Vísir - 25.06.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 25.06.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Fimmtudagimi 25. júní 1953 140. tbU Hannibal verður svarafátt. IMokkrar sfHirningar, seni óskað er svars vsð. Fyrir nokkrum dögum var hér í blaðimt bent á það, aS Hannibaf léti ríkissjóð greiða sér kaup sem skólastjóra á [Isafirði, meðan hann starfaði sem ritstjóri Alþýðubíaðsins [og kæmi ekki nærri skólastarfinu. Hannibal bregður við af mikilli vandlætingu, en svarar |þvi ekki hversu mikið ríkissjóður greiði honum fyrir ekk- 'ert starf. Segir hann, að bað sé bæði ómarklegt og ódrengilegt 'að minnast á betta mál. Embættismenn sem kosnir eru til ■alþingis geti fengið frí frá störfum og það hafi hann fengið. 'Hannibal ætti nú sízt að minnast á ódrengskap í pólitískum 'samskiptum eftir framkomu hans gagnvart fyrrverandi 'formanni Alþýðuflokksins. Vísir viðurkennir að embættis- imenn hafi rétt til að fá frí frá störfum, meðan þeir eru a 'AIþingi. En slíkur réttur gildir ekki Iengur en þingið starfar. iSiðan þingið hætti er nú bráðum hálft ár og enn hefur i Hannibal ekki horfið til starfs síns. Vísir viíl því spyrja ihann nokkurra spurninga, og væntir þess að hann svari i þeim greiðlega: 1. Hvenær fékk hann leyfi til að taka sér frí frá skólastarfi eftir að þingið hætti störfum? 2. Hve margar vikur hefur hann starfað við skól- ann á þessu skólaári? 3. E£ hann hefur ekki fengið frí frá störfum, en þó verið f jarverandi, hvernig má það þá teijast réttmætt, að ríkissjóður greiði honum laun? 4. Hyersu há laun hefur ríkissjóður greitt honuni þann tíma, sem hann hefur ekki starfað? Vísir hefur enga hvöt til að krcfjast að tekin verði af [Hannibal nokkm- fríðindi, sem honum ber og aðrir fá. En |sá, sem hefur íklæðst skikkju vandlætarans, eins og Hanni- [bal, verður sjáifur að geta staðist þá gagnrýni, sem hann \ beinir að öðrum. ■UVWWUPWWVWUVVWWUVWWnrfWWWWfWWVWWWWW eiga ekki a! vera í vanda eftir útvarpsumræðurnar. Handalögmál hvað eftir annað í þinginu í íran. Nauðsynlegt að fjölga eftirlitsmönnum. Einkaskeyti frá AP. — Teheran í gær. Komið hefur fram tillaga um að f jölga mjög eftirlitsmönnum í Majlis, íranska þinginu. Er tillagan fram komin frá stuðningsmönnum Mossadeghs, og borin fram af þeim sökum, að það gerist nú æ tíðara, að til handalögmála komi í þingsöl- um, er þingmenn greinir á um eitthvert mál. Hefur það til dæmis komið fyrh' þrisvar með stuttu millibili, að hætt hefur verið við umræðu um frum- varp, sem Mossadegh hefur mikinn áhuga fyrir, af því að þingmenn hafa farið í hár sam- an þegar umræður hafa verið hafnar. ___________ Lrtií laxveiði, en stór- sfreymt um helgina. Laxveiðin hefur verið dauf undanfarið, bæði í Borgarfirð- inum og í Elliðaánum. Um 40 laxa er nú búið að flytja á efri part í Elliðaánum, og er það mun minna en á sama tíma í fyrra, en þá var búið að flytja eitthvað á 4. hundrað upp eftir. — Netaveiðin í Borgar- firðinum hefur og verið dauf, en hefur þó glæðst eitthvað seinustu daga. Stórstreymt er nú um helgina, og standa þá vonir til að laxinn íari að ganga fyrir alvöru. Hitabylgja 24 sí. á Kaufai*- Iiöl'iE - I I Iiér. f gær var lang-heitasti dagur sumarsins til þessa og komst hitinn upp í 24 stig á Raufar- höfn. Hæg