Vísir - 04.07.1953, Síða 6
VÍSIR
mað,iu’- Hitt barnið, sem eirtnig
er drengur, býr í um 2ja km.
fjarlægð og stjórnar að mestu
framkvæmdum sauðfjárbúsins,
en faðir hans helgar sig nú að
mestu hugðarefni sínu, veð-
hlaupahestum.
Veðreiðar eru uppáhalds-
iþrótt Ástralíubúans. Laugar-
tiagur er sannkölluð plága, ef
maður kann ekki að meta íþrót'
þessa. Hvar sem maður er nið-
'ir kominn verður maður að
hlusta á hása, öskrandi rödd
útvarpsþularins, sem tilkynnir
úrslitin. Stundum er hann svo
æstur, að röddin fer upp úr
öllu valdi, og maður óttast
lielzt, að viðtæki springi þá og
þegar. Jafnvel hér, svo fjarri
borginni, var unnt að veðja á
hestana, en það er gert með
þeim hætti, að maður lætur
póstbílstjórann annast það, eða
hringir til næstu borgar.
Jimmy garðyrkjumaður er
manntegund, einstæð í sinni
röð. Hann fylgist af áhuga með
hverjum veðreiðum, og senúir
með póstbílnum á hverjum
föstudegi peninga til veðmál-
anna, en mér varð alúrei ljóst,
hvort hann hafi nokkru sinni
unnið einn eyri.
„Swagman“.
Flakkari heitir á máli Ástra-
líumanna „The Swagman". —
manngerð er ekki eins algeng
í dag og fyrrum. Við höfðuni
ekki séð nema fáa til þessa.
Venjulega eiga þeir ekki annað
en garmana, sem þeir ganga í,
„billycan“ eða blikkbrúsa fyrir
teið og „swag“, en það ér sam-
anbrotin ábreiða, sem pe;r bera
á öxlinni. Þegar þen’ verða
þreyttir á göngunni, breiða
þeir úr ábreiðunni og leggiast
til svefns í forsælu. Oft er þeim
vel tekið á bændabýlum, og fá
þar jafnan beina. Þeir eru
sögufróðir og flytja mónnum
fréttir. Margir þeirra eiga ein-
hverja strengi á hörpu sinni til
að skemmta fólki. Fyar kemur,
að þeir fái sér vinnu á e_in-
hverjum bænum til þess að
afla nokkurra skild'nga, en
venjulega hatar „The Sv ag-
man“ hvers konar' vmnu. —
Jimmy er fyrrverandi „swag-
man“, þó ekki venjulegur, því
að hann fór úm á reiðhjóli en
ekki á fæti.
Fyrir tíu ármr síðan eða svo
kom hann á reiðhjóli til Biila-
bong til þess að fá sér bila. Þar
vantaði mann, því að garð-
yrkjumaðurinn var íariun úr
vistinni. Jimmy tók aö sér
stöðu hans til bráðabirgð'a, en
þar með yar lokið íerli hans
sem „swagmans" á reiðhjóli.
Þeir voru áður þrír.
Ógerlegt er að segja neilt um
aldur Jimmys. Ha.-in gæti vel
verið 42ja ára, en hann g'æti
eins vel verið 58. Hann er af
írsku .bergi brotinn, og ber
persónuleiki hans ættemi hans
glöggan vott. Hann býr einn
sér í litlu húsi, um það bil
hálfum km. frá . aðalbygging-
unni. Hinir fimm, sem her
vinna, búa þai' skarnmt undan
í bröggum. Eldabusitan bvr
með manni sínum í litlu húsi,
en Jimmy skiptir sér ekkert af
þeim. Sá, sém hann ræðir mest
við, er hann sjálfur. Hann er
lúsiðinn, og stritar frá morgni
til kvölds hvernig sem viðrar
í garðinum mikla, eh þriöiung-
ur hans má heita frumshogur á
nýjan leik. Það gerðist í styrj-
öldinni, þegar ógerle^t var að
fá vinnufólk. Áður v ru ga. J-
yrkjumennirnir þrír, en nú
verða hjónin að láta sér r.ægja
einn. í jaðri garðsins er tennis-
leikvangur með stórurn ljós-
kösturum, svo að unnt er að
leika á kvöldin. Síðar neunsótfi
eg fleiri fjárbúgarða, og þar
voru einnig tennis- og golfvell-
ir, sums staðar sundlaugar.
