Vísir - 19.04.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 19.04.1953, Blaðsíða 5
Laugardaginn 19. apríl 1953 VÍSIR Saga um sorpblaðamennsku. Nokkur arö tií Tíntuus. i tiiefni ai útmjrpserindi. Það er upphaf þáttar míns í því máli, sem hér verður rætt, að sl. mánudag flutti ég erindi í Ríkisútvarpið ,,um daginn og' veginn“. Nokkrir kaflar þessa erindis vöktu athygli og birt- xist þeir í Alþýðublaðinu sl. miðvikudag, að ósk ritstjóra þess. Enda þótt ég voni að erindið hafi skýrt sig sjálft, þá vil ég þó segja þetta: Eg hef ætíð í erindum mínum um dag og veg fremur reynt að segja eitthvað, sem mér þótti á hverjum tíma nauðsyn bera til að hafa orð á en að þylja einhverja sjálfsagða hluti, sem allir hlutu áð vera sammáia um, að ekkert erindi ættu í eyru hlustenda. Eg hef aldrei leitazt við að vera neinum stjórnmálasamtökum til óþurft- ar, enda ekki verið neinum flokki háður. Hins vegar hef eg aldrei skirrzt við að segja það hverju sinni, sem mér hefur búið í brjósti, enda þótt gera mætti ráð fyrir að það kæmi einhverjum óþægilega í bili, einkum ef um hefur verið að ræða mikils verð mál, t. d. stjórnmál, sem eg hef talið skera úr um það, hvora líft væri á þessu landi eða ekki. Um þetta skal eg nefna dæmi frá því á mánudaginn var: Eg vil ekki vera í landi, þar sem borgararnir lifa í sífelldum ótta við að vera saklausir dregnir á aftökupalla eða varp- að í fangabúðir. Eg vil ekki lifa í landi, þar sem einhver ómerkingur getur setið við að klóra af mér æruna, án þess að eg geti borið hönd fyrir höfuð mér. Það er skylda mín að vara við öllu því, sem eg tel að geti leitt til annars hvors eða hvors tveggja þessa. Frá réttum málstað iná aldrei livika. Sögurnar um rússneska rétt- arfarið ættu að vera öllum á- minning þess, að stefna ekki í sömu átt og' þar var farið. Stefnan, sem kennd er við Bandaríkjamanninn McCarthy er svo óhugnanleg, sem mest má vera. Fyrir því minnist eg á rússnesku læknamálin og ís- lenzkt óhapp, sem mjög er í anda þessarrar síðargreindu stefnu. Eg man ekki, hvort eg hugleiddi sérstaklega þann möguleika, þegar eg var að semja erindið, að einhverjir hér teldu einkum að sér sveigt, enda myndi það engu hafa breytt. Það eru nefnilega til vissir hlutir, sem betra er að falla með en flýja frá, verð- mæti, sem al'dréi má víkja frá, hvað sem á dynur, ef maður vill halda áfram að hafa ein- hverja ögn af sjálfsvirðingu, og velja skal milli þess að hneigja sig fyrir svínaríinu af ótta við skálkana, sem standa að því, eða gæta að skyldum sínum við manndóm og heilbcigða skyn- semi, þá kýs eg fremur að segja það, sem mér býr í brjósti en þegja. Það er allt og sumt. Sagan um færzluna á skúrn- um er nú, orðín svo landsfræg, að þarfleýsa er að rekia hana lengri, en mergur þess máls er sá, að því var slegið upp á forsíðu Tímans, að sveitamaður nokkur, sem talinn er komm- únisti, hefði verið staðinn að mælingum á brúm, og þar muni hafa verið um njósnir að ræða, landráð. Fyrir tilviljun sannfærðist eg um hvert vera myndi hið eiginlega tilefni þessarrar sögu að sögumaður hefði ekki verið svo vitlaus, sem hann þóttist, en ætlað þetta atvik til þess að blása upp frétt, sem hresst gæti upp á blaðið, en þar með var komið að kviku málsins, ein- kennum rógburðarstefnunnar, að sitja, vitandi vits, við það að klóra æruna af saklausum samborgurum sínum. Brotnar siðareglur og bpðorð. Nú er það satt bezt að segja, að ég átti persónulega ekkert sökótt við þann, sem talið var að samið hefði þessa sögu, enda gætti eg þess að nafngreina hvorki hann, né blaðið, sem hún birtizt í. Hins vegar var sagan tákn ómenningar, sem fest hefir rætur hér og brýn nauðsyn ber til að rísa g'egn. Þess vegna var hún nefnd til dæmis. í umræðunum, sem síðar hafa orðið um þessi mál, hefur enginn di’egið kjai-na þess í efa, að starfsmaður Tímans hafi, gegn betri