Vísir - 19.04.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 19.04.1953, Blaðsíða 8
 VÍSIB er óðýrasta blaðið «g þó það fjöl- jhk tem gerast kaupendur VlSIS eftlr Enqai PW tlMBi l#. kvers mánaðar fá blaðið ókeypis til W]V nlMlR. breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg gerist mánaðamóta. — Sími 1886. axSff rUfii 1»uÍb áskrifendur. a- #» Laugardaginn 19. apríl 1953 Áðalfuhdur Fasteignaeigendafélagsins: Fagnað brottfaHi bindingsá- kvæða húsaleigulaganna. Af mun leiða aHverulega rýmkitn á íbúðarhúsfiæði. Aðalfundur Fasteignaeig- endafélags Reykjavíkur var haldinn þann 14. apríl síðastlið- inn. Formaður félagsins og fram- kvagmdastjóri gáfu skýrslu um starf félagsstjórnar á Íiðriu ári. Féláglð háfði sefn áður ópna skrifstofu, sem véitti húseig- endum okeypis margvíslegar upplýsingar og leiðbeiriingar og léituðu mjög margir til skrif- stöfunnar. Félagið hafði á starfsáririu haft afskipti af mörgum mál- um, sem mjög varða hagsmuni húséigenda og komið fram sém málsv'ari húseigenda bæði gagnvart Alþingi og bæjar- stjórn. Eftir langa og harða baráttu félagsins er nú loks svo komið, að síðustu bindings- ákvæði húsaleigulaganna falla úr gildi 14. maí í vor, en með húsaleigulögunum hefir mikill fjöldi húseigenda raunverulega verið sviptur umráðarétti yfir huseignum sínum. Það var almenn skoðun fund- armanna, að úr því að húseig- endur héfðu nú endurhéimt eðlileg réttindi sín, væri sjálf- sagt að þeir stuðluðu fyrir sitt leyti að því, að fólki væri ekki sagt upp húsnæði nema í ítr- ustu nauðsyn. Fundurinn samþykkti sam- hljóða svohljóðandi tillögu frá stjórn félagsins: „Aðalfundur Fasteignaeig- endafélags Reykjavíkur 14. april 1953 lýsir ánægju sinni yfir því, að lagaákvæðið um að öheimilt sé að ségja upp íbúð- um í húsum sem húseigendur búa ekki í sjálfir, fellur úr gildi 14. maí næstkomandi, og að þar með eru hin illræmdu bind- ingsákvæði husaleiguiaganna úr sögunni, en af því mun leiða, að öðru jöfnu, allverulega rýmkun á íbúðarhúsnæði, og að sambúð húseigenda og leigj- enda verður óþvingaðri og betri. Fundurinn væntir þess fast- lega, að félagsihenn og aðrir húseigendur, sem hlut e;iga að máli, sýni í hvívetna þegnleg- an skilning og fulla sanngirni í samskiptum við leigjendur.“ Páll S. Pálsson, framkvst., vakti máls á nauðsyn þess að félagið hefði samvinnu við fé- lög húséigenda í einstökum bæjarhverfum í Reykjavík og samþykkti fundurinn eftir til lögu hans að fela stjórn félags ins að hafa forgöngu um þá samvinnu. Stjórnarkjör: Jón Loftsson, forstjóri, var endurkjörinn for- maður félagisns. Úr stjórn áttu að ganga þeir Hjálmar Þor- steinsson og Friðrik Þorstéins- son, húsgagnasmíðameistarar og voru þeir báðir endurkjörnir. Varastjórnendur voru endur- kjörnir þeir Valdemar Þórðar- son, kaupmaður; Sighvatur Einarsson, pípulagningarmeist- ari og Egill Vilhjálmsson, for stjóri. