Vísir - 24.04.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 24.04.1953, Blaðsíða 8
Þ«tx tera gerast kaupendur YÍSIS efttr lfi. fever* mánaðar fá blaðið ékeypU tO mánaðamóta. — Síml 1880. VlSIB er édjTasta blaðið ®g þó það fjal- breyttasta. — Hringið í stma 1660 ag gerict áskrifendur. Föstudaginn 24. apríl 1953. ir Hetgi Sigur&sson setti þrjú Is- landsmet á sunthneistaramótínu. Ungiir Akurnesingiir vekur á sér athygii í 100 m. haksund!. Á seinni hluta Sundmeistara- móts Islands er fór fram í Sund höll Kvíkur í fyrrakvöld og í gær setti Helgi Sigurðsson (Æ) þrjú Islandsmet í einu og sama sundinu, en það var 1500 metra skriðsund. . Einnig vakti athygli á mót- inu ungur Akurensingur, Jón Helgason, er m. a. sigraði Ára Guðmundsson óvænt á afbragðs tíma, 1:16.1 mín. Mán vænta mikils af honum í framtíðjnni. Árangur í einstökum grein- um var þessi: 100 m. flugsund karla: 1. Pétur Kristjánsson, Á, 1:18.0 mín. 2. Sigurður Þor- kelsson, Æ, 1:26.3 mín. 3. Magn ús Thoroddsen, KR, 1:28.0 mín. 400 m. skriðsund karla: 1. Helgi Sigurðsson, Æ, 5:16.6 5:56.8 mín. 3. Magnús Guð- mundsson, Æ, 5:57.5 mín. 200 m. skriðsund kvenna: 1. Helga Haraldsdóttir, KR, 1:15.5 mín. 2. Inga Árnad., ÍS., 1:17.0 mín. 100 m. baksund karla 1. Jón Helgason, ÍA., 1:16.1 mín. 2. Ari Guðmundsson, Æ, 1:16.7 mín. 3. Guðjón Þórarins- son, Á, 1:19.0 mín. ; 100m. baksund drengja: 1. Sigurður Friðriksson, ÍS., 1:23.4 mín. 2. Örn Ingólfsson, ÍR., 1:27.5 mín. 3. Birgir Frið- riksson, ÍS., 1:31.5 mín. 200 m. bringusund karla: 1. Kristján Þórisson, Umf. Reykhyltinga, 2:54.5 mín. 2. Þorsteinn Löve, ÍS., 2:57.1 mín. 3. Sverrir Þorsteinson, Umf. mín. 2. Steinþór Júlíusson, IS.,ölfusinga, 3:02.9 mín. Víðavangshlaupið: Kristján Jéhanns- son varð sigur- vegari. Víðavangshlaup Í.R. var háð í gær, og varð Kristján Jóhanns son, Í.R., fyrstur á 10:45.0 mín. Næstir Kristjáni að marki urðu tveir Austfirðingar (U.S. A.), Bergur Hallgrímsson 11:05.6 mín. og Níels Sigurjóns- son 11:07.0 mín. Hlaupið hófst á íþróttavell- inum kl. 2 síðdegis. Var fyrst hlaupinn tæpur hringur á vell- inum en síðan hlaupið vestur með honum suður í Hagahverf- ið, þaðan svo yfir Þormóðs- staðaveginn í Vatnsmývina og endað í Hljómskálagarðinum. Kristján hélt forystunni alla leið og kom ca. 80 metrum á undan næsta manni í mark. í 3ja manna sveitakeppni bar Í.R. sigur úr býtum, átti 1., 4. og 12. mann að’ marki og hiaut í annað sinn verðlaunabikar þann sem Hallgrímur Bene- diktsson stórkaupmaður hafði gefið til keppninnar. I sveitakeppni 5 manna varð Ungmennafél. Keflavíkur hlut- skarpast, átti 6., 7., 8., 10. og 11. mann að marki. Þar var keppt um verðlaunabikar frá Sanitas og hlutu Keflvíkingar hann nú i fyrsta sinn. Handhafi hans frá í fyrra var Í.R. Hlaupið fór í hvívetna hið bezta fram. 3X50 m. þrísund kvenna: 1. sveit Ánnanns 2:01.6 mín. 2. sveiLÍS., 2:03.8 mín. 4X200 m. skriðsund karla 1. sveit Ægis 10:16.6 mín. 2. sveit Ármanns 10:31.4 mín. 1500 m. skriðsund karla: 1. Helgi Sigurðsson, Æ, 21:23.3 mín. 2. Guðjón Sigur- björnsson, Æ, 25:53.6 mín. 3. Örn Ingólfsson, ÍR, 26:20.8 mín. í þessu sundi setti Helgi Sig- urðsson þrjú íslandsmet, en það var á 800 m., 1000 m. og 1500 metrum. 