vitund, borið saklausan mann landráðasök. Hann hefur því orðið uppvís að einum ægilegasta rógburði, er sögur greina, er sekur fyrir guði og mönnum um að hafa bi'otið eitt af grundvallarboð- oi'ðum kristninnar og hinnar frumstæðustu siðareglur, er settar hafa verið til verndar mannhelgi í þjóðfélaginu. Sekt eða sakleysi kommún- ista annars staðar í heiminum skiptir engu máli í þessu sam- bandi, fremur en að það rétt- lætti þann, sem bæri ritstjóra Tímans stórsökum að einhver Framsóknai'maður einhvers staðar á landinu hefði orðið uppvís að lögbrotum. Náttúru- lega hafa kommúnistar njósn- að. Hver er sá afglapi, að hann viti það ekki? En hvað kemur það málinu við í þessu sam- bandi? Hvers vegna eigum við hinir að gera okkur að illa inn- rættum aulum, þó ,að aðrir menn hagi sér ósæmiiega? Einu ér óþarfi að gleyma í þessu sambandi, og það er, að ógæfuferill Stalinismans er svo ærinn orðinn, að það ætti að vera þai'fleysa þ.eim, sem eink- um télja sig kallaða til baráttu gegn . honum,, að ljúga sökum á fylgismenn hans, í stað þess að segja sannleikann eins og hann er, og ekkert nema sann- leikann. Það er undarlegt, og mér liggur við að segja grun- samleg ótrú á þann málstað, sem verið er að verja, ef grípa þarf til þvílíkra vopna sem þeirra, er Tíminn hefur beitt, að því ógleymdu hver bjarnar- greiði það er kommúnistum að M ■skrifai svona, Hvað.skyldu vin- ir Þjóðviljans annars vilja borga fyrir t. d. eina svona sögu á viku fram að kosning- um? Það þætti mér gaman að vita. Eða virðing fyrir dóm- greind þeirra, sem ætlað er að trúa þessu? Hún er ekki á mái'ga fiska. Tvær leiðir tiltækilegar. Sú verri valin. Nú er þess næst að geta í málinu, að í fyrradag helgar Tíminn mér næstum heila síðu, þar sem birt er ósköp vesaldar- leg skammargrein um mig, eng- in tilraun gerð til að reyna að færa sönnur á fyrri staðhæf- ingar um landráðamálin, eii gefið í skyn, að eg sé í vinnu- mennsku hjá kommúnistum. Enda þótt greinin væx'i á tak- mörkum hins svaraverða, þá prjónaði eg þó nokkrar setning- ar aftan við erindi mitt, þar sem það birtist og sagði: „Skammargreinar Stalinista um þá, sem þeir telja sig eink- um þurfa að rægja vegna út- varpserinda, birtast venjulega í Þjóðviljanum á þriðjudögum, að því er mig minnir. Gi'ein séra Gunnars er því ókomin enn. Hin, sú, sem e. t. v. mátti gera ráð fyrir að McCarthy- istinn myndi skrifa vegna þessa erindis, er hins vegar komin út. Hún birtist í Tímannum í gær, að því er eg ætla samstarfs- mönnum höfundarins þar til hinnar mestu óþurftar, því að þeir munu, eins og allir aðrir ærlegir menn, hafa mikla skömm á atferli hans. Tvennt var þessum gréinar- höfundi tiltækilegt, eftir að búið var að koma upp um hann. Hið fyrra, að biöjast hrein- lega afsökunar, ,,be a good loser“, eins og Englendingar segja, tapa di-engilega, lýsa yf- ir því, að þetta hefði verið fljót- ræði, vopnaburður, sem hvorki honum né blaði hans væri sæm- andi, lofa að gæta sín betur eftirleiðis. Það hefðu allir góð- viljaðir menn skilið, —- og fyr- irgefið. Hin var sú, að halda áfram að feta í fótspor meistaraxxs, ameríska rógberans, bei'ja höfðinu við steininn, halda á- fram að æpa „svart er hvítt“, gefa í skyn, að hann sé karl, sem vissast sé að vara sig á. „Komdu ekki í færi við mig bölvaður, því þá röki'æði eg aldi'ei, kalla þig bara kommún- ista, æpi svo hátt, að allir heyri: Þú ert kommúnisti. Þú hefur brotið hlutleysi útvarps- ins. Hvort íslenzki bóndinn hafi njósnað? Það skiptir engu máii, því að það var njósnað í Sví- þjóð, — og víst ertu kommún- isti — éða hjálpai'kokkur kommúnista, — og það er ennþá verra, — Iaumukommúnisti er það allra versta,— og eg ákveð einn hverjir skulu kallaðir það“. Þetta var nú seinni leiðin, — sú, sem hann fór — vesaling- urinn. En vel skyldu oddvitar Tím- ans vera minnugir þess, að ef það væri eitthvað, sem komm- únistar hér eða erlendis teldu svara kostnaði að gjalda við fé, þá myndi það einmitt allra helzt vera slefsögur af þeirri gerð, sem þessi fyrirgi'eindi höfundur blaðsins hefur setið við að semja.