Vísir - 05.05.1953, Blaðsíða 1
43. árg.
Þriðjudaginn 5. maí 1953.
99. tbl.
Stórhópur V.-ísEendkp
kentur hingao 9. júní.
DefIst héi* inánuðinn, fei'ðast utn.
30—35 Vestur-íslendingar
vnunu koma hingað í næsta
mánuði loftleiðis og dveljast
hér mestan hluta bess mánaðar,
Þessi fyrsta'hópferð' Vestur-
íslendinga hingað loftleiðis
verður væntanlega til þess, að
farnar verði margar slíkar í
íramtiðinni. _ ^
j Hugmyndina að þessari ferð
mun hafa átt Finnbogi Guð-
mundsson prófessor, sonur Guð
mundar heitins Finnbogasonar
prófessors. Finnbogi er kennari
í íslenzkum fræðum við háskól-
ann í Manitobá, en íslendingar
vestra komu því til leiðar með
samtökum og fjárframlögum,
að þessi kennarastóir var stofn-
aður. Finnbogi4elur, að kynnis-
íarir slíkar sem þessar, muni
mjög treysta menningarleg^
tengsl milli íslendinga yestan
hafs og austah, og hefur skrií-
að hvatningargreinar um mál-
ið í blöð vestra og skorað á
menn til þátttöku í ferðinni.
Að þvi er blaðið hefur fengið
upplýsingar um hjá LoftleiSum
mun hópurinn væntanlegur
hingað 9. júní og verða í honum
samtals 30—35 manns. Loft-
leiðir munu aðstoða við að ná
hópnum saman í New York, en
þátttakendur verða frá ýmsum
stöðum í Bandaríkjunum og
Kanada. í New York er ráðgert,
að Hekla taki við þeim. Enn
fremur hefur blaðið frétt, að
líklegt sé, að Orlof skipuleggi
ferðir hér, en annars er ýmis-
legt í sambandi við þetta ekki
að fullu ákveðið.
Hekla kemur nú hingað aðra
hverja viku og fer til New
York. Flugvélin er hiha vik-
una í Asiuflugi fyrir norksa
flugfélagið Braathen, sem hef-
ur hana á leigu til þeirra ferða,
en endastöðvar í þeirn eru Bang
kok eða Hongkong. Lagt er upp
frá Stafangri og komið á eftir-
töldum stöðum: Hamborg,
Genf, Rómaborg, Aþena, Kairö,
Abadan í Persíu, Karachi í Pak-
istan, Kalkutta og Bangkok (og
í annari hvorri ferð Hongkong).
í þessum ferðum mun að jafn-
aði; hvert sæti skipað.
Farið til samninga við Dawson:
Vffji hann breytinp á fiskverðinu,
getur reynzt erfitt að semja.
Frakkarnir komnir
heim frá Kóreu.
París (AP). — 14 franskir
borgarar, þeirra meðal settur
sendiherra Frakka í Seoul í
upphafi Kóreustyrjaldar, kom-
ust loks heim í gærkvöldi.
Flugvélin, sem átti að flytja
þá frá Moskvu, bilaði, og voru
Frakkarnir loks fluttir í rússn-
eskri flugvél frá Moskvu' til
Berlínar. — Kommúnistar kyrr
setti fólk þetta í byrjun Kóreu-
styrjaldarinnar.
Sækja ekki tii Luang
Prabang í
Grænlandsmerkt-
ur fi&kur veiddisf
a m,
Veiðum var hætt á Selvogs-
banka fyrir mánaðamótin eins
og venja er.
Mikill fjöldi skipa er á Eld-
eyjarbanka, en afli mjög tek-
inn að tregðast.
Flotvarpan kom að litlu
gagni á Selvogsbankanum á
þessari vertíð.
Þetta er takmarkað veijSar-
færi, sagði kunnur útgerðar-
maður við Vísi í morgun og til
þess að það komi að notum þarf
að vera mikill fiskur og laus
við botninn, en um slíkt hefir
ekki verið að ræða á vertíðinni.
Grænlandsmerktur
fiskur veiðist.
