Vísir - 27.05.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 27.05.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. wisiit Miðvikudaginn 27. maí 1953. VÍSIK er ódýrasta blaðið og þó þaS f jöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gcrist áskrifendur. Félagsbókbandið, eitt elzta bókbandsfyrirtækið, 50 ára. Et'uir iil bókbandssynin^ar í íilei'ni ai'niælisin*. Er horfur stórbatna á samkomulagi í Kóreu, gerir stjórn S.-K. ágreining. Félagsbókbandið í Reykja- vík sem er ein elzta og stærsta bókabandsstofnun landsins verður 50 ára n. k. laugardag. Stofnandi fyrirtækisins var Guðmundur Gamalíelsson bók- bandsmeistari, en hann hafði lært og stundað bókbandsiðn um margra ára skeið í Khöfn. Á Parísarsýningunni miklu árið 1900 fékk hann fyrstu verðlaun fyrir frumlegt og fallegt bók- band, en skömmu siðar var Guðmundi veittur styrkur til þess að kynna sér nýjungar í bókbandsiðn bæði-í Frakklandi og Þýzkalandi. Eftir heimkomuna stofnaði Guðmundur bókbandsfyrirtæki sem hann breytti í hlutafélag árið 1903 og nefndi „Félags- bókband“. Forstjórar þess hafa verið auk Guðmundar þeir Guðbjörn Guðbrandsson, Ing- var Þorsteinsson, Þorleifur Gunnarsson og nú síðast sonur Þorleifs, Gunnar, en hann er einkaeigandi fyrirtækisins því að faðir hans, Þorleifur, keypti Rafskinna enn á ferðinni. Einkunnarorð Gunnars Bach- manns hljóta að vera: „Alltaf betra og betra.“ Og hann fer éftir þeim, en það er meira, en flestir gera, sem lofa sér og öðrum eúi- hverju. Nú er Rafskinna -hans til daémis enn fyrir allra sjón- um í Skemmuglugganum við Austurstræti, svo sem raunar má sjá af mannfjöldanum. sem þar safnast oft saman þessa dagana. Rafskinna er orðin lengsta „seríu“-útgáfa hér á landi, en alltaf vekur hún vax- andi athygli, enda hiugvitið ailt. af meira með hverri nýrri út- gáfu. Gunnar Bachmann hefur skreytt Skemmugluggann miög smekklega að þessu sinnr, eins og oft áður, en auglýsmgarnar eru þó aðalatriðið, og þær hæfa enn betur í mark að þessu sinni en áður. það 1918 og rak það til dauða dags, en þá tók Gunnar við því. í Félagsbókbandinu hefur verið framkvæmd hin umfangs- mesta og vandaðasta bókbands- vinna síðasta aldarhelminginn, og þar verið bundinn mikill hluti hinna stærri fitverka, sem hafa komið út hérlendis á því tímabili, — sem dæmi má geta um Orðabók Blöndals, íslend ingasögurnar og Fornritin. Óhætt má fullyrða að ekki muni . annað fyrirtæki eiga drýgri þátt í þróun íslenzkrar bókagerðarlistar á þessari öld. í tilefni af afmælinu hefur Félagsbókbandið nú bókbands- sýningu í sýningarglugga Mál- arans við Bankastræti og mún hún standa fram yfir afmælis- daginn eða til 31. þ. m. Lögreglufréttir. í gærdag meiddist maður í húsi einu vestur á Ægissíðu er miðstöðvarofn féll ofan á hann og lenti á hægra fæti. Maðurinn sem fyrir slysinu varð heitir Ragnar Hansen, Langholtsvegi 2. Hann var fluttur í Landsspítalann og var talið að hann muni hafa mar- izt illa á fæ.tinum, Krampaflog á götu. I gær var lögreglunni einnig tilkynnt um mann sem fékk krampa úti á götu ofarlega í Bankastræti og féll í götuna. Maðurinn var fluttur í Lands- spítalann ensíðanheim til sín. Bjarnarey er á [úðtiveiðum. Einn hafnfirzkur vélbátur, Bjarnarey, stundar nú lúðu- veiðar og hefur afli verið frek- ar lítill. Báturinn kom inn fyrir helgi með 130 lúður eftir viku útivist. Bjarnarey lagði fyrst lúðulóð- irnar fyrir vestan land, en mun nú hafa fært sig djúpt út af Reykjanesi. Getraunaseðill Færið inn á seðilinn bókstafina við þau nöfn, er þér teljið rétt 1. ... 