Vísir - 27.05.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 27.05.1953, Blaðsíða 5
Miövikudaginn 27. maí 1953. I VlSIR Lundúnum verður breytt í ævin- tyraborg, er krýningin fer fram. Allir eiga að taka þátt í*hátíðinni með einhverjum hætti. 2000. bál verða kveikt eftir landinu endilönQJU. Bournemouth, 10. maí. Það var £ listamanna-klúbbn- ferð skrúðgöngunnar sjálfrar. Sætum verður slegið upp alla iim hér í Bournemouth, sem leið frá konungshöllinni, Buck- fyrst greip mig löngun til að ^ ingham Palace, til kirkjunnar, vera viðstödd og horfa upp á Westminster Abbey, styztu leið. dýrðina í sambandi við krýn- ingu Elísabetar drottningar, þ. 2. júní næstkomandi. Sir Hugh Casson ílutti þar fyrirlestur um hugmyndir s:n- ar og fyrirætlanir viðvíkjandi skreytingu Lundúna-borgar við það tækifæri. Hann fullyrti, að London mundi verða breytt. í ævintýraborg um það leyti, sem krýníngin færi fram. Sir Hugh er þekktur lista- maður, sem nýtur mikils álits fyrir hæfileika sína sem skreyt- ingamaður borga við hátíðleg tækifæri. Það var hann, sem sá um skreytingu Lundúna í sam- foandi við „Bretlands-hátíðina“ sumarið 1951, og þótti það tak- ast svo vel, að hann hlaut að- alstign fyrir. Aðalsætt verður til. Þannig launa Bretar ágæta frammistöðu hæfileikamanna sinna — og skapast með því sönn aðalsætt, þ. e. stétt manna, sem vegna afburða hæfileika eða mannkosta eru taldir hæfir leiðtogar með þjóð sinni. Sir Hugh var skipaður for- maður nefndar þeirrar, sem á- samt framkvæmdaráðuneytinu (Ministry of Works) sér um að færa borgina í hátíðabúning. Skýrði hann fyrir áheyrendum fyrirætlanir sínar og rissaði með marglitri krít upp á veggtöflu ýmsa borgarhluta, sem maður kannaðist við, ásamt hugmynd- unum um breytinguna. Sannarlega voru þessar hug- myndir sumar ævintýralegar — og mun fyrir fleirum hafa farið svo en mér, að barnsleg ævintýraþrá eftir litum og glæsilegri viðhöfn hafi látið á sér bæra — enda mun sú þrá öllum heilbrigðum mönnum i brjóst borin. Að minnsta kosti mun eitthvað bogið við sálar- líf þess manns, sem ekki vill við það kannast — eða sem leitast við að kyrkja þann gróð- ur innra með sér. Eignarrétturinn virtur. En víkjum aftur að ski'eyt- ingar-hugmyndunum. Svo virtist, sem nefndin hefði töluvert bundnar hendur, með því að henni leyfðist ekki að skreyta húsveggi meðfram skrúðgöngu-leiðinni. Húsin eru einkaeign -— önnur en stjórn- ar-byggingar — og keraur það því á hvern húseiganda að sjá um skreytingu síns húss. Það sem listamennirnir hafa umrað yfir eru: Ljósastaurarnir — gangstéttirnar •— og svo auð- vitað bláloftið. Sömuleiðis stjórnarbyggingarnar, minnis- merki borgarinnar og' umhveríi þeirra. En umferðin má sem minnst truflast — hvorki á und- an athöfninni né frjáls um- En einnig eftir öðrum götum, sem farið verður til baka — og lengir það leiðina að mun. Tal- 1 ið er, að sæti verði fyrir 100.000 manns —- fyrir utan glugga- sæti og þak-sæti á einkahús- um. Herlið hvarvetna. Meðfram allri leiðinni, fyrir framan sætin, verður raðað upp einkennisklæddu liði í viðhafn- arbúningum, frá öllum deild- um hers, flugliðs og flota — bæði heimalandsins og frá sam- bandslöndunum handan við höfin. Allt þetta lætur skreytinga- nefndin ekki á sig fá. Hún hugs- ar sér að nota Ijósastaurana og bláloftið til að skapa ævin- týrið! Strengir verða þandir á milli staura, sem bera blómsveiga og ’ dans! —- Þær verða útfærðar í mislitar rafperur í ýmsumjmjóum stál-sívalning, en fyllt mynztrum. Minnismerkin verða Upp á milli með gylltu