Vísir - 08.06.1953, Síða 7

Vísir - 08.06.1953, Síða 7
Mánudaginn 8. júní 1953 ▼ ISIB •' ffliilip t/joidcm: ANNA lUCASTA 3 „Hérna er bréf til þín, Joe,“ sagði hann. Og ef einhver rödd hefði heyrst urn það, að það sem í bréfinu stæði, væri í þann veginn að gerbreyta lífi þeirra allra, mundi ekkert þeirra hafa trúað því. 2. kapituli. Joe Lucasta sat og starði á bréfið eins og einhvem hlut á botni gamallar kistu, sem opnuð hafði verið eftir að hafa verið óhreyfð í tug ára eða lengur, og það var ekkert, sem benti til þess, að hann ætlaði að opna að. Hann var rauðeyg'ður, augna- ráðið sljólegt. Kata tók tóman brauðdiskinn og fór fram í eld- húsið og hann virtist ekki hafa tekið eftir, að neinn hefði staðið upp og farið út. ,,Frá hverjum er það?“ spurði konan hans loks, eftir að þögn hafði ríkt langa stund og svo virtist, sem Joe hefði misst málið. Joe sneri höfðinu hægt í áttina til hennar og sag'ði: „Frá Otto.“ „Og hver er Otto?“ spurði Frank og greip tannstöngul; Theresa Lucasta brosti dálítið, er maður hennar nefndi nafn Ottos. — Það var eins og dyr hefðu opnast, og þau hefðu horfið aftur í tímann til lífs, þegar bjart var yfir öllu. „Við komum á sama skipi frá gamla landinu,“ sagði hún hlý lega. „Hann var indæll maður.“ Hún hugsaði eitthvað á þá leið, að ekkert þeirra, sem þama voru og' öll voru yngi'i en hún, myndu geta gert sér í hugarlund hvernig allt var þá. Krökt á þilfari á kvöldin, er menn lögðust þar til hvíldar, undir stjörnubjörtum himni, og fleyið vaggaðist á barmi hafsins. Það var bjart yfir öllu, þrátt fyrir þrengslin og slæman mat — því að framundan var hinn nýi heimur, sem svo miklar vonir voru bundnar við. Þau voru ung. Einhversstaðar var leikið á harmoniku. Þeir voru báðir hraustlegir, framgjarnir ungir menn þá, Joe og Otto, og vel að manni — og alveg vissir um, að allir framtíðardraumarnir myndu rætast. „Hann var indæll maður,“ endúrtók hún lágt' „Gamall bóndadurgur,“ sagði Stella fyrirlitlega. „Talaðu ekki um hann i þessum dúr,“ sagði Joe furðu snögg- lega og eins og hann væri allt í einu gæddur orku af nýju, en svo var sem hann hrykki í kufung. „Bezti vinur minn,“ tautaði hann. Kata kom með kaffikönnu og disk kúffullan af kleinuhring- um og lagði á rauðköflótta borðdúkinn. Svo séttist hún í sæti sitt við hlið Joes. Hún horfði hlýlega á hann og var sem áfengis- daunninn, sem af honum lagði, hefði engin áhrif á hana. „Blessaður fáðu þér bita,“ sagði hún við Joe. „Mér er illt í höfðinu." Frank horfði illkvitnislega á tengdapabba sinn. „Þessi landi verður þinn bani, Joe.“ Joe fálmaði eftir bréfinu, og það var eins og hann hefði ekki heyrt það, sem Frank sagði. Hann rétti Kötu bréfið og mælti: „Lestu það, Kata.“ „Kæri vinur minn, Joe Lucasta,“ byrjaði Katá, „eg vona, að þér hafi gengið vel þarna norður frá og sért í góðum efnum —“ Hún las hægt, bréfið var svo einkerinilega orðað, fannst henni. „Nú kemur það,“ skaut Stella inn í. „Hér hefur allt gengið eins og í sögu —“, hélt Kata áfram. „Hér — hvar?“ þrumaði Frank. „í Suðurríkjunum — þangað fór hann heilsu sinnar vegna,“ skaut Stella inn í. en eg vildi, að eg væri setztur að á býlinu mínu, sem næst er þínu.