Vísir - 11.07.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 11.07.1953, Blaðsíða 4
p VlSIR Laugardaginn. 11.. júlí 1953 wiszis. i' DAGBLAÐ Ritstjóri: Hérsteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofnr Ingólfsstræti 3.. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Síxnar 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.it. Á landinu starfa 29 skógræktar- félög með 7550 félögum. Aðalfunídur 8.K.F.Í. var haid- iiiiu nýverið að Laugarvatni. Stjórnarskipti í austri og vestri. TTvað fyndist mönnum um það, ef það yrði eitt fyrsta verk hvers þess stjói’nmálamanns í Frakklandi, er tæki að sér stjórnarmyndun og lánaðist það eftir langa mæðu, að gera þá menn höfðinu styttri, sem hann óttaðist að gætu orðið honum hættulegir við stjórnarstörfin, dregið stjórnartaumana úr hönd- um hans? Það er hætt við, að stjórnmálamönnum fækkaði mjög fljótlega í Frakklandi með slíkum aðgerðum, því að það er nú orðinn næsta stór hópur, sem þar hefur setið á stóli forsætis- ráðherra, síðan styrjöldinni lauk fyrir átta árum. Eða hvað fyndist mönnum um það, ef íslenzkur stjórnmála- foringi gerði það að sínu fyrsta verkefni, er hann væri búinn að taka við stjórn landsins og festa sig í sessi, að hann iéti taka nokkra af ráðherrum sínum og stúta þeim? Við skulum hugsa okkur, að Brynjólfur Bjarnason myndaði stjórn, og jafnskjótt og hann væri búinn að hagræða sér í hvíta húsinu við Lækjar- torg, léti hann handtaka Einar Olgeirsson og drekkja honum í höfninni eða eitthvað því um líkt. Hvað fyndist mönnum um svona aðfarir? Fyndi t mönnum þetta ágætt og mjög til fyrir- myndar? Eða fyndiot mönnum, að ekki væri hægt annað en aö fordæma það og þá menn, er þannig hegðuðu sér? Það er vel til fundið, að menn geri það upp við sig, hvað þeim finnst um þetta, og það á sérstaklega vel við, að menn hugleiði það þessa dagana, því að slíkir atburðir eru einmitt að gerast nú austur í Rússlandi. Því var spáð á sínum tíma, hér í blaðinu, er tilkynnt hafði verið, að Malenkov yrði eftirmaður Stalins, að ekki færi hjá því, að átök ættu sér stað þar eystra, og væri ekki enn séð fyrir endann á þeim. Þessi spá hefur nú rætzt, og engum dylzt, að Malenkov og Beria hafa deilt frá því að Stalin gaf upp andann — og þó sennilega míklu lengur. Endir þessa þáttar baráttu þeirra hefur orðið sá, að Malenkov hefur sigrað, og áður en langt líður mun Beria — ef að vanda lætur — verða leiddur fyrir rétt, þar sem fram verður látinn fara skemmtilegur sjónleikur. Sjónleikurinn verður á þá leið, að Beria mun lýsa því, hvílíkur erkifantur hann sé, og hversu glæpsamlega hann hafi hegðað sér um langt árabil. En Malenkov stendut með pálmann í höndunum — um sinn. Hann hefur sigrað í þessari lotu, En þótt Beria hafi verið rutt úr vegi, en Malenkov ekki öryggur i sessi. Enn er stór hópur manna, sem hafa svo trausta valdaaðstöðu, að Malenkov hefur ærna ástæðu til þess að tortryggja þá, og einn góðan veðurdag gerist þess sennilega þörf, að nýr þjóðarfjandmaður sé dreginn fram á sjónarsviðið, sviftur grímunni og gerður höfð- inu styttri í fyllingu tímans, er hann