6. 2. ... 7. 3. . . . 8. 4. ... ‘ " \ 9. 5. . .. 10. íþróttamét í Keflavík. Á annan í hvítasunnu var frjálsíþróttamót háð í Keflavík og var keppt í sex greinum. Meðal þátttakenda voru þeir Gunnar Huseby og Þórður Sig- urðsson úr K.R. Gunnar Huseby sigraði bæði í kúluvarpi og kringlukasti. Kúlunni vaxpaði hann 15.15 metra en lcringlunni 45.81 metra. Þar varð næstur honum Þorsteinn Löve, sem kastaði kringlunni 45.08 metra. í sleggjukasti varð Þórður Sigurðsson K.R. hlutskarpast- ur. kastaði sleggjunni 45.13 metra. Langstökk og 100 m. hlaup vsmn Garðar Arason frá Umf. Keflavíkur, hljóp 100 metrana á 11.6 sek., en stokk 6.65 metra. Þá var keppt í 1000 metra hlaupi og varð Einar Gunnars- son úr Keflavík hlutskarpast- ur á 2:47.3 mín. Togararnir. Ingólfur Arnarson kom af veiðum í morgun og Karlsefni var væntanlegur um hádegis- bilið. Pétur Halldórsson fór á veiðar í gærkvöldi. '_______ isebarn vann hvítasunnu keppni í golfi. Hvítasunnukeppni Golf- klúbbs Reykjavíkur lauk á Iaugardaginn fyrir Hvítasunnu. Keppnin hófst með undir- búningskeppni laugardaginn 16. maí. í henni sigraði Halldór Hansen læknir á 69 höggum. Þeir 16 er lægstan höfðu höggafjölda léku síðan áfram í framhaldskeppninni og lauk henni eins og áður segir þann 23. maí. Þá léku til úrslita þeir Hafliði Andrésson og Ingólfur ísebarn, lauk viðureign þeirra þannig, að Ingólfur átti tvær holur urrnar þegar engin var eftir.. Leiknar voru 36 holur. — í þessari keppni er kepþt um farandbikar, Hvítasunnubikar- inn, en það er fyrsti bikarinn sem klúbbnum . var , gefinn. Um mánaðamótin hefst firmakeppni Golfklúbbsins, er búist við að um 100 fyrirtæki taki þátt í henni. Golfkennslan hefst í júní- byrjun. Þá er kennarinn væntanlegur frá Vestmanna- eyjum, þar sem hann hefur kennt nú í vikutíma. Þrír íslendingar kynna sér flug- umferðastjörn erlendis. Þrír íslenzkir starfsmenn hjá flugumferðarstjóminni eru famir vestur um haf til Banda- ríkjanna til þess að sækja 6 mánaða námskeið í flnginn- ferðarstjórn á vegtun hinnar gagnkvæmu öryggisstofnunar, og undir stjóm farþegaflug- deildar viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. íslendingarnir eru: Ólafur B. Stefánsson, Árni Ágústsson og Guðmundur Snorrason, en þeir hafa allir unnið við flugum- ferðarstjórn hjá íslenzku flug- umferðarstjórninni. Að námi loknu munu þeir öðlast skír- teini flugumferðarstjórnar Bandaríkjanna. Starf flugumferðarstjóra er mjög þýðingarmikið fyrir allt farþegaflug, og mikil ábyrgð hvílir á honum. Flugumferðar- stjórinn og flugmaðurinn verða alltaf að hafa samráð um hvern- ig haga skuli hverju flugi fyrir sig, er þeir hafa athugað veður- skýrslur. Flugumferðarstjóri á líka að hafa hönd í bagga með hleðslu flugvélar, og fylgjast að því leyti með öryggi