suðaustan og austan átt var víðast og úrkomulítið. Á Akureyri var 22 stiga hiti og í Fagradal í Vopnafirði 23, á Blönduósi 21, Síðumúla í Borg- arfirði 18, en Reeykjavík 15, og hefir hitinn áður komizt upp í 15 stig hér í sumar. í dag mun veður verða svip- að og í gær um land allt, suð- austan frá Suðvesturlandi til Norðurlands, skýjað og gola. — 1 morgun var hvergi yfir 3 vin- stig. Hiti í Rvk. var 14 stig kl. 9 í morgun og ekki ósennilegt, að í dag verði hér heitasti dagur sumarsins til þessa. Góður síldar- afli í dag. Frumvarp þetta fjallar um, að vald keisarans skuli enn takmarkað frá því sem nú er, en hann má nú kallast alger- lega valdalaus og fangi ríkis- stjórnarinnar. Málið vai- tekið fyrir í þriðja sinn í gær, en um ræður voru varla hafnar, þeg- ar stuðningsmenn keisarans spruttu úr sætum sínum og réð- ust á stuðningsmenn stjórnar- innar með hnúum og hnefum. Var einn af ráðherrunum bar- inn sérstaklega hrottalega, áður en þingverðirnir gátu gengið á milli og skilið óróaseggina. Varð að fresta umræðu málsins enn einu sinni af þessum sök- um. Ef frumvarpið næði fram að ganga, væri keisarinn fram- vegis valdalaus gagnvart her landsins. Afli Akranesbáta, sem síld- veiðar stunda, var góður í dag, en heldur tregur undanfarna daga. Eins og áður hefur verið skýrt frá. stunda átta Akranes- bátar síldveiðar hér syðra, eink um við Eldey. f dag voru bát- arnir með 70—140 tunnur hver, en aflahæstur var Bjarni Jó- hannesson, 140 tunnur. Bátar Haraldar Böðvarssonar munu leggja upp afla sinn í Keflavík og Reykjavík, þar eð unnið er að lagfæringum og umbótum á frystihúsi fyrirtækisins á Akra- nesi. Rædtir $jál£§tæði§maima báru a£ bæði kvöldin. Útvarpsumræður fiokkanna vegna kosninganna eru um garð gengnar, og aiþjóð hefur gefizt kostur á að hlýða á mál manna. Kjósendur hafa heyrt, fyrir hverju. flokkarnir hafa barizt undanfarið, hverju þeir hafa fengið framgengt og hvað þeir ætlast fyrir á næsta kjörtímabili, ef þjóðin veitir þeim fulitingi og nægilegt fylgi á Alþingi. Eftir þessar umræður á ekki að vera vandi fyrir kjósendur að velja milli flokkanna, ef hver einstakiu' vill gera það upp sig hlutdrægnilaust, hvað hafi vel tekizt, hvað beri að gera, og hverjum sé bezt trúandi til að fara með forustuna í landsmálum. Um það er ekki að efast að fleiri menn hafi setið við hljóð- nemann en oftast áður, en þó er rétt að rifja það upp, sem fram hefur farið í þessum umræð- um, og skal það gert kjósendum til glöggvunar, þar sem nú eru fáir dagar til stefnu og á þess- um dögum ráða menn það við sig hverjum þeir gjalda atkvæði sitt, hafi þeir ekki gert það þegar. Fyrra umræðukvöldið. Lýðveldisflokkurinn gefur út það blaðið, sem stærst er í brotinu, en frammistaða full- trúa þess var engán veginn í samræmi við það. Ræður þeirra voru vægast sagt innantómar, og bezta staðfesting þess, hafi einhver efazt, að flokkurinn er ekki sá, sem koma skal, því að þar er hvorki um úr- Öndvegissúla frá 8 finnst í Svíþjóð. St.hólmi. — Við Valö fyrir norðan Stokkhólms hefur fund- izt gripur, er menn telja önd- vegissúlu frá víkingaöldinni. Er fagurlega skorið dreka- höfuð efst á súlunni, en auk þess má sjá á henni, hvar sætið hefur verið fest. Telja forn- fræðingar, að fundur þessi sé frá 8. öld. (SIP). Þrír