Vísir - 30.06.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 30.06.1953, Blaðsíða 5
1 Þriðjudaginn 30. júní 1953. V jtSIR ÁS Sitt úr hverri áttinni. Nýlega var lagt bann við því, að gömul Tarzan-mynd, sem Johnny Weissmúller lék í, yrði sýnd í Kampala í héráðinu Uganda í Míð-Afríku. Kvik- myndaskoðunin þar leit svo á, að í myndinni væru atriði, sem ekki væri ráðlegt að sýna afrísku fólki. ★ Lioncl Barrymore, hiim heimskunni bróðir Johns heit- ins og Ethel Barrymore, varð sjötugur í vor. Hann er engan veginn dauður úr öllum æðum, því að tilkynnt hefur verið, að bók eftir hann sé rétt ókomin á markaðinn. ★ Kvikmyndahúsgestir munu sjálfsagt fagna því að sjá hinn vinsæía skopleikara, Bob Hope í mynd, sem á að heita „Mr. Casanova“. Joan Fontaine, af bragðs leikkona, á að leika á móti honum. ★ Hinn kunni, enski skapgerð- arleikari, Robert Donat, kvænt- Ist í London í mánuðinum sem 'leið, leikkonunni Reneé Asher- son. Donat er 48 ára, en kona hans 37. ★ Maria Riva heitir dóttir Marlene Dietrich og Williams Riva, manns hennar. Þykir hún hafa erft fríðleika móður sinnar og öðlazt miklar vinsældir. Um þessar mundir er hún við kvik- myndatöku í lsrael. ★ Leikkonan Olivia de Havil- land fékk nýlega þær gleði- fregnir, að látin liafi verið nið- ur falla kærur á hendur henni frá skattayfirvöldunum. Átti leikkonan að greiða 48 þúsund dollara í vangoldna skatta. eða aukaniðurjöfnun, en betta var sem sagt Ieiðrétt, með því að hún hafði greitt bað sem henni bar. ★ Sögulegar skáldsögur eru nú mjög vinsælar sem kvikmynda- efni í Hollywood. Minnast menn „Ivars hlújárns", sem Robert Taylor leikur í, en nú hefur verið ákveð’ð að gera kvikmynd eftir sögunni „Ben Húr“ eftir Lewis Wallace( sem eitt sinn sást hér sem þögul rriynd). Elizabeth Taylor á að leika aðal-kvenhlutverkið M-S-M gerir kvikmynd af leikriti Sfíakespeares nm Caesar. •laanes Mason kiknr Bruhisi. Nýlega hefur kvikmyndafé- lagið Metro-Goldvvyn-Mayer látið gera kvikmynd eftir hinu fræga leikriti Shakespeares, „Julius Caesar“. Joseph L. Mankiewicz hefur annazt leikstjórn, og segja gagnrýnendur, að þetta hafi tekizt að mörgu leyti vel, en hvað sem því líður er eindæma leikaraval í myndinni. Meðal þeirra eru tveir kunn- ustu leikarar Breta, þeir John Gielgud og James Mason, John Gielgud leikur Cassius, en James Mason Brutus. Af öðrum frægum leikurum má nefna Marlon Brando, sem leikur Markús Antónius, Louis Cal- hern, sem leikur Caesar, Ed- mond O’Brien, sem leikur Casca, Greer Garson, sem fer með hlutverk Caipurniu og Deborah Kerr, sem leikur Portiu. Nýlega birtist leikdómur um mynd þessa í ameríska stór- blaðinu „New York Times“. Er þar ótvírætt sagt, að hinn brezki afburðaleikari, John Gielgud, beri af öðrum í myndinni, og sé það ekki sagt öðrum til hnjóðs. Þar næst telur gagnrýn- andinn Marlon Brando, sem sýni frábæran leik, en eitthvað skorti á frammistöðu James Masons, enda þótt margt sé þar mjög vel gert. Calhern er sagður fyrirmannlegur í hlutverki Caesars, en of „útblásinn“. — Kvikmyndavinir munu vafa- laust bíða þess með óþreyju, að sjá þetta