;Nokkuð af Grænlandsmerkt-
um fiski hefir veiðzt á vertíð-
inni, en það er löngu sannað
með merkingum, að f iskur geng-
ur milli Grænlands bg íslands,
og sum árin hefir komið fram
mikið af Grænalndsmerktum
þorski, svo sem árin 1929—'33,
og síðar, all-misjafnt, en alltaf
við og við.
París (AP). — Hersveitir
uppreistarmanna við Laos hafa
ekki enn byrjað árásir á Luang
Prabang, og er ætlun manna.
að beðið sé eftir liðsauka.
Annars staðar í Laos er sókn
haldið áfram og á einum stað,
suðvestur af Laos, stefna komm
únistar að bæ, sem er 65 km.
frá landamærum Thailands
(Síam). — í Síam hefur verið
komið á fót bækistöð fyrir
flóttafólk frá Laos.
Bretar og Egyptar
ræðast við.
London (AP). — Viðræður
um brezk-egypsku deilumálin
hófust í morgun í Kairo.
Sir Ralph Stevenson, sem er
í sjúkrahúsi um þessar mundir,
mun koma á fundinn. — Sendi-
herra Bandaríkjanna í Kairo
ræddi í gærkvöldi við utanrík-
isráðhérra Egypta.
Sendiherra af-
liendir skilríki.
Dr. Darko Cernej, hinn ný-
skipaði sendiherra Júgóslavíu,
á -íslandi afhenti í gær forseta
íslands trúnaðarbréf sitt við
hátíðlega athöfn að Bessastöð-
um, að viðstöddum utanríkis-
ráðherra.
Að athöfninni lokinni saí
sendiherrann hádegisverðarboS
forsetahjónanna, ásamt nokkr-
um öðrum gestum.
Þessi unga síúlka, Anja Siljsa,
er af finsk-þýzkum ættum og
hefur getið sér mikla frægð fyr*-
ir söng. Hún er aðeins 12 ára
gömul og kom nýlega til Kaup-
mannahafnar, þar sem hún mun
syngja opinberl. m. a. í útvarp.
HvaEveiðar bef j-
ast í þ. mánuoi.
Hvalveiðarnar munu hefjast
um svipað leyti og vant er, eða
upp úr miðjum maí óg er und-
irbúningi að starfsrækslu h.f.
Hvals á sjó og landi langt kom-
in. —
Hvalveiðibátar félagsins eru
sem kunnugt er f jórir, og verða
nú eingöngu á þeim ístenzkír
menn, að undanteknum einum
norskum skipstjóra. Eigum yiS
nú orðið þjálfaða merin tithval-
veiðanna, og um landmenn er
einnig það að segja, að þé'.r eru
einnig orðnir vel þjálfaðir í
sínu starfi, og vinna eingönBU
íslenzkir menn í hvalveiðistcið-
inni.
Á skipunum munii' vera um
80 manns og samtals bjá félag-
inu á sjó og landi hátt á annað
hundrað manns.
Haedtökur í
Argentínu.
Einkaskeyti frá AP. —
B. Aires í rriorgun.
Lögreglan handtók í gær-
kvöldi 5 manns og sakaði um
sprengjuíílræði við utanríkis-
ráðherra Argentínu s.I. laugar-
dag.
Segir hún, að fundizt hafi
skotfæri og sprengiefni í bíl
manna þessara, sem auk þess
hafi gert tilrauh t.il þess að
koma fyrir sprengju í bifreið
ráðherrans. Segír og, að hér sé
urn yfirstéttarfólk að ræða, m.
a. konu, sem kunn. sé í sam-
kvæmislífinu, og 2 lækna.
Mau Hfiau *iM*rð-
íngjar eltrir.
London (AP). — Herflokkar
í Kenyu voru í morgun að elta
uppi flokk 200 Mau-Maumanna,
sem ráðist höfðu á heimávarn-
arstöð, ffllt bar 19 menn og
haft 3 á brott með sér.
Lögreglan hafði "komizt á
snoðir um, hver er fyrirliði
flokks þessa. Sextán manna
flokkur Mau-Maumanna réðst
í gær á hvítan landnema, sem
ásamt heimamönnum hratt á-
rásinni.
Bóndinn ,skaut einn árásar-
manna til bana í setustofu sinni.
Dísafell-kemirT
í foyrjun júní.
Dísarfell, hið nýja skip SÍS,
í smíðum í Hollandi, er vænt-
anlegt hingað til lands í byrjun
næsta mánaðar.
