Vísir - 15.05.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 15.05.1953, Blaðsíða 8
M *em gerait kanpendor VlSIS eftlr lt. Imn máuaðar fá Maðið ákeypl* til ■nánaðaméta. — Sími 1111. WXSXlt VlSEK er ódýrasta biaSlS mg þó þsð f|#I- breýttaata. — Hringið i sfcra I»60 mg geritt átkrifendur. Föstudaginn 15.’maí 1953 íslendingar vöriu 12 milij. kr. í sérleyfisferðir á sl. ári. Ilver maður fór aft jafnaði 10 ferðir í sérleyfisbíhim þá. Árið sem leið voru hér á landi 69 sérleyfishafar á fólksflutn- ingaleiðum utan Reykjavíkur. Sérleyfisleiðirnár voru allt að því helmingi fleixi en sér- leyfishafarnir, eða 119 talsins og samanlögð vegax-lengd á leiðunum voi-u 10825 km. A árinu fóru sérleyfishaf- arnir í samtals rösklegal07000 ferðir (þ. e. fram og aftur) og flutti 1430 þúsund fai-þega eða sem svaraði því að hver fs- lendingur hafi fei’ðast 10 sinn- um í séi’leyfisbifreið utan Reykjavíkur. Samanlögð far- gjöld í þessum fei'ðum námu rösklega 11.8 millj. kr. Ekið var 4.4 millj. km, en sætiskílómetrafjöldinn nam rúmlega 114 millj. km. Þar af voru notaðir meira en 35 millj. sætiskm. og notagildi bifreið- anna nam 31.2%. Ef tekinn er samanburður frá árinu 1935, eða 17 ár aftur í tímanh, kemur í ljós að sér- leyfishafarnir hafa þá vei’ið 26 (69 nú) og séi’leyfisleiðirnar ekki nema 28 (í stað 119 nú). Þá eí1 vegarlerrgd sérleyfisleið- anna aðeins 3.4 þús. km. (en er nú orðin 10.8 þús. km.). Ferðafjöldinn, fram og til baka Var yfir 36.000 talsins (nú rösklega 107000) farþegafjöld- inn var þá 316 þúsund (nú 1430.000) og samanlögð far- gjöld 498 þús. kr. (en nú 11.8 millj. kr.). 1 hámarki 1945. Árið 1945 náði fai'þegatalan með sérleyfisferðunum há- marki og' komst þá upp í nær 1% milljón. Árið 1944 varð farþegatalan einnig hærri en s. 1. ár. En samanlögð fargjöld námu þá ekki helmingnum af því sem þau gera nú. Á árinu sem leið var sérleyf- Ssleiðin Reykjavík — Hafnar- fjörður langsamlega mest not- uið og ferðuðust með henni yfir 842 þús. farþegar en samanlögð fargjöld námu 2160 þús. kr. Þar næst keraur sérleyfisleiðin Reykjavík — Sandgerði, en henni var tvískipt og hafði hana annarsvegar Keflavíkur- hreppui’, sem flutti 125 þús. farþega ög hinsvegar Steindór, sem flutti samanlagt á milli Rvíkur og Sandgerðis og Rvíkur og Stokkseyrar 146 þús. far- þega. Heildarfargjöld í þessum ferðum nema 3.2 millj. kr. Á leiðinni Reykjavík — Ak- ureyri, og þar með talin einnig leiðin Rvík, Uxahryggir, Hreðavatn, fei’ðuðust 14858 manns í fyrra og fargjöld á þeirri leið námu 1336 þús. kr. Rauftfiðar nálgast Hanoi. París (AP). — Hersveitir Vieth Min í Indókína eru nú að- eins 25 km. frá Hanoi. Er ætlun manna, að þeir hygg ist ná á sitt vald hrísgrjónahér - uðunum í þessum landshluta. Nokkur hluti liðsins, sem fór inn í Laos, er nú á Hanoi-víg- stöðvunum. Franska herstjórnin segist nú hafa sannanir fyrir því að sérstakir skólar hafi verið sett- ir á stofn í Kína, til þess að þjálfa Vieth Min nýliða og kenna liðsforingjaefnum hern- aðarlega tækni. Hreinsað til í A- Þýzkalandi. Berlín (AP). — Víðtæk flokkshi-einsun hefur átt sér stað’ *' sameiningarflokkinum eða kommúnistaflokkinum í Austur-Þýzkalandi. Kunnugt er, að margir flokks menn, sem stóðu framai’lega, hafa verið gerðir rækir ú flokkn um, þeirra meðal maður að nafni Dahlen, sem var einn af helztu leiðtogunum og átti sæ+i í flokksráðinu. Var hann sakað- ur um „pólitíska blindu“ og fyrir að hafa ekki borið hag flokksins fyrir brjósti, skort á flokksaga o. s. frv. FÍK opnar skrrfstofu. Félag ísl. hljóðfæraleikara hefur