“ Þetta var nú það. Svona stóðu málin í fyrradag-. Samábyrgð Timamanna. Eftir að Tíminn kom út í gærmorgun var augljóst, að ný stefna var uppi í málinu. Nú var það ekki framar einhver í hópi minni spámanna, sem hér var að verki. Nú var það blaðið sjálft, sem gerði, upp- reisn gegn almennu velsæmi í landinu. Það var ekki framar Saga um sumarbústað, sem höfundur léiðarans var að burð- ast við að segja, heldur var það Saga um sorpblaðamennsku. Þar var því óafturkallanlega yfir lýst, að dagblað þessa stóra stjórnmálaflokks væri di'egið niður í hyldýpi þeirrar spilling- ar, sem fylgir því að bera sak- lausa menn ósonnum stórsökum halda að æpa um sekt hins meinta brotamanns, löngu eftjr að sakleysi hans er orðið öllum augljóst Vinnumaðurinn hefur auðsjáanlega ekkert gert nema það, sem húsbóndinn vill vera láta, rógur annars er gleði hins. Þar er því skotið inn í svartrammaða grein, að eg muni vera fi'éttamaður Þjóð- viljans í vetur, þegar spurt er í austur, ekki minnzt á hið eiginlega tilefni, bóndann og njósnir hans, sem taldar voru, heldur þvargað um þau njósna- mál kommúnista, sem upp hafa komizt og alkunna eru, sagt, næstum berum oi'ðum: „Við vitum, að þetta er ó- satt, en það gerir ekkert til. Við segjum það samt. Við ætl- uðum að klóra æruna af þess- um kommúnista, og því höld- um við áfram. Sigurði skal ekki verða kápan úr því klæðinu að koma í veg fyi'ir það. Við af- greiðum hann einfaldlega með því að kalla hann kommúnista, skjótum nokkrum sinnum eit- urörvum að honum í blaðinu, unz enginn trúir honum fram- ar.“ Hitt, að þeir beiti sömu vopn- um og þeim, sem hinir rúss- nesku í'ógberar hafa nú sann- anlega gert, að hlaða ósönnum stórsökum að höfði saklauss manns, — það skiptir ekki ínáli. Tíminn skammast sín auðsjá- anlega ekki fyrir það. Mín vegna mega skriffinnar Xímans gjarna halda áfram í þessum dúr. Það gerir mér ekkert til. Eg hef góðan mál- stað að verja, sem eg vil heldur falla með en flýja frá. En til þess mun ekki koma. Eg veit, að svo mörgum góðviljuðum mönnum er ljóst hver vá myndi fyrir hverns manns dyrum, ef á er ekki að ósi stemmd, að Tímamenn munu aldrei skrifa mig niður í skítinn vegna þessa. Það er trú mín, að þeirra smán verði því meiri, sem langhund- arnir gerast frakkari, og æru- meiðingarnar andstyggilegri. Þehn mun aldrei takast að eitra svo andrúmsloftið að enginn verði framar óhultur um sig. Til þess mun áreiðanlega aldrei koma. Þeir munu sennilega halda áfi-am að kalla mig fréttaritara Þjóðviljans. Geri þeir svo vel. Það mun þeim sjálfum vei'ða verst. En þó að Tímanum mjuni áreiðanlega ekki takast að trylla menn svo vegna þessa máls, að þeir haldi ekki vöku sinni, þá hefur honum þó lukk- ast að sannfæra lesendur sína um það, að úr því að sumir starfsmenn hans skirrast ekki við að drótta að mönnum land- í'áðasökum til þess eins að hressa upp á hina fátæklegu forsíðu sína, þá muni hagræð- ing sannleikans á öðrum svið- um nokkuð í samræmi við það, þegar til annarra og stærri hluta er að vinna. Sigurður Magnússon. BiLAR MILAR Höfum úrval af góðum og ódýrum bílum, Morris módel 1950, Chevrolet módel 194(5, Plymouth 1947, Austin 8 1946, Ford Junior. Ennfremur fleiri gerðir af vöru- og .sendit'erðabiíreiðum. Hafnarstræti 4, II. hæð. Sími 6642. Pípur svartai' og galvaniseraðar, nýkomnar. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Sími 3184. Getraunir Vísis eru vinsælar, en það er erfitt að fylgjast með þejm, ef þér l’áið ekki blaðið að staðaldri. Án þátttöku:—engiut von um vinning. Hringið í síma 1660, og gerist áskrifendur. . t ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.