800 metrana sýnti hann á 11:16.4 mín. (gamla metið átti hann sjálf- ur á 11:19.4 mín.), 1000 metr- ana synti Helgi á 14:11.8 mín. (gamla metið átti hann sjálf- ur á 14:15.7 mín.). Helgi átti einnig gamla metið á 1500 m. vegarlengdinni en það var 21:25.9 mín. Gina Lollobrigida var á sínum tíma kjörin fegursta kona ítal- íu. Hún er nú ein hæst launaða kvikmyndadísin þar. (Sjá grein um ítalskar kvik'myndir á 5 síðu). Hrskar hrefnlæíi hérlendfs? í»ó pnun ttlíöSsalegift helmingi fieiri ISeyliyíkimgaÉ' en Oslóháae sækja opinbei* foöð. H mcnn vegaiBB* s iíenva s gœr. London (AP). — 8 Mau-Mau menn voru vegnir í gær í Kenya. Gerðist þetta, er til bardaga kom milli Mau-Mau manna og heimavarnarliðsmanna. — Brezkur landnemi var my.rt- ur fyrir hokkrum dögum. Efnt verður tii sérstaks IVIerkm' Eiraböameins- sérfræðtíigpir látinn. Einkaskeyti frá AP. — Hinn 14. þ. m. lézt í Prov- íncetown, Mass., Bandaríkjun- m'ii, merkur læknir, F. S. Hammett, sem víðkunnur var fyrir krabbameinsrannsóknir sínar. Hann var 67 ára og hafði um fjögurra ára skeið þjáðst af því meini, sem hann hafði rannsak- að um fángt skeið. Rannsóknum sínum hélt hann áfram til aid- urtiíástundar,, þótt hann væri rúmfastur seinasta árið. i siiinar. Á hingi Sundsambands Is- lands, er h.aldið var hér í bæn- um fyrir skemmstu, var sam- þykkt að efna til sundhvatn- ingartíma í júní og júlímánuði n.Ic. í sambandi við sundhvatn- ingartímann var ákveðið að stofna sundmerki S.S.Í. og er hverjum heimilt að kaupa það sem syndir 200 metra bringu- sund. Innan vébanda Sundsam- bandsins eru nú 14 héraðssam- bönd og sérráð víðsvegar á land inu. Formaður þess var kjörinn Erlingur Pálsson og með hon- um í stjórn Ragnar Vignir, Þórð ur Guðmundsson, Guðjón Ingi- mundarson Sauðárkróki og Ingi Rafn Baldvinsson Hafnar- firði. Næturfundir í neðri málstofunni. London (AP). —Næturfund- ir hafa verið tíðir í neðri mál- stofu brezka þingsins í vikunni vegna málhófs jafnaðarmanna. Stundum hafa fundir staðið fram undir morgun. — í nótt varð háreisti mikil út af tillög- um íhaldsmanna um að tak- marka ræðutíma um flutninga- frumvarpið, sem þeir eru stað- ráðnir í að koma gegnum þing- ið í þessari viku. -— Me'irihluti íhaldsmanna hefur stundum verið naumur við atkvæða- geiðslur nú í vikunni, var eitt sinn aðeins 7 atkvæði, og hinn minnsti síðan er flokkurinn tók við völdum. Baðgestum í Sundhöll Reykiavíkur hefur favið sí- fækkandi ár frá ávi frá því 1946, að undanskildu þó árinu 1951, en þá var sérstakur áróð- ur hafinn vegna Samnorrænu sundkeppninnar. Arið 1937 þegar ■ Sundhöllin var opnuð var meðaltal bað- gesta á dag, 466.2 eða 1.29% bæjarbúa. Þá voru íbúar Reykjavíkur rúmlega 36 þús- und talsins. Á s. 1. ári hefur bæjarbúum fjölgað upp í nær 59000, en meðaltal Sundhallar- gesta ekki nerna aðeins 470.2 á dag eða 0.80%. Er hér um raunalega kyrr- stöðu að ræða miðað við hundr- aðshluta íbúanna, á þeim tíma sem íbúum fjölgar um nær 23000 íbúa, en baðgestum skuli aðeins fjölga um 4 á dag að meðaltali. f þessu sambandi skal þess þó getið að íbúaaukningin í bænum hefur aðallega átt sér stað á þeim svæðum, sem liggja fjarri Sundhöllinni. Og enda þótt það séu ekki nema 0.80% R.eykvíkinga sem sækja Sund- .höllina á meðaltali á dag er þó svo mikið um önnur opinber böð að ræða, svo sem Sundlaug- ina, Baðhúsið, Hafnarbaðið og Nauthólsvíkina, að telja má víst.að um 2% Reykvíkinga sæki opinber böð að meðaltali á dág. Lætur nærri að það sé helmingi meira en aðsókn Ósló- arbúa á opinbera bað- og sund- staði'úg megum við því vel við una hvað hreinlæti snertir. f sambandi við aðsókn að Sundhöllinni skal þess getið að hún varð langmest á hernáms- árunum og náði hámarki 1943 er 256 þúsund manns komu í hana, sem svarar því að 1.81% bæjarbúa hafi baðað sig þar á dag. Hitt munu allir vita að þar var um fleiri en Reykvíkinga að ræða og aðsóknin á hernáms- árunum því ekki sambærileg við það sem hún hefur verið bæði fyrr og síðar. Ef Sundhöll ísafjarðar er tekin til samanburðar er hið sama uppi á teningnúm, aðsókn hefur minnkað stórlega frá því er hún til starfa eða úr 51.8 þúsund árið 1946 og niður í 24.7 þúsund árið sem leið. Þó skal þess getið að frá því 1950 hefur baðgestum fjölgað nokk- uð. Á báðum stöðunum, Reykja- vík