meistaraverk Shake- speares í höndum svo góðra leikara „á tjaldinu“. Endverjar gera næst- flestar kvikmyndir. Allir vita, að kvikmyndamið- stöð heimsins er í Bandaríkj- unum — nánar tiltekið í Holly- wood. Hitt ,vita færri, að Indverjar eru næstir á eftir Bandaríkja- mönnum, að því er snertir fjölda kvikmynda, sem gerðar i eru á ári hverju. Þar að auki ^ eiga Indverjar stjörnu, sem 1 „segir sex“. Hún heitir Nargis og er látin leika í nær óteljandi kvikmyndum. — Hún hefur 5 millj. kr. árstekjur og fær 15,000 bréf frá aðdáendum á viku. Korda kvænist enn. Brezki kvikmyndakóngurinn Sir Alexander Korda kvæntist nýlega í 3ja sinn. Gekk hann að eiga kanadíska stúlku, sem heitir Alexandra Boycun. Þess er getið í sam- bandi við fregn þessa, að Korda sé 59 ára, en konan aðeins 25. Hafði hún ekki reynt hjúskap- arsæluna áð.ur. „Nóttin hófst í dögun“ Fyrir nokkru hafa Banda- ríkjamenn lokið við gerð kvik- myndar, sem heitir „Nóttin hófst í dögun“. Fjallar hún um menn, sem lokast inni í kafbáti, er hann bilar í reynsluför og sekkur á 30 m. dýpi. Allir geta konnzl út nema fjórirýogdýsir myjidiÁ angist þeirra, meðan þeir bíða dauðans. Þykir myndin meist- ■aralega leikin. Titanicslysið á kvikmynd. Brkn Aheme leikur aðalhlutverkið. Eitthvert hörmulegasta sjó- slys, sem sögur fara af, varð þegar Titanie fórst í fyrstu ferð sinni vestur um haf árið 1912. Það var á bjartri nóttu hins 14. apríl 1912, að Titanic rakst á borgarísjaka og tólc þegar að sökkva. Kl. 2.20 um nóttina stakkst hið risavaxna skip í djúpið, en með því fórust 1517 manns, sem margir sungu „Hærra, minn Guð, til þín“, er skipið seig í djúpið. Þö'ttá ’slys3 h'efúr áðuf ' örðið kvikmyndatökumönnum yrkis- ur verið gerð kvikmynd, með slys þetta að uppistöðu, sem er að því leyti frábrugðin fyrri tilraunum í þá átt, að ná- kvæmlega er farið eftir dagbók skipsins. Aðalpersónurnar í þessum hafmleik eru Sturges-hjónin (Clifton Webb og Barbara Stanwyck), ög þykja þau sýna frábæran leik. Brián Aherne leikur E. J. Smith, hinn ógæfu- sama skipstjóra Titanic. ;Mynd þessi þykir óVénju riá- kvæm og vel gerð, og hefur Stjörnubíó sýnir þessi kvöldin kvikmyndina „Texas Rangers“ við mikla aðsókn. Aðalhlutverk eru leikin af George Mont- gomery og Gale Storm, ennfremur Noah Beery, sem er ágætur „karakter-leikari“ o. fl. — Sagan gerist á ólgutímum í sögu Texas, er ribbaldar óðu uppi og grípa varð til hörkubragða, tíl þess að koma á friði og reglu í landinu. — Hver viðburðurina rekur annan og er kvikmyndin óvanalega spennandL Austurríkismenn-Ísiendingar 4:3. í gær liáðu íslenzkir knatt- ( spyrnumenn fyrsta landsleik sinn á þessu sumri, en þeir munu alls ákveðnir þrír. Rignt hafði töluvert allan daginn og völlurinn þar af leið- J andi orðinn háll og þungur, enda háði það leikmönnum nokkuð. Strax í upphafi leiksins mátti sjá, að liðin voi-u bæði mjög vel skipuð og að tvísýnt yrði um úrslitin. Er um sex mín. voru af leik, fékk markmaður Austurríkis spark í öklann, og varð hann að yfirgefa völíinn. Aðeins þrem mín. síðar varð Ríkarður að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Hann