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Guðmundur Gam- alíelsson, bóksali og Ólafur Jó hannsson, kaupmaður, en til vara Sigurður H. Jónsson, blikksmíðameistari. Fyrir í stjórn félagsins voru þeir Jón Sigtryggsson, dóm vörður og Guðjón H. Sæmunds- son, húsasmíðameistari. Landið gleymda. — Kaupmaðurinn ((Rúrik Haraldsson) berst við soltinn grænlenzkan Iýð, sem heimtar mat. Óíga í rábstjórn- arlýðveldi. Kemst upp um samsæri. London. (A.P.). — Forsætis- ráðherrann í Grúsíu tilkynnti í gær, að komizt hefði upp um samsæri gegn stjórninni í ráð- stjórnarlýðveldi þessu. Öryggismálaráðherrann hef- ir verið handtekinn og nokkrir menn aðrir, þeirra meðal tvéir ritarar kommúnistaflokksins. ■ Sleppt hefir verið úr haldi öllum þeim, sem fyrrverandi öryggismálaráðherra hafði látið haridtaka, en þeir voru margir að sögn. Ýmislegt þykir benda til, að ólga sé allmikil í Ráðstjórnar- ríkjunuin óg að þar verði all- tíðiridasamt í nánustu framtíð. Hver er maðurfnn? Mynd nr. 19. Er þessi mynd af? (A) Otto af Habsburg (B) Dr. Fiegl (C) Dr. Schuschnigg (D) Kristjón af Schaum- burg-Lippe Mynd rir. 20. Er þessi mynd af? (A) Dr. Áljechin (B) Maxim Litvinov (C) Brendan Bracken (D) Sinclair Lewis Fjörug skíðamynd sýnd eftír helgi. Skíðadeild KR hefur ferigið til Iandsins afburða fagra skíða- kvikmynd í litum, með tóni og tali, sem sýnd verður í Stjörnu- bíó eftir helgina. Mynd þessi sýnir marga frægustu skíðagarpa heims, konur jafnt sem karla, bæði í keppni og að æfingum. Er þar sýndur stíll og leikni hvers eiri- staks, svo mikið má af þessu læra fyrir það fólk, sem ná vill mikilli leikni í skíðaíþróttinni. En myndin er fyrst og freriist fögur og til augnayndis fyrir hvern sem er. Bakgrurinurinn er hrikalegt fjalla- og jökla- landslag og sýnir ljóslega hve mikla dirfsku og leikni þarf til þess að renna sér niður hinar ægibröttu brekkur og torfærur. Mynd þessi verður sýnd til ágóða fyrir framgang skíðaí- þróttarinnar hér í bænum og vakir fyrst og fremst fyrir fé- laginu að koma upp aðstöðu til skíðaiðkana, t. d. litlum stökk- pöllum í borginni sjálfri, svo að börn og unglingar þurfi ekki að leita út úr bænum, þegar snjór kemur, heldur geti iðkað íþróttina við „bæjardyrnar“. Myndin verður sýnd í f.yrsta sinn á mánudaginn og verður sennilega aðeins sýnd í þrjú kvöld á 7-sýningum í Stjörnu- bíói. Með þessum myndum hafa allar myndirnar í þessari gétraun verið birtar. Á mánudag birtist svo getraunaseðillinn, en á harin eiga þátttakendur að færa tilgátur sínar um það, af hvcrjum myndirnar hafa verið, og nægir þá að skrifa bókstafinn, seni settur hefur verið fyrir framan hvert nafn. Þrenn verðlaun lamrii og brauðrist. verða veitt: Ritsafn Jóns Trausta, borð- Mafan vann mikinn sigur. Atburðirnir í Kenya gafu honurn byr undir vængi. