Vísir - 29.06.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 29.06.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 29. júní 1953. ▼ ÍSIE er tilgangslaust að malda í móinn við mann eins og Frank, og „Þú ættir að koma upp, Rudolf.“ Rudolf fór með henni upp og inn í herbergið, þar sem silki- Og Ottó fór með henni upp og inn í herbergið, þar sem silki- sokkar Önnu voru ekki hengdir upp þessa stundina. — Þegar Kata var að koma niður stigann heyrði hún, að maður hennar, Stanley, hafði skrúfað sig upp í að lesa yfir hausamótunum á Frank: „Þú lætur mig segja verkstjóranum, að þú sért veikur, og sést svo akandi um allan bæinn.“ „Haltu kjafti," sagði Frank. „Við höfum öðru mikilvægara að gegna.“ „Svo sem hverju?“ sagði Stanley ólundarlega og var aumk- unarlegur á að líta í slitnum klæðum sínum. Og Kata hugs- aði hvort nokkurn tíma mundi nokkur von rætast, sem hún hafði gert sér, er hún kynntist þessum pilti. Hversu blind hún hafði verið. Það var Stella, sem fræddi Stanley á því, að Rúdolf væri há- skólaborgari. „Hann hefir tekið próf,“ bætti hún við. „Svikabrögð,“ sagði Stanley og fannst, sem úti væri um allt. Kötu langaði til að hlægja hátt og kaldranalega. „Fyrst þið heimskingjarnir hafið misst atvinnuna, þurfum við þessa 4000 dóllara frekara en nokkurn tíma áður,“ sagði Stella. Frank kreppti hnefana, en steytti þá þó ekki. Hann horfði ygldur á konu sína og mælti: „Þér líkt, að níðast á manni í mótlætinu.“ „Skyldi hann nú enn hafa þessa peninga?“ sagði Stanley, sem var all-óeirinn að sjá og leit út eins og hann væri sjóveikur. „Hann er með veski og svo troðfullt, að hann getur varla hneppt að sér jakaknum,“ hvíslaði Frank og skein úr honum græðgin. Dyrnar opnuðust og Anna kom inn. Alger þögn ríkti er hún gekk yfir gólfið í átt til eldhússins. Frank, Stanley og Stella horfðu á hana með illa dulinni óvild og gremju, en Kata kenndi í brjósti um hana vegna andúðar hennar, sem að vísu virtist ekki fá mikið á Önnu. „Hver hrökk upp af?“ spurði Anna napurlega, um leið og hún gekk framhjá þeim, og á næsta andartaki lokuðust' eldhús- dyrnar á eftir henni, og þá fór aftur að koma hreyfing á mann- skapimi. „Við höfum vænti eg ekki gefizt upp á að koma hemii í höfn,“ sagði Stanley kvíðinn, en ákafur undir niðri. „Hann þarf ekki nema að líta á hana til þess að lesa hana niður í kjölinn,“ sagði Stella beisklega. „Hvernig náum við þá í peningana?“ sagði Stanley. „Það er ráðgátan, heimskinginn þinn,“ sagði Frank beisk- lega. 13. kafli. Þegar Rudolf kom niður aftur var komin alger kyrrð á í hug- um þeirra þarna niðri. Frank næstum hljóp á móti honum og sagði smeðjulega: „Biessaður fáðu þér sæti og láttu fara vel um þig.“ Rudolf glotti, rétti fram nýþvegnar hendurnar eins og stákur, og sagði: „Allt í lagi núna?“ . Frank rak upp rosahláur, eins og þetta hefði verið ákaflega fyndið. „Tylltu þér, tylltu þér,“ sagði hann, en hann hafði lesið um það einhversstaðar, að það væri hyggilegt að láta fara vel um gesti sína og ræða við þá áhugamál þeirra, til þess að geta komið að sínu. Frank gerði sér grein fyrir, að þannig gæti hann fljótlegast komizt að ýmsu, sem hann og Stella þurftu að fá vitneskju um. „Já, já, Rúdolf. Þú varst á háskóla. Hvað lærðirðu þar?“ Rúdolf var auðsjáanlega ræðinn að eðlisfari og var fús að tala um sjálfan sig, enda vissi hann ekki, að það hafði verkað sem stórsprengja, að hann hafði gengið í háskóla. „Eg lagði stund á búvísindi.“ Frank Ijómaði allur af. áhugá. Jáý háhn var svo seni 'ekki kominn til Pennsylvaníu til þéss að þræla sér út á Kokrl — nei, vísindalegt varð það að véra. „Já, við höfum áhuga fyrir slíku — þjóðin öll, meina eg.“ „Þú þarft ekki að segja þetta fyrir kurteisi sakir,“ sagði Rudolf, „það er ekki að búast við því að margir — nema bændur og búalið — hafi áhuga fyrir búskap.