Arnarfellið er væntanlegt til
Reykjavíkur 14. þ. m. úr. Braz-
ilíuferðinni og mun skipið verða
rétta tvo mánuði í ferðinni.
Hingað flytur Árnarfellið frá
Brazilíu fullfermi af káffi og
sykri, eða samtals 17—1800
lestir.
Þjófar íátnir lausir —
ekki hugsandi tnenn.
London (AP). — Fanganáð-
unin í Tékkóslóvakíu er rædd
í brezkum blöðum í morgun.
Er m. a. vakin athygli á því,
að náðunin nái ekki til þeiri a,
sem hafi leyft sér að hafa aðra
skoðun á þióðmálunum og
heimsmálunum en valdhafarn-
ir. —
Hugsandi menn með sjálf-
stæðar skoðanir, segir eitt blað-
ið, voru'ekki náðaðir, en þjifar
og slíkur lýður fengu aftur
frelsi.
Varð ntHti vörubíls
og steinstólpa.
I morgun vildi það slys til
við Verbúðirnar, að maður varð
milli vörubíls og steinstólpa,
og slasaðist..
Slysið vildi tií um 8-leytið í
morgun, en um nánari atvik
er Vísi ókunnugt. Maðurinn,
sem heitir Rafn Ragnarssoh,
Flugvallarbraut 5, mun hafa
verið við vinnu sína, er slysið
vildi til. Hann var þegar flutt-
ur í sjúkrahús, en ekki mun
veraum lífshættuleg meiðsl að
ræða.
Nefnd frá FÍB fór
til Bretlands
í morgun.
líawsoii óskaði
viðræðna ytra.
Meðal farþega með Gullfaxa
í morgun til Skotlands var
samninganefnd frá Félagi ís-
lenzkra botnvörpueigenda.
Félagið kaus nýlega nefnd
þessa, en í henni eru Kjartan
Thors, formaður félagsins, Jón
Axel Pétursson, framkvæmdar-
stjóri, og Loftur Bjarnason, ut-
gerðarmaður í Hafnarfirði.
Eins og Vísir gat um á sín-
um tíma, lauk Félag íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda við upp
kast að samningi við George
Dawson hinn enska, er vill
kaupa fisk af íslenzkum tog-
urum, fyrir tæpum mánuði, og
var það síðan sent honum til
athugunar. Eftir því sem Vísir
hefur frétt, gerðist það næst í
þessu máli, að orð barst um
það frá Dawson, að hann ósk-
aði eftir því, að til Englands
kæmu fulltrúar frá íslenzkum
útgerðarmönnum, til þess að
ræða þar samningsuppkast
þetta við hann, og því er nefnd-
in nú farin til Lundúna.
Tíðindamaður Vísis náði sem
snöggvast tali af einum nefnd-
armanna, Jóni Axel Péturssyni,
í morgún, áður en Gullfaxi
lagði af stað. Vildi hann ekk-
ert um það segja, hver árang-
ur þeir nefndarmenn teldu, að
mundi verða af för þeirra og
viðræðum við Dawson, en þeir
væru vitanlega við öllu búnir.
Það gæti farið svo, að Dawson
þætti verðið of hátt, sem Félag
íslenzkra botnvörpuskipaeig-
enda hefði farið fram á í samn-
ingsuppkastinu, sem honum var
sent, en um það yrði þó ekki
sagt á þessu stigi málsins. Verð-
ið væri hins vegar það, sem ís-
lendingar yrðu að fá, til þess að
veiðar þessar borguðu sig fyrir
þá, og vildi Dawson, að það
væri lækkað eitthvað, væri al-
veg eins viðbúið, að ekkert yrði
af samningum.
Allra hluta vegna væri þó
æskilegt, að samningar tækjust
þó við Dawson, en vitanlega
kemur ekki til mála, að íslend-
ingar semji af sér í máli þessu.
a ieio
til Londtm.
Malik, hinn nýi séndiherra
Rússa í London. lagði af stað í
morgun áleiðis þangáð.
Sendiherra Breta var meðal
þeirrá, sem voru viðstaddir bi'.rt,
förina. — Malik mun taka við
hinu nýja embætti sínu í vik-
unni.