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Flokkur þjóðernissinna í Suð- ur-Afríku fékk 29 þingsætum fleiri en alíir aðrir stjórnmála- flokkarnir hinir til samans. Fullnaðarúrslit urðu sem hér segir: Þjóðernissinnafl. (fl. dr. Malans) 94, Sameinaði flokk- urinn 57 og verkamenn 4. — Áður hafði flokkur Malans 13 þingsæti umfram alla hina flokkana í fulltrúadeildinni. — Fjórir af hyerjum fimm kjós- endum neyttu kosningarréttar síns og gréiddu 55% atkvæði gegn dr. Malán en 45% með honum. Hann hafði því ekki fylgi meiri hluta kjósenda, þótt hann, vegna kjördæmaskipun- ar og kosningafyrirkomulags, fengi fleiri þingmenn kjörna. Talið er, að atburðirnir í Kenya hafi orðið til þess að treysta mjög fylgi dr. Malans. í gær voru fjölda margir Kykyumenn handteknir í Ken- ya. Um 1000 voru úrskurðaðir í gæzluvarðhald til frekari yfir- heyrslu. Sannanir fengust fyrir því, áð Mau-Mau menn höfðu komið sér upp dómstóli. — í héraði, þar sem Mau-Mau menn höfðu bækistöðvar, verða hús jöfnuð við jörðu og fólkið flutt burt til afmarkaðra svæða. Dr. Malan hefur hvatt stjórn- arandstæðinga til að veita sér í stuðning til þess að koma fram stjórnarskrárbreytingu þeirri, sem hann hefur boðað, en til þess þarf hann 13 atkvæði ar.d- stæðinganna. Er hann vongóð- ur um að fá þau, — og segir að þá muni eining verða ríkj- andi í Suður-Afríku. 20.000 lömb á f járskiptasvæiiö. Engin ný fjárpcstatílfelti t Haust. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur ferigið frá Sauðfjárveikivörnunum hefur garnaveiki ekki komið upp á á nýjum stöðum í vétur og mæðiveiki hefur hvergi orðið vart. Hefur mæðiveiki ekki oi-ðið vart neinsstaðar síðan hún kom Upp í Hólmavík 1951 um haust- ið, og hefur síðan verið haft sérstakt eftirlit með fé á og af Hólmavíkursvæðinu. Um þetta leyti árs og í réttum á haustin eru skilyrði bezt- að ná til fjárins til eftirlits og er skoðun nýlega hafin. Er byrj- að að skoða fé austan Mýrdals- sands, i Skagafirði í 4 hreppum, en þar er árlega skoðað, vegna þess, að þangað var flutt fé af Hólmavikursvæðinu, og einnig er skoðað í Þingeyjarsýslum, vegna væntanlegrar lambatöku þar á næsta hausti, Gert er ráð fyrir, að keypt verði 20.000 fjár á hausti komanda, á fjárskiptasvæðið austan Kangár, þar sem skorið var niður í haust er leið, en með honum er öllum niðurskurði vegna sauðfjár- sjúkdómanna væntanlega lokið. Ef til vill verður og eitthvað af fé keypt til viðbótar á fjár- skiptasvæðið í Árnessýslu og Gullbringu og Kjósarsýslu. Vesalingarnir í Mýja Bié. Nýja bíó tók í þessari viku upp sýningar á Vesalingunum með Fredric March og Charles Laughton í aðalhlutverkum. Mynd þessi er að vísu gömul, gerð nokkuð fyrir stríð, en á- hrifarík er hún eftir sem áður, þótt hún sé ekki „ný af nál- inni“. Þráð myndarinnar munu menn þekkja, því að hann er mjög líkur því, sem hann er í leikritinu, er LR sýnir nú, og hefur verið rakið í blöðum. — Myndin er mjög áhrifamikii, enda leikur aðalleikenda ágæt- ur. 600 manns í hépferð. Nevv York. — Sex hundruð manna hópur frá tveim amer- ískum fyrirtækjum fer í hóp- ferð til Evrópu í þessum mán- uði. Er það< svissnesk ferðaskrif- stofa, sem sér um ferðir fólks- ins austan hafs en það er allt í þjónustu Westinghouse Electric og Prudential-líftryggingafé- lagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.