott að ein- staklingar: séu á vcrði, og láti til sjn heyra, cf þeir verða varir við einlivei' málskrípi, sem eru að festast í málinu. Þessi dálkur er góður vettvangur fvrir slíkt. kr. * Spakmæli dagsins: Hugur ræður háll'um sigri. njóta, ber að þakka stjórnar- farslegum umbótum, sem Bandaríkjamenn komu á. Og jafnvel kommúnistaflokkurinn japanski á tilveru sína frjáls- lyndi Bándaríkjamanna að þakka, því að ástríða þeirra, að koma á stjórnmálalegu frelsi, leiddi til þess, að .h.ann reis ur .dái, en allir forsprakkar þeirra voru áður annaðhvort í útlegð eða fangar. Nú hefur flokkurinn að sögn vel skipu- lagðar „skæruliðasveitir", og aðalritari flokksins hefur hvatt japönsku verkamennina til þess að berjast fyrir friði „með minningu um Stalin greypta í hjörtu sín.“ — Þótt kommún- istar hafi engar líkur til að ná völdunum geta þeir meö til- stuðningi viiistri flokkanna valdið miklu. öngþveiti og þff- iðleikum irieð verkföllum og Gáta dagsins. Nr. 404. Hvers má sízt án vera við hverja máltíð? Svar við gátu nr. 403: Litur. uppþotum. — En hvað sem þessu líður virðast erfiðleikar .framundan á vettvangi innan- landsmála í Japan, og vígbún - aðardeilan gæti haft víðtæka áhrif á gang þeirra alþjóða-» mála, sem Kyrraliaf varSa. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.