Vísir - 15.04.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 15.04.1953, Blaðsíða 1
i3. árg. Miðvikudag'inn 15. apríl 1953 84. tbl. MfPsíiréttuB': fatgelsi fyrir ofbeldisárás. Réðist á shilkn í skála á Keilavíkuriílugvelli. Ilæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn Ray Owen Bond. varnarliðs- mannij sem höfðað var á hend- tir honum fyrir ofbeldisárás- á íslenzka stúlku á Keflavíkur- flugvelli. Nánari atvik að' þessu voru í stuttu máli þau, að i haust gerði bandarískur hermaður tilraun til þess að taka íslenzka stúlku með valdi í svefnskála á Kefla- víkurflugvelli. Skýrði stúlkan svo frá, að maður þessi hefði stjakað sér Dæíur höfSu vart undan í ró&runum. Frá fréttaritara Vísis. — Stykkishólmi í morgun. Vélbáturinn Hafþór, eign Jóns Guðmundssonar hótelst., sökk í gær, þar sem hann lá feundin við b.ryggju. Stóð báturinn í fjörunni í gær, er útflæði var, en þegar flæddi að á ný fyÚti bátinn. Báturinn er ný keyptur vestur og átti að stunda þar línuveiðar. Hann hefur reynst illa, því leki hefur verið svo mikill, að dæl- ur hafa tæplega haft við, þau skipti, sem róið hefur verið. Hafþór er gamall bátur, hét áður Hvxtingur, byggður 1908 og er 45 lestir að stærð. inn í svefnklefa í skála, sem íslendingar búa í. Veitti hún alla þá mótspyrnu, er hun gat, svo að ekki kom hermaðurinn fram vilja sínum. Sagði hún manninn hafa barið sig í andlit- ið hvað eftir annað, enda var hún með sýnilega áverka, glóð- arauga og bólguþrimla í andliti, er hún kærði ofbeldi þetta dag- inn eftir. Gat stúlkan bent á árásar- manninn, en hairn játaði að hafa löðrungað hana einu sinni, en ekki oftar. Panamaskurðurinn endurbættur. A næstu tíu árum er ætlunin að verja um hálfum milljarði króna til að endurbæta Pana- maskurðinn. Verður verkið unnið í tveim áföngum, og er aðaltilgangur- inn að gera skurðinn greiðari til umferðar, svo að fleiri skip komist um hann á sama tíma en nú. Stærri skip munu ekki geta farið um hann eftir en áður. mn 18.000 bfla. Jón Finnsson, fulltrúi sýslu- mannsins-í Gullbringu- og Kjós arsýslu kvað upp héraðsdóm í máli þessu, en í Hæstaréttar- dómi er skíi'skotað til forsendna þessa dóms, og talið, að ákærði hafi gerzt brotlegur við 217. gr. laga nr. 19 frá 1940, og refs- ing hans talin hæfileg 5 mán- aða fangelsi, en til frádráttar komi varðhaldstími ákærða frá 11. nóv. 1952 til 20. desember 1952. Ákærði greiði allan kostn- að sakarinnar, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þ. á m. mál- flutningslaun sækjanda í hér- aði Sigurgeirs Jónssonar hdl., kr. 800, Iaun verjanda í héraði, Halldórs Þorbjörnssonar hdl., kr. 750, svo og laun sækjanda og verjanda í Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Ólafs Þorgrímssonar og Sigurðar Óla- I sonar, kr. 1200 til hvors. Þrír menn fara skógrækt- arför til Alaska bráðlega. Tveir eru aö norðan, sá þriðii að sunnan. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. í gær var sólbráð og fegursta veður hér í bæ og hin mikla fannkyngi, sem verið hefur á Akureyri að undanförnu, hef- ur sjatnað til muna. ís hefur legið á Akureyrar- polli um nokkurt skeið og hafa bæjarbúai' höggvið á hann vak- ir og dorgað þar að undanförnu með góðum árangri. Halda vök- unum síðan opnum frá degi til dags. Hafa margir fengið á þenn an hátt góða veiði af rígaþorski og má telja þetta til nýmæla þar nyrðra. Alaskaför skógræktarmanna. Um þessar mundir eru tveir Norðlendingar og einn Sunn- lendingur að búast til Alaska- íarar. Fara þeir út á vegum Bandaríkjastjómar, en að til- stuðlan Skógræktar ríkisins og munu þeir starfa að skógrækt í Alaska í sumar. Þremenningamir, sem fara utan, eru allir í þann veginn að Ijúka skógræktarnámi hér heima, en þeir eru: Brynjar Skaiphéðinæon Ákureyri, Ind- iði Ketilsson Fjalli í Aðaldal og Vilhjálmur Guðjónsson Rvík. Khöfn (AP). — Bílainnflutn- ingur er hafinn í Danmörku í stórum stíl. Verða fluttir inn 18.000 hílar á þessu ári, miklu fleiri en um meira en 13 ára skeið. Þó er þetta ekki talið fullnægja þöx-f- inni, þvi að svo margir bílar gangi úr sér árlega. áuðveft fyrir lússa að sanna Sir Gladwyn Jebb veitir þeim ádrepu í stjórnmálanefndinni. Mannkyn 5 tnill- jarðar eftir 70 ár. London. (A.P.). — Stofn- un nokkur í Bandaríkjunum, sem hefir með höndurn ýms- ar rannsóknir á mannfjölda í j-msum löndum og um heim allan spáir því, að mann- f jöldi í heiminum tvöfaldist á næstu 70 árum — verði um 5 milljarðar. Er þá gert ráð fyrir, að fæðingar og andlát verði í sömu hlut- föllum og nú. Að vísu fækk- ar fæðingum nú í fjölmörg- um löndum, en dauðsföllum fækkar enn hraðar. Telur stofnunin, að aukinn fólks- f jöldi muni orsaka vandræði í heiminum á næstu öldum. Einkaskeyti frá AP. — New York í morgun. Ályktunartillaga Pólverja um Kóreustyrjöldina gagnar frið- inum ekki, og er fram borin til þess, að kommúnistar fái tækifæri til að flytja áróðurs- ræður. Þannig komst Sir Gladwyn Jebb að orði í stjói'nmálanefnd Sþ í gær. Hann sagði ennfrem- ur, að ef valdhafar Rússa vildn leysa erfiðustu vandamálin væri auðgert að benda þeim á, hvar þeir gætu byrjað að sýna sinn sanna friðarvilja. Þeir gætu t.d. greitt fyrir lausn Kóreumálsins, fallist á, að friðarsamningar yrðu gerðir við Austurríki, cg þýzkum, ítölskum og japönsk- um stríðsföngum skilað, að ó- gleymdum grísku börnunum, sem kommúnistar rændu í Grikklandi, og hafa neitað að skila aftur. Á ræðu Vishinskys — hina seinustu, er hann flutti um af- vopnunai’málin — kvað Sir Gladwyn ekkert hafa verið að að skilja, sem sýndi breytta skoðun í grundvallaratriðum. Sir Gladwyn fór hörðum orð- um um þær aðferðir, sem beitt hefði verið í kalda stríðinu, og skoraði á Rússa að hætta því, og mundi þá greiðara að ná samkomulagi. Umræður gætu spillt áraugri. Fulltrúi Chile hefur borið fram tillögu í sambandi við það, að umræður í nefndinni um Kóreu kynnu að spilia árangr- inum af samkomulagsumleitun- um þeim, sem nú eiga sér stað í Kói-eu, og er tillagan fram. komin til þess að fá pólsku til- lögunni vísað frá. Hún er studdL af Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og m. fl. Sjúkrabifreiða-lestir með særða og sjúka stríðsfanga eru. nú á Ieið til Panmunjom, úr norðri og suðri. Fyrstu stríðsfangarnir eru. væntanlegir til Þanmunjom £ fyrramálið. Bíll og flugvél í árekstri. Lie og Vishinsky tókust í hendur. Þrír bátar á togveiðum. Þrír bátar hafa nú um skeið stundað togveiðar í Eyjafirði, en afli þeirra hefur vei'ið treg- ur enda ógæftir miklar. Bátar þessir eru Njörður frá Akureyri, sem leggur þar upp í herzlu, Sigurður frá Siglu- firði og Einar Þveræingur frá Ólafsfirði, en þeir