Frá kl. 11—3 er hit.inn óþol-
andi. Þá halda menn kyrru
fyrir innan húss, hurðum og
gluggum er kyrfilega lokað og
tjöld dregin fyrir, til þess að
halda húsinu svölu.
100 pund á viku
fyrir rúning.
Er við höfðum dvalið þarna í
viku komu tíu menn, sem auu
að rýja féð. Þetta var ekki aðal-
rúningur ársins, hann er í
september, en nú skal ryj a
kindurnar á höfði og dindli,
sem er ekki réttnefni, því að
frekar er hér ura að ræða hala
eða rófu. Kindurnar eru frá-
brugðnar hinum íslenzlcu. Gær •
an er þétt og hrokkin. Venju-
legast er Merínóféð svonefnt,
sem er innfluttur fjárstofn,
aðallega frá Spáni. Sauðkindin
gefur af sér mikilvægustu út-
flutningsvöru1 landsins og fænr
í þjóðarbúið hinn eftirsóknar-
verða gjaldeyri.
Rúningurinn stóð 1 hálfari
mánuð. Gaman var að hcrfa á
aðfarirnar. Sér í lag: var þctta
ánægjuiegt fyrir bþrniii, þegar
kindurnar voru reknar í rétt-
irnar. Húsið, þar sem sjálfur
rúningurinn fer fram miimir á
risavaxna hlöðu. Kmdhj er rúin
(•
með rafmagns-klippum. Rún-
ingspiaður í Ásírai' i er há-
tekjumaður. Hann fær, ákveSið
gjald fyrir hverja kind, og sé
hann röskur, getur hann fengið
allt að 100 pundum eða um
4600 krónum á vi.ku.
I stórum sal.er ullinni safnað
saman, hún flokkuð og síðan
um hana búið til sendingar. Þá
áttu menn annríkt, en hii.ts
vegar varð maður þess ekki
mjög var, vegna þess; að ail-
langt er til aðalbyggingarmnar.
Hyer vatndropi
dýrmætur.
Á búgarðinum voru sjö kýr
til .þess að fullnægja pörfum
heimamanna. Þá voru þar hæns
og kalkúnar og að sjálfsögöu
fjárhundar, sem eru fjarska
vitrar skepnur. Kornrækt er
og þáttur landbúnaðarins, en
hér hafði henni ekki verið sinnt
um hríð, frekar en víða annars
staðar, sökum skorts á viiinu-
afli. Þess vegna höfðu raargir
lagt fyrir sig kalkúnarækt í
hennar stað. Á smábýli skammt
frá voru t.d. hvorki meira né
minna en 300 kalkúnar.
Hér hafa þurrkarnir staðið í
7 mánuði. Segja má, að menn
og skepnur stynji af vatns-
skorti. Frú B. kvartar hástöfum
yfir garðinum sínum fallega.
Grasið var gult og þurrt eins
og hálmur, en blómin hneigou
krónur sínar dapurlega. Ilinir
stóru vatnsgeymar máttu ce.ita
tómir, og menn urðu að gæta
hvers vatnsdropa. Þór er fík-
inn í að sulla í vatni, en honum
var strengilega bannað að eyða
einum dropa, Þegar hann kom
aftur til íslands, furðaði har.ri
sig mest á því, að hann mælii
í'rh. á 7. s.
SKEMMTILEGT herbeigi,
með baði og forstofuinn-
gangi. Sími 2557 eftir kl. 12.
HJÓN óska eftir stofu og
eldhúsi eða tveim minni hpr-
bergjum og eldhúsi. Reglu-
semi. Tilboð, merkt: „Sem
fyrst — 966“ sendist blaðinu.
REGLUSAMUR, ungur
trésmiður óskar eftir her-
bergi sem næst miðbænum.
Uppl. í síma 81141 frá kl.
3—5 í dag. (103
LÍTIÐ, sólríkt lofíherbergi
til leigu nú þegar. Uppl. í
sírna 4054 eftir kl. 1. (96
ÓSKA eftir litlu herbergí,
sem næst miðbænum. Tilboð,
merkt: „Rólegt“ sendist
blaðinu fyrir miðvikudag. —
_______________________ (97
STOFA til leigu í miðbæn-
um. Uppl. í síma 81386, eftir
kl. 3. — (98
HERBERGI til leigu. —
Uppl. í síma 5189. (100
HERBERGI óskast í júlí
og ágúst. Helzt með hús-
gögnum. Tilboð sendist blað-
inu fyrir mánudagskvöld, —
merkt: „Happ 43“. (101
2 BRAGGAÍBÚÐIR í
Laugarnesi til sölu. Önnur
4 herbergi, eldhús, geymsla
og þvottahús, hin 1 herbergi,
eldhús og geymsla. — Uppl.