“ „Víst höfum við áhugann — landbúnaðurinn er mikilvægur •— en er þörf að fara í háskóla til þess að læra búskap. Taktu Otto og Jde til dæmis —“ sagði hann. „Tímarnir eru breyttir. Með námsstyrkjum og kennslu er hægt að koma sér gegnum háskóla —“ „Ná -— námsstyrk — og: ke-kennslu,“ sagði Stella næstum angistarlega, enda botnaði hún ekki neitt í neinu. > 1 „Já, sjáið þið til, eg hefi sótt um starf sem knattspyrnuþjálf- ari nemendanna í gagnfræðaskóla nokkrum — því að eg stund- aði knattspyrnú í háskólanum með dágóðum árangri — eg þarf néfnilega á péningum að halda meðan eg er að koma öllu í gang á búgarðinum. Þannig eg hægt — stundum — að sameina tvenht til þess að ná settu marki.“ „Sameina, já einmitt, sameina, það var lóðið — já, þú last knáttspyrnu — eg meina búvísindi —“ Frank óskaði sér þess næstum, að Rudolf væri ekki svona fljótur til að svara. Og það sem verst var, hann virtist vera einn af þeini, sem skipulagði allt fyrirfram, tók allt með í reikn- inginn — þetta var Ijóta klípan, en sagði enn ljómandi af áhuga: „Fyrirtak, fyrirtak, en ekki get eg lagt þér lið með knatt- spyrnuna, en eg gæti kannske verið þér irinan handar með búvís — búskapinn meina eg —“ — brjóstsykursmoli stóð skyndilega í Stellu, er hann sagði þetta, og Kata varð að slá óþyrmilega á bakið á hénni. „Sjáðu, það er vinur minn einn, hygginn náungi og lagtækur, sem alltaf er að finna upp eitthvað til umbóta á landbúnaðarverkfærum —“ „Aha, uppfinningamaður?“ sagði Rúdolf enn brosandi. „Tja,“ sagði Frank hikandi, þessi vinur hafði komið svo skyndilega fram í huga hans, að hann var alls ekki við því búinn, að ræða um hann frekara. „Hann hefur verið að fikta við slíkt — eins konar tætara — tætara, já —• vélknúinn vitan- lega.“ „Þú hefur sjálfsagt heyrt nefnda traktora,11 sagði Rudolf. Frank fór eins og hjá sér og óskaði þess, að Stella vildi hverfa burt og detta dauð niður. „Einmitt það, einskonar traktor — en þettá ef alveg nýtt, og það gæti kannske verið athugandi, að fá að vera með í fyrri- tækinu — smávegis kóstnað mundi það hafa í för með sér, en mikill ágóði væntanlegur —“ Það var eins og enginn legði við hlustirnar og Frank leit undrandi kringum sig. Athyglin beindist öll að Önnu, sem var komin inn í borðstofuna og lagði drifhvítan dúk á borðið, því að mamma hennar ætlaði að taka vel á móti syni Ottós. Og Frank gat ekki varizt þeirri hugsUn, að hann gæti komizt langt, ef Stella köna hans liti svo vel út. — Anna hafði ekki veitt því neina athygli, að allra augu mændu á hana, en nú leit hún við og beint í augu Rúdolfs — rétt sem snöggvast, og fór það ekki fram hjá neinum, að þau vissu deili hvort á öðru, en — vitan- lega höfðu þau aldrei hitzt. Frank var ekkert að hugsa um það frekara og vildi óðfús halda áfram á sömU braut og hann var kominn út á. „Já, þessi vinur minn, hann segir, að þetta muni — sem sagt — slá út það, sem fyrir er —“ „Hvað heitir hann?“ spurði Rúdolf ósköp blátt áfram og virtist nú hafa lagt eyrun við því, sem Frank sagði. f „Hvað — hann heitir?“ — Já, vitanlega varð hann að heita eitthvað þessi vinur hans. I „Já, Rúdólf, þá veizt hvernig þeir eru þessir uppfinninga- menn, alltaf hræddir um, að einhverjir komizt að því, sem þeir eru að pukra með — vilja halda öllu leyndu.“ „Enginn fer þó -að stela nafninu hans,“ sagði Rudolf með hægð. „Ha, ha, nei, nei,“ hló Frank, en það var engu líkara, en að eitthvað stæði í honum, eins og Stellu áður. „Alveg rétt, hann nei — hann heitir Me- Meriwether — já, Meriwether heitir hann.“ „Kannske skyldur rakaranum?“ Þessi strákfjandi var ekkert lamb að leika sér við. Frank Á kvöldvökiumi Þau voru að aka eftir sveita- vegi. Hann: „Mér finnst þú alltaf verða fallegri og fallegri með hverri mínútu sem líður. Veiztu hvað það táknar?“ Hún: „Já, þú ert að verða benzínlaus.