kjörstaiir — yfir 36 þós. á kförskrá. Við kosningarnar á sunnu- dag verða þrír kjörstaðir í Reyk javík: Miðbæjarskólinn, Austurbæjar- og Laugarnes- skólinn, svo og elliheimilið. Grund. \ í Miðbæjarskóla verða 13.106 á kjörskrá, í Austurbæjarskóla 14.62,0, í Laugarnesskóla 8.226, og 309 á Elliheimilinu. Þess skal þó getið, að tölur þessar eru ekki endanlegar, með því að smávægilegar breytingar geta orðið á þeim, áður éri gengið hefur verið frá kjörskrám, en það verður í dag eða á morgun. En af þessu er Ijóst, að yfir 36.000 manns eru á kjörskrá hér í Reykjavík. Ð-Hstann I Hannibal „hækkar" toll- ana. Með stórum fyrirsögnum hefur Hannibal skýrt frá því í blaði sínu að tollarnir hafi „stórhækkað“ í tíð núvcr- andi stjórnar. En maðurinn er seinheppinn, eins og venju lega, því nú segir hann, að stjórnin hafi hækkað tollana vegna þess að TOLLTEKJ- URNAR HAFA VAXIÐ með vaxandi innflutningi. Það þarf sjaldgæfa efnahags bjálfa, til að halda fram slíkri firru. Eftir því ætti tollarnir að „Iækka“ með minnkandi innflutningi, og þar af leiðandi lægri toll- tekjum fyrir ríkissjóð. AHir heilvita menn sjá, að það er sitthvað hækkun tolla eða aukning tolltekna. Aukning tollteknanna ber vott usn aukningu vorubirgða í land- inu. En í stjórnartíð Alþýðu- flokksins voru tolltekjurnar lágar vegna þess að flestar nauðsynjavörur skorti þó hér á landi, enda var það að alástaeðan fyrir svartamark- aðinum og biðröðunum, sem Alþýðuflokkurinn kom hér á í sitnii eíidemis-stjórnartíð ræði né getu að ræða til að leysa vandamálin. Mál Þjóðvarnarmanna var betur samið og flutt, en þó var þar svo mikið af upphrópunum og vígorðum, sem tekin eru beint af vörum lcommúnista, að úr varð vaðall, og hann mikill. Aumastir allra. Aumastir allra voru þó Al- þýðuflokksmenn. Það var von sumra í þeim flokki, að það mundi verða honum til hress- ingar, að fá sprautu af „hanni- balisma“ i æðar sínar, en nú er sýnt, að sú inngjöf mun ekki. bera tilætlaðan árangur. Lækn- ir var að vísu við höndina, en hann gat lítið bætt um fyrir flokknum, og kennarinn var líkastur leikara, sem er að rifja upp gamla daga, er hann var og hét. Tvístirni. Ekki er hægt að minnast svo á Rannveigu, að Gunnars M. Magnúss sé getið um leið og öf- ugt, því að svo vel fylgjast þau að. Þess varð ekki vart, að Rannveig bæri höfuðið hátt, og ekki þorði hún að minnast einu. orði á sín „stóru orð“. Gunnar er hins vegar haldinn einhvers kónar bilun, og er enginn vafi, að hann hrekur fólk frekar frá kommúnistum en hitt. Brynjólfur talaði vel handa: kommúnistum og sama var um Hermann að því er framsóknar- menn áhrærði, og þó skal það tekið.fram, að ekki hafa aðrir framsóknarmenn áður verið ákveðnari að því er snertir varnarliðið. Ræða Ólafs Thors. Skeleggasta ræðan og sú, sem var fyrst og fremst flutt til glöggvunar fyrir kjósendur u:n land allt, var flutt af Glafl Thors. Hann rakti stjórparstörf in á kjörtímabilinu, hvað við hefði verið að glíma, og hvern- ig snúizt hefði verið við hinum ýmsa vanda. Dró Ólafur upp skýra mynd af öllu, svo að kjós- endur gátu raunverulega dæmt af málflutningi hans. Var ræða hans fengur fyrir allar umræðurnar. „Rökræður“. í gærkveldi var umræðunuia ITxri. á 7, s.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.