eftir kl. 6 í bragga 39 B. (94
UNGLINGSSTÚLKA ósk-
ast til snúninga og annarar
aðstoðar í suinar. — Karen
Arnar. Sími 3699, Laugarás-
vegi 41. (102
VANTAR ' telpu, 10—12
ára, til barnagæzlu. Uppl. í
síma 81973.________(103
STÚLKA óskast í vist
hálfan eða allan daginn. —
Uppl. á Snorrabraut 61. (54
OTSVARS- OG
SKATTAKÆRUR
Málaflutningsskrifstofur.
Guðlaugur Einarsson,
Einar S. Einarsson,
Áðalstræti 18. I. hæð. —
Sími 82740. (724
RaFLAGNIR OG
VIÐGERÐIR á raflögnum.
Gerum við straujárn og
örmur heimilistæki.
Raftækjaverzlunin
Ljós og Hiti h.f.
Laueavegi 79. — Sím5 5184.
PLÖTUR á grafreiti. Út-
vegum áletraðar plötur á
grafreiti með stuttum fyrir-
vara. Uppl. á Rauðarárstíg
26 (kjallara). — Sími 6126
Laugardaginn 4. júlí 1953.
MIÐALDRA maður í hrein-
legri vinnu óskar eftir fæði,
og þjónustu á sama stað, á
fámennu heimili, sem næst
miðbænum. Tilboð sendist
blaðinu fyrir 7. þ.m. merkt:
„Fæði — 269“. (65
íslandsmótið í 1. flokki
heldur áfram í dag kl. 3 á
íþróttavellinum. Þá leika í
B-riðli Vestmannaeyingar og
Fram og strax á eftir í A-
riðli ísfirðingar og Akurnes-
ingar. — Mótanefndin.
FÓRNARSAMKOMA
annað kvöld kl. 8.30. Ást-
ráður Sigursteindórsson tal-
ar. — Allir velkomnir.
PERMANENTSTOFAN
Ingólfsstræti 6, býður yður
permanent, hárklippingu o.
fl. Sími 4109. (50
KOLAKYNTUR þvotta-
pottur og stór píanókassi til
söiu. Uppl. í síma 81041. (103
LAXVEIÐIMENN. Stórir
og nýtíndir ánamaðkar til
sölu. Sörlaskjóli 56, uppi. —
(Áður Bræðraborgarstíg 36).
BARNAVAGN til sölu á
Eiríksgötu 31 (miðhæð). —
BARNAVAGN, sem nýr á
háum hjólum til sölu á
Snorrabraut 35, I. hæð.
SAUMASTOFA Ingólfs
Kárasonar, Hafnarstræti 4,
sími 6937. Fyrirliggjandi
karlmannaföt, stakar buxur
og loðkragaefni. (697
DÍVANAR, allar stærðir,
fyrirliggjandi. Húsgagna-
verksmiðjan, Bergþórugötu
11. Sími 81830.(394
CIIEMIA-Desinfector er
vellyktandi, sótthreinsandi
vökvi, nauðsynlegur á
hverju heimili til sótthreins-
unar á munum, rúmfötum,
húsgögnum, símaáhöldum,
andrúmslofti o. fl. Hefir
unnið sér miklar vinsældir
hjá öllum sem hafa notað
hann. (446
SatnuakA.
TARZAN
r ~~~ 'M
Þpgar Tarzan og Gemnpji komu
út úr hallgrsalnum, gekk Erot brps-
andí tjl þeirra og sagði: „Það er allt
undirbúið undir veiðiferðina sem við
vorum að taja um í gær.“
S3»e
„Hver fgr' með ykkur?“ spurði
Gemnon. „Þú, Tarzan og nokkrir
góðir veiðimenn serp eg hef verið að
safna saman, til þess að tryggja það
að veiðin verði sem mesí.“
„Allt í lagi. Við munum koma“,
sagðd, Taxzan. „Gott,“ hrópaði Erot.
„Þú skalt ná í vopn þín pg halda
síðan tii borgarhliðsins, þar sem við
munum bíða ykkar.“
„Já, vinur minn Tarzan,“ muldraði
Erot þegar Tar/.an gekk burt. „Þú
munt, leggja af stað í veiðiferðina, en
þér mun ekki verða afturkomu auðið.
Svo mikið er víst.“