opnað skrifstofu, eins og ákveðið hafði verið á félags- fundi. Skrifstofa þessi á að annast ráðningu félagsmanna til ein- staklinga og félaga ,sem vilja ráða til sín danshljómsveitir eða einstaklinga. Er skrifstofan í Laufásvegi 2, opin kl. 11—12 og 3—5, sími 82570. Veitir Poul 'Bernburg henni forstöðu. Barrabfoas er torskiflin. Sænska kvikmyndin Barabb- bas, sem gerð er eftir skáldsögu N obelsverðlaunahöf undarins Par Lagerkvist, var frumsýnd fyrir nokkru á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes. Dómar um ínyndina hafa verið allmisjafnir og hefru hún reynzt sumum gagnrýnendum torskilin engu síður en skáld- vei’k höfundarixis, en þau eru sem kunnugt er allt annað en léttmeti. Barabbas er dýrasta mynd, sem gerð hefur verið í Svíþjóð. Sprenging við flugvél. Mex City (AP). — Spreng- ing varð um helgina við flug- vél, sem var nýkomin til borg- arinnar. Hafði einn af starfsmönnum flugvallarins verið að taka böggla út úr flugvél, er spi’eng- ing vai’ð í einum bögglinum. — Þrír menn biðu bana. ísinn er norðar en venjnlega. Miða& við Jan IVIayen er hann einnig vesfar en venjulega, Fyrir norðan ísland liggur fsínn nokkru norðar en venja er til (meðallag) um sama leyti árs. Og fyrir norðan Jan Mayen er áberandi, hvað ísinn liggur miklu vestar og nær Græn- landsströndum en venja er til. Vísir hefir nýlega grennslazt eftir því hjá Jóni Eyþói’ssyni veðurfræðingi, hvernig legu hafíssins fyrir norðan ísland sé háttað nú og hvort hann sé nær eða fjær landi en venju- lega. Jón sagði að samkvæmt upp- lýsingum sem honum hafi bor- izt nýlega frá Norsk Polar- institut í Osló, hafi ísjaðarinn verið dagana 25.—30. apríl s. 1. um 85 km. noi’ður af Horni og álíka langt norður af Kolbeins- ey, en aftur á móti nærri 200 km. norður af Melrakkasléttu. Ísröndín er samt mjög brotin og laus og aðalísjaðarinn er 20—30 sjómílum nær Græn- landi. Norður af Jan Mayen var ó- venjulega lítill ís, og ísbeltið á 75. breiddarstigi náði ekki lengra austur frá Grænlands- ströndum en venjulegt er í til í ágústmánuði. Það er því ekki hægt að segja að hafís hafi vei’ið nær- göngúll við strendur íslands á þessu vori. Norsk Polarinstitut hefur jfengið þessar upplýsingar hjá fylgdar- og aðstoðarskipinu, sem fylgir norska selveiðiflot- anum norður í höf. Skip þetta kom við í Reykjavík er það var á norðurleið um sumarmál- in. Þá kom það in. a. með efni í kofa' sem Nordmannslaget í Reykjavík ætlar að byggja í Heiðmöi’k. Er það bjálkakofi í fornum stíl. Eyjaf|al!ajökuls- og Leggjarbrjótsför um helgina. Ferðafélag íslands efnir til gönguferðar úr Brynjudal og niður á Þingvöll á sunnudag- inn. Lagt verður af stað frá Aust- urvelli kl. 9 árdegis og ekið upp í Hvalfjörð, en þaðair lagt land undir fót yfir Leggjabrjót. í gær fór Ferðafélagið á Keili og Trölladyngju og þaðan til Krýsuvíkur. Var góð þátttaka í ferðinni og hún í hvívetna vel heppnuð. Páll Arason efnir til ferðar austur á Eyjafjallajökul um helgina. Verður lagt af stað fi’á Fei’ðaskrifstofunni kl. 2 e. h. á moi’gun og ekið austur að Seljavöllum. Þaðan verður svo gengið á jökulirm um morgun- inn, en komið til Reykjavíkur að kvöldi. Víkingasveitir komnar til Súez. Londoxx (AP). — Brezkar víkingasveitix- lentu í Port Said í gær. Þetta er fyrsti liðsaukinn, er Bi’etar á Suezæiði fá,. síðair er deilur þeirra og Egypta fóru aftur að harðna nýlega. Meira lið er á leiðinni. Hver er stjarnan ? Ilér birtist 2. myndin í getrauninni, og eiga þátt- takendur að segja til um það, af hverjum myndin sé. Nafn stjörnunnar ei’ eitt af 4, sein hér eru birt. Er þessi mynd af: A — Leon Errol? B — Humphrey Bogart? C — Jean Gabin. D — Bob Hope. GeymiS allar myndirnar, þar til getrauninni er lokið, og seðill fyrir svörin verður birtur. Verðlaunin eru: 1. Ritvcrk Daðvíðs Stefánssonar. 