hefur lýst glæpaferlí sínum nógu rækilega. En þangað til verður þessi þjóðarfjandmaður framtíðarinnar eitt goðanna, sem kommúnistar austan járn- tjalds og vestan munu tilbiðja af eins hundflatri auðmýkt og Malenkov heimilar hverju sinni. Og allt er þetía gott og blessað í augum kommúnista því að æðsti presturinn er enn á sínum stað. En hvað fyndist komm- únistum, ef þeir vöknuðu alltf í einu upp við það, að þau hausa- víxl hefðu orðið austur í Garðaríki, að Malenkov væri hinn fallni engill, þjóðarfjandmaður nr. 1? Myndi þá ekki reynast erfitt að fóta sig á línunni? Fall Matyas Rakosis. T-»að er skammt milli upphefðar og falls hjá leiðtogum kom- múnista um þessar mundir, eins og frégnir utan úr heimi bera Ijóslega með sér. Beriá hefur verið Veginn og íéttvægur fundinn, og fyrir fáeinum dögum barst sú fregn frá Ungverja- landi, að höfuðpaurinn þar, sjálfur forsætisráðherrann Matyas Rakosi, hefði verið rekinn úr embætti, og er ekki erfitt að gera sér nokkra grein fyrir því, hver verða endalok hans og eftirmæli. Fall Rakosis stafar ekki af því, að hann sé nýliði eða upp- skafningur í hópi kommúnista, því að fáir menn hafa þjónað kommúnismanum lengur en hann. Þegar Bela Kun myndaði stjórn sína í Ungverjalandi 1919, var-Rakosi einn ráðherra hans, hann var einn helzti fulltrúi á þingum Kominterns á þriðja tug aldarinnar, sat í fangelsum vegna skoðana sinna í 15 ár, og varð síðan æ valdameiri í Ungverjalandi eftir 1944. Fall hans stafar því ekki'af því, að.hann hafi legið á iiði sínu. En skýringin er sú, að upphefð eða fali köhlmúnistá fér ekki eftir kostum þeirra eða göllum, heldur veltur hún ein- ungis á geðþótta þeirra,.sem yfir þá eru settir. Þeir ráða lífi og dauða. Aðalfundur Skógræktarfélags Islands var haldinn að Laugar- vatni 4. og 5. þ. m. Fundinn sátu 71 fulltrúi frá 21 héraðsskógræktarfél., stjórn félagsins og framkvæmdastjóri auk 16 gesta. — Fyrrverandi skógræktarstjóri A. F. Kofoed- Hansen var heiðursgestur fund- arins. Formaður félagsins, Val- týr Stefánsson ritstjóri stjórn- aði fundi. f upphafi minntist hann nokkui'ra félaga, er látist höfðu síðan aðalfundur var [haldinn í fyrra. Þá skýrði formaður frá gjöf norskra skógarbænda til Skog- ræktarfélagsins. Séra Harald Hope í Ytre-Arna, sem kom hingað með norska skógræktar- fólkinu vorið 1952, hafði for- göngu um gjöf sem lítinn þakklætisvott fyrir móttökurn- ar hér. Staurarnir eru 1400 talsins, yfirleitt úr kjörviði, en líklegt er að fleiri verði sendir seinna. Staurunum verður nú skipt milli félaganna. Séra H jpe var sent þakkarskeyti af fund- inum. Þá hafði félagið séð um gróð- ursetningu í reit Vestur-ísler.d- ! inga á Þingvöllum fyrir gjöf þá, sem Þjóðræknisfélag íslendinga ' í Vesturheimi hafði sent hingað heim. Fundurinn lýsti yfir þakklæti sínu til Þjóðræknis- félagsins fyrir gjöf þessa. Hákon Bjarnason flutti síðan skýrslu stjórnarinnar. Starf- andi eru 29 héraðsskógræktar- félög með samtals um 7550 íé- lögum. Árið 1952 gróðursettu félögin alls 392 þúsund plöntur á ýmsum stöðum á landinu. Félagið heldur úti ársriti, sem er nýlega út komið í 5500 