vírneti blómum skrýdd. Sigurbogar bglfyrir ljónið og hvítu fyrir ein- flaggstengur verða reistar á hyrninginn. viðeigandi stöðum. Stjórnar-. byggingar verða skreyttar með Skjaldarmerki sain- táknum um starf það, sem hver ’ veldislandanna. eru þeir látnir njóta þess. Frá þessu minnismerki, út alla götuna, austur áð Trafalgar Square, verða reistir fjórir sig- urbogar, og flaggstengur milli þeirra. En með því að þessi breiða gata er plöntuð beggja vegna með háum og þéttum hlyni, sem um þetta leyti árs er þéttlaufgaður, verður allt þetta að rísa hærra en trén. Sigurbogarnir verða því 65 feta háir. Bogarnir verða bygg'ðir úr stál-sívalningum, tvennum í hverjum boga — en á milli þeirra verður fyllt upp með gylltum skraut-munstrum. — Kórónur eiga að hanga í gull- reipum úr miðjum bogunum, en á þau verða þræddir skín- andi aluminíum-hringir. Hin konunglegu skjaldar- merki Englands og Skotlands, krýnda ljónið og einhyr.ningnr- inn, eiga að standa hvort gagn- vart öðru uppi á risi boganna — og bæta þau 20 fetum við hæð þeiri'a. Listamaðurinn, Mr. James Woodförd, hefur gjört uppdrættina að þessum voða- skepnum, sem þó ekki vekja ót.ta, því hann hefur sett þar í stellingar, svo sem væru þær að bjóða hver annarri upp í deild hefur með höndum. • — T. d. á að skreyta flotamála- ráðuneytis-bygginguna með fangamar.ki Elísabetar drottn- ingar í rauðu og gylltu, en risa- vaxin akkeri eru látin bera það uppi. Ríkis-fjárhirzlan verður skreytt með gullnum risapen- ingum að utan — hvað sem á- standinu líður hið innra! Sérstakir pallar fyrir örkumla. Fyrir framan konungshöllina stendur minnismerki Viktoríu ^ drottningar. Umhverfis það verður slegið upp miklum pöll- um fyrir bæklaða menn úr styrjöldunum. — Þar þykir út- j sýni vera einna bezt — og því, Önnur hugmynd er viðvíkj- Það gerðist fyrir skemmstu í London, að sjóræningafáni — hausluipa og krosslagðir leggir — blasti við á Tra- falgar-torgi. Hafði hann verið bundinn um liöfuð styttu af Nelson, þeim virðti- lega sægarpi, en hún er á 185 feta hárri súlu. Súlan er ókleif undir venjulegum kringumstæðum, en þannig stóð á, er þetta gerðist, að vinnupallar voru upp með henni allri, þar sem verið var að ræsta hana og stytt- una. Myndirnar sýna, hvern- ig fáninn var vafinn um styttuna, og hvernig honuni var náð niður. ið tilboð um að semja tónverk og verða flutt ný verk eftir átta tónskáld í Westminster Abbey við krýningarathöfnina. Þekkt- astur þeirra tónskálda mun vera áttræða tónskáldið Vaughan Williams — enda verða fjögur tónverk flutt í kirkjunni eftir hann — þar af tvö nýsamin. Heyrst hefur, að borgarstjóri Lundúna ætli að beita sér fyrir skrúðför báta eftir Thames- fljóti, einhverntíma um krýn- ingarleytið, og að tónskáldum hafi verið boðið að semja „Wat- er-music“, eins og á sínum tíma Georg III. bauð tónskáldinu Handel að semja tónlist í sama tilefni. Sú tónlist hefur orðið sígild og veitir unað eins í dag og hún gjörði fyrir hálfri ann- ari öld. En hvort nútíma- tónskáldum muni takast að framleiða jafn langlífa tónlist og listaskáldinu. Hándel, skal engu um spáð. Frídagur í samveldinu. Á krýningardag'inn verður frídag'ur um allt England. Sam- bandslöndin hafa líka látið boð út ganga um að hafa almenn- an frídag.2. júní. Öll sambands- löndjn hafa umfang'smiklar dag skrár um hátíðahöld í tilefni af deginum. Því drottningin, sem er tengiliðurinn á milli fjölskyldunnar stóru, sem á .