kom þó inn á aftur, en aðeins.i stuttan tíma, og kom síðan Halldór Halldórsson í hans stað. Fyrsta mark leiksins gerðu Austurríkismenn á elleftu mín. eftir mjög laglegt upphlaup, sem endaði með föstu jarðar- skoti frá hægri útherja (Halia). Þrem mín. síðar jöfnuðu ís- lendingar. Reynir gaf góðan jarðarbolta fyrir markið og Þórður skoraði með föstu skoti. Sveinn Teitsson bætti síðan Leikur Austurríkismanna er mun léttari og liprari en leikur íslendinganna, og einkenndist af hröðu spili, þar sem knöttur- inn gengur frá manni.til manns og hefur litla viðkomu á hverj- um stað. Næsti leikur Austurríkis- manna verður annað kvöld og leika þeir þá við K.R., íslands- meistarana í fyrra. Austurlandsferð Ferðafélagsins. öðru við, eftir að hafa leikið ^ með knöttinn frá miðju og inn efni, og um það hafa verið ort fengið mjög góða dóma þar sem fjölmörg harmljóð, en nú hef- j hún'hefuf' véfið' sýrtd: ’ að vítateig Austurríkis, en þar skoraði hann með laglegu skoti. Er um tíu mín. voru eftir af fyrri hálfleik gaf Þórður góðan bolta fyrir markið, en þar voru fyrir Reynir og Weiss og sá síðarnefndi forðaði knettinum frá fótum Reynis með því að skora sjálfsmark. Austurríkismenn létu þó eng- án bilbug á sér finna og héldu uppi mikiili sókn og rétt fyrir lok hálfleiksins skoraði Kölly (vinstri útherji) með glæsilegu skoti. Síðari hálfleikur var leikur Austurríkismanna og unnu þeir hann með tveim mörkum.gegn engu. Það fyrra settu þeir eftir tólf mín. með föstu skoti, sem markmaður missti milli fóta sér, en það síðara skoruðu þeir á 24. mín. Leikur íslendinga í þessum hálfleik var ekki góður og geta þéir taliit heþpnir að fá'ékki fleiri mörk, þó að þeir ættu reyndar líka góð marktækifæri. sern nýttust ekki. ■ ' Ferðafélag íslands efnir til 12 daga orlofsferðar til Austur- lands og verður lagt af stað á fimmtudagsmorgun kl. 8. Ekið verður þjóðleiðina um Norðurland um Akureyri, Húsavík og Kelduhverfi með viðkomu á helztu og fegurstu stöðum á leiðinni. Úr Axar- firði verður svo haldið um Möðrudalsöræfi austur á Fljóts- dalshérað, en þar verður staldr- að við 1—2 daga eftir atvikúm. Síðan vei'ður farið austur á firði, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Noi’ofjörð og e.t.v. Vopnafjörð. Á heimleið verður farið urn Mývatnssvfeit og dvalið þar daglangt. Ennfremur verður komið við á Hólum á Hjalta- daí'. Norður- og Austuriandsfeiöir Ferðafélagsins hafa jafnan verið mjög fjölsóttar og vin- sælar, enda um marga fegurstu staði landsins að ræða á leið- inni. Kvikmyndadís varð aö greiða 4 millj. franka. Það er ekki tekið út með sældinni að leika í kvik- myndum. Það fékk franska stjarnan Vivianc Romanche að reyna á dögunum, hví að hún heimtaði, að gerð yrði breyting á kvikmyndahand- riti því, sem verið var að taka eftir. Hún neitaði nefni- lega að mótleikarinn hrækti í andlit hennar, eins og gert var ráð fyrir. Kvikmynda- félagið sagði: „Gott og vel, en samkvæmt samningi verði her að greiða okkur sekt fyrir betta“. Sektin nam 4 milljónum franka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.