“ • Sagan segir, að flest stríð byrji á vorin. Það er sennilegt, að hreingerningarnar hafi ein- hver áhrif á það. ® Hún: „Hvaða tíð er „Eg er dásamleg“?“ Hánn: „Þátíð“. @ Stórgáfaðir menn ræða hug- myntlir, meðalgáfaðir atburði, en treggáfaðir ræða um fólk. © „Skál fyrir konu minni og ástmey. Eg vona að þær hittist aldrei!" „Mér þykir fyrir því,“ sagði tannlæknirinn við sjúklinginn í símann, „en eg þarf að fylla 18 rolur í dag, og get því ékki hjálpað yður.“ Síðan lagði hann símatólið á, setti á sig hattinn,1 tók golfáhöldin sín og hélt burt af lækningastofunni. úm áimi Eftirfarandi var meðal bæj- arfrétta um þetta leyti, fyrir 35 árum: Tvö seglskip frönsk eru á förum héðan, hlaðin saltfiski. Skiþ þessi koiriu hing- að í vor með kolafarm! Mótorbátaferðir eru nú mjög tíðar héðan vest- ur og norður um land og aug- lýstar nær daglega í blöðunum. H.f. Ægir Auglýsti í gær í Vísi eftir 3—4 hásetum á botnvörpung- inn Rán, sem nú stundar fisk- veiðar í Ameríku, og mennirn- ir voru allir ráðtiir kl. 6, en ráðgert hafði verið að auglýs- ingin yrði látin standa í þrem blöðum. — VeiÖisögur. Frh. ax 4. síðti. komizt hjá, að einhverjir les- endur hafi séð eða heyrt surn- ar þeirra áður, en veiðimenn/ ættu ekki að kippa sér upp við það, því þeir eru kunnir að því, að segja og hlusta á sömu sög- urnar ár eftir ár og hafa allt- af jafngaman af þeim.’ : © — < Því er haldið fram, að veiði- menn séu oft æði trúgjarnir og auðvelt að gabba þá. Eftirfar- andi saga á að vera dæmi um það: Benedikt heitinn Bachnaann, sem eitt sinn var símstjóri á Sandi, en margir Reykvíkingar þekktu, var vörður við Elliða- árnar um skeið eftir að hatm flutti hingað suður. Einn morguninn kom veiði- maður til Benedikts og spurði hann, hvort mikið hefði kornið upp af fiski um nóttina. Já, hann hélt nú það, „óvenjulega stór laxatorfa var gengin upp í ána. Það, sem vakti athygli mína sérstaklega,“ ságði Bene- dikt, „var einn gríðarstór lax, sem var eineygður. Eg símaði strax til Steingríms rafmagns- stjóra, og harin heitir þeim há- um verðlaUnum, sem veiðir fiskinn.“ Veiðimaðurinn tókst allur á loft af hrifningu, tók upp tvo spikfeita ánamaðka og þræddi þá á öngulinn og spurði svo: „Hvar heldUrðu að hann liggi?“ Benedikt svaraði þeirri spúrn- ingu greiðlega, og veiðiíriaður- inn fleygði út maðkinum og fór að gefa út. Benedikt horfði á hann dá- litla stund, sneri sér svo bros- andi undan og sagði: „Þú verður að gæta þess, að renna vinstra megin við hann, þVí hann vantaði hægra augað!“ :©-< Þá er sagan af Ólafi Hvann- dal, prentmyndameistara. Ól- afur var að veiða á flugu. Svo háttaði til þar sem hann var að kasta, að klettur gekk fram. í ána skammt fyrir neðán þar sem hann stóð. Iivanndal er góður veiðimaður og kastar langt og fallegá. Straumurinn bar fluguna fyrir lclettinn og hvarf hún Hvanndal því sjón- um um stund. En menn geta ímyndað sér undrun hans er hann sá línuna allt í einu svífa til lofts án þess að halm hreyfði stöngina. Það kom þó fljótt í ljós hvers kynS vár. Kría hafði tekið fluguna og strikaði með línuna langt út í móa. — V. M. — Frfáisar éfsróttir. Fi’h. af 2. síðu. ur Reykjávíkurineistaratitil í frjálsum íþróttum. Reykvíkingafélagið hefur lof- að verðlaunagrip þeim ein- staklingi er’ flest meistarastig fær. Að 5 árum liðnum verður reiknað út hvaða íþróttamaður hefur hlotið fleSt meistarastig samanlagt og. hlýíur sá gripinn til eignar. Verði tveir, einstakl- ingar jafnir,. sker finnska stiga- taflan úr. jens Guðbjörnsson hefúr heitið verðlaunabikar þeim eih- staklingi, sem óvæntustum ár- angri nær í mótinu. Er þar með ekki nauðsynlegt að sá ein- staklingur þurfi endilega að verða beztur í sinrsi grein. Apk þessa er gert ráð fyrir t farándgripúm til hahdá bezta . félaginu svo og e. t. v. líka fyrir 1 . op, i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.