flugs- ins. Hann verður að þekkja grundvallaratriði flugstjórnar, veðurfræði, flugeftirlit o. fl. Þessir starfsmenn flugum- ferðarstjórnarinnar hafa starf- að á Keflavílcurflugvelli, þar sem þeir hafa unnið með starfs- mönnum Bandaríkjahers að þessum málum. Flugumferðar- stjórn á íslandi er vandasöm vegna óeðlilega mikillar um- ferðar er skapast af legu lands- ins. Verðlaunin eru þrenn: Ritsafn Davíðs Stefánssonar, straujárn ©g klukka. Klippið þenna miða frá og sendið blaðinu. I Nafn .................................................. Nehru ánægður með nýju til- lögurnar. Xá siexinilega sam- þjkki ntargra S|i- þjóða. Einkaskeyti frá AP. London í morgtm. I sérstakri tilkynningu frá brezka forsætisráðherrabústaðn um nr. 10 Dowing Street scgir, að seinustu tillögurnar uni vopnahlé í Kóreu hafi verið und irbúnar af Bandaríkjastjórn í samráði við brezka samveldið. Lýsir brezka stjómin sig í öllu samþykka tillögunum, og Nehru forsætisráðherra Ind- lands hefur lýst yfir, að þær séu miklu frekar í samræmi við indversku tillögurnar, sem a]is herjarþingið samþykkti. Kvað Nehru hörmulegt, ef samkomu- lag strandaði á tiltölulega smá- vægilegum ágreiningsatriðum En um leið og eining næst meðal Bandaríkjastjórnar og brezka samveldisins og senni- lega flestra þjóða, sem sam- þykktu indversku tillögurnar, og nokkuð kapp er lagt á að boða hina nýju einingu í mál- inu, rís Suður-Kóreustjórn upp. Leggur hún ekki minna kapp á að taka fram, að hún sé alger- lega andvíg tillögunum, og setji þau skilyrði, að Kínverjar verði burt úr Kóreu með allan sinn herafla, og að ekki verði hvikað frá því marki, að Kór- ea verði sameinuð. Sendiherra Kóreu í Wash- ington hefur farið á fund Biddeil Smiths aðstoðarutan ríkisráðherra og tjáð honum þessa afstöðu Suður-Kóreu, en Suður-Kóreustjórn hélt fund í gær um málið. Þegar er kunnugt, að ýmsir þing- menn republikana í Banda- ríkjunum eru eindregið fylgjandi Suður-Kóreu- stjórn. Eisehhower forseti hefur birt tilkýnningu varðandi hinar nýju tillögur, og segir hann, að frá vissum grundvallaratriðum verði alls ekki hvikað, t. d. í fangaskiptamálinu. — Þannig verði að halda fast við það, að takmörk verði sett fyrir því, hversu lengi megi hafa stríðs- fanga í haldi, eftir að vopnahlé hefur verið gert. Kommúnistar í Kóreu hafa óvænt óskað eftir fundi í dag, en um orsakirnar fyrir þessari beiðni er ekki kunnugt. Heimili Svörin við getrauninni: Hver er stjarnan? verða að hafa borizt skrifstcfu Vísis Ingólfsstræti 3 fyrir kl. 18 á fimmtudag. íslendingarnir, sem stunda flugumferðarstjórnar.oám í Banda- ríkjunum, taldir frá vinstri: Ólafur B. Stefánsson, Árni Ágústs- son og Guðmundur Snorrason. John Tevis kennari þeirra sést vera að Ieiðbeina heim félögum. Æfg&áíeE &>€*£$MEM m BmíwsIu Togararnir Bjarni riddari cg Röðull lögðu herzlufisk upp í Hafnarfirði í gær og fyrradag —1 voru með urr 300 tonn hvor. Bjarni riddari mun einnig hafa verið með slatta af salt- ! fiski. Hafnfirzku togararnir ! fara nú að hætta að veiða í ;herzlu, og múnu yfirleitt vera I í seinustu veiðii.erðunum, sem miðaðar eru vi' a verjsua.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.