leggja báðir upp á Ólafsfirði i frystihús og salt. Verið er að búa fjórða skip- ið á togveiðar þar nyrðra, en það er Súlan á Akureyri. Fangaflutningar ai hefjast. Nýtízku berdeildir á ftalíu. Róm (AP). -rr- Tvær foezt búnu herdeildir ítala hafa veríð á æfingum undanfaríð og þykja „færar í fíestan sjó“. Hafa herdeildir þessar báðar fengið nýíízku amerísk vopn, skriðdreka og fallbyssur, og eru taldai' meðal öflugustu her- svejta, sem ni. eru til f Bvrópu. Einkaskeyti frá AP. — Tokio í morgun. Fyrsta foílalestin með sjúka og særða stríðsfanga Iagði í morgun af stað frá Yalu su'ður á bóginn. Verður hún komin til Pan- munjom á fimmtudag. Tvær bílalestir leggja af stað í fyrra- málið. Flugvélar bandamanna fylgj- ast með bílalestunum alla leið- Ráðstafanir hafa verið N. York (AP). — Dag Hamm- arskjöld hefur nú tekið við embætti sínu sem framkvæmda stjóri Sameinuðu þjóðanna. Var hann settur inn í embætt- ið í gær með hátíðlegri athöfn. Það þóttu tíðindi, að þeir Vishinsky og Tryggve Lie tók- ust í hendur, er athöfnin var að hefjast, en ekki sátu full- trúar Rússa skilnaðarveizlu, sem Lie var haldin. Mex. City. (A.P.). — t síðustu viku varð hér í landí einkennilegasta flugslys, sém, um getur. Ein af kennslu- flugvélum hersins varð fyr- ir véJarbilun á flugi, og ætl- aði flugmaðurinn að Ienda á þjóðvegi, en eftir honum. kom þá einmitt akandi Iang- ferðabifreið. Var ekki hœgt að komast hjá árekstri, og: beið einn farþegi bifreiðar- innar bana, en nokkrir særð- ust. i Skattar ekki auknir á Bretum. London (AP). — Fjárlaga-i ræða Butlers, fjármálaráðherra Bretlands, er vel tekið yfirleitt í blöðunum í morgun. Sama máli er að gegna með umsagnir þær, sem komið hafa erlendis frá. í Bandaríkjunum. er talið, að ræðan sýni, að f jár- hagur Bretlands sé að komast á traustan grundvöll. Útgjöld á fjárlagafrumvarp- inu éru áætluð 4250 stpd. og á i/3 þeirra að fara til landvarn- anna. ; Þetta er í fyrsta skipti eftir styrjöldina, sem auknir skattar eru ekki lagðir á þjóðina, jafn- vel lækkaðir örlitið, svo sem. tekjuskatturinn. ma. gerðar til þess að engar árásar- ■flugvélar verði á sveimi í grennd við þá leið, senj sjúkra- bílarnir fara. Kommúnistar ætla að skila 450 suður-kóreskum föngum, 120 bandarískum, 20 brezkum, en hinir eru tyrkneskir, írskir, franskir o. s. frv. Bwtíler legg&r fjárlagaræðuna íyPip aeðri málstofuna 4 morg- un. Máishöföun fyrirskipui gegn árásarmönnunum í Keflavík. Málshöfðun hefur nú verið fyriskipuð gegn mönnunum þremur er staðiið höfðu að árásinni á Ólaf Ottesen sjó- mann í Keflavík, en Ólafur létzt svo sem kunnugt er nokku síðar af aflieðingum á- verk heirra er hann hlaut. Mennirnir sem höfðað verður mál gegn eru Arnar Semingur Andersen frá Hafnarfirði, Einar Gunnarsson frá Reykja- vík og amerískur raaður, Robert R, Wlllits starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Einn þessara manna, Arnar Semingur er aðeins 17 ára að". aldri og hefur Barnaverndar— nefnd farið þess á leit að vegna aldurs hans verði honum komið' til rannsóknar geðveikra læknis áður en dómur yfir honum. verður kveðinn upp. Slikar rannsóknir geðveikra- lækna taka misjafnlega langan tíma og fer það því eftir at- vikum hvenær dómur verðurr kveðsnn upp í þessu mái.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.