Alþýðublaðið - 20.05.1920, Síða 4

Alþýðublaðið - 20.05.1920, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ ©Tíýnomið i Rmcjagnamrzlunina a JSaugamg 31 mikið úrval af fei'ðalíofíortM.xwL og töskum. Ærisiinn Sveinsson. 1 t '. . ' Ný verzlun. í dag fimtudaginn 20. þ. m. verður opnuð ný verzlun á Hverfisgötu 34. Þar verða seldar flestar matvörutegundir, svo sem: hveiti, hafra- mjöl, dósamjólk, kaffi, sykur og fl. Einnig ýmskonar sælgæti, gos- drykkir, Vindlar, Cigarettur o. m. fl. — Og siðast en ekki sfst brauð frá Alþýðubrauðgeröinni. Gerið svo vel og lítið inn. Spyrjið um verðið. Verzltmin „Hekla“, Hverfisgötu 34. (Hús Porvarðar Þorvarðssonar). Hér með tilkynnist að tímakaup meðlima »Stein- smiðafélags Reykjavíkur« er frá 21. maí kr. 1,75 um tímann frá kl. 6 fyrir hádegi til kl. 6 e. h. almenna vinnudaga. Félagsstj órnin. Góðir fiskimenn geta fengið pláss á mótorkútterum í vor og sumar. H. P. Duus. Koli koEtistpr. Eftir Upton Sindair. Önnur bók: Þrœlar Kola konungs. (Frh.). »Eg er yður mjög þakklátur“, sagði Graham loksins, og Hallur var fullvís um sigur. Honum var svo létt, að hann gat farið að hugsa um sjálfan sig, og hann mundi þá, að hann hafði ekki smakkað mat allan daginn. Klukkan var tólf, og hann fór inn til Reminitskys. Hann var rétt að enda við fyrri réttinn, þegar hann varð fyrir hræðilegum vonbrigð- um. Hann leit upp og sá Jefif Cott- on ryðjast inn og stefna beint til sín. Andlitsdrættirnir voru stirðir af reiði; Hallur sá það og stóð á fætur. „Komdu", sagði Cotton og þreif í handlegg hans og dróg hann með sér svo snarlega, að þeir sem inni voru áttuðu sig ekki á því hvað fram fór. í þetta skiftið fékk Hallur ekk- ert tækifæri til þess, að sýna eftir- litsmanninum samkvæmissiðu. Alt atvikaðist með slíkum hraða. Cotton helti yfir hann úrvali af skammaryrðum, og þegar hann ætlaði að spyrja einhvers — vegna þess að hann var enn þá ekki búinn að átta sig almennilega á þessu — skipaði Cotton honum að halda sér saman, og lagði á- herzlu á orðin með því, að kippa í treyjukraga hans. Tveir hinir viðbjóðslegustu námuþjónar tóku hann á mílli sín og fóru burt með hann. Ákvörðunarstaðurinn var járn- brautarstöðin, og Hallur sá, að þar beið lest. Þeir drógu hann upp í hana og sleptu honum ekki, fyr en þeir höfðu kastað honum niður á bekk. „Jæja, ungi maður", sagði Cott- on, „nú skulum við þó sjá, hver það er, sem rekur þessa námul" „Fæ eg farseðil?" spurði Hall- ur, sem farinn var ögn að átta sig. „Eg sé um það", sagði Cotton. „Og fæ eg dótið mitt?" „Geymdu kennurum þínum á háskólanum nokkrar spurningar", sagði Cotton hæðnislega. Augnabliki síðar kom maður hlaupandi með hinar fátæklegu pjönkur hans, bundnar f böggul með seglgarni. Hallur sá, að mað- ur þessi var digur sem naut og blár sem hel, og heyrði Cotton nefna hann „Pete". Farstjórinn hrópaði „til", og um leið beygði Cotton sig að Halli og hvfslaði ógnandi: „Eg ræð yður til þess að halda' kjafti, þegar til Pedro kemur, annars gæti mjög hæglega hent yður eitthvað óþægilegt, einhverja dimma nótt". Svo stökk hann út úr lestinni, en Hallur tók eftir því, að „Pete“ var kyr f lestinni nokkrum sætum aftar en hann.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.