2. Nýtízku straujárn. 3. Klukka. Þetta er Eldsvoðl á Frakkastíg 9. Kviknar í mannlausri íbúð, innbú gjöreyðilagt og íbúðin stórskemmd. konúnni að komast út með böm in án þess að hana sakaði. Eins og fyrr segir stórskemmd ist íbúðarhæð Ágústs Markús- sonar, en hins vegar urðu sára litlai’ skemmdir á efri hæðinni. Talið er að eldsupptökin hafi átt sér stað í suðausturherbergi á íbúðarhæðinni og þar komst eldui’inn upp úr loftinu. Auk þessa var slökkviliðið kvatt á nokkra aðra staði um helgina. í fyrradag var það kvatt um hádegisbilið að Faxa- skjóli 22, en þar hafði kviknað út frá olíukyndingu. Skemmdir urðu óverulegar og þá aðallega af:völdum.reyks. í fyrradag var slökkviliðið kvatt að Snori’a- bi-aut 56 og í nótt að Sólvalla- götu 9, en á hvorugum staðnum var um teljandi eld að ræða og skemmdir litlar sem-engar. í gær varð mikill eldsvoði á Frakkastíg 9 hér í bæ og gjör- eyðilagðist þar allt innbú í íbúð Ágústs Markússonar málara- meistara og íbúðin sjálf stór- skemmdist. íbúðin var mannlaus og enn er örannsakað með hvaða hætti eldurinn hefur kviknað, en helzt gert ráð fyrir að það hafi verið út frá Iampastæði eða leiðslum í lampa. Var ekkert vitað um eldinn fyrr en vegfarendur, sem áttu leið xxm götuna, sáu eldtungur standa út um glugga hússins. Var þá í ofboði hringt til Slökkviliðsins og því gert að- vart hvernig komið væri. Tók það slökkviliðið um heila klst. að ráða niðurlögum eldsins. Á efri hæð hússins býr kona og var hún stödd í íbúð sinni ásamt tveimur börnum. Vissi hún ekkert um eldinn fyrr en hún heyrði allt í einu óvenju- legt snark og bresti. Fór hún þá að aðgæta þetta nánar og varð þess áskynja að neðri hæð- in var alelda orðin. Samt tókst Togarar í á- rekstri á Hal- anum. Bv. Hafliði laskasi I gærmorgun varð árel^stui' milli togarans Hafliða frá Siglu- firði og þýzks togara á Hal- anum, þar sem skipin voru að veiðum. Löskuðust þau bæði. Hér í höfnlnni eru nú Siglu- fjarðartogarinn Hafliði og tog- arinn Mark Bi-andenburg frá Cuxhaven, en þeir komu hing- að. vegna árekstrar þeirra milli á Halanum í gæi’morgun. Sjó- réttur kemur saman í dag og tekur árekstui’inn fyrir. Bæði skipin eru talsvert lösk- uð á stefni ofarlega og þó þýzki togarinn öllu meira, en hann mun vera einn hiixna nýju, stóru togara Þjóðverja. Togararnir eru nú að fæi’a sig vestur, sem fyrr hefir verið get- ið, og nokkrir komnir á Halann. Þar munu hafa verið 12 skip, er áreksturinn varð. Nýtt meginland að myndast. En mjndunin teknr ntxlljón ár, New York (AP). — Það er skoðun haffræðinga frá Columbia-hóskólanum, að Puerto Rico í Karabiska hafinu sé lykillinn að nýju landi, sem sé að rísa úr sjó, og muni verða orðið að miklu meginlandi eftir svo sem milljón ára. Er það raunar skoðun ýmissa jarð- fræðinga, sem hafa haft tök á að kynna sér jarðsögu eyj- anna. Gera þeir ráð fyrir því, að þetta nýja land, sem þeir álíta, að þania sé að rísa úr sjó, muni renna sam- an við Mið-Ameríku, og mikill hluti þess svæðis, scm nú er Karabiska liafið, verði 'þá þurrlendi. En það er — sem sagt — milljón ára, þar til þetta verður! Bústaðaskipti. Þeir kaupendur Vísis, scm hafa bústaðaskipti að þessu sinni geri svo vel og tilkynni það afgreiðslunni, sími 1660, svo komizt verði hjá vanskilum á blaðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.