æít ingja í öllum heimsálfum, er elskuð handán við höfin ekki síður en í heimalandinu. „Fjar- lægðin gerir fjöllin blá“ —■ og eins er um útflytjendur og af- komendur þeirra í fjarlægmn. heimsálfum, að þeir unna ætt- jörðinni jafnvel meira en heima fólkið — sama er um ást á kon- ungum eða drottningum. Og tækifæri sem þetta rif jar upp ættjarðarást og fornar minn- ingar. Hér í Englandi verður ást á sögu og fornum siðum mjög á- berandi við hátíðahöldin óti urn landið. Víða hafa verið tekin atriði úr sögunni til sýningar á leiksviðum og undir beru lofti. Sérstaklega vilja menn muna tímabilið, þegar Elísabet I. ríkti í landinu, því það var heillaríkt fyrir þjóðina og drottningin var mikið uppáhald —• eins og' nafna hennar er nú. Landslýðurinn kallaði hana „the val urn, hvar þeir taka sér stöðu j good Qúeen Bess“, og er ekki eða hvert atriði athafnarinnar ólíklegt að Elísabet annari verði andi umhverfi Westminster Abbey, á torginu fyrir framan það og Þinghöllina, Houses of Parliament. Þar á að reisa séi'staka palla fyrir fulltrúa frá sambands- löndum Bretlands: Kanada, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Ceylon, Indlandi, Pakistan og Suður- Afríku. Hugmyndin er su, að skreyta þar með skjaldarmerkj- um hvers lands, ásamt litum þess og táknjurtum landanna. Sagt er að flogið verði með blóm frá löndum þessum til London nóttina fyrir krýning- ar-hátíðina. Umhverfis minnismerki föllnu herinannanna við Hyde Park Corner á að skreyta með rauð- um blómum. Og heyrzt hefur, að öllum kvenleg'um minnis- merkjum borgarinnar verði fengnir lifandi blómvendir til að halda á! Ljósadýrðin eftir sólarlag verður tilkomumikil, því auk flóð-lýsingar á helztu bygging- um, verða einnig' notaðar ljósa- perur til að marka línur hærri bygginga, eins og tíðkaðist áð- ur fyrr — því flóðlýsingin nær ekki upp á háa turna. Þá verðumog mikið um rak- ettur og kastljós yfir Thames. En af því að þetta er um há- sumarið, þegar stytzt er nótt, verður þetta aðeins í nokkra klukkutíma um lágnættið. Allar lista- stefnur nieð. Listamönnum hafa verið gef- in mörg og mikil tækifæri til að sýna list sína í sambandi við þessi hátíðahöld — svo sem vera ber. Sú menning er dauð, sem ekki notar hæfileika lista- manna sinna til yndisauka fyr- ir almenning', þegar tækifæri býðst eins og þetta. Fram- kvæmdamálaráðherrann hefur boðið nokkrum helztu lista- mönnum að mála krýningar- skrúðgönuna. Allar stefnur málaralistarinnar fá að taka þátt í þessu — og er ætlunin að hengja málverk þeirra í sendi- svéitum Breta víðsvegar um lönd. Tvær konur hafa fengið tilboð um að taka þátt í þessu — þær Dame Laura Knight og Miss Cathleen Mann. Lista- mennirnir haía algjört sjálfs- þeir taka til meðferðar. Tónskáldin hafa einnig feng- gefið eitthvert svipað sérheiti, þegar tímar líða. !|! Eins og á ilögum hinnar fyrstu. !!| | Víða í bæjum og úti um land- ið verða sýnd yfirlit yfir tíma- bilið frá Elísabetu I. til Elísa- betar II., þar á meðal bátaför , mikil eftir ánni Avon, alla leið |ii frá borginni Bristol til Avon- ■ mouth. Er það löng leið og erfið á farartækjum eins og þá tíðk- uðust. En „the good Bess“ fór þessa för og því á að endur- taka hana nú með sama hætti. Sagan um Pickwick Dickens og samtíðarménn hans er einn- ig í miklu uppáhaldi hérlend- is. Til minningar um það tíma- bil ætla nokkrir borgarar í j Yorkshire að fara í hundrað ára l gamalli kerru til gamals veit- j ingahúss sem þar stendur, bún- ir í klæðnað þess tímabils og. ætla aö snæða hádegisverð með sama hætti og gjört var í þá daga. Frh. á 7. s. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.