“ Theresa kinkaði kolli og mælti beisklega: „Ef þú hefur farið að mínum ráðum, Joe, ættum við bú- garðinn enn. — En það var allt of mikið strit, sagðirðu — og svo fluttum við hingað, þar sem eg gæti haft það hægara!“ Kata var nú öruggari og hélt áfram, staðráðin í að láta ekki verða úr þessu fjölskyldusennu: „Lækriirinn segir, að eg verði að ætla mér af þér eftir. Það á iþví vart fyrir mér að liggjá, að verða bóndi af.ttí'r. Eg byggi nú allár mínar vonir á Rudolf sýni mínum. Hann fer norðúr og tekur búgarðinn í sínar hendur. Nú langar mig til þess að biðja þig að vera honurn innan handar og koma honum í kynni við góða stúlku. sem gæti orðið honum ti-yggur lífsförunautur, því áð hann þekkir engan í Pennsylvaniu, og það er einmanalegt að vera konulaus í sveitinni. Hann hefur meðferðis 4000 dollara." Stanley fór að blístra og það var eins og allir ætluðu að taka til máls, en það gat Frank ekki þolað, að neinn yrði á undan honum að láta álit sitt í ljós, og mælti: „Einhleypur og á 4000 dollara! Hann þarf ekki á konu að halda.“ „Því er nú skollans ver, að eg er ekki á lausum kili,“ sagði Stellá. "• ' " : " „Það mættí kannske kippa því í lag,“ sagði Frarik, eins og ekkert gæti verið honum kærara. Theresa bað þau þagna, svo að þau gætu heyrt niðurlag bréfsins. „Eg veit að þú, minnugur okkar gömlu. vináttu, gerir þetta og reynist Rudolf vel. Þinn gamli vinur, Otto.“ Kata braut samán örkina og lagði í umslagið og rétti tengda- föður sínum. Joe tók við því, án þess að horfa á það. Andlit hans1 hafði tekið svipbreytingu meðan hún las það. Hann var nú ekki á svipinn eins og sneyptur hundur. Þau horfðust í augu sem snöggvast Joe og konan hans og hún brosti til hans. Enn áttu þau eitthvað sameiginlegt, mirmingar að minnsta kosti, — þótt allt væri nú breytt. En Stánley skildi þetta vitanlega ekki rié neitt barnanna. „Með þetta fé milli handa þyrfti enginn að grípa fegins hendi þá fyrstu, sem býðst.“ „Heldur þessi gamli geithafur,“ sagði Stella, „að það sé hægt að kaupa stúlkur eins og grísi?“ „Stundum væri betra að kaupa grísi,“ sagði Frank. En Joe sat þögull og renndi nú sjálfur aug'unum yfir bréfið. Hann var eins og viðutan — víðs fjarri, var horfinn langt aftur í tímann. Aðeins kona hans gat rennt óljósan grun í hugsanir hans. „Fjögur þúsund dollarar,“ sagði Stella lágt, eins og gripin óeirni, en þó með lotningarhreim. „Það er ekki hyggilegt fyrir sveitapilt, að bera á sér svo mik- ið fé,“ sagði Frank. Þótt furðulegt væri runnu hugsanir þeirra hjóna, Franks og Stellu, stundum í sama farvegi. „Það er mikið fé.“ „Fyrir 300 dollara gæti eg klætt mig sem Parísardama," sagði Stella. Theresa horfði ávítunaraugum á dóttur sína. „Þú þarft ekki á Parísarfötum að halda í eldhúsinu,“ sagði hún. „Eg þyrfti að láta gera við bílinn minn,“ sagði Frank. *Sann- ast að segja þyrfti eg að fá mér nýjan bíl.“ „Ef ekki verður gert við þakið fyrir haustið, drukknum við öll,“ sagði Stanley. „Hvað ætlarðu að gera, pabbi?“ spurði Stella. „Gera,“ sagði Joe eins og úr fjarlægð. „Já, varðandi Rudolf?“ sagði Stella og eins og nafnið væri henni kært. „Og þessa 4000 dollara?