ein- tökum. Er það í tuttugasta skipti, sem ritið kemur út. — Sakir hækkandi prentkostnað- ar hefur verið halli á útgái'u ritsins undanfarin ár. Vorið 1952 komu 60 manns frá Noregi til að vinna hér vie skógplöntun, og 61 íslendingar fór til Noregs í sömu erinda- gjörðum. Skógræktarfélag ís- lands og Skógrækt ríkisins báru kostnað af dvöl Norð- manna hér ásamt nokkrum stærri héraðsfélaganna, er fengu Norðmennina til að starfa á sínum vegum. Er þetta í ann- að skipti, er slík mannaskipti fara fram, og hefur mikill áhugi verið fyrir ferðum þessurn. Aðalfundur félagsins 1952 hafði óskað þess, að stjórn íélagsins ynni að því ásamt skógræktarstjóra, að fá lögleitt að hluti af aðflutningsgjöldum af viði,. er til landsins flyttst, yrði framvegis notaður til ræktunar skóga. Félagsstjórnin hafði sent ríkisstjórninni ýtar- lega greinargerð fyrir þessu máli, og hefur það verið rætt af velvilja og skilningi í ríkis- stjórninni, þótt hún treystist ekki til að leggja málið fyrir síðasta Alþingi. Enda varla von að jafn umfangsmikið mál fái skjóta afgreiðslu. Öflun trjáfræs hefur gengið mjög' vel frá Alaska og Nörðuf-' Noregi, og með komu Dr. Tayl- ors hingað til lands á s.l. hausti, ■'erður enn auðveldára að afia fræs að vestan. Að vísu er fræ- útvegun afar kostnaðarsöm, en undirstaðan að allri skógrækt hér er að ná í trjáfræ frá þeirn stöðum, er svipar til íslenzks veðurfars. Nú eru þrir ungir íslendingar, sem útskrifuðust í vor úr skógarskólanum hér við framhaldsnám í Alaska, og þeir munu safna fæ á hausti kom- anda undir stjórn Dr. Taylors. Á sunnudagsmorgun lögðu nefndir fram tillögur þær, sem bornar höfðu verið fram á fundinn. Voru þær ræddar og flestar bornar upp. Er tillögur höfðu verið sam- þykktar var gengið til stjórn- arkjörs. Úr stjórn áttu að ganga Hermann Jónasson, landbúnað- arráðherra, og Haukur Jör- undsson, kennari, og voru þeir báðir endurkjörnir. Úr varastjórn gekk dr. Helgi Tóm- asson, yfirlæknir, og var hann endurkjörinn, svo og endur- skoðendur, þeir Kolbeinn Jó- hannsson, endurskoðandi og Halldór Sigfússon, skattstjóri. Eftirfarandi tillögur voru m. a. samþykktar á aðalfundinum: I. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands haldinn að Laugarvatni 4.—5. júlí 1953 skorar á ríkis- stjórn og Alþingi að setja í lög ákvæði um það, að hæfilegum hluta aðflutningsgj. af viði og viðarafurðurn skuli árlega vario til skógræktar og vísar fundur- inn til rökstuðnings fyrir þessu til greinargerðar þeirrar, sem stjórn félagsins hefur þegar gert um þetta efni. II. ^.ðalfundur Skógræktarfélags íslands haldinn að Laugarvatni árið 1953 skorar mjög eindregið á stjórnarvöld ríkisins að styrkur til skógræktarfélaganna. verði hækkaður til muna á f jár- lögum næsta árs. III. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1953 felur stjórn félags- ins að vinna að því, að héraðs- skógræktarfélögin fái til skóg- ræktar samfellda reiti eigi minni en 30 ha. hvert í sínu héraði, enda sé landið talið hafa skilyrði til ræktunar nytjaskóga. Ferðalangui' hefur skrifað Berg- máli bréf, þar scm hann skýrrr frá skenuntiferð, er hann fór um sl. helgi, en ferðin varð að nokkru söguleg, vegna þess að ferðahóp- urinn, sem liann var með, var svo óheppinn að gista á sömu slóðum og annar hópur ferða- manna, er sannarléga fór ckki í ferðalag til að skemmta sér að j siðaðra manna hætti. Ölóðir menn ! spilla svefnfriði. „Um síðustu helgi efndi Ferða- félag íslands til ferðar austur í Þjórsárdal og fékk félagið leyfi Ásólfsstaðabóndans til þess að tjalda þar í landareigninni á á- kveðnum stað. Á fjórða tímanum um nóttina ryðst á þetta svæði ölóður hópur frá fyrirtæki hér í bænum með háreysti og gaura'- gangi og vakti þá, sem fyrir voru, upp af værum svefni. Þarna héldu síðan þessir ölóðu menn vöku fyrir fólkinu lengi nætur, kröfð- ust jafnvel tjaldpláss í súmum tjaldanna og höguðu sér eins og ótíndir dónar. Ofögur umgengni. Þess má geta, að þarna var nóg landrými fyrir tjöld á öðrum stöðum, og þvi ekki ástæða til þess að ryðjast inn á svæði, sem aðrir höfðu fengið leyfi til að hafa og raska svefnfriði fólks. Því mætti og bæta við að daginn eftir, er fólkið, sein fyrir var, kom út úr tjöldum sínum, lágu spýjur úr þeim ölóðu eftir á tjaldstaðnum, auk alls konar rusls, sem ekki var haft fyrir að fjarlægja e'ða grafa, eins og góðra ferðamanna er siður. Kona í Hima- lajaleiðangri. Karachi (AP). — Franskur fjallamannaleiðangur er lagður af stað héðan til Kashmir. Ætlunin er að klífa einhvern tind Karakoram-fjallgarðsins, sem fæstir hafa verið sigraðir. í leiðangrinum eru alls fjórir menn, þar af ein kona, þekktasti fjallgöngugarpar Frakka af því kyni, frú Kogan að nafni. Kona þessi er hálf-fertug, og hefur getið sér mikið orð fyrir fjpllgþngúr; bæði í Ölþúnum, þar sem húri hefur klifið alía þekktustu tinda, og í S.-Amer- iku, en þar eru hæstu og tor- kleifustu tindpr utan Asíu. Lægsta krafan. Sá, er þetta ritar, vill á engan liátt ámæla fólki fyrir að það sé kátt í ferðalögum, og hans vegna má það hafa vin um hönd eftir vild. En lægsta kral'an, sem gerð verður til slíkra ferðalanga er, að þeir láti aðra í friði, og þó sízt al' öllu raski svefnró þeirra, því óværum svefni og ónógum fylgir jafnan vanliðan. í öðru lagi er það heilög skylda hvers ferðamánns, scm leitar út i nátt- úruna, að saurga hana ekki, held- ur forðast að skilja eftir sig livcrs konar rusl og óþrifnað. Atbur'3- ir sem þessi eru hvimleiðir og því nauðsynlegt að haft sé orð á þeim', þvi svo til má eigi ganga.“ Fyrir neðan allar hellur. Þannig lýkur bréfi „Ferða- Iangs“ og verð ég að segja, að hann hefur lög að mæla. Það er i mesta máta livimleitt, þegar farið er i skemmtiferð, að þurfa að rekast á drukkið fólk, er jafn- an spillir heilbrigðri skemmtun, og aldrei er drykkjuskapur jafn- leiðinlegur og einmitt úti í Guðs grænni náttúrunni, þótt ýmsir virðast vera á annarri skoðun, ef dæma má eftir hegðun þeirra. — kr. Spakmæli dagsins: Sá skal vægja sem vitið lief- ur meira. Gáta dagsiÐh Nr. 461: Á heiði gengu Iiöldar tveir og hvatlega létu, báru í fangi bragnar þeir það báðir hétu. : jr, ýrr , Svar við gátu nr. 460: Páll.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.