og ísafirði, mun örsakanna að minkandi aðsókn að nokkru eða mestu leyti vera að rekja til ’ hækkandi aðgangseyris. Þannig var aðgangseýrir 1942 fyrir fullorðna 90 aura en er nú kr. 3.00. Árið 1949 hækkaði að- gangseyrii’ fyrir börn einnig til mikilla muna. Önnur orsök mun vera tómlæti, og kom það greinilegast í ljós í Samnorrænu sundkeppninni, því þá tókst að rumska við fólki gegnum ein- beittan og ákveðnn áróður. Nær allir Finnar læsir og skrifandi. N. York AP). — Samkvæmt skýrslum, sem Unesco hefur birt, er alþýðufræðsla á hæstu stigi í Finnlandi. Aðeins 1 af hverjum 100 í- búum landsins eru ólæsir, en í Bretlandi eru blaðalesendur flestir, en Bandaríkjamenn og Kanadamenn fá meíra lestrar- efni í blöðum sínum. í sumum Afríkulöndum kunna aðeins 1 af hverjum 100 íbúum að lesa og skrifa. — f Bandaríkjunum eru 3 af hverj- um 100 yfir. 14 ára ólæsir og óskifandi. Dulies kemur til Psrísar. Dulíes er lagður af stað frá Washington til Evrópu. Hann sagði áður en hann fór, að vera mætti að vaxandi sam- tök hinna frjálsu þjóð hafi haft áhrif í þá átt, að Rússar myndu verða samvinnufúsari en áður. Skafrenningur var ó heiðuni í nótt, en ekki frétzt enn um að samgöngur hafi teppzt aftur. Áætlunarbíll frá Norðurleið- um fór héðan kl. 8 í rnorgun með rúmiega 20 farþega. í öðr- |Uin bíl var póstur og flutningur. Gert var ráð fvrir. að reyna | að komast alla leið í bílunum | (án selflutnings í snjóbíl yfir ! Holtavörðuheiði) til Sauðár- króks, því. að búið var að ýta burt snjó af veginum yfir lieið- ina og opnaðist heiðin.í fyrra- dag en var aftur illfær í gær, en frá Grænumýrartungu að Sauðárkróki var orðið sæmilega greiðfært, en eitthvað karin að hafa breytzt líka á þeirri leið. í gærkveldi og nótt herti norðanáttina og má búast við, að sums staðar liafi skafið. Kl. rúmlega 9 frétti blaðið frá Fornahvammi, að norðanátt hefði yerið þar í nótt, en væri farið að létta til. Má búast við, að skafið hafi i brautina á heiðinni, og að bíl- arnir komist ef til vill ekki yfir hana hjálparlaust. Jarðýta yrði þá sennilega látin fara með þeim til; aðstoðar ef með þyrfti. Fært var orðið fyrir helgi um Fróðárheiði í Ólafsvík, Kerling- arskarð í Stykkishólm og um Brattabrekku í Dali, en ófrétt var af þessum leiðum í morgun. Ekki er enn spáð neinni veð- urbreytingu, en norðanáttin sem er ríkjandi um allt land mun fara að ganga hiður í kvöld ög nðtt. Bjartviðri er um Suðurland og mestallt Vestur- lánd. Snjókoma uni norðanvert land og vestur fyrir Ákureyri, en éljahreytingur í Hrútafirði og niður í Borgarfjörð. Lög reg luf réttir. í fyrrakvöld, Iaust fyrir mið- nætti, slógust tvær ungmeyjar hér í bænum svo hraustlega úti á götu að leita varð aðstoðar lögreglunnar. Atburður þessi átti sér stað vestur á Kvisthaga á 12. tím- anum. Var karlmaður 1 slag- togi með stúlkunum en hann mun litla hlutdeild hafa átt í orustunni. Þegar lögreglan kom á vett- vang voru báðar stúlkurnar al- blóðugar orðnar í andliti eftir ’ átökin. Lögreglan tók þær báð- ar í vörzlu sína og veitti þeim húsaskjól, en piltinum var sleppt. I fyrradag var ekið á mann- lausa bifreið sem stóð á Vega- mótastíg. Skemmdist hún tolu- vert, en ekki er vitað hver vald ur var að árekstrinum. í fyrrinótt var jeppabifreið ekið á steinvegg hjá Svalbarða við Tjarnarbraut á Seltjarn- arnesi. Jeppinn vai'ð fyrir nokkrum skemmdum. 4 skip með e| fartna sama daginn. London (AP). — I síðast- Hðnum mánuði komu einn dag- inn fjögur „eggjaskip“ til London frá Ðanmörku. Kaupmenn auglýstu, að> liver viðskiptavinur gæti fengið 2 tylftir, en þetta mikla fram- boð verkaði þannig, að það var eins og enginn vildi kaupa, egg- in gengu ekki út

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.