“ sagði Frank. Joe stóð upp og gekk í áttina að stiganum, sem lá upp á loftið. Þarna hékk mynd af dádýrum í hlíðarslakka. Kvendýrið var að bíta, en hjörturinn stóð hriarreistur, aðgætinn og eins og á veröi, hver taug spennt. Ekkert gat verið fjær því að minna á Joe Lucasta, þar sem hann stóð hokinn og aumur fyrir framan ar- ininn á sínu eigin heimili. Og þó reyndi hann að láta skína í það, að hann væri ekki algerlega rúinn metnaði, er hann svar- aði þeim, en Ottó hafði verið vinur hans, og menn áttu að vera stoltir af vinum sínum. „Margar konur,“ sagði hann, „mundu fúslega játast syni Ottós, þótt þær ættu ekki auðs von.“ Frank hafði gengið á eftir Joe, ákveðnum, fösturn skrefum Á kvöldvökumtl NýkomiS dönskum skáldsögum. [í Mjög ódýrar bækur. Verð frá 6 kr. — 18 09. Bókabúð NOBÐRA Hafnarstræii 4. Sími 4281. /WUVi.WAVA'.WVVWAVV Fullorðin Stúlka óskast að veitirigastofu út á landi. Mætti hafa með , sér barn. — Upplýsingar í síma 7333 og 9709. Hjónin bjuggu utarlega í borginni og bóndinn sat við gluggann og horfði út. Þá kall- aði hann skyndilega til konu sinnar. „Þarna er kvemnaðurinn, sem hann Karl er svo gífurlega skotinn í!“ Konan var í eldhúsinu og sleppti í skyndi diski, sem hún var að þurrka, æddi inn um dyrnar, felldi gólflampa á leið- inni og teygði sig eins og bezt hún mátti til 'þess að sjá út um gluggann. „Hvar er hún, hvar er hún?“ sagði hún lafmóð. „Þarna — það er konan í gaberdme-klæðnaðinum — þarna við hornið.“ „Fífl geturðu verið,“ sagði konan hvæsandi. „Þetta er konan hans.“ „Já, hvað annað,“ svaraði bóndinn. Kennslukonan á í hálfgerð- um erfiðleikum við að útskýra fyrir nemendum sínum hvað þjófnaður sé og ber loks fram þessa spurningu: „Setjum nú svo að eg fari í vasa einhvers manns til þess að ná mér þar í péningá — hvað ér eg þ'á?“ Börnin hugsa sig um góða stund. Lolcs segir ein lítil telpa: „Kennari — eg veit það. Þér eruð þá konan hans!“ STÍJSÆA ósfcast til afgreiðslústárfa á veit- ingastofu. Uppl. í síma eftir kl. 6 í síma 2423. CDWIN ARNASON tlNOAJteðru 25. SÍMl CiHU JÍHHÍ 6. júní 1923 voru m. a. eftir- farandi fréttir í Visi: Helgi H. Eiríksson, i málmfræðingur, er nýkominn ti.1 bæjarins úr eftirlitsférð frá silfurbergsnámunni í Helgu- staðarfjalli. Vísir hitti harin að máli í gær, og sagði hann, að unnið hefði verið í námunni í vetur, og eru' hingað komnir 11 kassar af silfurbergi, sem unn- ust þar í vetur. — Alhni.riu fé hefur verið varið til að vinna námuna, en úr þessu. ætti að koma nokkuð í aðra hönd Hljóðfæraskóliriit heldur fyrsta nemenda'iróf sitt í salnum fcilðnaðármanna húsinu á þriðjudag- og mið'- vikudagskvöld x næstu v Leika nemendur á hljóðfæri! hver fyrir sig og sööiuleiðis i verður samspil. í kvöld hefur Kámmermúsikflokkurinn æf- ingu' kl. 8. Annað kvöld verðúr æfing fyrir blást’urskvartett- inri kl. 9. Pappírspokagerðin h.f. I Vitastlg 3. Allsk. pappírspolcaTÍ Kaupl gull og silfur MAGNUSthorlacius hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9. — Síroi 875. Sigurgeir Sigurjóusson hœstáréitarlögmaJBur. Skrifstofutimi 10—12 og 1—9. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80950.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.